Dagur - 18.07.1989, Síða 3

Dagur - 18.07.1989, Síða 3
frétfir Priðjudágur 1^^60(1986^ 3 Fátt bendir til dvínandi brott- flutnings til höfuðborgarinnar - segir m.a. í skýrslu Byggðastofnunar „íbúaspá og kaupleiguíbúðir“ „Eftir mikið þenslutímabil í hagkerfinu er nú komið að aðlögunartímabili og hætta á einhverju atvinnuleysi næstu mánuði. Ef stefnir í mik- ið atvinnuleysi gæti verið skynsamlegt að draga ekki úr framkvæmdum við íbúða- byggingar. Kaupleigukerfið er ný leið til að fjármagna íbúða- framkvæmdir og gæti sú leið hentað til að örva byggingar- iðnað á Iandsbyggðinni,“ segir orðrétt í niðurstöðum nýút- kominnar skýrslu Byggða- stofnunar „Ibúðaspá og kaup- leiguíbúðir.“ Ennfremur segir: „Kaupleigukerfið getur leitt til meiri framkvæmda en hús- næðismarkaðurinn á viðkom- andi stað þolir þannig að oiframboð verður á húsnæði miðað við byggingakostnað. Þetta á einkum við á stöðum þar sem líkur á brottflutningi fólks eru meiri en á aðflutn- ingi. Framkvæmdaaðilar sem sækja um lán fyrir mörgum kaupleiguíbúðum á slíkum stöðum þurfa að geta sýnt fram á íbúðirnar verði fullnýttar og valdi ekki verðfalli á fasteign- um sem fyrir eru á staðnum.“ Nefnd skýrsla Byggðastofnun- ar var unnin að beiðni Félags- málaráðuneytisins og Húsnæðis- stofnunar. Óskað var eftir greinargóðum upplýsingum um byggingarstarfsemi á landinu öllu síðustu ár auk þess sem Byggða- stofnun var beðin að meta þörf- ina fyrir íbúðabyggingar næstu þrjú árin með hliðsjón af stöðu atvinnumála. Sérstaklega var óskað eftir mati Byggðastofnunar á þörfinni fyrir byggingu kaup- leiguíbúða. 1120 íbóöir á höfuðborgarsvæðinu/322 á landsbyggðinni Ný íbúðaspá Byggðastofnunar til ársins 1994 gerir ráð fyrir að byggja þurfi 1440 íbúðir að með- altali á ári næstu fimm árin á öllu landinu. Tekið er fram að grunn- ur spárinnar sé framreikningur á mannfjölda næstu 5 árin miðað við mannfjöldatölur og aldurs- skiptingu um áramótin 1988- 1989. Ef litið er til skiptingar milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar er miðað við að þörf verði fyrir 1120 íbúðir á ári á höfuðborgarsvæðinu en 322 íbúðir á landsbyggðinni. Skipting á einstök kjördæmi er sem hér segir: Suðurnes 101 íbúð, Vestur- land 32 íbúðir, Vestfirðir 0, Norðurland vestra 15, Norður- iand eystra 62, Austurland 44 og Suðurland 70. Þessar tölur taka mið af fólks- flutningum innanlands á árunum 1983-1986, en þau ár voru brott- fluttir umfram aðflutta af lands- byggðinni til höfuðborgarsvæðis- ins 1000 manns á ári. Byggða- stofnun segir flest benda til að þessi þróun haldi áfram og því verði hlutfallslega meiri þörf fyrir byggingu íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu en á lands- byggðinni. Athyglisvert er að ef ekki er reiknað með neinum fólksflutningum verður niður- staðan allt önnur. Þá telur Byggðastofnun að þurfi að byggja 1433 íbúðir að meðaltali á ári og þar af beri að byggja 763 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Suðurnes ætti þá að fá 109 íbúðir í sinn hlut, Vesturland 88, Vest- firðir 64, Norðurland vestra 53, Norðurland eystra 152, Austur- land 81 og Suðurland 123 íbúðir. Sami „landsbyggðar- flóttinn“ áfram? Byggðastofnun telur ekkert benda í þá átt að dragi úr brott- flutningi fólks af landsbyggðinni til höfuðborgarinnar. Því sé íbúðaspáin, þar sem gert er ráð fyrir fólksflutningum milli landshluta, líklegri til að standast, „nema gripið verði til markvissra aðgerða til að bæta lífskjörin á landsbyggðinni.“ Orðrétt segir í skýrslu Byggða- stofnunar: „Ýmsar ástæður geta verið fyrir miklum fólksflutning- um til höfuðborgarsvæðisins. Hvort þeir flutningar aukast eða minnka er vafalítið háð atvinnu- ástandi og þeirri þjónustu sem hægt er að bjóða uppá á lands- byggðinni. Staða helstu atvinnu- vega er erfið um þessar mundir. Frystihús eru víða rekin með tapi og landbúnaðurinn er rekinn með háum framleiðslustyrkjum. Þessar greinar eru ekki líklegar til að auka hagvöxt á landsbyggð- inni nema skipulagi þeirra verði breytt. Möguleikar á vexti þjón- ustugreina hafa batnað, til dæmis vegna samgöngubóta. Enn er þó langt í land með að vegakerfið uppfylli kröfur nútímans.“ Þórshöfn: Færafiskinum er mokað upp Það hefur ekki verið nein ástæða til að kvarta undan hráefnisskorti hjá Hraðfrysti- stöð Þórshafnar að undan- förnu. Á bilinu 20-30 trillur hafa landað þar stórgóðum færafiski og segir Jóhann A. Jónsson, framkvæmdastjóri, að tæplega 30 tonnum hafi að jafnaði verið landað á hverjum degi, sem vill segja að hver trilla hafi fískað um eitt tonn á dag. „Það er hér rniklu betra fiskerí á færi en mörg undanfarin ár,“ sagði Jóhann. Bátarnir þurfa að sækja stutt á miðin, fiskurinn heldur sig nánast uppi í landstein- um. Jóhann segir að um 10 Þórs- hafnartrillur séu á færum en hin- ar komi víða að, allt frá Hellis- sandi og austur að Þórshöfn. Þannig lcggja t.d. nokkrar trillur frá Hofsósi, Siglufirði og Sauðár- króki upp hjá Hraðfrystistöðinni. „Við vonumst til að á meðan veð- ur er hagstætt og afli góður muni bátarnir leggja upp hjá okkur,“ segir Jóhann. óþh Norðurland vestra Eins og áður segir leggur Byggðastofnun í skýrslu sinni áherslu á byggingu kaupleigu- íbúða á stöðum þar sem búast megi við góðri nýtingu þeirra og þar sem fólksfjölgun hefur verið á liðnum árum. Við úthlutun Húsnæðisstofnunar á dögunum virðist sem í meginatriðum hafi verið fylgt þessari „línu“ Byggða- stofnunar. Á Norðurlandi vestra sóttu fjögur sveitarfélög um lán vegna kaupleiguíbúða, Sauðárkrókur (10), Siglufjörður (18), Hofsós- hreppur (5) og Fljótahreppur (6). Sauðárkrókur var eina sveitarfé- lagið í kjördæminu sem fékk út- hlutað fjármagni. Þar hefur að meðaltali fjölgað íbúum um 2,4% á árunum 1971-1988. Á Siglufirði hefur á sama árabili orðið 0,7% fækkun íbúa. Á síð- ustu þrem árum hefur að meðal- tali orðið rúmlega eins prósents fækkun íbúa á Siglufirði. Á árun- um 1984 og 1985 fjölgaði íbúum hins vegar um 0,2% og 0,3%. Á Hofsósi fækkaði íbúum að með- altali um 0,4% á árunum 1971- 1988. Árið 1985 fjölgaði íbúum þar um 2,1% en fækkaði um 7,6% árið eftir. íbúatalan stóð í stað árið 1987 en í fyrra fækkaði þar íbúurn um 0,4%. Norðurland eystra Þau sveitarfélög á Norðurlandi eystra sem sóttu um lán til kaup- leiguíbúða árið 1989 voru Akur- eyri (32), Húsavík (6), Dalvík (10), Ólafsfjörður (8) og Saur- bæjarhreppur o.fl. (8). Bæjarstjórn Akureyrar fékk úthlutað fjármagni til byggingar 10 leiguíbúða og Búseti á Akur- eyri fékk lán til fjögurra félags- legra kaupleiguíbúða á Akureyri. Þar hefur fjölgun á árunum 1971- 1988 numið 1,5%. í tvö ár á þessu árabili fækkaði fólki á Akureyri, 1983 (0,1%) og 1984 (0,2%). Dalvíkingar fengu úthlutað 6 kaupleiguíbúðum. Á s.l. ári var þeim úthlutað 10 íbúðum. Að meðaltali hefur íbúum á Dalvík fjölgað um 1,6% á árunum 1971- 1988. Árið 1984 fækkaði þar fólki um 0,5%, 1985 nam fækkunin 1,4% og 0,7% árið 1986. Árið 1987 fjölgaði hins vegar um 4,1% á Dalvík og 2,6% á liðnu ári. Húsvíkingar sóttu eins og áður segir um lán til 6 kaupleiguíbúða. Niðurstaðan varð lán til Búseta á Húsavík til kaupa á 4 félagsleg- um íbúðum. fbúum á Húsavík hefur fjölgað um 1,3% á árunum 1971-1988. Tvö ár hefur fólki fækkað, 1984 (1,0%) og 1986 (1,5%). Árið 1987 fjölgaði fólki þar um 1,8% og 0,2% í fyrra. Ólafsfirðingar duttu ekki í lukkupottinn að þessu sinni. Þeir sóttu um lán til 8 íbúða en fengu enga. Þar hefur íbúaþróun verið á þá lund að á árunum 1971-1988 hefur að meðaltali fjölgað íbúum um 0.5%. Árin 1985 og 1986 nam fækkunin 0,5% en 1987 varð 3,1% fjölgun. í fyrra fjölgaði Ólafsfirðingum um 0,3%. óþh Alþýöubankinn hf FUNDARBOÐ Hluthafafundur í Alþýðubankanum hf. verður hald- inn í Sóknarsalnum, Skipholti 50A, Reykjavík, mið- vikudaginn 26. júlí n.k. og hefst kl. 20. Dagskrá fundarins vsrður sem hér segir: 1. Tillaga bankaráðs um staðfestingu hluthafafund- ar á samningi formanns bankaráðs við viðskipta- ráðherra um kaup bankans á 1/3 hluta hlutabréfa ríkissjóðs í Útvegsbanka íslands hf. og að rekst- ur Alþýðubankans hf„ Verslunarbanka (slands hf. og Iðnaðarbanka íslands hf. verði sameinaður í einn banka ásamt Útvegsbanka íslands fyrir 1. júlí 1990. Jafnframt verði bankaráði veitt heimild til að vinna að öllum þáttum er varða efndir samn- ingsins. 2. Tillaga um heimild til bankaráðs um nýtt hlutafjár- útboð. 3. Önnur mál löglega fram borin. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöf- um eða umboðsmönnum þeirra í Alþýðubankanum, Laugavegi 31, Reykjavík, á venjulegum afgreiðslu- tíma bankans frá og með 21. júlí n.k. Viku fyrir fundinn mun samningurinn ásamt tillögum þeim sem fyrir fundinum liggja verða hluthöfum til sýnis á sama stað. F.h. bankaráðs Alþýðubankans hf. Ásmundur Stefánsson. P. ?"1 : Garðyrkjusti Ösp, birki og lerki. Fjölmargar tegundir af skrautrunnum. Tilboðsverð á sun ^ Opið frá kl. S iðin á Grisará f"kn9. Rósir og limgerðisplöntur. AUt ræktaö í pottum. Einnig fjölær blóm. 23 larblómum til mánaðamóta. '-12 og 13-17 alla virka daga. A

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.