Dagur - 18.07.1989, Page 16

Dagur - 18.07.1989, Page 16
TEKJUBRÉF- KJARABRÉF FJARMAL ÞÍN - SERGREIN OKKAR rp)ARFESriMGARFÉLAGÐ Ráðhustorgi 3, Akureyri Möðrudalur: Rúta valt með 28 mairns - meiðsli farþega Betur fór en á horfðist er rúta valt út af veginum yfir eystri fjaligarðinn við Möðrudal um kl. 8 í gærmorgun. Rútan valt tvær heilar veltur og stöðvaðist síðan á hliðinni. Otrúlega vel slapp til með að alvarleg slys yrðu á fólki, að sögn lögregl- unnar á Egilsstöðum. 27 far- þegar voru í bílnum og hlutu þeir minniháttar meiðsli, utan eins sem fluttur var með sjúkrabíl að Grímsstöðum á Fjöllum og síðan með flugvél til Akureyrar. Meiðsli hans ekki talin alvarleg munu þó vera minni en taiið var í fyrstu. Annar farþegi var fluttur í sjúkrabíl til Egilsstaða en meiðsli hans ekki talin alvarleg. Aðrir farþegar og bílstjóri voru fluttir með rútu til Egilsstaða og gert að meiðslum þeirra í heilsugæslu- stöðinni. Orsök slyssins er talin sú að hemlar rútunnar hafi bilað. Farþegarnir í rútunni voru íslendingar og Norðurlandabúar. Rútan er frá Guðmundi Jónas- syni. IM Verð á loðnuafurðum: Útlitið er dapurlegt - loðnuverð mun lækka, segir fram- kvæmdastjóri Sfldarverksmiðja ríkisins Að sögn Jóns Reynis Magnús- sonar framkvæmdastjóra Síld- arverksmiðja ríkisins eru menn þar á bæ ekki búnir að koma sér niður á fyrsta loðnu- verð á komandi vertíð. Ekki hafa verið gerðir neinir samn- ingar um fyrirframsölu á loðnuafurðum enda er verð á heimsmarkaði lágt núna. Eins og víða annars staðar gildir það á markaði loðnuafurða að „eins dauði er annars brauð“. Á síðustu vertíð nutu íslenskar loðnuverksmiðjur góðs af þurrk- um í Bandaríkjunum sem ollu minna framboði á sojamjöli og þar með verðhækkunum á mjöli og lýsi. Það er því ekki bara stað- an á mörkuðum fiskafurða sem þarna hefur áhrif. Núna er staðan hins vegar algjörlega á hinn veg- inn því fiskveiðar Perúmanna hafa aukið mjög á framboðið og þar með lækkað verð. Verð á lýsi hefur að undan- förnu verið um 160 dollarar fyrir tonnið sem er aðeins um helm- ingur meðaltalsverðs á síðustu vertíð og svo lágt að frekar borg- ar sig fyrir verksmiðjurnar að brenna lýsið til eigin nota en selja það. Verð fyrir próteineiningu var á síðustu vertíð 9-10 dollarar en er nú um það bil 30% lægra. „Þetta gerir það að verkum að það er erfitt að bjóða í loðnu í dag og við erum eiginlega ekkert farnir að velta þessu fyrir okkur,“ sagði Jón Reynir. Hann sagði að þrátt fyrir að gengi dollars hafi hækkað þá vegi hækkun á olíu- verði og lækkun afurðaverðs hærra. í upphafi síðustu loðnuvertíð- ar var verð fyrir tonn 3400-3500 krónur. í lok hennar var það svo komið í 4000 krónur og rúmlega það. „Við getum ekki greitt svo hátt verð núna. Við vonum að verð lagist en það er ekki margt sem bendir til þess. Þetta lítur dapurlega út eins og er,“ sagði hann. ET Sr. Pétur Þórarinsson var settur í embætti sóknarprests í Glerárpresta- kalli af prófasti Eyjafjarðarprófastsdæmis, sr. Birgi Snæbjörnssyni. Birgir og Pétur lögðu báðir út af guðspjalli dagsins í ræðum sínum, lík- ingunni um húsin tvö í niðurlagi Fjallræðu Jesú. Á myndinni eru, f.v.: Sr. Birgir og kona hans, frú Sumarrós Garðarsdóttir, og frú Ingibjörg Siglaugsdóttir ásamt manni sínum, sr. Pétri Þórarinssyni. Mynd: ehb Akureyringar eru ófeimnir við hringtorgið. Mynd: KL Hringtorg á Akureyri: Einfaldar reglur sem gilda Á Akureyri var fyrsta hring- torgið tekið í notkun á laugar- dag. Að sögn lögreglunnar hefur allt gengið áfallalaust hingað til en þó er ástæða til að minna bæjarbúa á þær reglur sem gilda við akstur á slíkum stöðum. Matthías Einarsson varðstjóri sagðist ekki óttast að Akureyr- ingar væru feimnir við að nota torgið því flestir hefðu kynnst slíku annars staðar. „Það eru ósköp einfaldar regl- ur sem gilda og engin ástæða til að gera þetta að of miklu vanda- máli,“ sagði Matthías. Það er því ekki úr vegi að renna yfir helstu atriði. Inn á hringtorgið er alls staðar biðskylda. Itorginu sjálfu hefur innri hringurinn alltaf for- gang fyrir umferð á ytri hring við akstur út af torginu. Þeir sem ætla að aka út af torginu á næstu gatnamótum eftir innakstur skulu velja hægri akrein inn á torgið. „Því miður er hætta á að akstur á vinstri akrein aukist á aðliggj- andi götum eins og reynslan hef- ur sýnt í Reykjavík. Það þarf því að brýna fyrir fólki að nota hægri akrein eins og á að gera og skipta rétt áður en farið er í innri hring,“ sagði Matthías. Stefnuljós vildi hann einnig benda fólki á að væri nauðsynlegt að nota við hringtorg svo og ann- ars staðar. Á Akureyri væri áber- andi að þau væru yfirleitt notuð of seint eða alls ekki. KR Eru nýjar fiskigöngur að hleypa lífi í árnar: Laxagöngur með næsta stórstreymi? Árni ísaksson, veiðimálastjóri, segir í viðtali við blaðið í dag að þrátt fyrir dræma veiði í ám það sem af er sumri geti tíma- bilið orðið í meðallagi ef göng- ur af smáfiski verði góðar síð- ari hluta sumarsins. Hann telur að á næstunni megi búast við mjög góöum göngum stórlaxa í norðlenskar ár, jafnvel gætu orðið kaflaskil um næstu helgi en þá er stórstreymt. Umferðarslys átti sér stað við Rangá í Köldukinn um kl. 17 á sunnudag, er hópur vélhjóla- fólks var þar á ferð. Farþegi á mótorhjóli slasaðist töluvert er hann féll af hjólinu ásamt öku- manni þess. Ökumaðurinn missti stjórn á hjólinu þegar hvellsprakk á framhjóli. Læknir kom á slysstað mjög fljótt eftir að slysið átti sér stað, þar sem hann var á ferðinni með sjúkrabíl sem var á leið til Akur- Árni segir að göngur í árnar hafi verið mjög seint í sumar og nú fari í hönd sá tími sem mest gangi af smáfiski í árnar. Þessar göngur geti miklu ráðið um heild- arveiðina þegar upp verði staðið en ekki síður ráði þær miklu um framtíðina í ánum. Sterkar göng- ur af smálaxi í fyrra gefi tilefni til að ætla að talsvert veiðist af stór- um laxi í sumar. Búast megi því enn við góðum göngum af stór- laxi. eyrar með sjúkling frá Húsavík. Farþeginn er töluvert mikið slas- aður, en ekki talinn í lífshættu að sögn lögreglu, hann var fluttur með sjúkrabíl til Akureyrar. Lögreglunni á Húsavík hefur borist tilkynning um líkamsárás í Vaglaskógi rétt fyrir helgina. Ráðist var á ungan mann og hon- um veittir töluverðir áverkar. Um helgina tók Húsavíkuriög- reglan einn ökumann sem grun- aður er um ölvun við akstur. IM Árni segir að kalt vor hafi seinkað göngum mjög en upplýs- ingar úr Elliðaánum og Korpu frá undanförnum árum bendi einnig til að veðurfarið ráði ekki alfarið tímasetningu fiskigangna heldur geti einnig verið um að ræða reglulegar sveiflur. Sjá nánar í viðtali í Veiði- klónni á bls. 13 í dag. JÓH Stofnanamá!: Með lækkun á launum verður lækkun á lífskjörum. Mannlegt mál: Lífskjörin versna ef launin lækka. Islenskan er mannlegt mál. Umferðarslys í Kinn - og líkamsárás í Vaglaskógi

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.