Dagur - 26.07.1989, Blaðsíða 1

Dagur - 26.07.1989, Blaðsíða 1
140. tölublað 72. árgangur Akureyri, miðvikudagur 26. júlí 1989 Vegna kvótaleysis leggja útgerðarmenn höfuðið í bleyti: Frystitogarar sendir á sfld? - góðar horfur með sölu á frystri sfld Ferðamenn neyðast til að kasta af sér vatni bak við hús því ekkert er alnicnningssalernið. Mynil Kl. Hnjóta gestir í miðbæ Akureyrar um smærri atriðin í þjónustunni? Ferðamenn í leit að almenningssíma og salemi - „Smápeningar að kippa þessum málum í lag miðað við tekjurnar af ferðamönnum,“ segir Jón Bjarnason í Borgarsölunni Dagur hcfur fyrir því heimildir að útgerðir nokkurra frysti- togara víðsvegar um land íhugi að frysta síld um borð í þeim á komandi síldarvertíð, sem byrjar í lok september. Þetta fékkst staðfest hjá LÍÚ og sjávarútvegsráðuneytinu í gær. Samtök fiskvinnslustöðva: Botnfisk- virnislan rekin með 4,2% tapi Samkvæmt rekstraráætlun sem gerð hefur verið fyrir Samtök fiskvinnslustöðva er botnfisk- vinnslan í landinu rekin með 4.2 prósent tapi, sem gerir um 1.3 milljarðs króna rekstrar- halla á ársgrundvelli. í útreikningunum er stuðst við tölur um rekstraraíkomu 32 fisk- vinnslufyrirtækja. Afskriftir eru reiknaðar 4,3% og nettó fjár- magnskostnaður 9%. Miðað er við gengi Bandaríkjadollars 24. júlí. í yfirliti um tekjur og gjöld fiskvinnslunnar kemur fram að fjármagnskostnaður, miðað við núverandi stöðu, nemur um 2,8 milljörðum króna, afskriftir 1,3 milljörðum, hráefni 16 mill- jörðum og laun og launatengd gjöld 6,6 milljörðum króna, svo dæmi séu nefnd. Tölur um afkomu „meðal-“ fiskvinnslufyrirtækis í fyrra sýndu tap upp á 30 milljónir króna, en sú upphæð nemur 9,5% af meðaitekjum ársins. Áætlað heildartap vinnslunnar árið 1988 var 960 milljónir króna. EHB Bygginga- og skipulagsnefndir Akureyrarbæjar boðuðu sam- eiginlega til fundar með íbúum í nágrenni við lóðina Hlíðar- lund 2 á Akureyri í fyrrakvöld. Tilgangur þessa fundar var sá að kanna hugi fólks til nýtingar þessarar lóðar en safnað hafði verið undirskriftum í hverfinu til að mótmæla hugmyndum um að byggja á lóðinni verslun og gistiíbúðir. Fram kom á fundinum að margir íbúar í nágrenninu telja að þessari lóð yrði betur varlð fyrir barna- leikvöll og enn aðrir vilja að þarna verði grænt svæði. „Fundurinn í fyrrakvöld var til Það kom fram í samtali við Jón B. Jónasson, skrifstofustjóra í ráðuneytinu, að ekki hafi enn borist formlegar umsóknir útgerða um síldarfrystingu um borð í togurunum í haust. Áhugi manna á frystingu síldar um borð í frystitogurum er til kominn vegna skerts botnfisk- kvóta frá fyrra ári. Ljóst er að margir togaranna eru langt komnir með kvóta og lítið verður eftir á haustdögum. Því sjá menn fram á þann slæma kost að binda þá við bryggju. Að áliti útgerð- armanna kann síldarfrysting að vera vænlegri kostur. Menn spyrja sig þessa dagana hvort verð á frystri síld á mörkuðum erlendis verði það gott að borgi sig að gera frysti- togarana út á síld. Sveinn Guð- mundsson, hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, segir að sölu- horfur á stórri frystri síld til Japans scu góðar og þá líti vel út með hefðbundna nrarkaði í Evrópu, aðallega í Bretlandi og V-Þýskalandi. Útflutningur á frystri síld til Japans hefur aukist á undanförnum árum og margt bendir til að hann eigi eftir að styrkjast. Sveinn segir að Japanir vilji einungis heilfrysta stóra síld. Miðað er við 100 þúsund tonna síldarkvóta á komandi vertíð og segist skrifstofustjóri sjávar- útvegsráðuneytisins ekki búast við að sú tala verði hækkuð. Á síðustu vertíð seldi SH um 9000 tonn af frystri síld en SÍS nokkru minna magn. Erfitt er á þessari stundu að spá fyrir um hlut fryst- ingar af síldarkvóta þessa árs. Ósamið er um sölu á saltsíld til Sovétríkjanna og útgerðir frysti- togara velta þeirn möguleika fyrir sér að senda þau á síld í haust. óþh að hlusta eftir hverju fólkið var að mótmæla. Síðan verða nefnd- irnar að vega þessi mótmæli og meta en nefndirnar gáfu engin loforð á þessum fundi. Mér komu viðhorf íbúanna dálítið á óvart þar sem að þessi lóð er búin að vera til úthlutunar frá 1974 og Ijóst að þarna yrði starfsemi af því tagi sem hugmyndir hafa ver- ið uppi um upp á síðkastið. Sum- ir hverjir hafa kannski ekki áttað sig á þessu og þeir hafa þá hugs- anlega farið fróðari heim af fund- inum í fyrrakvöld varðandi þetta,“ segir Sigurður Hannes- son, formaður byggingarnefndar Akureyrarbæj ar. Á grundvelli tillöguteikninga Sjaldan hefur annar eins ferða- mannastraumur verið til Akur- eyrar og nú um síðustu helgi helgi. Tvö atriði virtust þó verulega angra þá fjölmörgu gesti sem lögðu leið sína í miðbæ Akureyrar, annars veg- ar að hvergi er að sjá merking- ar um almenningsklósett í mið- bænum og hins vegar að um helgar er ekki í gangi neinn sími til almenningsnota þar sem síminn í símaklefa Pósts og síma í göngugötunni er frá S.S. Byggi, sem fengið hefur lóðinni úthlutað, gaf bygginga- nefnd bæjarins leyfi til að graf- inn yrði út grunnur. Bæjarstjórn vísaði málinu aftur til nefnda og í framhaldi af því var ákveðið að þær boðuðu til fundar með íbú- um í hverfinu. Þar kom fram tals- verð andstaða við hugmyndir um byggingu verslunar og íbúða og telja íbúarnir að umrædd lóð sé samkvæmt skipulagi frá 1974 ætl- uð til byggingar verslunar. Sigurður segir túlkun bygging- ar- og skipulagsnefnda á aðal- skipulaginu þannig að á um- ræddri lóð verði miðbæjar- starfsemi. Skipulagsstjóri og skipulagsnefnd telji umræddar óvirkur. Af þessum sökum leita ferðamenn því aðallega í söluturna í miðbænum ellegar á veitingahúsin til að komast í síma eða á salerni. Jón Bjarnason, sem rekur Borgarsöluna við Ráðhústorg, sagði í samtali við blaðið að nú uni helgina hafi berlega komið í Ijós hve þessi atriði geri ferða- mönnum erfitt fyrir. „Það kostar lítinn pening að merkja almenn- ingsklósett í miðbænum og skipta um tól á símanum einu sinni í Akureyrarbæjar tillöguteikningar falla innan þess- arar túlkunar á skipulagi. „Ég býst við að ef fara ætti eftir ströngustu kröfum þeirra sem á fundinum voru þá yrði ekkert gert á lóðinni. Ég held að málið muni snúast um þá gerð af íbúð- um sem þarna verði byggðar og einnig um nýtingarhlutfallið á lóðinni. Næsta skref er að á næstu fundum þessara nefnda verði málið tekið fyrir og lagt síð- an á ný fyrir bæjarstjórn. Eg get ekki svarað því hvort þeir muni koma með nýjar teikningar fyrir þessa fundi en það liggur þó ljóst fyrir að þessar tillöguteikningar verða ekki samþykktar,“ segir Sigurður. JOH viku og vakta hann miðað við það sem fcrðafólkið er að skila okkur í aðstöðugjöld og pening í kassann til uppbygginar í bæjar- félaginu,“ segir Jón. Stefán Gunnlaugsson á Baut- anum tók undir að mikið álag hafi verið vegna ferðafólks, bæði í síma og á salerni. „Þessir hlutir eru fyrst og fremst fyrir okkar gesti en ekki fyrir almenning en við neitum fólki ekki um að nota þetta hjá okkur,“ sagði Stefán. Gísli Eyland, stöðvarstjóri Pósts og síma á Akureyri, sagði ástæðu þess hvernig ástand símaklefans í miðbænum er, slæma umgengni bæjarbúa. Tól- um og snúrum hafi verið stolið, rúður brotnar, símtæki brotið og jafnvel gosdrykkjum hellt yfir símann. Ætlunin sé að koma símanum enn á ný í gagnið á næstu dögum en þolinmæði starfsmanna Pósts og síma í þessu máli væri á þroturn. Bæjar- búar verði að gera upp við sig hvort síminn eigi að fá að vera í friði ellegar hverfa. Hjá Valgarði Baldvinssyni, bæjarritara, fengust þær upplýs- ingar að almenningssalerni í eigu Akureyrarbæjar, sem staðsett hafi verið í Kaupangsgili, hafi verið lokað fyrir um einu ári síðán. Sú ákvörðun hafi verið tekin af bæjarstjórn og ætlunin hafi verið sú að þessi þjónusta yrði á upp- lýsingaskrifstofu fyrir ferðamenn innar í Hafnarstræti. „Það má kannski segja að eitthvað vanti á merkingu á þessu almenningssal- erni og þetta mál verður að skoða hvernig sem að þessari merkingu verður staðið,“ segir Valgarður. íbúar í nágrenni lóðar við Hlíðarlund 2 á fundi með bæjaryfirvöldum í fyrrakvöld um byggingu verslunar og gistiíbúða á lóðinni: „Komu viðhorf Manna dálítið á óvart“ - segir Sigurður Hannesson, formaður byggingarnefndar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.