Dagur - 26.07.1989, Blaðsíða 12

Dagur - 26.07.1989, Blaðsíða 12
Borgaraflokkur í ríkisstjórnina? Máleftiagrundvöll fyrst ráðherraskiptingu síðar - er álit formanns þingflokks Alþýðuflokks Hríseyjarferjan Sævar að leggjast að bryggju á L-Árskógssandi á laugardag. Mynd: ap Mikill straumur ferðafólks til Hríseyjar um helgina: 1250 manns á tveimur dögum með Sævari milli lands og ejjar „Það er auðvitað mjög æski- legt og nauðsynlegt að styrkja stöðu ríkisstjórnarinnar en það á auðvitað ekki að gera það fyrir hvað sem er,“ segir Eiður Guðnason, formaður þing- flokks Alþýðuflokksins, í tilefni samþykktar þingflokks Framsóknarflokksins í fyrri viku um að veita Steingrími Hermannssyni, formanni flokksins, umboð til að vinna að því að fá Borgaraflokkinn til liðs við ríkisstjórnina. í uniboði Framsóknar til Stein- gríms er gert ráð fyrir að hver þriggja stjórnarflokkanna gefi eftir eitt ráðuneyti yfir til Borgaraflokks. „Að undanförnu hafa menn veriö að tala um hugsanlega Möðruvallasókn: ri* / • Fjonr umsækjendur Fjórir umsækjendur reyndust um stöðu sóknarprests í Möðruvallasókn í Eyjafirði. Gert er ráð fyrir að kosið verði á milli þeirra fljótlega eftir helgi. Umsækjendurnir eru: Magnús Gamalíel Gunnarsson prestur á ísafirði, Torfi Hjaltalín Stefáns- son æskulýðs- og fræðslufulltrúi á Biskupsstofu, Ólafur Jóhannsson prestur við Neskirkju í Reykja- vfk og Sigurður Ægisson prestur á Djúpavogi. Fráfarandi sóknarprestur Sr. Pétur Pórarinsson tók við Glerár- prestakalli fyrir skömmu. KR Markvörður 2. flokks Völs- ungs í knattspyrnu slasaðist nokkuð er mark á Fífu- hvammsvellinuin í Kópavogi fauk um koll og hafnaði á höfði hans, í leik gegn ÍK á laugardaginn. Markvörður- inn lá óvígur eftir og var síðan fluttur í sjúkrabfl á Borgarspítalann, þar sem í Ijós kom að þrír hryggjaliðir voru skaddaðir. Að sögn Arnars Guðlaugs- sonar þjálfara Völsungs, er um að ræða mark með ál í stöngum og slá og járni í bakstöngum. Pað hefur því þurft góða vind- hviðu til þess að koma markinu af stað og höggið því verið tölu- vert mikið. Arnar sagði ennfremur að skiptingu ráðherraembætta. Ég held að þurfi miklu fremur að ná samkomulagi um einhvern mál- efnagrundvöll. Það ætti að mínu mati að koma á undan, án þess að ég sé að gagnrýna viðræður við Borgaraflokkinn," segir Eið- ur. Hann segir að innan veggja þingflokksherbergis Alþýðu- flokksins hafi verið rætt fram og aftur um hugsanleg ráðuneyti til handa Borgaraflokki ef hann kæmi til liðs við ríkisstjórnar- flokkanna. „En það er enn allt í lausu lofti,“ segir Eiður. Steingrímur J. Sigfússon, sam- gönguráðherra, segir að formað- ur Alþýðubandalagsins hafi umboð Alþýðubandalags til að ræða við Borgarflokk. Hann tek- ur fram að enn sem komið er hafi engar formlegar viðræður farið fram milli stjórnarflokkanna og forystu Borgaraflokks um aðild að ríkisstjórninni en áhugi for- sætisráðherra á að styrkja stjórn- ina sé vel skiljanlegur. „Ég hef ekki gert neinar athugasemdir við það og ekki sett nein skilyrði fyrir áframhaldandi viðræðum,“ segir Steingrímur. Samgönguráðuneytið hefur oft verið nefnt til sögunnar sem eitt þeirra ráðuneyta sem kæmi í hlut Borgaraflokks ef hann gerðist aðili að ríkisstjórninni. Núver- andi samgönguráðherra var spurður að því hvort liann væri tilbúinn til að afhenda Borgara- flokki það ráðuneyti. „Ég svara þessu þannig að ég hef engin skil- yrði sett fyrir þessum viðræðum enda tel ég ekki rétt að vera opin- berlega með skilyrði á meðan á könnunarviðræðum stendur. Ég hef hvorki samþykkt eða neitað neinu í þessu sambandi." óþh dvölin í Kópavogi hafi vcriö hálfgerð raunasaga frá upphafi til enda. Leiknum hefði til að byrja með verið seinkað um 15 mín., síðan hefðu leikmenn þurft að klæða sig í búninginn í litlum kofa við Kópavogsvöll- inn, nokkrir í einu en aðrir þurft að bíða fyrir utan á meðan. Þegar svo var komið út á völl, var þar leikur fyrir f kvennaflokki sem hafði tafist vegna þess að dómarinn hafði ekki mætt. Um 40 mín. voru eftir af kvennaleiknum þegar Völsungar mættu út á völl og til viðbótar þurfti liðið að bíða í 20 mín. eftir dómara í þeirra leik. „Nú svo hófst leikurinn og þegar markiö fauk, vorum við í sókn og allir að fylgjast með „Það var allt kjaftfullt hér um helgina. Þetta var alveg meiri- háttar helgi, sú besta í sumar,“ sagði Páll Björgvinsson, eig- andi veitingastaðarins Snekkj- unnar í Hrísey, í samtali við Dag. Gríöarlegur straumur ferðamanna lá til eyjarinnar um helgina og ber mönnum saman um að sjaldan hafi jafn margt aðkomufólk lagt leið sína til Hríseyjar. Hríseyjarferjan var nánast stanslaust í ferðum milli lands og eyjar frá föstudegi til sunnudags- kvölds. Á laugardaginn flutti henni. Pannig að ég sá ekki nákvæmlega hvaö gerðist en markiö fauk engu að síður og lenti á hausnum á markverðin- um, sem hefur staðið nákvæm- lega þannig í teignum, aö hann lendir undir slánni," sagði Arnar. „Mér leist ekkert á þetta í fyrstu, því hann kvartaði undan verk í hnakkanum og svo dofn- aði hann alveg niður í tá. Við hringdunt því á sjúkrabíl og síð- an kom lögreglan á staðinn og hún bannaði að markiö yrði hreift, fyrr en búið væri að rannsaka hvernig þetta bar að. Þegar hér var komið við sögu, buðu ÍK-menn okkur að klára leikinn á Kópavogsvellin- um en við þökkuöum bara fyrir ferjan 500 manns og á sunnudag hvorki fleiri né færri en 750 far- þega. Að sögn Guðjóns Björns- sonar, sveitarstjóra í Hrísey, er þessi fjöldi farþega langt umfram það sem venjulegt er um helgi. Hann orðar það svo að um góða ferðahelgi láti nærri að ferjan flytji jafnmarga farþega bæði laugardag og sunnudag og fluttir voru sl. laugardag. „Pað hefur verið mikill ferðamannastraumur til eyjarinnar að undanförnu og ég hygg að á degi hverjum hafi ferjan ekki flutt færri én 300 manns,“ segir Guðjón. Starfsfólk veitingastaðarins Brekku í Hrísey láta heldur betur og fórum af lcikvelli, við vorum ekki í neinu skapi til þess að halda áfram,“ sagði Arnar. Hann sagði ennfremur mark- vörðurinn væri á batavegi og von var á honum lieim til Húsa- víkur í sjúkrabörum í gær eða dag. Stjórn KSÍ hefur verið til- kynnt um slysið en óvíst er hvert framhald þessa máls verður. Mörk sem hér um ræðir, eru alla jafna fest niður meö hælum en að sögn Arnars var umrætt mark ekki fest niður. Petta atvik hefur ekki slegið Völsunga alveg út af laginu, því á sunnudag lcku þeir gegn FH í Hafnarfirði og unnu góðan sig- ur 4:3, eftir að hafa verið undir 1:3 á tímabili. -KK vel af liðinni helgi. Par hefur ver- ið stanslaus straumur ferða- manna frá því á föstudag og hámarki náði örtröðin síðdegis á laugardag. Á föstudag voru 148 í mat, laugardagurinn skilaði 151 manns í mat og á sunnudag var boðið upp á kaffihlaðborð og mættu þar 120 manns og 110 manns í kvöldmat. Dagbjartur kokkur í Brekku segir að Galloway-nautasteikurn- ar séu áberandi vinsælastar, fólk geri sér ferð út í eyna til að erta bragðlaukana með Galloway- kjöti. Júlímánuður hefur verið geysi- lega góður í Brekku og bætir liann ríflega upp dapran júní- mánuð en þá var 30% samdráttur miðað við fyrra ár. Að sögn Guðjóns Björnssonar virðist ferðafólk hafa mikla unun af því að fá sér göngutúr um eyna og skoða fuglalífið. Einnig njóta sjósleðar, sem veitingastaðurinn Snekkjan leigir út, vaxandi vin- sælda. Páll Björgvinsson segir að fólk leggi leið sína út í Hrísey gagngert til að bregða sér á sjó- sleða. óþh Börn læra aö tala á sama aldri án tillits til þess hvaða móö- urmál þau eiga. Ekkert móð- urmál er erfiðara en annað. íslenska er okkar mál. Markvörður Völsungs slasaðist í knattspyrnuleik í Kópavogi: Markið fauk um koll og hafri- aði á höfði markmannsins - hann lá óvígur eftir með þrjá skaddaða hryggjaliði

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.