Dagur - 26.07.1989, Blaðsíða 4

Dagur - 26.07.1989, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 26. júlí 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 900 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 80 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 595 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Erlendar skuldir Skuldir íslensku þjóðarinnar í útlöndum fara vaxandi ár frá ári. Á síðasta ári skulduðum við 105 milljarða í erlendum langtímalánum. í áætlun fjárlaga- og hagsýslustofnunar frá því í maí s.l. var gert ráð fyrir að skuldirnar hækkuðu um 30 milljarða á þessu ári og yrðu því rúmlega 135 milljarðar króna í árslok, reiknað á meðalgengi hvors árs. Þetta er rúmlega 29% aukning á einu ári, sem þýðir að skuldir aukast um nær 120.000 krónur á hvert mannsbarn í landinu. Samkvæmt áætlun fjárlaga- og hagsýslu- stofnunar mun hver fjögurra manna fjöl- skylda í landinu skulda tæplega 2,2 milljónir króna í útlöndum í árslok. Áætlað er að afborganir og vextir af þessum lánum verði tæplega 19.000 milljónir á þessu ári, eða sem nemur 300.000 krónum á hverja fjög- urra manna fjölskyldu í landinu. Hlutfall erlendra langtímalána mun samkvæmt þessu hækka úr 41,5% af landsframleiðslu í fyrra upp í tæp 47% á þessu ári og er þar með farið að nálgast mjög skuldahlutfall áranna 1983-1985, þegar það var 48-51%. Þegar haft er í huga að síðastliðin þrjú ár hafa erlendar lántökur farið 50-130% fram úr upphaflegum áætlunum, er alls ekki óraun- hæft að gera ráð fyrir að þessi svimandi skuldatala eigi enn eftir að hækka áður en árið er liðið í aldanna skaut. í hvert sinn og gengi íslensku krónunnar er fellt þarf fleiri íslenskar krónur til að borga þessar skuldir. Með öðrum orðum, skuldirnar hækka. En þótt við tökum stöð- lugt fleiri og stærri lán í útlöndum, minnkar síst fjárþörf ríkissjóðs innanlands. Allt ber að sama brunni. Rekstur velferðarkerfisins er kominn gersamlega úr böndum. Það verð- ur sífellt erfiðara að koma saman raunhæf- um fjárlögum. Fjárlagagatið stækkar þótt skattheimta sé aukin. Parkinsonslögmálið er allsráðandi í ríkisrekstrinum. Ef fram heldur sem horfir líður ekki á löngu þar til þjóðin glatar fjárhagslegu sjálfstæði sínu. Við verðum að stöðva skuldasöfnunina í útlöndum. Hér er lifað um efni fram og hin góðu lífskjör þjóðarinnar eru að meira eða minna leyti fölsk. Það sem á vantar til að endar nái saman er tekið að láni í útlöndum. Slíkt hefur aldrei þótt skynsamlegt til lengdar. Taka þarf á þessu vandamáli og við það duga engin vettlingatök. BB. Hjörleifur Guttormsson: Landsbyggðin og erlend stóríðja - Sviðsett umræða á meðan unnið er að samningum um stóriðju og virkjanir syðra Á vegum Jóns Sigurðssonar iðnaðarráð- herra og með stuðningi Landsvirkjunar fer nú fram sérkennilegur en ekki mjög frumlegur stóriðjufarsi. Ráðherrann reynir nú með öllum ráðum líkt og forver- arnir Sverrir Hermannsson og Friðrik Sophusson að ná samningum við erlenda aðila um aukna álbræðslu í Straumsvík. Til skamms tíma snerist umræðan um nýtt risaálver sem fjögur erlend álfyrirtæki höfðu lýst áhuga á. Friðrik Sophusson gerði þann 4. júlí 1988 samning við þessi fyrirtæki um sérstaka hagkvæmnikönnun á slíku álveri, en niðurstaða hennar varð sú, að þessi samsteypa hefði ekki frekari áhuga á framhaldi. Eftir að sundin lokuð- ust í því máli er rætt um stórfellda stækk- un álbræðslunnar sem fyrir er. í þessa erlendu stóriðju er ætlunin að ráðstafa rafmagninu frá Blönduvirkjun og byggja til viðbótar nýtt orkuver á Suður- landi við Búrfell. Ekki hefur verið upplýst um hvaða raforkuverð hefur verið rætt við útlendingana, en svo virðist sem for- ysta Landsvirkjunar og ráðherranna sé reiðubúinn að taka mikla áhættu í því efni. Það þarf líka mikla fífldirfsku til að boða slík framkvæmdaáform á Suðvest- urlandi, eins og aðstæður eru á lands- byggðinni. Á undanförnum árum hafa stórfelldir fólksflutningar verið til Suð- vesturlands, þar sem jafnframt hefur ver- ið ráðist í miklar fjárfestingar. Þetta veit iðnaðarráðherra og þess vegna setur hann nú á svið annan sjónleik, þar sem Fljóts- dalsvirkjun er höfð í aðaihlutverki og álbræðsla á Norður- eða Austurlandi. Þess er þó getið af hvíslara að tjaldabaki, að í þær framkvæmdir verði fyrst ráðist í framhaldi af stóriðjuumsvifunum syðra, rétt eins og þau séu afráðin og óumflýjan- leg- Að deila og drottna Alþýðublaðið og öflugri fjölmiðlar eru nú notaðir til að koma upp ieiktjöldum fyrir þennan þátt, m.a. með því að láta sveitar- stjórnarmenn nyrðra og eystra tjá sig um blessun stóriðjunnar, hvern og einn mið- að við að álver komi á heimaslóð. Þessari aðferð hefur oft verið beitt áður, þegar í undirbúningi hafa verið stóriðjuframkvæmdir suðvestanlands. Þegar álsamningurinn við Alusuisse var í undirbúningi 1963-65 var látið að því liggja að álbræðslan gæti allt eins vel risið norðanlands. Á árunum 1974-76, ætlaði Alusuisse sér að færa út kvíarnar svo um munaði með áætlun Integral, þar sem m.a. var gert ráð fyrir miklum virkjunum og álbræðslu á Austurlandi. Niðurstaðan þá varð nokkur stækkun í Straumsvík. í samkomulagi við Alusuisse haustið 1983 fékk Sjálfstæðisflokkurinn inn ákvæði um stækkun hjá ÍSAL. Þá boðaði Sverrir Hermannsson jafnframt landnám ALC- AN í Eyjafirði, en ekkert varð úr því máli nema blaðafyrirsagnir og einn golfleikur ráðherrans og ALCAN-forstjórans þar nyðra! Enn á að beita hinni gamalkunnu aðferð að deila og drottna, láta Austfirð- inga og Norðlendinga bítast um loft- kenndar hugmyndir um álver og áformað- ar virkjanir á meðan unnið er.að samning- um um stóriðjufjárfestingarnar syðra. Til að reyna að gefa þessu sjónarspili trúverðugt yfirbragð hefur Jón iðnaðar- ráðherra látið það boð út ganga, að hann hyggist líkt og þjóðhöfðingi heimsækja Austurland og Norðurland síðar í sumar til að ræða stóriðjuhugmyndir við heima- menn. Menn eiga að láta sér lynda ákvarðanir um stóriðju og virkjanir syðra út á það að einhverntíma komi röðin að öðrum landshlutum! Það er táknrænt fyrir aðgerðaleysi stjórnvalda í iðnaðarmálum, að á iðnsýn- ingu á Egilsstöðum í júní sl. hafði aðstoð- armaður iðnaðarráðherrans ekkert fram að færa um íslenskan iðnað, en þeim mum meira um stóriðjudrauma húsbónda síns. Það hefur líka komið fram nýlega, að frambjóðandi Alþýðuflokksins eystra í síðustu þingkosningum telur að auk „EFTA-EB-samninganna“ séu áldraumar Jóns Sigurðssonar helsta mál ríkisstjórn- arinnar og segir að „varðveita (þurfi) stöðu stjórnarinnar til að halda utan um þessi mál.“ (Alþýðublaðið, 14. júlí 1989). Samkomulag þegar brotið Þegar ríkisstjórnin var mynduð í sept- ember 1988 var deiit um stóriðjumálin. Fram kom eindregin andstaða Alþýðu- bandalagsins við áform um erlenda stór- iðju og nýtt álver. Forsætisráðherra gaf þá yfirlýsingu þess efnis að um líf stjórn- arinnar væri að tefla, ef einhver aðili að ríkisstjórninni reyndi að knýja fram niðurstöðu í meiriháttar málum eins og varðandi stóriðju gegn vilja annarra stjórnaraðila og í samvinnu við stjórnar- andstöðuflokka. Að kröfu Alþýðuflokksins var á það fallist að lokið yrði við hagkvæmnikönn- un ATLANTAL-hópsins varðandi nýja álbræðslu í Straumsvík, sem þá stóð yfir samkvæmt samningi fyrrverandi iðnaðar- ráðherra. Þessari hagkvæmnikönnun lauk sl. vor nokkru seinna en ráð var fyrir gert. Niðurstaðan var sú, að álfyrirtækin fjögur töldu sér ekki henta að halda málinu áfram. í samræmi við það sem rætt var um milli aðila í ríkisstjórninni sl. haust átti þessu stóriðjumáli þar með að vera lokið. Iðnaðarráðherra Álþýðuflokksins hefur hins vegar kosið að hafa allt annan hátt á og skeyta engu um viðhorf samstarfsaðil- anna. Nú hefur verið tekinn upp annar þráður með hugmyndinni um stækkun ál- bræðslunnar í Straumsvík sem svarar til meira en tvöföldun á núverandi afkasta- getu. Ekki hefur verið haft fyrir því að ræða þetta mál við þingflokka samstarfs- aðila í ríkisstjórn, heldur hefur iðnaðar- ráðherra staðið að þessu upp á sitt ein- dæmi og boðar nú sem fagnaðarerindi erlenda stóriðju til viðbótar á Norður- og Austurlandi. Hamfarir hjá Landsvirkjun í tengslum við síðustu vendingar iðnaðar- ráðherra hafa verið að gerast undur og stórmerki hjá Landsvirkjun. Þar hefur hver uppgötvunin af annarri rekið á fjör- ur ráðamanna, m.a. að því er varðar Fljótsdalsvirkjun. Síðastliðinn vetur komust sérfræðingar á aðalskrifstofunni við Háaleitisbraut að því, að þeir hefðu gert ráð fyrir einni háspennulínu um of í tengslum við Fljótsdalsvirkjun. Hafði verið reiknað með kostnaði sem næmi 2800 milljónum vegna þessarar línu. Það munar vissulega um minna, þegar reikna þarf niður framleiðslukostnaðar- verð til erlendrar stóriðju. En viti menn, síðan bættist við annar og sýnu merkari happadráttur: Hermt er að norskum vinnumanni hjá fyrirtækinu Krafttak hafi dottið í hug yfir morgunkaffi, að grafa mætti jarðgöng í stað 25 kílómetra veitu- skurðar frá Eyjabökkum noður í Fljóts- dal. Landsvirkjunarmenn sem kannað hafa og yfirfarið hönnunarforsendur Fljótsdalsvirkjunar árum saman hrukku við og drógu fram reiknistokkinn. Og sjá! - Ekki væri aðeins raunsætt og tilvalið að grafa slík göng með heilborun, heldur spöruðust a.m.k. 3000 milljónir. Á einu misseri hefur þannig stofnkostn- aður Fljótsdalsvirkjunar með háspennu- virkjum lækkað að mati Landsvirkjunar um 6000 milljónir króna, úr 24 milljörð- um f 18! I ljósi þessara óvæntu vinninga ákvað framkvæmdastjórn Landsvirkjunar að biðja um röskar 30 milljónir króna umfram samþykkta fjárhagsáætlun til að kanna jarðgangastæðið með borunum og til að halda þeim möguleika opnum að koma virkjuninni í gagnið fyrir 1993, þótt allt sé enn í óvissu með stóriðjusamninga og raforkuverð. íleiðinni varsvo smeygt inn öðrum 30 milljónum vegna nýrrar virkjunar við Búrfell, sem Alþingi hefur enn ekki fjallað um eða veitt heimild til að ráðast í. Meirihluti stjórnarmanna í Landsvirkjun féllst hins vegar umsvifa- laust á þessar óskir skrifstofunnar. Rétt er að minna á það hér, að vorið 1982 samþykkti Alþingi þingsályktun um virkjunarframkvæmdir og orkunýtingu. Par er skýrt kveðið á um, að næsta meiri- háttar vatnsaflsvirkjun á eftir Blöndu verði Fljótsdalsvirkjun og síðar Sultar- tangavirkjun, en árið áður hafði Alþingi samþykkt heimildarlög um þessar virkj- anir. Pað eru því síður en svo ný tíðindi, að virkjað skuli í Fljótsdal. Hins vegar eru það tíðindi, ef troða á nýrri virkjun á Suðurlandi fram fyrir. Upplýsingar um 25% lækkun á stofnkostnaði Fljótsdals- virkjunar gefa síst af öllu tilefni til slíkra breytinga. Það er vissulega ánægjuefni, ef hægt er að ná niður kostnaði við byggingu vatns- aflsvirkjana og ekki síður, að loksins er farið að takast á við jarðgangnagerð hér- lendis svo um munar. Þar eiga íslenskir verkfræðingar góðan hlut að máli og sú reynsla sem fengist hefur við Blöndu- virkjun og í Ólafsfjarðarmúla. Jarðgöng við Fljótdalsvirkjun ístað veituskurðar er vissulega aðlaðandi hugmynd og skoðun- arverð. Peirri hagkvæmni sem með því kann að nást fyrir raforkukerfið á hins vegar ekki að kasta fyrirfram og í fljót- ræði á borð útlendinga, eins og nú virðist að stefnt. Stefna Alþýðubandalagsins Alþýðubandalagið markaði í stefnuskrá sinni á sínum tíma skýra afstöðu til at- vinnuuppbyggingar í landinu og nýtingu náttúruauðlinda lands og sjávar. Alþýðu- bandalagið telur að uppbyggingu iðnaðar sem byggir á orkulindum landsins beri að haga eftir efnahagsgetu þjóðarinnar sjálfrar. Algjör forsenda sé að íslenska ríkið eigi meirihluta í stóriðj ufyrirtækj - um, sýna beri ítrustu aðgæslu um meng- unarvarnir og taka eigi fullt tillit til félags- legra og efnahagslegra áhrifa varðandi slík fyrirtæki. Engin breyting hefur orðið á þessari afstöðu Alþýðubandalagsins. Þannig ályktaði síðasti landsfundur flokksins í nóvember 1987 mjög ákveðið gegn áformum um nýtt álver í eigu útlendinga og í nóvember sl. ítrekaði miðstjórn Alþýðubandalagsins þá samþykkt og minnti m.a. á, að fullt tillit verði að taka til byggðaþróunar þegar ákvarðanir eru teknar um staðsetningu stórra fyrirtækja á íslenskan mælikvarða. Lokaorð Framganga iðnaðarráðherra og Alþýðu- flokksins, þar sem stefnt er að aukinni erlendri stóriðju í landinu, gengur þvert á sjónarmið og samþykktir Alþýðubanda- lagsins, svo og þá málsmeðferð, sem um var samið við myndun ríkisstjórnarinnar. Ástæða er til að minna ráðherra Alþýðu- flokksins á, að þeir eru ekki í viðreisnar- stjórn með Sjálfstæðisflokknum, þótt ljóst sé af mörgu, að þangað stefnir hugur þeirra sem löngum fyrr. Norðlendingar og Austfirðingar munu sjá í gegnum þær blekkingar sem uppi eru hafðar í þessu máli, þar sem reynt er að fá þá til að veita erlendri stóriðju á Reykja- víkursvæðinu brautargengi gegn vilyrðum um að einhverntíma síðar komi röðin að þeim. Fjárfestingar í virkjunum, sem ráð- ast þarf í vegna álvera útlendinganna, munu þrengja að þróunarmöguleikum innlendra atvinnuvega og auk þess á greinilega enn að tefla á tæpasta vað um raforkuverð. Reynslan kennir okkur hverjum er ætlað að bera áhættuna af slíkum samningum og borga bakreikning- inn. Því skulum við biðja iðnaðarráðherr- ann vinsamlega um að hugsa þetta mál upp á nýtt, áður en hann ber að dyrum nyrðra og eystra síðsumars.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.