Dagur - 26.07.1989, Blaðsíða 9

Dagur - 26.07.1989, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 26. júlí 1989 - DAGUR - 9 Fjórir cigcnda Bláhvamms hf. á svölum Fiðlarans. F.v. Sigmundur Einarsson, Héðinn Beck, Vignir Þormóðsson og Snæbjörn Kristjánsson. Á myndina vantar fimmta eigandann, Bjarna Ingvason. Mynd: kk Veitingahúsið Fiðlarinn á Akureyri: Boðið upp á mat í hádegi og á kvöldin Eins og komið hefur fram í Degi, hefur hlutafélagið Bláhvammur hf. tekið yfir reksturinn á veit- ingastaðnum Fiðlaranum í Verkalýðshöllinni á Akureyri og einnig veitingasalnum á 4. hæð í því sama húsi. Akureyrarkirkja: Robyn Koh með tónleika Robyn Koh semballeikari heldur tónleika í Akureyrar- kirkju fimmtudaginn 27. júlí kl. 20.30 og flytur verk eftir Byrd, Frescobaldi, Rameau, Scarlatti og Bach. Þessa efnisskrá flutti hún nýlega og hlaut rnjög góðar við- tökur og lof gagnrýnenda. Robyn Koh spilaði um liðna helgi á þremur sumartónleikum í Akureyrarkirkju, Húsavíkur- kirkju og Reykjahlíðarkirkju ásamt Einari Einarssyni gítar- leikara. Robyn Koh. Þeir Bláhvammsmenn, sem tóku við rekstrinum í kringum síðustu mánaðamót, fóru frekar rólega af stað en að þeirra sögn eru viðskiptin stöðugt að aukast. Fiðlarinn tekur á milli 60 og 70 manns í sæti og þar er boðið upp á mat á hagstæðu verði, bæði í hádeginu og kvöldin, í björtum og rúmgóðum sal. Þá stendur til að hafa opið yfir miðjan daginn og bjóða upp á kaffi og meðlæti. Einnig eru uppi hugmyndir um að byggja yfir norðursvalirnar á efstu hæðinni og gera þar sér- staka koníaksstofu. Veitingasalurinn á 4. hæð tek- ur um 270 manns í sæti en honum er hægt að skipta í tvennt. Hann er sérstaklega leigður út fyrir ráð- stefnur, fundi og aðrar stórar samkomur. -KK AKUREYRARB/ER Sveitadvöl Getum boöið upp á sveitadvöl fyrir einn krakka á aldrinum 10-12 ára það sem eftir er af sumri. Uppl. í síma 25880 á skrifstofutíma. Félagsmálastofnun Akureyrar. Útför systur minnar, PÁLU BJÖRNSDÓTTUR, Brekkugötu 15, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 20. júlí fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 27. þessa mánaðar kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Hróar Laufdal. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar og tengdamóður, JÓHÖNNU SIGMUNDSDÓTTUR, frá Ytri-Skál. Sérstakar þakkir til forstöðumanns og starfsfólks Dvalarheim- ilisins Hvamms. Alda Guömundsdóttir, Óskar Guðmundsson, Birna Guömundsdóttir, Svan Jörgenssen, Pálmi Guðmundsson, Guðlaug Erlendsdóttir, Valgerður F. Guðmundsdóttir, Kristján Óiafsson. dagskrá fjofmiðla h Sjónvarpið Miðvikudagur 26. júlí 17.50 Sumarglugginn. 18.45 Táknmálsfréttir. 18.55 Poppkorn. 19.20 Svarta naðran. (Blackadder.) Ellefti þáttur. 19.50 Tommi og Jenni. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Grænir fingur (14). Þáttur um garðrækt í umsjón Hafsteins Hafliðasonar. í þessum þætti er fjallað um ræktun dvergtrjáa að japönskum hætti. 20.45 Grimm eru örlög glóbrystinga. (Who Really Killed Cock Robin.) Bresk mynd um glóbrystinga í Bretlandi. Þessi fuglategund hefur orðið fyrir barð- inu á óþekktum sjúkdómi og er nú nærri útdauð. 21.20 Steinsteypuviðgerðir og varnir Fjórði þáttur - Böðun steinsteypu með vatnsfælum. 21.30 Gervaise (s/h). Frönsk bíómynd frá 1956 gerð eftir sögu Emile Zola, L'Asommoir. Aðalhlutverk: Maria Schell, Francois Peri- er, Suzy Delair, Armand Mestral. Gervaise er þvottakona í París seint á nítjándu öld. Hún á við lítils háttar bækl- un að stríða en skin og skúrir skiptast á í lífi hennar. Kornung eignast hún tvö börn með manni sem yfirgefur hana en átján ára gömul gengur hún í hjónaband og um stundasakir rofar til í lífi hennar. 23.00 Ellefufréttir. 23.10 Gervaise - framh. 23.40 Dagskrárlok. Stöð 2 Miðvikudagur 26. júlí 16.45 Santa Barbara. 17.30 Lengi lifir í gömlum glæðum. (Violets Are Blue.) Menntaskólaástin er fyrir mörgum fyrsta og eina ástin og fjallar myndin um ungt fólk sem á menntaskólaárunum ráðgerði að eyða lífinu saman í framtíðinni. Hún fór þó sem blaðamaður og ljósmyndari á heimshornaflakk, en hann ætlaði að bíða... Aðalhlutverk: Sissy Spacek, Kevin Kline, Bonny Bedelia og John Kellogg. 18.55 Myndrokk. 19.19 19:19. 20.00 Sögur úr Andabæ. (Ducktales.) 20.30 Falcon Crest. 21.25 Kvikmyndin Munchausen. (The Making of Munchausen.) 22.15 Sígild hönnun. 22.40 Sögur að handan. (Tales From the Darkside.) 23.05 Sporfari. (Blade Runner.) Harrison Ford leikur fyrrverandi lögreglu- mann í þessari ósviknu vísindaskáldsögu sem gerist í kringum árið 2020. Aðalhlutverk: Harrison Ford, Rutger Hauer, Sean Young, Edward James Olmos og Daryl Hannah. Stranglega bönnuð börnum. 01.00 Dagskrárlok. Rás 1 Miðvikudagur 26. júli 6.45 Veðurfregnir ■ Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið með Ingveldi Ólafsdóttur. Fréttir á ensku að loknu fréttayfirliti kl. 7.30. Lesið úr forustugreinum dagblað- anna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn: „Viðburðarikt sumar" eftir Þorstein Marelsson. Höfundur les (2). 9.20 Morgunleikfimi. 9.30 Landpósturinn - Frá Norðurlandi. Umsjón: Kristján Guðmundur Arngríms- son. 10.00 Fréttir • Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Þræðir - Úr heimi bókmenntanna. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. 12.00 Fréttayfirlit • Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir • Tilkynningar Tónlist. 13.05 í dagsins önn - Póstverslun. Umsjón: Ásdís Loftsdóttir. (Frá Akur- eyri.) 13.35 Miðdegissagan: „Að drepa hermi- kráku" eftir Haper Lee Sigurlina Davíðsdóttir les þýðingu sína (29). 14.00 Fréttir ■ Tilkynningar. 14.05 Harmonikuþáttur. 14.45 íslenskir einsöngvarar og kórar. 15.00 Fréttir. 15.03 Undir hliðum eldfjallsins. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi - Tsjækovskí Mussorgsky og Grieg. 18.00 Fréttir. 18.03 Að utan. 18.10 Á vettvangi. Tónlist • Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir • Tilkynningar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.32 Kviksjá. 20.00 Litli barnatíminn. 20.15 Frá norrænum tónlistardögum i Stokkhólmi í fyrrahaust. 21.00 Úr byggðum vestra. 21.40 Farandi menn. Hermann Pálsson prófessor í Edinborg flytur erindi um orðskvið i riti frá þrettándu öld. 22.00 Fréttir. 22.07 Að utan. 22.15 Veðurfregnir • Orð kvöldsins ■ Dagskrá morgundagsins. 22.30 Að framkvæma fyrst og hugsa siðar. Umsjón: Smári Sigurðsson. (Frá Akur- eyri.) 23.10 Djassþáttur. - Jón Múli Ámason. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. 01.00 Veðurfregnir. Rás 2 Miövikudagur 26. júlí 7.03 Morgunútvarpiö. 9.03 Morgunsyrpa Eva Ásrún Albertsdóttir. Neytendahorn kl. 10.05. Afmæliskveðjur kl. 10.30. Þarfaþing með Jóhönnu Harðardóttur kl. 11.03. Gluggað í heimsblöðin kl. 11.55. 12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Umhverfis landið á áttatíu með Gesti Einari Jónassyni sem leikur þrautreynda gullaldartónlist. 14.03 Milli mála. Árni Magnússon á útkíkki og leikur nýju lögin. Hagyrðingur dagsins rétt fyrir þrjú og Veiðihornið rétt fyrir fjögur 16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvarp. - Kaffispjall og innlit upp úr kl. 16.00. - Stórmál dagsins á sjötta tímanum. 18.03 Þjóðarsálin, þjóöfundur í beinni útsendingu, sími 91-38500. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Áfram ísland Dægurlög með íslenskum flytjendum. 20.30 Útvarp unga fólksins. 22.07 Á rólinu með Önnu Björk Birgisdóttur. 01.00 Næturvakt á báðum rásum til morguns. Fréttir eru sagðar kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16,17, 18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 1.00 „Blítt og létt... “ Gyða Dröfn Tryggvadóttir. 2.00 Fréttir. 2.05 Söngleikir í New York - „Sweeney Todd‘‘ eftir Stephen Sondheim. 3.00 Rómantíski róbótinn. 4.00 Fréttir. 4.05 Glefsur. 4.30 Veðurfregnir. 4.40 Á vettvangi. 5.00 Fréttir af veðri og flugsamgöngum. 5.01 Áfram ísland. 6.00 Fréttir af veðri og flugsamgöngum. 6.01 Blítt og létt... “ Ríkisútvarpið á Akureyri Miðvikudagur 26. júlí 8.10-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. Bylgjan Miðvikudagur 26. júlí 07.00 Þorgeir Ástvaldsson og Páll Þor- steinsson með morgunþátt fullan af fróðleik, frétt- um og ýmsum gagnlegum upplýsingum fyrir hlustendur, í bland við góða morgun- tónlist. 10.00 Valdís Gunnarsdóttir. Valdís er með hlutina á hreinu og leikur góða blöndu af þægilegri og skemmtilegri tónlist eins og henni einni er lagið. 14.00 Bjarni Ólafur Guðmundsson. Óskalögin, kveðjurnar, nýjustu lögin, gömlu góðu lögin - allt á sínum stað. Bjarni Ólafur stendur alltaf fyrir sínu. 18.10 Reykjavik síðdegis - Hvað finnst þér? Hvað er efst á baugi? Þú getur tekið þátt í umræðunni og lagt þitt til málanna í síma 611111. Þáttur sem dregur ekkert undan og menn koma til dyranna eins og þeir eru klæddir þá stundina. Arnþrúður Karlsdóttir stýrir umræðunum. Fréttir kl. 8, 10, 12, 14, 16 og 18. Fréttayfirlit kl. 9, 11, 13, 15 og 17. 19.00 Freymóður T. Sigurðsson. Meiri tónlist - minna mas. 20.00 Haraldur Gíslason. Ný - og góð tónlist, kveðjur og óskalög. 24.00 Næturdagskrá. Hljóðbylgjan Miðvikudagur 26. júlí 17.00-19.00 M.a. er „timi tækifæranna", þar sem hlustendur geta hringt inn ef þeir þurfa að selja eitthvað eða kaupa. Beinn sími er 27711. Fréttir kl. 18.00.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.