Dagur - 26.07.1989, Blaðsíða 11

Dagur - 26.07.1989, Blaðsíða 11
f Góður árangur KA-strákanna - í 6. flokki í sumar KA-strákarnir í 6. flokki hafa staðið sig mjög vel í sumar. Á Tommamótinu voru þeir í fremstu röð og nú á Pollamóti KSÍ og Eimskips um helgina lentu þeir í 3. sæti A-Iiða. Þar að auki var markvörður liðsins, Þórir Sigmundsson, kosinn besti markvörður A- liða. Pollamótið fór fram á Fram- vellinum í Reykjavík og lék KA í riðli með Austra, Stjörnunni og FH. Fyrsti leikurinn var gegn Stjörnunni og unnu KA-dreng- irnir hann nokkuð örugglega 2:0. Mörk KA í þeim leik gerðu Jóhann Traustason og Arnar Gauti Finnsson. Þá var komið að Austra og vannst sá leikur auð- veldlega 5:0. Mörk KA settu Arnar Gauti Finnsson 2, Heimir Árnason 2 og Jóhann Traustason 1. Þórir Sigmundsson KA var kosinn besti markvörður A-liða á Polla- móti KSÍ og Eimskips. Þá var komið að úrslitaleikn- um í riðlinum gegn FH. Þetta var hörkuleikur en FH reyndist sterkara og sigraði 3:1. Mark KA setti Heimir Árnason. í úrslitum um 3.-4. sætið var leikið gegn KR-ingum og unnu KA-strákarnir leikinn mjög sann- færandi 3:0. Mörk KA í leiknum settu Jóhann Traustason 2 og Sverrir Jónsson 1. Framara sigruðu í keppni A- liða, en Þórsarar keppni B-liða eins og sagt hefur verið frá. Fram sigraði FH 2:0 í úrslitaleiknum og voru þeir bláklæddu vel að sigrin- um komnir. Þess má geta að Þórir Sig- mundsson markvörður úr KA, besti markvörður mótsins, er bróðir Eggerts Sigmundssonar markvarðar 3. flokks KA og unglingalandsliðsins þannig að gaman verður að fylgjast með því eftir nokkur ár, er báðir verða komnir í meistaraflokkinn, hvort þeir verða fyrstu bræðurnir sem berjast um markmannssæti í liði á íslandi. Á myndinni hér til hliðar sjást hinir frísku KA-piltar sem staðið hafa sig svo vel í sumar. Aftari röð f.v. Hrólfur Flosason, Sverrir Már Jónsson, Anton Þórarinsson og Jóhann Traustason. Fremri röð f.v. Víðir Guðmundsson, Heimir Árnason, Andri Magnús- son, Arnar Gauti Finnsson og Lárus Viðar Stefánsson. Á myndina vantar Þóri Sigmunds- son, Axel Árnason, Hlyn M. Erlingsson, Hafþór Einarsson, fyrirliðann Hákon Atlason og Elmar Bergþórsson. $ W % * W T ' * i Wm | ; * " '" Hinir frísku strákar úr 6. flokki KA sem staðið hafa sig svo vel í sumar ásamt Jóhannesi Bjarnasyni þjálfara sínum. , Mynd: AP Meistaramót Islands í frjálsum íþróttum: Glæsilegur árangur HSÞ - hlutu 16 gullpeninga í yngri flokkunum Frjálsíþróttafólk úr HSÞ náöi mjög góðum árangri á Meist- aramóti Islands í frjálsum íþróttum í yngri aldursflokk- um. Keppt var á Selfossi og í Reykjavík og hlutu Þingeying- arnir 16 Islandsmeistaratitla á þessum tveimur mótum. Greinilegt er aö Unnar Vil- hjálmsson, frjálsíþróttaþjálfari HSÞ, er að gera góða hluti í Þingeyjarsýslu. Meistaramót 15-18 ára var haldið á Valbjarnarvelli í Reykjavík. Þar kepptu 23 frjáls- íþróttakrakkar frá HSÞ og fengu 12 gullpeninga. Ágústa Pálsdóttir sigraði í 100, 200 og 400 m hlaupi 17-18 ára, Hákon Sigurðsson Skarphéðinn Ingason hlaut tvo íslandsmeistaratitía. sigraði í 400, 1500, og 3000 m hlaupi í sama aldursflokki, Ketill Þór Sverrisson sigraði í 100 og 200 m hlaupi, Magnús Aðal- steinsson sigraði í bæði kúluvarpi og spjótkasti, Guðmundur Örn Jópsson varð fyrstur í 100 m hlaupi í flokki 15-16 ára og Sigur- björn Arngrímsson varð fyrstur í sama flokki. Yngri krakkarnir kepptu á Selfossi og hlutu fjóra gullpen- inga. Katla Skarphéðinsdóttir sigraði. í langstökki og 60 m hlaupi í flokki 11-12 ára og Skarphéðinn Freyr Ingason sigr- aði í hástökki og langstökki í sama aldursflokki. Við munum fjalla nánar um árangur á mótinu síðar í blaðinu og segja frá því hvaða ár- angri íþróttakrakkar að norðan náðu á Meistaramótinu í yngri aldursflokkunum. Knattspyrna: Tindastóll lék til úrslita í 3. flokki kvenna á íslandsmótinu í knattspyrnu sem haldið var í Kópavogi um síðustu helgi. Lentu stúlkurnar í 4. sæti eftir að hafa tapað naumlega 2:1 fyrir bæði Val og Sindra. Breiðablik varð íslandsmeistari í þessum flokki og tapaði Tindastóll 4:0 fyrir Blikastúlkunum. Sigríður Hjálmarsdóttir skoraði bæði mörk Sauð- krækinga í keppninni. Hér sést þessi föngulcgi hópur stúlkna ásaint þjálfara sínum Eysteini Kristinssyni. „Svitnuðum varla“ - segja Karl Hákonarson og Orri Oskarsson í 6. flokki Þórs Þeir voru að vonum kampa- kátir félagarnir Karl Hákonar- son og Orri Óskarsson úr B- liði 6. flokks Þórs, sem sigraði á Pollamóti KSÍ um helgina, því Karl var kosinn besti varn- armaður mótsins og Orri kos- inn besti sóknarmaður mótsins. Þeir sögðu að leikurinu við' Þrótt R. í undanúrslitum hefði verið erfiðasti leikurinn í keppn- inni en annars hefðu leikirnir ver- ið frekar léttir. „Við svitnuðum varla í leiknum gegn Þrótti N,“ sögðu þeir og brostu en sá leikur vannst 16:0. Sigur Þórs var mjög sannfær- andi og markatala liðsins í mótinu var 30:3. 1 úrslitaleiknum lagði Þór lið Fylkis úr Árbænum 4:0 en minnsti sigurinn var gegn Þrótti R. 4:2 í undanúrslitum. og Orri Óskars- son kampakátir með verðlaun sín. I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.