Dagur - 05.08.1989, Blaðsíða 8
8 ^DAGUR - Laugardagur 5'. ágúst 1989
Loðdýrarækt stendur nú á tímamótum og óvíst um hver framtíð
hennar verður. Loðdýrabændur hafa margir hverjir hætt loðdýra-
búskap að undanförnu, uggandi um sinn hag og afkomu fjölskyldu
sinnar. Síðustu tvö ár hefur verð á minkaskinnum fallið og refa-
skinn ekki hækkað í verði síðustu fjögur ár. Sumir tala um gjald-
þrot loðdýraræktarinnar og vilja gera hana upp. Aðrir benda á
framtíðarmöguleika greinarinnar og þær leiðir sem eru út úr stöð-
unni eins og hún er í dag. Landbúnaðarráðherra hefur látið gera
skýrslu um stöðu loðdýraræktar og hefur sú skýrsla fengið kynningu
í ríkisstjórn. Ráðherra hefur einnig kynnt ákveðnar leiðir til bjarg-
ar greininni og verða þær teknar fyrir á Alþingi í haust. Til að ræða
stöðu loðdýraræktar og framtíð hennar gerði blaðamaður Dags sér
ferð á Gránumóa, fyrir ofan Sauðárkrók, og tók Reyni Barðdal tali,
en hann rekur þar eitt stærsta loðdýrabú landsins. Reynir er einn af
þeim fyrstu sem hófu loðdýrabúskap fyrir um 20 árum og býr yfir
mikilli reynslu í þessari grein. Reynir er í helgarviðtali, þar sem
margt ber á góma; staða greinarinnar, möguleikar hennar og
framtíð, umfjöllun um hana í fjölmiðlum, og lætur Reynir gamm-
inn geisa.
Sem dæmi um aukninguna má nefna aö árið
1983 voru bara þrjú minkabú í landinu en
1987 eru þau komin á þriðja hundrað.
Bændum var nánast stillt
upp við vegg
Ástæðan fyrir þessari miklu aukningu var
fyrst og fremst sú að á þessum tíma var ver-
ið að draga heiftarlega saman í hefðbundn-
um landbúnaði. Bændur sáu ekki aðra leið,
ef þeir ætluðu að búa áfram á jörðum
sínum, en að fá sér nýjan tekjustofn. Bænd-
um var nánast stillt upp við vegg, þeir fengu
þetta búmark og ef þeir gátu ekki lifað af
því, þá höfðu þeir þann möguleika að fara
út í loðdýrarækt. Pað var og er skásti val-
kosturinn, þótt við stöndum frammi fyrir
erfiðleikum í dag og þrátt fyrir mikið
verðfall. Það er ekki hægt að neita því að
allar forsendur fyrir rekstri greinarinnar þá,
voru mjög jákvæðar. Þá var verð á skinnum
mjög hátt, og við bjuggum við lægra verð á
hráefni og fóðri en aðrar þjóðir. Það benti
ekkert til þess að loðdýrarækt gæti ekki
dafnað hér eins og hjá öðrum þjóðum.“
Loðdýr eru hrein og klár
markaðsvara
- En hvað gerðist?
„Ég minnist þess að forsætisráðherra,
Steingrímur Hermannsson, talaði eitt sinn
um það í áramótaávarpi að loðdýrarækt
væri stóriðja inn til dala. Pað sem gerðist
var að við náðum rétt í endann á góðærið
sem ríkt hafði í greininni. Mikil uppbygging
hafði átt sér stað, ekki bara hér heldur um
allan heim og þó sérstaklega í Danmörku.
Fyrr en seinna hlaut að koma að niður-
sveiflu. Loðskinn eru hrein og klár mark-
aðsvara og verðið sveiflast eftir framboði og
eftirspurn. Framleiðslan fyrir 20 árum var
um 18 milljónir minkaskinna í heiminum en
núna, 1989, er heimsframleiðslan komin í
um 44 milljónir skinna. Samhliða því að
framleiðslan hefur aukist svona síðustu
árin, hafa síðustu tveir vetur verið verulega
hlýir í Evrópu en Evrópa er stór markaður
fyrir loðfeldinn. Þegar þetta tvennt fer
saman, mikil framleiðsluaukning og hlýindi,
þá kemur auðvitað veruleg verðsveifla niður
á við. Sveiflan varð og er reyndar meiri en
maður bjóst við, því þetta er lægsta verð
Árið 1982 var ákveðið að útrýma sjúkum
minkastofni á íslandi en þá voru aðeins 3
minkabú starfandi; á Grenivík, Dalvík og á
Sauðárkróki. „Pessi sjúkdómur var hægfara
vírus og var hann farinn að há búskapnum
hér verulega, því læðurnar áttu færri hvolpa
en áður. Pað var um tvennt að ræða ef búa
átti áfram með loðdýr. Annað hvort að
leggja greinina niður eða flytja inn heilbrigð
dýr. Þá var áhugi meðal bænda kominn upp
í hefðbundnum búgreinum að hefja loð-
dýrarækt. Forsvarsmenn samtaka loðdýra-
bænda fóru til stjórnvalda og bentu þeim á
að skynsamlegast væri að stöðva sölu og
dreifingu á þessum sjúka stofni um landið
og gera heldur átak í því að skipta um stofn.
Þeim tókst að koma stjórnvöldum í skilning
um þetta og skipt var um stofn. Á þessum
tíma var vandinn í hefðbundnum landbún-
aði að aukast; offramleiðsla var á kjöti og
mjólk, og því vantaði einhverja atvinnuupp-
byggingu, samfara samdrætti í hefðbundn-
um landbúnaði. Það var talinn álitlegur
kostur að fara út í loðdýrarækt, svo lengi
sem hægt væri að tryggja bændum heilbrigð
dýr,“ sagði Reynir, aðspurður um skiptin á
minkastofninum á íslandi fyrir nokkrum
árum.
Þá voru góðir tímar í loðdýrarækt
Árið 1983 var skipt um stofn hjá Reyni og
minkabúið sótthreinsað hátt og lágt. Um
1500 minkalæðum var lógað og nýr stofn
fenginn frá Danmörku. Minkabúið hans
Reynis var fengið til að útvega búunum á
Dalvík og Grenivík nýjan stofn, tveim árum
eftir að hann kom til landsins, um 970
læður. Á þessum tíma lagðist hlutafélagið
Loðfeldur niður og keypti Reynir búið eftir
að hafa leigt það í eitt ár, frá ’83 til ’84.
Reynir rifjar upp þann tíma, þegar búið var
að skipta um stofn: „Á þessum tíma var
góðæri í loðdýraræktinni, verðið var hátt og
veruleg eftirspum eftir loðskinnum. Það má
segja að það hafi verið miður að þessi ár
voru notuð til þess að byggja upp stofn í
landinu. Þessi uppsveifla á loðskinnamark-
aðnum stóð alveg til 1987 og náði þá
hámarki. Uppbyggingin í greininni var mjög
hröð á þessum tíma, þannig að ekki var
hægt að senda nema allra verstu skinnin á
markað, öll önnur dýr fóru til ásetnings hjá
bændum sem voru að byrja í þessari grein.
,*** ■■ ' . //*■ A****y'/ . ■■■ ■■ ■■■
'mS0mm...
Rcynir Barðdal með einn minkinn og kann tökin á honum, eins og sjá má.
sem hefur komið frá því ég byrjaði í þessum
búskap. Meðalverð síðustu átta ára hefur
verið 257 kr. danskar en nú er verðið komið
í 130 d.kr.
Pelsinn verður áfram stöðutákn
vissra stétta í heiminum
Staðan í greininni í dag, um allan heim, er
gífurlega alvarleg. Það er offramleiðsla mið-
að við markaðinn. Maður hefur heyrt að
samtök eins og Greenpeace, hafi haft veru-
leg áhrif á markaðinn, en ég held að það sé
ekki rétt. Auðvitað geta svona samtök haft
einhver áhrif en þau hafa ekki þessi áhrif.
Það vill enginn trúa því að samtök, sem
berjast gegn því að ala loðdýr í búrum,
komi í veg fyrir að mannkynið hætti að
ganga í loðfeldum. Pelsinn verður áfram
stöðutákn vissra stétta í heiminum, en
spurningin er bara þessi: Hvenær sjáum við
upp úr lægðinni?
Byrjuðum loðdýrarækt á
vitlausum tíma
Þegar maður lítur yfir það sem gerst hefur
má segja að okkar mistök hafi kannski verið
þau að við byrjuðum loðdýrarækt á vitlaus-
um tíma. Við byrjuðum þegar verðið var
hæst og peningavon mikil. E.t.v. var of
mörgum att út í þetta og kannski á vitlaus-
um stöðum á landinu. Þegar um svona
nýbúgreinar er að ræða, má alltaf segja eftir
á að það hafi mátt gera þetta og hitt ein-
hvern veginn öðruvísi. En mistökin eru til
þess að læra af þeim. Þetta tímabil hefur
kennt íslenskum loðdýrabændum mikið.
Menn læra aldrei meira en þegar illa árar.
Ef þessari grein verður fleytt yfir erfiðleika-
tímabilið stendur hún miídu sterkari eftir.
Við vorum óheppnir, það er málið.
Ef við hins vegar lítum á jákvæðu hliðarn-
ar, megum við þakka fyrir að verðsveiflanc
kom núna, áður en greinin var orðin miklu
stærri. Við hefðum haldið áfram að byggja
upp í sama formi og síðustu tvö árin, dreift
þessu um allt land, milli fjalls og fjöru, án:
tillits til hagræðingar og skynsemi hvað
varðar arðsemi greinarinnar. Búin hefðu
kannski verið orðin 1000 talsins og þá hefði
þetta orðið miklu alvarlegra mál, það alvar-
legt að greinin hefði lagst af.
Okkar einasti möguleiki er að
upplýsa stjórnmálamenn
Ég hef trú á því að greininni verði hjálpað
yfir þá erfiðleika sem hún er núna að ganga.
í gegnum. Sem betur fer hafa margir stjórn-
málamenn hér sett sig inn í málið og skoðað
orsakir og ástæður vandans. Ég vona að þeir
verði ekki i vafa um hvernig eigi að bregðast
við. Hins vegar er vandamál með suma.
stjórnmálamenn hvað þeir eru uppteknir. i
Þeir hafa ekki tíma til að kynna sér hlutina
en eru fljótir að taka ákvarðanir. Það er
spurningin fyrir hversu mörgum svo verður
ástatt í haust og í vetur þegar ákvarðanir,
verða teknar um framtíð loðdýraræktar. Á
því ræðst líf og dauði greinarinnar. Það er.
okkar einasti möguleiki í dag, að upplýsa
stjórnmálamenn sem eiga að taka afstöðu
um framhald greinarinnar.“
Enginn sjúkdómur komið upp
frá ’83
- Hver er staða loðdýraræktar i dag?
„Það er eðlilegt að spurt sé hver staða'
okkar er í dag, varðandi framtíðina. Eitt:
okkar sterkasta vopn er að við erum ein af
fáum þjóðum í heiminum - kannski sú einai
sem býr við heilbrigðan stofn. Það tókst það
vel til hjá okkur með innflutninginn 1983'
því við fengum inn heilbrigð dýr. Það hefur
- Reynir Barðdal, loðdýrabóndi á Sauðár