Dagur - 05.08.1989, Blaðsíða 16
atfiðOK
Akureyri, laugardagur 5. ágúst 1989
Askriftarsíminn
Sauðárkrókur Húsavík Reykjavík
95-5960 96-41585 91-1*7450
Skagaíjörður:
Bflvelta á Vatnsskarði
- hjól brotnaði undan Trabant
Bílvelta varð sl. þriðjudags-
kvöld á Yatnsskarði, nánar til-
tekið í beygjunni hjá spenni-
stöð RARIK. Hjól brotnaði
undan Trabant-bil'reið að
aftan, sein var á niðurleið,
með þeim afleiðingum að öku-
maður missti stjórn á bílnum,
sem valt utan vegar. Ökumað-
ur var fluttur á sjúkrahúsið á
Sauðárkróki, mikið marinn og
skorinn í andliti.
Hann fékk að fara af sjúkra-
húsinu sl. fimmtudag. Trabant-
inn er gjörónýtur eftir veltuna og
er talið að ökumaður, sem var
einn í bílnum, hafi sloppið vel frá
slysinu.
Þar sem ekki er vitað um
atburði síðustu nætur, var vikan
að öðru leyti róleg hjá lögregl-
unni á Sauðárkróki. Nema hvað
aðfaranótt föstudags var talsverð
ölvun á tjaldstæðinu í bænum og
voru heimamenn þar fremstir í
flokki. Endaði nóttin með því að
rúða var brotin í tjaldstæðis-
skúrnum. -bjb
Nýjustu fréttir úr heimi jarðepla:
Sandfeflshaga-premíer
í verslanir eftir helgi
í næstu viku eru væntanlegar á
markaðinn preiníer-kartöflur
úr kartöflugarði bænda í Sand-
fellshaga í Öxafjarðarhreppi.
Garðurinn er þeim kostum
búinn að jarðvcgur er þar
óvenju heitur, sem flýtir mjög
fyrir kartöflusprettu. Niður-
setningu var lokið fyrir 20. maí
og segist Björn V. Björnsson í
Sandfellshaga búast við átt-
faldri uppskeru.
Björn segir að sett hafi verið
niður fimm tonn af kartöflum í
vor og hafi bæði verið um að
ræða premíer og rauðar-íslensk-
ar. Premíer sprettur fyrr og því
segir Björn aö þær verði teknar
upp í fyrstu atrennu.
Sandfellshaga-kartöflur verða
víða á boðstólum á Norðurlandi.
Björn segir að margir Itafi lagt
inn pantanir og reynt veröi að
sinna þeint öllunt. Hann segir að
lögö verði áhersla á að afgreiða
pantanir eins fljótt og unnt er því
markmiðið sé að bjóða nýja og
ferska vöru.
Kílóverðið á fyrstu suntar-
kartöflunum í Sandfcllshaga seg-
ir Björn að veröi á bilinu 70-75
krónur. „Við seljum alla okkar
framleiðslu beint og losnum
þannig við milliliðakostnað. Af
þeirn sökum getum við haldið
verði á kartöflunum í lágmarki."
óþh
Húsavík:
Fosshúsiö í
gagnið á ný
tvö fyrirtæki heQa þar starfsemi
Tvö fyrirtæki hafa tekið á leigu
liluta húsnæðisins að Garð-
arsbraut 48 af þrotabúi Véla-
og bifreiðaverkstæðisins Foss
hf á Húsavík og er rekstur haf-
inn hjá báðum fyrirtækjunum.
Foss var lokað um miðjan maí.
Það er BK bílaverkstæði, sem
verið hefur til húsa að Garðars-
braut 62, sem tók bílaverkstæði
Foss á leigu með verkfærum og
öllu tilheyrandi. Aðaleigandi BK
er Birgir Þór Þórðarson. Á verk-
stæðinu eru þrír menn í fullu
starfi auk þess sent hálfs dags
starf er við bókhaldið. Birgir
sagðist vonast til að geta fjölgað
starfsmönnum innan tíðar. Góð
aðstaða er til bílamálunar á verk-
stæðinu og hefur Birgir hug á að
bæta bílamálun og réttingum við
alhliða bflaviðgerðir sem unnið
er að. „Ég er hóflega bjartsýnn
en það hlýtur að lýsa bjartsýni að
gera þetta," sagði Birgir aðspurð-
ur unt framtíðina.
Nýtt fyrirtæki, Málmur hf hef-
ur tekið á leigu cldri vélsmiðjuna
og annast þar alla járnsmíði og
viðgerðir. „Við erum bæði bress-
ir og bjartsýnir hcrna," sagði
Kristinn V. Magnússon, aðspurð-
ur um framtíðarhorfurnar. Krist-
inn og Björn Líndal eru aðal-
eigendur Málms hf. Fjórir starfs-
menn vinna hjá fyrirtækinu. IM
Anton Sigþórsson ásamt tveimur úr áhöfn þyrlunnar sem bjargaöi lífí hans og fjögurra fclaga hans. Til vinstri
er Jan Rassmusen flugstjóri en til hægri Klaus Eriksen vélstjóri. Mynd: KK
Kærkomnir endurfundir:
Anton hitti björgunarmenn
sína af Vædderen
Rúm fvö og hálft ár eru nú
síðan þyrla af danska effirlits-
skipinu Vædderen bjargaði
fímm mönnum úr áhöfn Suð-
urlandsins, sem fórst á jóla-
dag árið 1986. Vædderen er
nú staddur á Akureyri og í
gær urðu kærkomnir endur-
fundir þegar Anton Sigþórs-
son einn þeirra sem af komst
hitti tvo af lífgjöfum sínum,
flugstjóra og vélstjóra þyrl-
unnar.
Flugstjórinn Jan Rassmusen
segist ntuna vel eftir þessu
björgunarflugi enda hafi þetta
verið eitt hið lengsta sem hann
hafi farið. Þegar neyðarkall
barst var skipið statt í Færeyj-
um en þaðan fór það um klukk-
•an eitt um nóttina. Um klukkan
ellefu árdegis fór þyrlan svo á
loft og flaug á slysstað sem var
um 300 sjómílur NA af íslandi.
„Ég man að ég eyddi allri nótt-
inni í að reikna nákvæmlega út
hvernig ég ætti að haga fluginu
miðað við eldsneytisnotkun og
-birgðir. Þarna norður frá er
sólargangur aðeins þrjár til fjór-
ar klukkustundir á þessum
árstíma og við urðurn að hafa
dagsljósið til að finna björgun-
arbátana," segir Jan Rassntusen
þegar hann rifjar upp hina
frækilegu björgunaraðgerð.
Hann segir að leiðsaga frá
breskum Nimrod-þotum hafi
verið ómetanleg á báðum leið-
um.
Alls voru það um 700 kíló-
metrar sem þyrlan þurfti að
leggja að baki til og frá slysstað.
Sjálf björgunin tók um 25
mínútur en túrinn tók alls um
þrjár klukkustundir. Útreikn-
ingar flugstjórans stóðust full-
komlega því þegar þyrlan kom
með Anton og félaga hans á
Vædderen átti hún eftir elds-
neyti til flugs í um 12 mínútur.
Fjögurra manna áhöfn var í
þyrlunni og það virðist ótrúlegt
að níu menn skuli hafa komist
þar fyrir. „Þetta er rúmgott
núna miðað við það sem þá
var,“ sagði Anton þegar hann
leit inn í þyrluna í gær, en þar
var þá enginn auka eldsneytis-
geymir eins og forðum. „Ég
man hvað mér var óþægilega
heitt á fótunum enda fékk ég
blásturinn frá mótornum beint á
fæturna," segir hann og vél-
stjórinn Klaus Eriksen segist
muna vel eftir þessu. Þeir rifja
líka upp lendinguna á Vædder-
en. „Ég man að við sáum skipið
úr talsverðri fjarlægð en síðan
liðu fáeinar sekúndur og allt í
einu vorum við lentir," segir
Anton. Jan segir að skipið hafi
verið á fleygiferð vegna öldu-
gangs en þegar það stóð kyrrt í
fáar sekúndur hafi liann sætt
lagi. „Þetta var besta lendingin
á ferlinum," segir hann.
Þetta var í fyrsta skipti sem
Anton hitti björgunarmenn sína
eftir slysið og þeir spurðu frétta
hver af öðrum. Anton var á sjó
í um eitt ár eftir slysið en síðan
hefur hann unnið í landi. I ljós
kemur að þyrlan sem notuð var
við björgunaraðgerðirnar fórst
með allri áhöfn í Færeyjum unt
það bil einu ári eftir Suður-
landsslysið en þá voru Jan og
félagar hans nýkomnir í frí.
Eftir samræðurnar fóru þeir
Jan og Klaus í æfingaflug yfir
Pollinunt þar sem björgun úr
sjó var æfð. Víst er að ef þörf
verður fyrir hjálp þeirra á ný þá
eru þeir vel undir slíkt búnir.
ET
Lögreglan á Akureyri:
Aðfaranótt föstudags óvenju annasmöm
Talsvert annasamt var hjá lög-
reglunni á Akureyri í fyrrinótt.
Nokkuð mikill niannfjöldi hafði
safnast saman í miðbænum og
blómakerjum var velt |iar um
koll. Lögreglan þurfti einnig
að skakka leikinn á veitinga-
staðnum Uppanum en þar koin
til illinda milli íslendinga og
danskra sjóliða. Voru málin
leyst á þann hátt að varðskips-
menn voru keyrðir til skips.
Árni Hrólfur Helgason lögreglu-
maður sagði nóttina hafa verið
óvenju annasama í „fyllerís-
nuddi". Talsverð ölvun og
umferð hefði verið en ekkert
stórkostlegt gerst.
Blómaker í göngugötunni fengu
ekki frið og var nokkrum þeirra
velt á hliöina og lágu því blóm á
víð og dreif um götuna. Árni
sagði þetta oft brenna við og væri
það hvimleitt bæði fyrir umhverf-
isdeild bæjarins sent og bæjar-
búa. ^ KR