Dagur - 05.08.1989, Blaðsíða 4

Dagur - 05.08.1989, Blaðsíða 4
5 - fiUOAO - €861' Í'íupe .c lUOebifipuí-.J 4 - DAGUR - Laugardagur 5. ágúst 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Iþróttir), BJÖRN JÓHANN BJÓRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavik vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASIMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Mesta ferða- helgi ársins Verslunarmannahelgin er runnin upp. Að venju má búast við að ferðalög innanlands verði mikil og mun meiri en gerist um aðrar helgar ársins. Fjölmargir nota sér hina löngu helgi til útivistar og ferðalaga auk þess sem nokkrar skipulagðar útiskemmt- anir eru haldnar að venju. Ekki er fjarri lagi að áætla að rúmlega helmingur fólksbílaflota landsmanna þjóti um vegina nú um helgina og má búast við langri bílalest á öllum helstu akstursleið- um. Það er því full ástæða til að hvetja öku- menn til að sýna sérstaka aðgæslu í akstri þessa helgi og taka tillit til aðstæðna. Bitur reynsla hefur kennt okkur það að umferðin tekur sinn toll í slysum, eignatjóni, meiðsl- um og mannslífum. Hættan á slíkum slys- um er meiri um verslunarmannahelgina en aðrar helgar ársins, einfaldlega vegna hins gífurlega umferðarþunga. Ekki bætir úr skák að ferðalögum, úti- skemmtunum og dansleikjahaldi um þessa helgi fylgir jafnan mikil og almenn áfeng- ísneysla. Margir freistast til þess að aka bíl eftir að hafa neytt áfengis, þótt slíkt sé óðs manns æði. Aksturshæfileikar skerðast stórlega og slysahættan margfaldast. Það verður aldrei of oft brýnt fyrir ökumönnum að akstur og áfengi eiga enga samleið. Þau varnaðarorð ættu menn að hafa hugföst nú sem fyrr. Það er annasöm helgi framundan hjá lögreglu og starfsmönnum Umferðarráðs, sem munu kappkosta að halda uppi sem mestu og bestu eftirliti með umferðinni og koma á framfæri gagnlegum upplýsingum til vegfarenda. Við það munu þeir njóta dyggrar aðstoðar útvarps- og sjónvarps- stöðvanna, sem leggja sérstaka áherslu á upplýsingaþjónustu við ferðalanga alla helgina. Allir þessir aðilar eiga þakkir skildar fyrir framlag sitt til þess að gera þessa mestu ferðahelgi ársins sem áfalla- minnsta. Um leið og Dagur biður ferðafólki farar- heilla í umferðinni, hvetur blaðið alla til að ganga vel um landið og sýna því þá virð- ingu sem það á skilið. BB. úr hugskotinu í- „Flugstuð Leifs Eiríkssonar, hinn glæsti minnisvarði um íslenskt framtak á hausnum“. Kvótalaus fyrirheit Hún situr á leðurklæddum bekknum með kornabarnið á handleggnum, íslenska madonnan, og virðir fyrir sér innvolsið í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar, hins glæsta minnisvarða um íslenskt framtak á hausnum. Hún er ef til vill frá Patreks- firði, og lætur hugann reika heini þar sem sýslumaðurinn með svörtu töskuna er mættur, ásamt lögfræðingunum að sunn- an til að bjóða upp frystihúsið, meðan hún bíður þess að kallað verði upp flug Flugleiða númer eitthvað og eitthvað til Oslóar og Stokkhólms. Hún er á leið til fyrirheita, sem hvað sem öðru líður, hafa einn kost sem mikils- verður hlýtur að teljast. Þau eru kvótalaus. Steinar úr glerhúsi Á því leikur varla vafi, að íslenski meðaljóninn, sá sem á hús, tvo nýja bíla og fer í sólar- ferð eða „út á land“ með fjöl- skylduna, vitanlega allt í skuld, er samkvæmt öllum SKÁÍS eða Gallupmælingum yfir sig hneykslaður á madonnunni okkar, að hún sem hafði svo góða vinnu í fiskinum fyrir vestan, og enn betri vinnu á skrifstofunni í Borginni skuli virkilega ætla að fara að flýja land, og hún sem ekki kann einu sinni málið. Vitaskuld er þetta viðhorf hins skoðana- kannaða íslendings ekkert ann- að en stcinkast úr glcrhúsi. Hann er auðvitað alveg grænn af öfund, og væri sjálfsagt far- inn líka til Svíaríkis ef . . . Spyrja má svo þess hvað reki einstæðu madonnuna okkar í Leifsstöð, og nokkur hundruð annarra einstaklinga eða fjöl- skyldna, til Svíþjóðar af öllum löndum, þvf það er kunnara en frá þurfi að segja, að mönnum virðist varla vera jafnilla við nokkra þjóð og Svía til að mynda þegar okkur gengur illa í handbolta. Pá er vanalega kennt um vondum sænskum dómurum, vondum og yfirdrifið grófum sænskum leikmönnum, eða þegar hvorugu er til að dreifa alveg hræðilega vondri og íslendingafjandsamlegri sænskri handknattleiksforystu. Pá segj- um við gjarnan um Svía að þeir séu allra manna duglegastir við að búa til allskyns vandamál, og í framhaldi af því allskyns sér- fræðinga til að leysa þau. En sú spurning hlýtur nú að vakna hvort við sjálf höfum ekki dálitla tilhneigingu til þess sama. Hvort þarna séum við ekki enn að kasta steini úr gler- húsi, gjarnan smíðuðu að sænskri fyrirmynd. Verðmætt vinnuafl En hvað svo sem líður öllum vandamálum sænskra raunveru- legum eða ímynduðum, þá verða menn að viðurkenna eitt, og það er, að þarlendir atvinnu- rekendur eru ólíkt skynsamari en starfsbræður þeirra á íslandi. Þeir hafa nefnilega komist að raun um það hversu óhemju hæft og þar með verðmætt íslenskt vinnuafl er. Þannig eru íslendingar tilbúnir að vinna yfirvinnu gerist þess þörf, nokk- uð sem aðrir fúlsa við, enda hægt að framfleyta sér af eðli- legum dagvinnulaunum. Og íslendingarnir eru yfirleitt það gott og vel menntað vinnuafl, að það margborgar sig að greiða þeim há laun. Þau einfaldlega skila sér aftur í bættum afköst- um og meiri arði. Það er hins vegar orðið að einhversskonar trúarsetningu meðal íslenskra atvinnurekenda, að laun séu hér alltof há, ef til vill skammast þeir sín þó örlítið fyrir þetta, og taia um hugtök sem enginn venjulegur maður skilur í þessu sambandi, eins og til að mynda of hátt raungengi. Til upplýs- ingar fyrir fólk skal þess hér get- ið að þegar talað er uni of hátt raungengi, er á mannamáli sagt, að það fáist alltof mikið fyrir hverja krónu. Að það fáist til að mynda alltof mörg kíló af fjalla- lambi fyrir hvern þúsund- kall . . . í hnotskurn að launin séu alltof verðmikil. Ótryggt ástand Sjálfsagt hafa einhverjir þeirra sem á hinum síðustu mánuöunt hafa leitað til Svíaríkis í atvinnuleit, séð í gegnum allt þetta stofnanamálsblaður um raungengi, og leitað til staðar þar sem rétt verð er greitt fyrir vinnu þeirra, en fleira kemur til en bara þau laun sem lágtaxta- fólkinu, gjarnan í undirstöðu- greinum samfélagsins, eru boðin, og maður þorir ekki að nefna kinnroðalaust við útlend- inga, heldur bætist þar ofaná það óvissa ástand sem ríkir í atvinnumálum, meðfram vegna blessaðra kvótanna, sem nú kvað meira að segja eiga að fara að setja á blessað svínaketið sem mun þó vera kostafæði, já, algert æði . . . Kvótar kunna að vera góðir og blessaðir, til dæmis, í því skyni að forða okk- ur frá því að eyðileggja fiski- miðin áður en slys í rússneskum kjarnorkukafbát verður til þess, að úthlutun kvótanna verður að vera réttlát, og þau byggðarlög að sitja fyrir sem mest eru þurf- andi. Bæjarfélög á borð við Reykjavík og Hafnarfjörð verða þegar í stað að afsala sér Reynir Antonsson skrifar öllum sínum kvótum, ellegar einhverju af þeim iðnaði t.d. rafeindaiðnaði, í þágu sjávar- útvegs, þar sem laun eru nokk- uð þokkaleg eftir því sem geng- ur og gerist, og sem vel getur þrifist í sjávarbæjum á borð við Patreksfjörð, og létt þannig undir þegar að kreppir í útveg- inum. Sá harmleikur að svo hagkvæmur útgerðarstaður sem Patreksfjörður er, leggist í eyði má aldrei verða. Þetta er ekki nein spurning um rétt eða rangt gengi, afkomu eða skuldir. Þetta er spurning um fólk. Sömuleiðis verður að koma í veg fyrir að kvótar komist í eigu fínu fjölskyldnanna í Reykjavík eins og er að gerast þessa dag- ana í gegnum Skeljung, Eim- skip, eða óskabarn samgöngu- ráðherrans okkar Flugleiðir, við kaup Ögurvíkurhlutabréfanna. En fleira kemur til, og veldur landflótta, lág laun verða enn lægri vegna verðlags sem við erum að verða að viðundri fyrir í augum ferðamanna sem okkur sækja heim. Og sennilega myndi undrun þeirra breytast í hlátur ef þeir sæju auglýsingar sem nýlega birtust í færeyskum blöðum um Ólafsvökutilboð á íslensku lambakjöti, og gott ef ekki íslenskum kjúklingum líka, sem var þetta 26 krónur færeyskar á kíló (margfaldið með 8 til að fá verðið í plat- krónunum íslensku). Hvort hún hefur nú vitað þetta madonnan okkar, þar sem.hún nú situr um borð í einni Dísinni glæsilegu sem þjóðin keypti útá krít handa Flugleiðum, er ekki vitað. Hana má það raunar einu gilda þar sem hún er nú á leið til kvótalausra fyrirheita. Og meðan Hornafjörðurinn hverfur í hvítlitað skýjatrafið, gengur lífið sinn vanagang fyrir neðan. Denni segir að gengis- felling sé alls ekki t' sjónmáli en heimilar Seðlabanka gengissig innan tveggja sólarhringa, stað- irnir sem best liggja við fiski- miðunum fara í eyði, og menn byggja þjóðarbókhlöður á landssvæðum þar sem það er örugglega tryggt, að eyða verði þrjátíu og fimm milljónum í viðgerðir áður en byggingunni er lokið, og viðhald áður en nokkur bók er þangað borin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.