Dagur - 16.08.1989, Side 7
Miðvikudagur 16. ágúst 1989 - DAGUR - 7
» — í'ífi*>‘<imV«'t'fiiif Vc< ítiXi'tV.f. lirc'ít
Snorri Berg Ægisson, aðstoðar-
hótelstjóri, ásanit ömmu sinni Þor-
gerði Kjartansdóttur, hótelstjóra á
Kiðagili. Myndir: IM
Hótel Kiðagil
Barnaskólinn
■ Bárðardal.
Bárðardalur:
AUt í blóma á Hótel KiðagUi
- spjallað við þrælhressan hótelstjóra
„Við erum alveg þrælhressar
með okkur og það er allt í
blóma með reksturinn,“ sagði
Þorgerður Kjartansdóttir,
hótelstjóri á Hótel Kiðagili í
Bárðardal eftir verslunar-
mannahelgina. Hótel Kiðagil
er í Barnaskóla Bárðdælinga,
rúmlega 20 kin innan við Goða-
foss. Þorgerður rekur hótelið í
sumar ásamt Sigrúnu Hrings-
dóttur og auk þeirra hafa ein
kona og þrjár stúlkur starfað á
hótelinu.
Almennur hótelrekstur er á
staðnum, hægt að fá gistingu í
uppbúnum rúmum eða svefn-
pokaplássi og veitingasala er opin
frá kl. 8 á morgnana til 23.30 á
kvöldin. Mat fyrir stóra hópa
þarf þó að panta með svolitlum
fyrirvara. Góð baðaðstaða er í
kjallara hússins og þar er einnig
saunabað og finnst mörgu ferða-
fólki sem býr í tjöldum þægilegt
að koma við á hótelinu og
skreppa í bað. Á sunnudögum er
boðið upp á myndarlegt kaffi-
hlaðborð frá kl. 14.30 til 17.30 og
sagði Þorgerður að Húsvíkingar
hefðu verið mjög duglegir að
koma í sunnudagskaffið til sín í
sumar.
Það sem var erfiðast við rekst-
ur hótelsins franran af, var hve
lengi Sprengisandsleið var lokuð,
hún var ekki opnuð fyrr en síðast
í júlí. Þar með liafði hótelið misst
af viðskiptum við níu hópa sem
ætluðu að koma þá leiðina.
„Annars hefur reksturinn gengið
sæmilega, það koma toppar og
svo dauðir tímar á milli, eins og
æfinlega í hótelrekstri,“ sagði Þor-
gerður. Mikil umferð var í Bárð-
ardal um verslunarmannahelgina
og mikið að gera á hótelinu -
„stundum fullt út úr dyrum",
sagði hótelstjórinn.
Meiri hlutinn af ferðafólkinu
sem gistir eru útlendingar og
mikið er um að Frakkar séu á
ferðinni í sumar. Um næstu helgi
verða þó íslendingar á Hótel
Kiðagili því þar verður haldið
ættarmót afkomenda Guðbjargar
Sigurðardóttur og Jóns Pálssonar
frá Lækjavöllum.
Athyglisveröir skoöunarstaðir
eru í nágrenni Hótels Kiðagils,
m.a. Aldeyjarfoss. Hægt er að fá
veiðileyfi í Svartárvatni og eftir
þurrviðri er fært frá Svartárkoti,
Engidalsleið, yfir í Mývatnssveit.
Hótel Kiðagil veröur opið út
ágústmánuð. IM
Fjölnienni í kaiTihlaðborði á sunnudegi.
AKUREYRARB/ER
Félagsstarf
aldraðra
Ferð að Laugafelli þriðjudag 22. ágúst.
Farið frá Húsi aldraðra kl. 9. Verð kr. 2000. Inni-
falið fargjald og ein máltíð. Fólk er beðið að hafa
með sér kaffi eða aðra drykki til dagsins og snarl
að vild.
Þátttaka tilkynnist í síma 27930 ekki síðar en 18.
ágúst.
Athugiö að ef ekki veröur hagstætt veöur verður
farið eitthvað annað.
Öldrunarþjónustan.
Magi ★ Rass ★ Læri
Hæ, hæll
Er ekki kominn tími til að hreyfa sig?
Komdu og vertu með á 4ra vikna haustnám-
skeið í leikfimi sem hefst mánudaginn 21.
ágúst.
+ Magi, rass og læri.
Styrkjandi æfingar, þol og teygjur. Fyrir byrjendur og
framh.
* Þrekhringur, púltími í erobikk og tækjum.
Tímar 2x og 3x í viku.
Innritun í síma 24979 frá 17-19.
Við fylgjumst
með því nýjasta.
Tryggvabraut 22
Akureyri
rimsstuchoi
Wnlice
Sími 24979-
VISA
Haflð þið opið
á laugardögum eða
sunnudögum í sumar?
Ef svo er, viljum við minna á
að Dagur, helgarblað
ltemur út snemma á laugardögum.
(Fyrir kl. 8.00 til áskrifenda á Akureyri.)
Hafið samband við
auglýsingadeild Dags
fyrir kl. 11 á fimmtudag,
og auglýsingin birtist á laugardag.
Strandgötu 31 • Síml 24:222.
Dagblaðið á landsbyggðiimi
Njóttu ferðarinnar!_
Aktu eins og þú vilt að aðrir aki
Góðaferð! ||OMFEROAR
Práð