Dagur - 16.08.1989, Síða 10

Dagur - 16.08.1989, Síða 10
10 - DAGUR - Miðvikudagur 16. ágúst 1989 myndasögur dags u ÁRLAND ...og þaö sem enginn stenst.. Sex tíma myndbandsspóla meö bestu atriðum ástar- myndanna. Vill einhver klípa mig... mig hlýtur aö vera að dreyma. ANDRÉS ÖND HERSIR BJARGVÆTTIRNIR # Tvær þjóðir í landinu? Þessari spurningu varpar blað allra landsmanna, Mogginn, fram. Það er nú það eru tvær þjóðir ( land- inu? Ritara S&S var ekki kunnugt um það - hélt að hér byggju aðallega íslend- ingar, nú og svo fólk af ýms- um öðrum þjóðernum en ekki bara einu. Hér á landi búa „allra þjóða kvikindi“ eins og maðurinn sagði hér um árið: Japanir, Danir, Pól- verjar, Hollendingar og fleiri og fleiri. Það voru nú reyndar ekki þess konar þjóðir sem skrif- ari Morgunblaðsins átti við og það sást reyndar alveg um leið. Höfuðborgarbúar og landsbyggðarfólk það er málið. Landsbyggðarmenn eru, ef marka má hið virta blað sjálfstæðismanna, algjörir plebbar. Ganga um í göml- um Hekluúlpum með snæri um mittið, alltof stuttum buxum, berfættir í skónum, með sixpensara og tóbaks- klút um hálsinn. Ekki nóg með það heldur eru þeir með sauðasvip, sem er kannski ekki nema eðlilegt hjá þeim sem vappa innan um rollur alla sína ævi. # Höfuðborgar- búarnir Þá er komið að hinum tignu höfuðborgarbúum sem sennilega eiga margt líkt með grísku goðunum - eða hvað. Þessar undraverur sem njóta þeirra forréttinda að búa í Borginni okkar hafa eflaust allar lært viðskipta- eða lögfræói því slikur er útgangurinn á þeim sam- kvæmt mynd Morgunblaðs- ins. Hárið vel greitt og gáfu- mannagleraugu á nefinu. Hvít skirta og bindi að hætti Sjálfstæðisflokksins. Tvidd- jakki, ekki einlitur það er ekki í tísku núna og buxur í stíl. Ljósdrappaður yfir- frakki undirstrikar fágun- ina og bissnissmennskuna. Skórnir úr rússkinni, litur- inn í samræmi við jakkaföt- in og tillit tekið til frakkans. Stessarinn er auðvitað ómissandi og svo ekki sé minnst á Rolex úrið sem stressaður höfuðborgarbú- inn þarf sífellt að vera lít- andi á. Þannig eru þjóðirnar tvær í landinu séðar með augum höfuðborgarbúa. Ekki er vit- að hver tilgangur Morgun- biaðsins var með birtingu greinarinnar, kannski átti hún að draga úr hrepparígn- um? Ef svo er hefur til- ganginum ekki verið náð, þvert á móti. dagskrá fjölmiðla Sjónvarpið Miðvikudagur 16. ágúst 17.50 Sumarglugginn. 18.45 Táknmálsfréttir. 18.55 Poppkorn. 19.20 Barði Hamar. (Sledge Hammer.) 19.50 Tommi og Jenni. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Grænir fingur (17). Þáttur um garðrækt í umsjón Hafsteins Hafliðasonar. 20.45 Regnvot fjöll. (Mountains of Water.) Bresk náttúrulífsmynd. Á suðvesturhorni Suðureyjar á Nýja-Sjá- landi er sérkennilegt fjallasvæði og þar er mikil úrkoma. Þess vegna eru fjöllin köll- uð „Fjöll vatnsins" en við rætur þeirra er einkar athyglisvert dýralíf. 21.35 Víkingarnir. (The Vikings.) Bandarísk bíómynd frá árinu 1958. Aðalhlutverk Kirk Douglas, Tony Curtis, Ernest Borgnine og Janet Leigh. Herskár hópur víkinga fer með ströndum Englands og skilur eftir sig rústir einar. í smáríki einu drepa víkingar konung en leiðtogi þeirra tekur drottningu nauðuga. I fyllingu tímans eignast hún son sem elst upp sem þræll. Honum er þó ekki þræls- lundin í blóð borin og fer svo að hann reynist föður sínum og hálfbróður hættu- legur andstæðingur. 23.00 Ellefufréttir. 23.10 Víkingarnir ... framh. 00.30 Dagskrárlok. Stöð 2 Miðvikudagur 16. ágúst 16.45 Santa Barbara. 17.30 Endurholdgun. (Reincarnation.) Stórkostlega fróðleg mynd um endur- holdgun og vakti hún geysilega athygli þegar hún var sýnd í Englandi á sínum tíma. 19.19 19:19. 20.00 Sögur úr Andabæ. (Ducktales.) 20.30 Falcon Crest. 21.25 Reiði guðanna. (Rage of Angels.) Framhaldsmynd í tveimur hlutum. Seinni hluti. Aðalhlutverk: Jennifer Parker, Adam Warner, Michael Moretti og ken Bailey. 22.50 Tíska. (Videofashion.) Sumartiskan í algleymingi. 23.20 Sögur að handan. (Tales From the Darkside.) 23.45 Anastasia. Ingrid Bergman og Yul Brynner fara með aðalhlutverkin í þessari víðLægu mynd þar sem rakin er saga Anastasíu sem tal- in var vera eftirlifandi dóttir Rússlands- keisara. 01.30 Dagskrárlok. Rás 1 Miðvikudagur 16. ágúst 6.45 Veðurfregnir • Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið með Ingveldi Ólafsdóttur. Fréttir á ensku að loknu fréttayfirliti kl. 7.30. Lesið úr forustugreinum dagblað- anna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn: „Nýjar sögur af Markúsi Árelíusi" eftir Helga Guð- mundsson. Höfundur les (8). 9.20 Morgunleikfimi. 9.30 Landpósturinn - Frá Norðurlandi. Umsjón: Kristján Guðmundur Amgríms- son. 10.00 Fréttir • Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Þræðir - Úr heimi bókmenntanna. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. 12.00 Fréttayfirlit • Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir Tilkynningar Tónlist. 13.05 í dagsins önn - Gjafir. Umsjón: Ásdís Loftsdóttir. (Frá Akur- eyri.) 13.35 Miðdegissagan: „Pelastikk" eftir Guðlaug Arason. Guðmundur Ólafsson les (12). 14.00 Fréttir • Tilkynningar. 14.05 Harmonikuþáttur. 14.45 íslenskir einsöngvarar og kórar. 15.00 Fréttir. 15.03 Bardagar á íslandi - „Eitt sinn skal hver deyja“. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið - Starfskynning. 17.00 Fréttir. 17.03 Sinfónía nr. 3 í Es-dúr op. 55, „Eróica" eftir Ludwig van Beethoven. 18.00 Fréttir. 18.03 Að utan. 18.10 Á vettvangi. Tónlist • Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir ■ Tilkynningar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.32 Kviksjá. 20.00 Litli barnatíminn. 20.15 Nútímatónlist. 21.00 Vestfirðir, landið og sagan. 21.40 „Vedmálið“, smásaga eftir Anton Tsjekov. Gísli Ólafsson þýddi. Þórdís Arnljótsdótt- ir les. 22.00 Fréttir. 22.07 Að utan. 22.15 Veðurfregnir • Orð kvöldsins • Dagskrá morgundagsins. 22.30 Að framkvæma fyrst og hugsa síðar. Umsjón: Smári Sigurðsson. (Frá Akur- eyri.) 23.10 Djassþáttur. - Jón Múli Árnason. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. 01.00 Veðurfregnir. Rás 2 Miðvikudagur 16. ágúst 7.03 Morgunútvarpið: Vaknið til lífsins! Leifur Hauksson og Jón Ársæll Þórðarson hefja daginn með hlutsendum. 9.03 Morgunsyrpa Eva Ásrún Albertsdóttir. Neytendahorn kl. 10.05. Afmæliskveðjur kl. 10.30. Þarfaþing með Jóhönnu Harðardóttur kl. 11.03. Gluggað í heimsblöðin kl. 11.55. 12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Umhverfis landið á áttatíu með Gesti Einari Jónassyni sem leikur þrautreynda gullaldartónlist. 14.03 Milli mála. Árni Magnússon á útkíkki og leikur nýju lögin. Hagyrðingur dagsins rétt fyrir þrjú og Veiðihornið rétt fyrir fjögur 16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvarp. - Kaffispjall og innlit upp úr kl. 16.00. - Stórmál dagsins á sjötta tímanum. 18.03 Þjóðarsálin, þjóðfundur í beinni útsendingu, sími 91-38500. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Áfram ísland. Dægurlög með íslenskum flytjendum. 20.30 Útvarp unga fólksins - Krossferðir og múgæsing. Fasismi, rokk og ról. Við hljóðnemann eru Vernharður Linnet og Atli Rafn Sigurðsson. 22.07 Á rólinu með Pétri Grétarssyni. 01.00 Næturvakt á báðum rásum til morguns. Fréttir eru sagðar kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 1.00 „Blítt og létt... “ 2.00 Fréttir. 2.05 Woodie Guthrie, hver var hann? 3.00 Rómantíski róbótinn. 4.00 Fréttir. 4.05 Glefsur. 4.30 Veðurfregnir. 4.40 Á vettvangi. 5.00 Fréttir af veðri og flugsamgöngum. 5.01 Áfram ísland. 6.00 Fróttir af veðri og flugsamgöngum. 6.01 Blítt og létt... “ Ríkisútvarpið á Akureyri Miðvikudagur 16. ágúst 8.10-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. Bylgjan Miðvikudagur 16. ágúst 07.00 Páll Þorsteinsson. Alls kyns upplýsingar fyrir hlustendur sem vilja fylgjast með, fréttir og veður á sínum stað. 10.00 Valdís Gunnarsdóttir. Sérstaklega vel valin og þægileg tónlist sem heldur öllum í góðu skapi. 14.00 Bjarni Ólafur Guðmundsson. Leitaðu ekki langt yfir skammt. Allt á sín- um stað, tónlist og afmæliskveðjur. 17.00 Hallgrímur Thorsteinsson - Reykja- vík síðdegis. Fréttir og fréttatengd málefni. Finnst þér að eitthvað mætti fara betur í þjóðfélaginu í dag, þín skoðun kemst til skila. Síminn er 611111. 19.00 Snjólfur Teitsson. Afslappandi tónlist í klukkustund. 20.00 Haraldur Gíslason. Halli er með óskalögin í pokahorninu og ávallt í sambandi við íþróttadeildina þeg- ar við á. 24.00 Næturvakt Bylgjunnar. Fréttir kl. 8, 9, 10, 11, 12, 13, 14, 15, 16, 17 og 18. Hljóðbylgjan Miðvikudagur 16. ágúst 17.00-19.00 M.a. er „tími tækifæranna", þar sem hlustendur geta hringt inn ef þeir þurfa að selja eitthvað eða kaupa. Beinn sími er 27711. Fréttir kl. 18.00.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.