Dagur - 16.08.1989, Síða 12

Dagur - 16.08.1989, Síða 12
Kodak Express Gæöaframköllun ★ Tryggðu f ilmunni þinni Jbesta GPeóíSmyndir' Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, sími 23324. NH Flugkennsla hjá ÚA? Nei, síður cn svo. Einungis bráðhrcssar konur í vinnslusal að gera nauðsynlegar líkams æfingar að afloknu vinnsluhléi. Mynd: kl. Húsavíkurflugvöllur: „Reynsluflug“ endaði með brotlendingu - „stýrimaður“ slapp furðu vel Það óhapp varð á Húsavíkur- flugvelli um kl. 14 á mánudag að gírókopti hrapaði til jarðar og stjórnandi hans slasaöist. Var maðurinn fluttur á sjúkra- húsið á Húsavík þar sem gert var að meiðslum hans. Að sögn lögreglu sem kom á slysstað slapp maðurinn furðu- vel, en talið er að flugfarið hafi hrapað úr um 50 feta hæð. Gírókoptinn er heimasmíðuð eða samsett þyrla, í raun aðeins létt álgrind með mótor og skrúfu. Það voru menn úr Aðaldal sem voru að reynsluaka flugfarinu á flugvellinum, en það var nýsam- sett og hafði því aldrei verið flogið. Ökumaður gírókoptans missti hann á loft, án þess að meiningin hefði verið að taka flugið að þessu sinni. Talið er að flugfarið hafi náð 50 feta hæð er það stakkst á nefið og brotlenti með þeim afleiðingum að flug- maðurinn meiddist. Harður árekstur tveggja bíla varð á móts við Grænuhlíð í Fnjóskadal seint á mánudags- kvöld. Engin slys urðu á fólki en báðir bílarnir skemmdust mikið. Að sögn lögreglu á Húsavík var helgin róleg en full ástæða til að hvetja fólk til að gleyma ekki Ijósa- og beltanotkun. IM Uppsögn fram- kvæmdastjóra ÚS: „Tjáimig ekki frekar um málið“ - segir Ágúst Guðmundsson Kaupfélag Þingeyinga: Fyrirspurnir um Gljúfraútibú, Fosshóll ekki leigður út - hugsanlegt að Sparisjóður Kinnunga flytji starfsemi að Fosshóli Hreiöar Karlsson, kaupfélags- stjóri Kaupfélags Þingeyinga, segir að fyrirspurnir hafi borist um möguleika á að leigja rekstur útibús KÞ að Gljúfrum í Aðaldal. Hins vegar segir hann, að rekstur útibús að Fosshóli verði ekki leigður út í bráð. Eins og fram hefur kom- ið hefur rekstur útibús KÞ að Laugum og í Reykjahlíð verið leigður út og þá hefur verið ákveðið að leggja flutninga- deild félagsins niður í núver- andi mynd. Hreiðar segir að ákveðnir aðil- ar hafi sýnt því áhuga að taka rekstur Gljúfraútibús á leigu en enn sem komið er hafi ekkert verið ákveðið endanlega. Útibúið á Fosshóli er stærra spurningamerki. „Við buðum ekki út rekstur úti- búsins á Fosshóli. Við vinnum að því að breyta fyrirkomulagi á rekstri þess og munum einbeita okkur að því fyrst um sinn,“ sagði Hreiðar. Til tals hefur komið að Spari- sjóður Kinnunga flytji starfsemi sína að Fosshóli, en til þessa hef- ur hann verið til húsa að Fremsta- felli í Kinn. Degi er kunnugt um að kaupfélagsmenn á Húsavík hafa áhuga á að af flutningum sjóðsins að Fosshóli verði því rekstur verslunarinnar myndi styrkjast við að fá bankastofnun svæðisins við hliðina. Arni Jónsson, sparisjóðsstjóri, sagði í samtali við Dag, að þetta hefði vissulega borið á góma en of snemmt væri að segja fyrir um hvort af flutningum sparisjóðsins að Fosshóli yrði. Þetta myndi koma til umræðu á næstu dögum. Um síðustu áramót var póst- hús á Fosshóli lagt niður og þar- með missti staðurinn spón úr sín- um aski sem miðstöð fyrir svæðið. Heimamenn voru heldur óhressir með þessa skipan mála og hafa nú loks fengið það í gegn að áfram verði starfrækt svoköll- uð bréfhirðing á Fosshóli. Það þýðir að þar verður tekið á móti öllum pósti en ábyrgðarpóst- ur ekki afgreiddur. Raunar er það þannig á meðan Mývatnsrútan gengur að póstur kemur frá Akureyri og fer í flokkun og dreifingu á Fosshóli. óþh Eins og sagt var frá í blaðinu í gær þá er framkvæmdastjóri Utgerðarfélags Skagfirðinga, Ágúst Guðmundsson, búinn að segja upp starfi sínu. Blað- inu tókst að ná fali afÁgústi í gær, en hann vildi ekki tjá sig frekar um málið, sagði það alfarið vera á milli sín og stjórnar félagsins. Ekki tókst að ná í stjórnar- formann, Martein Friðriksson, í gær, þar sem hann er í orlofi. Eft- ir því sem heimildir blaðsins herma mun hann endanlega hafa sagt af sér starfi stjórnarfor- manns á stjórnarfundi ÚS í síð- ustu viku, en þá ákvörðun til- kynnti hann á aðalfundi félagsins fyrr í sumar. Ekki tókst heldur að ná í varaformann stjórnar í gær. -bjb Sauðárkrókur: Ráðist í endurbætur á kirkjunni Um þessar mundir eru aö helj- ast endurbætur á Sauðárkróks- kirkju að utan. Skipta á um klæðningu, nokkrar stoðir og a.m.k. eina sperru í þakinu. Þá verður gengið betur frá klæðn- ingu í kringum glugga og ein- angrun komið fyrir. Leifur Blumenstein, byggingafræð- ingur og þekktur húsagerðar- maður í Reykjavík, var feng- inn til að skoða fúaskemmdir og taka út verkið. Verktaki við cndurbæturnar er Trésmiðjan Borg hf. á Sauðárkróki. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir taki hátt í tvo mánuði, því um mjög vandasamt verk er að ræða. Sauðárkrókskirkja, sem er ein af elstu kirkjum landsins, verður 100 ára árið 1992. í samtaii við blaðið sagði Leifur að þrátt fyrir háan aldur væri kirkjan í ágætu ástandi, en fúaskemmdir væru mestar í kringum gluggana. Þeir hafa verið mjög óþéttir og bleyta lekið um þá. Það var fyrir þrem árum sem fyrst var tckið eftir fúa í kringum gluggana, þegar unnið var viö gluggauppsetningu. Þá var Leifur fenginn til að líta á fúaskemmdirnar. Síöan þá hefur verkið veriö í undirbúningi. „Það er eðlilegt að það þurfi að líta á þctta gömul hús, svona öðru hverju. En miðað við aldur cr Sauðárkrókskirkja viö bestu heilsu, sntíði hennar á sínum tíma hefur verið ntjög vönduð og þar hafa menn kunnað til vcrka," sagði Leifur Blumenstcin. Að sögn Jóns Karlssonar, for- manns sóknarnefndar Sauðár- krókskirkju, hefur veriö sótt um styrk til Húsfriöunarsjóös vegna þessara framkvæmda, en að öðru leyti þarf nefndin að útvcga fjár- magn sjálf. -bjb Verið að kanna ástand viðarins í klæðningu Sauðárkrókskirkju. Frá vinstri: Emil Vilhjálmsson, smiður, Bragi Skúlason, yfirsmiður, og Leifur Blumen- stein, byggingafræðingur og húsagerðarmaður. Mynd: -bjb

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.