Dagur - 22.08.1989, Side 5

Dagur - 22.08.1989, Side 5
Þriðjudagur 22. ágúst 1989 - DAGUR - 5 -4 lesendahornið Hvaða reglur gilda um sundur tekt á lambaskrokkum? Guðrún hringdi og vildi kvarta undan því hve mikil fita fylgdi lambakjöti því sem selt væri i búðum. Guðrún nefndi sérstak- lega huppbita, það sem einnig er kallað kloffita, og einnig bitann framan við bóginn. Pá fannst henni að stundum væri illa staðið að hreinsun eitla til dæmis fram- an á hálsi. Guðrún vildi fá svar við því hvort ekki giltu einhverj- ar reglur um það hvernig kjöt væri tekið í sundur fyrir neytend- ur, til dæmist finndist henni iðu- lega fylgja heilt kíló af súpukjöti með þegar hún keypti læri. Oli Valdiniarsson hjá Kjötiðn- aðarstöð KEA varð fyrir svörum. Óli segir að ef urn sé að ræða tilboðskjötið sem nú er á markaðinum, eða það sem kallað hefur verið „ráðherrakjöt" þá hafi komið nákvæm fyrirmæli um það frá ráðuneyti hvernig ætti að taka það í sundur. Par segir m.a. að taka eigi af hupp, slagið þar sem það er beinlaust, bringukoll- inn og framan af banakringlunni. Óli segir að reynt sé að fylgja þessum reglum. Almennt gilda hins vegar eng- ar reglur um það hvernig taka eigi skrokka í sundur en hins veg- ar er ætlast til þess að verð ráðist af því hvernig farið er að. Þetta segir Óli að sé gert. Hann nefndi sem dæmi að þegar verðkönnun var gerð þá hafi Kjötiðnaðarstöð- in komið út með hæsta verð á lærum vegna þess að þar tóku menn fremsta bitann og hækilinn af og skildu aðeins eftir það besta. Óli sagði að jafnan væri reynt að ná stærstu eitlasvæðun- um í burtu cn ske kynni að eitthvað yrði eftir. Enn um Sólborgarveginn: Skammarlegt að ekki skuli betur að staðið Björg skrifar: „Fyrir stuttu birtist grein í Degi þar sem fjallað er um ástand veg- arins að vistheimilinu Sólborg á Akureyri. Ég vil sem fyrrverandi starfsmaður taka undir orð Pór- hildar Svanbergsdóttur um að umræddur vegur sé hreint og beint hættulegur. Það er ekki nóg með að hann sé holóttur malarvegur heldur eru mjög krappar beygjur á hon- um og verður að aka löturhægt eftir honum til að keyra ekki nið- uí vist- og starfsmenn í göngutúr- um eða aka hreinlega útaf. Þessi vegnefna er eina aðkom- an að vistheimilinu og því engin önnur leið sem hægt er að ganga með vistfólki og skammarlegt að ekki skuli betur að staðið. Hver sem býr við þessar aðstæður hef- ur þolinmæði til að bíða eftir því að Dalsbraut og Borgarbraut, fyrirhugaðar götur í nágrenninu, komist á blað hjá ráðamönnum bæjarins sem vilja sem minnst af þessum vegi vita? Ég vil hér með skora á bæjaryf- irvöld að bæta ráð sitt og viður- kenna að þarna þurfi úrbóta við því allir bæjarbúar hljóta að eiga heimtingu á almennilegri aðkeyrslu heim til sín.“ Fyrirmyndarþjónusta á bensínstöð Kona hringdi og vildi koma eftirfarandi á framfæri: „Ég kom á bensínstöð við Glerár- brúna og keypti mottur í bílinn minn. Það var ungur elskulegur rnaður sem afgreiddi mig og gerði það ekki endasleppt því hann setti þær líka í bílinn fyrir mig. Hann spurði mig hvort hann ætti ekki að fara með motturnar út og ég þáði það og hélt að hann mýndi bara leggja þær við bílinn en þegar ég kem út þá er hann að enda við að setja þær í. Ég vil þakka alveg kærlega fyrir þetta. Mér finnst þetta alveg til fyrir- myndar og vil koma þakklæti til Vitlaus Kiwanisklukka verri en engin Vegfarandi hringdi og vildi kvarta um klukkuna á Ráðhús- torgi, Kiwaniskiukkuna svoköll- uðu. Klukkan hefur verið biluð í nær allt sumar og sýnir ekki ann- að en heila tímann. Þannig sýnir hún til dæmis tímann 7:00 allt þangað til klukkan slær átta. Áður en klukkan bilaði svo hressilega sagði vegfarandinn að hún hefði verið orðin nokkrum mínútum of sein og það kæmi sér mjög illa ekki síst þar sem klukk- an væri í næsta nágrenni við strætisvagnana og farþegar færu eftir henni. „Væri nú ekki liægt að fá gert við þessa klukku,“ sagði vegfarandinn. þeirra sem veita svona þjón- ustu.“ .... -■ - Lax og sUungsveiði í Þorvaldsdalsá Veiðileyfi seld hjá versl. Eyfjörð sími 25222 og í Kállsskinni sími 61630. (Síðan 23. júlí hafa veiðst um 20 laxar og um 120 bleikjur.) Veiðifélagiö Valdi. LETTIB 1l ÍDL 10 ára Afmælis- og deildarmót verður haldið á Breiðholtsvelli dagana 26. og 27. ágúst. Keppt verður í öllum hefðbundnum íþróttagreinum. Skráning fer fram í Hestasporti og lýkur fimmtudag- inn 24. ágúst kl. 19.00. Skráningargjald kr. 200 á hverja keppnisgrein og greiðist við skráningu. Stjórnin. Víeioimen Angóra undirfatnaóur í úrvali (Nýr grænn litur). PflRIS Leikfangaroarkaburinn . Hafnarstræti 96, Akureyri Sími: 27744. Vélhjólaáhugamenn! Loksins hin þekktu Ducati vélhjól á íslandi. ítölsk hönnun, ítölsk gæði. Dagana 21 .-25. ágúst verða hjólin til sýnis í glugga hjá Véladeild KEA Óseyri 2. Opið verður svo dagana 26.-27. ágúst milli kl. 13 og 18. Cocis 50 cc. Vandað hjól. Diskabremsur framan og aftan, rafstart, tvö framljós og vatnskæling. Dart 350 Morini. Frábært hjól á góðu verði. Komið og skoðið. Sjón er sögu ríkari. Ducati super bike street 851. Komið og fáið upplýsingar um þetta einstaka hjól. Vara- hlutir nú þegar á lager. Ií r ítal íslenska hf. Hvaleyrarbraut 3, Hafnarfirði, sími 652740. Útibú Akureyri Upplýsingar í síma 21920 á milli kl. 19 og 21 alla daga meðan á sýningu stendur! EYÞÓR JÓNSSON.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.