Dagur - 22.08.1989, Page 7

Dagur - 22.08.1989, Page 7
Wr&m2Z M,im-1 „Þórsarar áttu þetta skilið“ - sagði Ásgeir Elíasson, þjálfari Fram brunaði upp hægri kantinn, gaf fastan bolta fyrir markið sem rat- aði til Júlíusar Tryggvasonar. Hann skaut föstu skoti á markið en Birkir varði vel. Mínútu síðar bætti Þór við öðru marki, og er það með glæsilegri mörkum sem fjölmargir áhorfendur á Akur- eyrarvelli hafa séð. Dæmd var aukaspyrna á að giska 8 metrum inn á vallarhelmingi Framara. Júlíus Tryggvason tók spyrnuna og skaut þrumufleyg beint á markið sent Birkir réði ekkivið. Þcttá mark verður að skrifast á reikning Birkis því hann var mjög illa staðsettur. Á hitt ber að líta að skot Júlísar var ekkert venjulegt! „Ég var alveg ákveð- inn í að skjóta á markið. Vindur- inn hjálpar,“ sagði Júlíus eftir leikinn. Bojan Tanevski var ekki langt frá því að bæta við þriðja mark- íslandsmótið 1. deild Akureyrarvöllur/ Þór-Fram: 2-0: Árni I‘ór Árnason Þórsari átti oft í harðri baráttu við varnarmenn Fram. Hér hefur hann betur í glímu við tvo þeirra. Mynd: KL inu mínútu síðar. Hann komst einn inn fyrir en Birkir varði vel. Á 43. mínútu skallaði Ragnar Margeirsson boltann í markið eftir fyrirgjöf frá hægri en markið var dæmt af. Framarar komu grimmir til síðari hálfleiks og strax á 46. mínútu átti Guðmundur Steins- son mjög gott skot á markið en boltinn fór rétt framhjá. Og á 60. mínútu skall hurð nærri hælum við Þórsmarkið. Ómar Torfason tók aukaspyrnu og gaf stutt á Pét- ur Arnþórsson sem þrumaði bolt- anum rétt yfir. Þórsarar áttu einn- ig sín færi. Tvívegis komst besti maöúr vallarins, Árni Þór Árna- son, í gott færi og var nálægt því að skora. í seinna skiptið, komst hann einn inn fyrir en Jón Sveins- son stöðvaði hann nteð því að bregða fyrir hann fæti. Fyrir vikið fékk Jón að líta gult spjald. Þrátt fyrir nokkuð stífa pressu Framara á 15 mínútna kafla í síð- ari hálfleik tókst þeirn ekki að laga stöðuna. Þórsarar sluppu þó nteð skrekkinn á 80. mínútu þeg- ar Viðar Þorkelsson skaut í þverslá. Þrír leikmenn Framara fengu að sjá gula spjaldið í leiknum, Þorsteinn Þorsteinsson, Ómar Torfason og Jón Sveinsson. Boj- an Tanevski, Þórsari, fékk einnig að líta gula spjaldið. Bestu menn Þórs í leiknum voru Árni Þór Árnason, sem er sannarlega maður framtíðarinn-, ar, Júlíus Tryggvason, sem lék sem aftasti maður, Baldvin Guðmundsson, öruggur í mark- inu og Luca Kostic sem skilaði sínu hlutverki á miðjunni mjög vel. Framarar voru almennt held- ur daufir í leiknum og var ekki að sjá að þar færi lið í toppbaráttu. Þó ber að geta Ragnars Margeirs- sonar en hann barðist vel lengst af. óþh Bikarkeppni FRÍ/ 2. og 3. deild: Glæstur árangur norðlensku sveitanna UMSE, UMSS og HSÞ Árangur norðlenskra frjáls- íþróttamanna um liðna helgi er mjög glæsilegur. Á Akureyri og Húsavík fór fram keppni í 2. og 3. deild bikarkeppni FRÍ og náðu norðanliðin að færa sig upp um deildir. Lið HSÞ sigraði í 3. deild á Húsavík og tekur með sér lið HSH í 2. deild að ári. Þá sigraði UMSE 2. dcildina nokkuð óvænt og fer, ásamt UMSS í 1. deildina næsta sumar. Skagfirðingar og Eyfirðingar voru í nokkrum sérflokki í 2. deildinni á Akureyri. Eftir fyrri dag keppninnar hafði UMSE 80 stig en UMSS 74 stig í öðru sæti. Þriðju komu Ármenningar með 69 stig. UMSE og UMSS bættu síðan við forskotið á seinni deg- inum og urðu Eyfirðingarnir efst- ir með 150 stig en UMSS hafði 142 í öðru sæti. UMSE hefur ekki Jceppt í 1. deild um nokk- urra ára skeið og ekki er árang- ur Skagfirðinga lakari því UMSS kom úr 3. deild í fyrra og stoppar því stutt í 2. deild. Sigrar Sigurðar Matthíassonar í kastgreinum karla skilaði UMSE 16% af stigum sambands- ins. Hann setti vallarmet í spjót- kasti með 74,28 m kasti og setti auk þess Eyjafjárðarmet í sleggjukasti. Af árangri einstakl- inga má benda á óvæntan sigur Gísla Sigurðssonar UMSS í 110 m grindahlaupi og stökk Kristjáns Hreinssonar UMSE í hástökki þegar hann fór 1,96 m en þessa hæð hefur hann ekki stokkið síð- astliðin 5 ár. í 3. deildarkeppninni á laugar- daginn hlaut HSÞ 128 stig í fyrsta sæti en næstir komu HSH með 108 stig og UMFK með 105 stig. Karlasveit HSH var hlutskörpust í karlaflokki en í kvennaflokki sigraði sveit HSÞ með 64 stig, eða 14 stigum rneira en næsta sveit. Æfingar norðlenskra kepp- enda virðast hafa skilað sér vel en vert er að geta þess að HSÞ, UMSE og UMSS sendu öll sveit- ir í æfingabúðir í Þýskalandi í vor. JÓH færast öll upp um deild Sigurreifír keppendur UMSE að afloknu móti á sunnudag þegar sambandið tryggði sér sæti í 1. deild bikarkeppni FRÍ. Á inn- felldu myndinnu sést Sigurður Matthíasson í spjótkasti. Myndir: KL „Ég hef ekkert annað um leik- inn að segja en að þeir áttu Staðan 1. deild FH 14 7-4-2 20:11 26 Fram 15 8-2-5 19:13 26 KA 14 6-6-2 19:12 24 KR 14 6-5-3 21:17 23 Valur 14 6-3-5 15:11 21 ÍA 14 6-2-6 14:16 20 Víkingur 14 4-5-5 21:19 17 Þór 15 3-6-6 16:23 15 ÍBK 14 2-5-7 15:23 11 Fylkir 14 3-1-10 12:27 10 2. deild Víðir 14 10-2-2 20:11 32 Stjarnan 13 10-1-2 30:12 31 ÍBV 13 8-0-5 31:25 24 Selfoss 14 7-0-7 18:24 21 Bréiðabiik 14 5-4-5 28:24 19 Lciftur 14 4-5-5 13:15 17 ÍR 14 4-4-6 16:19 16 Tindastól 14 3-2-9 26:25 11 Völsungur 14 3-2-9 18:30 11 Einherji 12 3-2-7 16:31 11 3. deild KS 14 13-1-0 55: 2 40 Þróttur N. 14 10-2-2 43:15 32 Dalvík 14 7-3-4 35:16 24 Reynir Á. 14 7-2-5 34:23 23 Huginn 14 6-2-6 26:29 20 Magni 13 4-3-6 22:27 15 Kormákur 15 3-3-9 28:59 12 Valur Rf. 14 2-2-10 9:43 8 Austri 14 1-2-1110:48 5 þetta skilið,“ sagði vonsvikinn þjálfari Framara, Ásgeir Elíasson, eftir 0:2 tap hans manna gegn frískum Þórsurum í fyrsta leik 15. umferðar í 1. deild á Akureyrarvelli sl. sunnudag. Það var greinilegt strax í byrj- un leiksins að Þórsarar ætluðu að selja sig dýrt enda rnjög mikil- vægt að ná stigum í erfiðri botn- baráttu. Að sama skapi virkuðu Framarar ótrúlega daufir og var engu líkara en þeir hefðu unnið þennan leik fyrirfram. Lítil bar- átta var í liðinu og virtist sem þeir söknuðu mjög Péturs Ormslev, sem var í leikbanni. Framan af leiknum gerðist fátt markvert, liðin þreifuðu fyrir sér og reyndu að finna smugu í gegn- unt varnirnar. Guðmundur Steinsson, átti fyrsta færi leiksins á sjöundu mínútu en gott skot hans fór rétt framhjá. Á 23. mínútu dró til tíðinda við mark Fram. Friðgeir Hall- grímsson, góður dómari leiksins, dæmdi aukaspyrnu vinstra megin rétt fyrir utan vítateiginn. Júgó- slavinn, Luca Kostic, sem að þessu sinni spilaði á miðjunni, skaut gullfallegu „bananaskoti“ yfir varnarvegg Framara og hafn- aði knötturinn efst í fjærhornið, óverjandi fyrir Birki Kristins- son, markvörð. Markið hleypti lífi í leikinn og voru Þórsarar heldur aðgangs- harðari. Á 35. mínútu áttu þeir snarpa sókn. Valdimar Pálsson

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.