Dagur - 26.08.1989, Side 2
2 - DAGUR - Laugardagur 26. ágúst 1989
Þjóðarmein íslendinga
í nvju ljósi
Hallfreður
Örgumleiðason:
Góðan daginn, ágætu lesend-
ur. Ég hef stundum látið út úr
mér þau fleygu orð að helsta
þjóðarmein Islendinga væri
hið ótrúlega og óraunhæfa
fylgi Sjálfstæðisflokksins.
Vissulega er það böl en margir
hafa þó frekar viljað benda á
reykingar, alkóhólisma eða
jafnvel bakveiki. Núna, þegar
aldurinn er að færast yfir mig,
er ég ekki frá því að þetta með
bakveikina sé ekki svo galið.
Ég hef nefnilega kynnst henni
af eigin raun og svei mér þá ef
hún leggst ekki verr í mig en
fylgi íhaldsins, jafnvel þótt það
hafi farið yfir fjörutíu prósent.
Síðustu ár hef ég þjáðst annað
slagið af ýmsum bakkvillum.
Stundum hefur þetta verið
kallað tak, þursabit, vöðva-
bólga í öxlum, eymsli í hálsi,
of mikið álag eða eitthvað í
þeim dúr og gjarnan hefur ver-
ið talað um rangar stellingar og
streitu sem orsakavald. Hing-
að til hcf ég ekki gert mikið
veður út af þessu en þó hef ég
skroppið til læknis einu sinni á
ári, en oftar en ekki hrekk ég í
baklás yfir sumartímann, og
blessaðir læknarnir hafa dælt í
mig pillum af hjartans lyst.
Skemmst er frá því að segja
að pillurnar hafa reynst vita
gagnslausar, nema litlu, hvítu
valíumtöflurnar sem læknir
einn í Reykjavík vildi endilega
láta mig snæða. Auðvitað
hlýddi ég ráðum hans og sveif
um í sæluvímu í nokkra daga
og gleymdi því að ég hefði
nokkurn tíma fundið til í bak-
inu. En þetta er vanabindandi
og stórhættulegur andskoti og
ég ákvað að taka fram fyrir
hendurnar á lækninum og
hætta þessu pilluáti áður en ég
yrði heimilislaus dópisti í
Reykjavík.
Fyrir nokkrum mánuðum
blossaði ótætis bakveikin upp
og verkirnir voru slíkir að mér
þótti nóg um. Stingir í hryggn-
um sem leiddu upp í háls,
þrúgandi höfuðverkur,
helaumar axlir og stirt skap.
Ég reyndi að hrista þetta úr
mér en þoldi síðan ekki lengur
við og skundaði til læknis. Sem
betur fer hitti ég einn með
fullu viti og hann nefndi töfra-
orðið sem ég mun seint
gleyma: Sjúkraþjálfari. „Ég
ætla að vísa þér til sjúkraþjálf-
ara,“ sagði hann alvörugefinn
og í sömu andrá brutust geislar
sólarinnar fram úr skýjaþykkn-
inu. Sumarið var komið á
Akureyri og í sinni mínu.
Ég vissi að nú væri kvöl mín á
enda eftir langa bið. Ég vissi
að sjúkraþjálfarar væru ein-
hverskonar töframenn sem
læknuðu fólk með því að
leggja hendur yfir það og
strjúka því létt um bakið. Þess-
ir galdrar áttu að lækna hvers
kyns líkamlega kvilla, ef ekki
andlega líka, og þetta hljóm-
aði sannarlega vel. Ég fór því
fullur tilhlökkunar í fyrsta
tímann.
Það vantaði ekki að það væri
vel tekið á móti mér. Ég var
látinn í fullkomna slökun,
umvafinn hitateppum og værð-
arvoðum. Einn í rökkrinu
gleymdi ég amstri hversdagsins
og sveif inn í draumalandið en
allt of snemma var ró minni
raskað með lágværu urri. Þeg-
ar ég opnaði augun sá ég risa-
stóran og loðinn karlmann
gína yfir mér. Það skipti eng-
um togum að að hann skellti
mér á magann og urraði eitt-
hvað sem átti að þýða „góðan
daginn“ og síðan hóf hann að
kreista á mér bakið og berja
það eins og harðfisk. Frum-
stæð sjálfsvarnarhvöt vaknaði
hjá mér og ég ætlaði að rísa
upp og sýna tröllinu hvar
Davíð keypti ölið. Mann-
apinn, sem mér skildist síðar
að væri sjúkraþjálfari, hló stór-
karlalega og hlekkjaði mig
fastan við bekkinn. Upphófust
síðan þær ægilegustu pyntingar
sem ég hef upplifað og hef þó
oft farið til tannlæknis. Það var
ekki nóg með að hann notaði
gríðarlegt vöðvaaflið því auk
þess beitíi hann rafknúnum
tólum og örbylgjum. Því hærra
sem ég öskraði þeim mun ákaf-
ar níddist hann á blessuðum
hryggnum. Rétt áður en ég féll
í öngvit heyrði ég nautið rymja
að þetta væri fljótvirkasta og
besta aðferðin til að iosa mig
við vöðvabólguna.
Ég vaknaði við það að bros-
mildar stúlkur ýttu við mér og
sögðu að þetta væri búið í dag
og nú gæti ég snúið aftur til
vinnu. „Sama tíma á morgun,"
gögguðu þær vingjarnlega þeg-
ar ég skreið út úr dyrunum.
Fyrir þessa meðferð var ég
varla vinnufær vegna bak-
eymsla en eftir tímann varð ég
auðvitað gjörsamlega óvinnu-
fær og lagðist í rúmið. Þar er
ég enn. A hverjum degi
hringja aðstoðarstúlkur loð-
fílsins og grátbiðja mig um að
koma því ég hafi svo gott af
því. Ég þori ekki þangað. Það
liggur við að ég hringi frekar í
valíumlækninn í Reykjavík.
Æ, það er einhver að koma.
Hjálpi mér hamingjan! Þetta
er heil hersveit frá Kvöl og
heilsu hf. Nei, nei, ekki aftur!
Ég...
Það þýðir ekkert að setja tærnar upp í loft þegar maður er að drcpast í bakinu. Þetta veit Hallfreður og þess vegna
dreif hann sig í áhrifamikla meðferð hjá sjúkraþjálfara.
heilsupósturinn
Umsjón: Sigurður Gestsson og Einar Guðmann
Nætnrhrafnar
og morgunhanar
Truflar maki þinn þig með því að
velta sér og snúa hvað eftir annað
í rúminu af því að hann er ekki
tilbúinn til að fara að sofa og þú
getur þess vegna ekki sofnað?
Eða er hann ennþá steinsofandi
klukkan ellefu fyrir hádegi þegar
þú hefur verið á fótum í marga
klukkutíma?
Ef svo er þjáist þið af svo-
kölluðum ósamhæfðum dægur-
sveiflutakti - sem á mannamáli
kallast mismunandi svefn og
vökuþarfir. Ef þú hefur átt við
þetta vandamál að stríða þá ert
þú ekki einn um það. Af þeim
150 pörum sem Jeffry Larson og
félagar hans rannsökuðu voru 82
sem höfðu mismunandi dægur-
sveiflur. Af þeim voru 33% sem
áttu í einhverjum vandræðum
með hjónabandið en einungis 8%
af þeim sem voru í fullu samræmi
áttu í vandræðum.
í rannsókninni þurfti hvert par
að svara spurningum um svefn og
vökuvenjur og einnig því hvernig
ástatt væri fyrir hjónabandinu.
Það kom í ljós að þau pör sem
voru ósamhæfð í dægursveiflu-
takti deildu meira og stunduðu
minna kynlíf heldur en hin.
Einnig töluðu þau sjaldnar alvar-
lega saman og gerðu minna af því
að gera eitthvað saman sér til
gamans. Bæði eiginmennirnir og
eiginkonurnar kvörtuðu yfir því
að áhugamál og sjónvarpsgláp
kæmu í staðinn fyrir samveru
og félagsskap þeirra sem og
annarra.
Þó svo að Larson fullyrði að
mismunandi dægursveiflur stuðli
að vandamálum í hjónabandinu
þá bendir hann jafnframt á að
þær geti allt eins verið afleiðing
vandamálsins frekar eins og
orsök. Óhamingjusöm pör forð-
ast hugsanlega hvort annað upp
að vissu marki þegar vandamál
koma upp.
En hvernig fara svona pör sem
annars eru hamingjusamlega gift
að því að ná sáttum? Þau verða
að vinna að því þrátt fyrir - eða
vegna - ósamhæfninnar. Það
kom í ljós í rannsókninni að þessi
pör leystu sum vandamál sín bet-
ur heldur en hin. Aðferðirnar
voru einfaldlega hreinskilni,
sveigjanleiki og góð samskipti.
Til dæmis gæti annar aðilinn
reynt að aðlagast venjum hins.
Morgunhani sem er giftur næt-
urhrafni gæti valið sér vini sem
vilja taka þátt í einhverjum
áhugamálum sem makinn hefur
ekki áhuga á. Einnig er hægt að
nýta þennan mismun á margvís-
legan hátt. Eftir fæðingu barns til
dæmis gæti það verið næturhrafn-
inn sem vakir lengur og morgun-
haninn sem sér um barnið á
morgnana. Það sem hins vegar
skiptir mestu máli við að láta
svona hjónabönd bjargast er
sveigjanleikinn og að vera alltaf
tilbúinn að sættast á einhverja
málamiðlun.