Dagur - 26.08.1989, Page 5
ferðamál
Laugardagur 26. ágúst 1989 - DAGUR - 5
„ Síðari hluti júlí var
hrein geggjun á Akureyri“
- rætt við Þorleif Þór Jónsson, ferðamálafulltrúa Iðnþróunarfélags Eyjaflarðar
Þorleifur Þór Jónsson er ferðamálafulltrúi Iðnþró-
unarfélags Eyjafjarðar. Hann var áður starfsmað-
ur atvinnumálanefndar Akureyrarbæjar en með
nýja titlinum segir hann starfsheitið hafa þrengst
en starfssvæðið stækkað. í stað þess að sinna
atvinnumálum á Akureyri almennt, einbeitir hann
sér nú að ferðamálum í Eyjafirði.
„Það er verið að reyna að gera
ferðamálin að markaðsvöru og
þetta er eina svæðið á landinu
sem leggur það mikla áherslu á
ferðamál að hér er ráðinn maður
í fullt starf til að sinna þeim.
Annars staðar hafa verið ráðnir
menn í ferðamál tímabundið eða
í hlutastarf og þetta sýnir glöggt
þá skoðun Iðnþróunarfélags
Eyjafjarðar að ferðamál séu væn-
legur kostur fyrir þetta svæði,"
sagði Þorleifur og hér á eftir ætl-
um við að ræða nánar við hann
um fcrðaþjónustu í Eyjafirði og
raunar á íandinu öllu.
Ferðamenn eyða á annan
milljarð króna á
Norðausturlandi
- f þessu starfi felst væntanlega
viðurkenning á því að ferðaþjón-
usta er orðin alvöru atvinnu-
grein.
„Já. Ég hef t.d. gert lauslega
könnun á því hvað ferðaþjónust-
an skilar miklum peningum á
Norðurlandi eystra. Mjög gróft
sagt þá er þetta eitthvað á annan
milljarð króna sem ferðamenn
eyða á þessu svæði ár hvert ef
maður reiknar út frá gistinátta-
fjölda og meðaleyðslu. Hér er
um veruíegar fjárhæðir að ræða
og einnig veruleg vinna sem ligg-
ur að baki. Við teljum að mögu-
leikarnir séu miklir hér á ákveðn-
um sviðum, t.d. í sambandi við
ráðstefnuhald, en við verðum þá
að vinna í þessum málum.“
- Er þitt starf líka fólgið í
markaðssetningu ferðaþjónustu?
„Já, ég reyni að finna út hver
er okkar raunverulegi markhóp-
ur. Eftir hverju eru ferðamenn
að sækjast og hvernig getum við
sannfært þá um að koma hingað?
Lykilatriði í því er að hér sé nóg
fyrir fólk að gera.“
- Hvernig finnst þér þetta
ferðamannasumar hafa verið?
„Það fór mjög hægt af stað, en
menn eru sammála um að þetta
hafi verið óvenju sveiflukennt
sumar. Eftir hæga byrjun kom
mikill toppur. Síðari hluti júlí var
hrein geggjun á Akureyri en af
einhverjum ástæðum skilaði fólk-
ið sér lítið á aðra staði í firðinum.
Það var eins og straumurinn
stöðvaðist á Akureyri, t.d. urðu
menn lítið varir við þetta brjál-
æði í Ólafsfirði. Síðan. hefur
straumurinn dregist mjög skarpt
saman, ef til vill vegna þess hvað
þetta var orðið mikið.“
Islendingar elta sólina
- Heldurðu að sólin spili þarna
inn í? Nú var júlí gríðarlega sól-
ríkur á Akureyri en það hefur
varla rofað til það sem af er
ágúst.
„Ég held að það sé alveg
öruggt. Á Akureyri var ekki gert
neitt sérstakt átak til þess að laða
að innlenda ferðamenn en það
voru fyrst og fremst þeir sem
streymdu hingað í júlí. I mörgum
tilfellum var um að ræða fólk sem
tók sig upp á laugardagseftirmið-
degi í Reykjavík þegar það var
búið að fá nóg af rigningunni og
keyrði til Akureyrar í sólina.
Þetta var einstaklega góð tíð í þó
nokkra daga og gúrkutíðin í
fréttunum spilaði inn í því fréttir
af blíðunni fyrir norðan vorú
mjög áberandi og ástandið stund-
um spanað upp.
En þegar fólk í Reykjavík er
búið að gera sér grein fyrir því að
það er ekki nema 5-6 tíma að aka
hingað þá er ekkert stórmál að
renna til Akureyrar seinnipartinn
á föstudegi í kannski gerólíkt
veðurfar og fara aftur suður
seinnipartinn á sunnudag. Veðrið
hefur því mikið að segja í þessari
flöktandi Íslendingatraffík. Þeir
elta sólina og breyta áætlunum
gjarnan samkvæmt veðurfarinu.
Landfræðilega hefur Akureyri
komið vel út.“
- Það er væntanlega allt annað
uppi á teningnum hjá erlendum
ferðamönnum sem koma hingað
í skipulögðum pakkaferðum.
„Já, við getum gengið að þeim
vísum sem eru í pakkaferðum, á
ákveðnum stað og ákveðinni
stund án tillits til veðurs, nema
veður hamli færð að einhverju
leyti.“
Tvískinnungur í sambandi
við lengingu
ferðamannatímabilsins
- Gerðist það ekki einmitt fyrri
hluta sumars að allt fór úr skorð-
um vegna lokaðra fjallvega?
„Jú, og það er náttúrlega rosa-
legt þegar búið er að selja há-
lendistúra sem eru með brottfarir
frá því síðast í júní og það er ekki
hægt að klára nema helminginn
af þeim vegna þess að Sprengi-
sandur var ekki opnaður fyrr en í
lok júlí. Það er ekkert óalgengt
að fyrsta brottför sé tvísýn en nú
varð að rugla fjórum eða fimm
brottförum.
Þetta er vandamál sem við eig-
um við að etja í túrismanum á Is-
landi. Við tölum með annarri
tungunni um það að það sé brýn
þörf á því að lengja ferðamanna-
tímann, byrja fyrr á vorin og
hætta seinna á haustin. Síðan get-
um við að hluta til ekki lengt
tímabilið í átt til vorsins vegna
þess að veðurfar og umhverfi
býður ekki upp á það, en þó er
ástandið skárra núna eftir að veg-
ir bötnuðu og öxulþungatak-
markanir voru að mestu lagðar
niður. Þá gerist það á haustin að
skyndilega er öllu lokað í endað-
an ágúst. Söfnunum er lokað,
tjaldsvæðum og sjoppum og
ákveðin þjónusta er lögð niður l.
september.
Ég lield líka að það sé eins-
dæmi í heiminum livað ferða-'
þjónustan hér byggir mikið á
vinnu skólafólks. Mjög stór hluti
af starfsfólki sumarhótela kemur
úr röðum nemenda og kennarar
og háskólanemar eru stór hluti
leiðsögumanna og fararstjóra.
Þegar skólarnir byrja verður að
leggja ákveðna þjónustu niður.“
„Ég tel þetta hreinustu
geggjun“
Þorleifur segir ennfremur að
meginvandinn í íslenskri ferða-
þjónustu sé sá að við ráðum ekki
við þann fjölda sem kemur til
landsins. Aukningin hefur verið í
kringum 10% á hverju ári um
margra ára skeið.
„Þetta hefur vaxið það mikið
að ég tel þetta hreinustu geggjun.
Árið 1970 komu um 52 þúsund
ferðamenn til landsins. Árið 1980
voru þeir 66 þúsund en nú eru
þeir orðnir um 130 þúsund. Við
ráðum ekki við það að veita öll-
um þessum fjölda þá þjónustu
sem er nauðsynleg og æskileg.
Ekki meðan Ferðamálaráð fær
ekki meira fjármagn og ekki
meðan svo lítill skilningur ríkir á
undirbyggingunni. Við getum
líkt þessu við veg. Við höfum
hleypt umferðinni á veg sem ekki
er búið að undirbyggja og hann
verður holóttur undir eins.
Við getum tekið einhverja ótil-
greinda náttúruperlu sem vissu-
lega hefur aðdráttarafl fyrir
ferðamenn. Sá staður getur
kannski tekið á móti 100 ferða-
mönnum á dag án þess að
skaðast. Ef aðsókn að staðnum
er orðin 500 ferðamenn á dag þá
höfum við tvær leiðir. Annars
vegar getum við takmarkað fjöld-
ann með hreinum höftum, verð-
stýringu eða öðru móti. Hins veg-
ar er hægt að aðlaga staðinn að
þessum fjölda, en það felur í sér
ákveðna röskun og breytingar.
Staðurinn verður aldrei náttúru-
legur eftir það.
Náttúruverndaraðilar á íslandi
verða að taka ákvörðun um það
hvora leiðina eigi að fara. Þessi
ákvöiðun hefur aldrei verið tekin
í fullri alvöru. Menn hafa veigrað
sér við að takmarka aðgang og
frekar reynt að redda málunum
með því að hleypa smám saman
fleiri og fleiri ferðamönnum á
viðkomandi svæði.“
„íslenskar náttúruperlur
stórskemmdar“
- Eru íslenskar náttúruperlur
farnar að láta á sjá?
„Það er engin spurning og það
liggur við að hægt sé að segja að
allar íslenskar náttúruperlur séu
meira eða minna stórskemmdar
af ágangi ferðamanna því þær
hafa ekki verið búnar undir
þennan fjölda. Hver er ástæðan?
Ég myndi segja að 75% hennar
væri peningaleysi og 25% vilja-
leysi. Ef viljinn væri meiri þá
fengjust peningar.“
í þessu sambandi barst talið að
Ferðamálaráði og uppbyggingu
þess. Samkvæmt lögum hefði
ráðið átt að fá 100 milljónir
króna en það fékk 28 milljónir.
Ferðamálasamtök landshlut-
anna, sex talsins, fengu 1 milljón
til skiptanna. Vegna þessa hefur
kostnaður við ferðaþjónustu í æ
ríkari mæli lent á sveitarfélögun-
um sem mörg hver hafa lítið bol-
magn til að sinna þessu hlutverki,
sem Ferðamálaráð ætti með réttu
að sinna að mestu leyti, að sögn
Þorleifs.
Hann nefndi sem dæmi að
Akureyrarbær greiddi um 1,5
milljón kr. til upplýsingamið-
stöðvar þótt eðlilegt væri að
Ferðamálaráð greiddi 75% af
rekstri siíkrar stöðvar og lands-
hlutasamtök 25%. Ferðamála-
samtökin á landsbyggðinni eiga
25% í Upplýsingamiðstöð ferða-
mála sem enn er aðeins til staðar
í Reykjavík og þykir mönnum
það súrt í broti.
„Ferðamálaráð fær ekki sína
fjárveitingu og það hefur verið
látið drabbast niöur í nærri ekki
neitt. Skrifstofa Ferðamálaráðs,
sem cr ferðamálastjóri og þrjár
aðstoðarmanneskjur, getur ekki
gegnt sínu hlutverki sem stefnu-
markandi aðili í ferðamálum á
Islandi. Síðan er 30 manna ferða-
málaráð sem kemur saman tvisv-
ar til þrisvar á ári og semur álykt-
anir og þá er fimm manna fram-
kvæmdanefnd, skipuð nokkrum
hagsmunaðilum á hötuðborgar-
svæðinu."
„Hafnarstræti eins og
draugabær
eftir klukkan sex“
Þorleifur er hvassyrtur þegar
hann ræðir um yfirstjárn ferða-
mála. Hann segir að stefnumörk-
un sé ekki fyrir hendi í ferðamál-
um á íslandi og skilningur stjórn-
valda lítill. „Ferðamálaráö er
gelt, ferðamálasamtökin gagns-
laus vegna fjárskorts og því lend-
ir kostnaðurinn á sveitarfélögum
sem eru litlu betur sett."
Aö lokum ræddum við nánar
um ferðaþjónustu á Akureyri og
kom Þorleifur inn á opnunartíma
verslana. „Hafnarstræti er eins
og draugabær eftir klukkan sex á
föstudögum. Það virðist enginn
þora að hafa opið lengur að ótta
við að baka sér óvinsældir hjá
hinum."
- Er eitthvað nýtt á döfinni í
ferðaþjónustu á Akureyri eða
einbeita menn sér að því sem fyr-
ir er?
„Það þýðir náttúrlega ekkert
að fara að byggja svo stórt að
hægt sé að sinna stærstu toppun-
um á sumrin því aðsóknin dettur
niður yfir veturinn. Við höfum
þó gott tækifæri til að efla þjón-
ustuna yfir vetrarmánuðina.
Íþróttahátíð ÍSÍ verður haldin
hér í vetur og má búast við mikl-
um fjölda ferðamanna í tengslum
við hana. Uppbyggingin í Hlíðar-
fjalli hefur verið með ágætum og
það eina sem ekki er nógu gott er
skálinn, en það er stórt dæmi.
Hér vantar meira fyrir fólk að
gera og þar geta einstaklingar
haft mikil áhrif. Ég nefni þotu-
skíðin á Pollinum sem dæmi. Að
mínu mati á stefnan ekki að vera
sú að einblína á fleiri ferðamenn
heldur eigum við að fá ferða-
mennina til að stoppa lengur.
Akureyri kemur til með að verða
áfram miðdepill ferðamála á
svæðinu en einnig þarf að virkja
nágrannasveitirnar og fá ferða-
menn til að skreppa t.d. til Ólafs-
fjarðar eða Hríseyjar þegar þeir
koma hingað,“ sagði Þorleifur
Þór að lokum. SS