Dagur - 01.09.1989, Side 7

Dagur - 01.09.1989, Side 7
Sjálfsagt er ef til kemur að veita nauð- synlega aðlögun að slíkum ákvæðum en ég tel að hér sé mál á ferðinni sem menn komast ekki hjá að ræða í fullri alvöru. Þá er þeirri hugmynd hreyft að á svæð- um þar sem veruleg gróðureyðing á sér stað, verði bændum gefinn kostur á launuðum störfum við uppgræðslu lands gegn afsali eða leigu fullvirðisréttar um tiltekinn fjölda ára. Hér er í raun um að ræða svipaða hug- mynd og nú er stefnt að á Fljótsdalshéraði þar sem ætlunin er að bændur fái stuðning til þess að hefja nytjaskógrækt á jörðum sínum. Aðgerðir til að auðvelda aðlögun Til þess að auðvelda aðlögun einstaklinga að þeim framleiðslusamdrætti sem óhjá- kvæmilega er framundan í sauðfjárfram- leiðslunni hefur m.a. eftirfarandi hug- myndum verið hreyft: Heimilt verði að flýta töku ellilauna og tekjutryggingar til 65 ára aldurs ef við- komandi hættir búrekstri. Lífeyrissjóður bænda fái stuðning til þess að flýta lífeyrisgreiðslum til þeirra sjóðfélaga sem notfæra sér slíka heimild. Leitað verði leiða til þess að afskrifa (frysta) lán vegna bygginga sem teknar yrðu varanlega eða tímabundið úr notkun. Fasteignaskattar og eignarskattar verði felldir niður eða endurgreiddir af útihús- um sem falla úr notkun að hluta eða öllu leyti vegna stjórnunaraðgerða. Jarðasjóður fái stóraukið fé til þess að kaupa jarðir sem verða illseljanlegar á almennum markaði vegna stjórnunar- aðgerða og milda á þann hátt óhjákvæmi- legan samdrátt. Ég tel að aðgerðir af þessu tagi geti mjög auðveldað eldri bændum sem kjósa að draga sig út úr búskapnum þá ákvörð- un, ekki síst það að fasteignaskattar yrðu felldir niður af útihúsum og mönnum auð- veldað að ganga frá fjárskuldbindingum sem á búinu hvíla. Ný atvinnuskipun í sveitum Þá kem ég að því sem ég tel vera eitt af undirstöðuatriðum þess að bændur geti gert búvörusamning á þeim nót- um sem hér er rætt, en það er að Framleiðnisjóður fái áfram til loka væntanlegs samningstíma fjárnragn sem nemur sama hlutfalii af heildar- verðmæti búvöruframleiðslunnar og hann hefur nú. Stéttarsambandið hefur frá upp- hafi bent á að sá aðlögunartími sem búvörulögin gera ráð fyrir sé allt of skammur til þess að hægt sé að ná umtalsverðum árangri í uppbyggingu nýrrar atvinnustarfsemi í sveitum. Byggðamálin eru ein mest brenn- andi mál líðandi stundar og mál sem þjóðfélagið allt verður að taka afstöðu til. Byggðamál eru ekkert sérmál landbúnaðarins. Hvernig vill þjóðin haga búsetu í land- inu? Er svo komið að einhver byggðarlög eiga sér ekki lífs von? Verður það þraut- arlendingin að einhverjar sveitir tæmast af fólki og einhver þéttbýli leggjast í eyði? Þetta eru spurningar sem þjóðin og leiðtogar hennar þurfa að horfast í augu við og svara. Það er hlálegt að þessara spurninga skuli spurt eftir að öll þau stóru skref hafa verið stigin í að bæta aðstöðu fólks vítt og breitt um landið sem stigin hafa verið að undanförnu. Vegakerfið tekur árlega stórstígum framförum, sem og flugsam- göngur, fræðsluþjónusta er að komast í æ betra horf, sama gildir um heilbrigðis- þjónustu. Fjarskiptatækni tekur sífelldum framförum. Símfax er varla tveggja ára gamalt og tölvur eru tengdar landshluta á milli. Það skiptir sífellt minna málijivar fólk býr hvað varðar að njóta nútíma þjónustu og þægindi. Er ekki þjóðfélagið búið að fjárfesta full mikið í því að auð- velda fólki lífið á landsbyggðinni til þess að leggja nú árar í bát og hvað um þau staðbundnu verðmæti sem þar rnundu eyðileggjast. Lækkun búvöruverðs Þá vil ég nefna aðgerðir til þess að lækka búvöruverð. í því sambandi álít ég að Stéttarsambandið eigi að leita eftir sam- starfi við aðila vinnumarkaðarins, ASÍ og BSRB, svo og ríkisvaldið um könnun á V '' ‘ því á hvern hátt má Iækka verð búvara með langtímamarkmið í huga og á þann hátt aðlaga landbúnaðinn breyttum við- horfum í markaðsmálum innanlands og erlendis. í öðru lagi að úttekt fari fram á núver- andi kerfi niðurgreiðslna og útflutnings- bóta, m.a. ineð tilliti til þess hvort hag- kvæmt sé að greiða niður vöruverð á frumstigi framleiðslu, eða taka upp bein- ar greiðslur til bænda, og í þriðja lagi að flýtt verði nauðsynlegum aðgerðum til þess að hagræða skipulagi sláturhúsa og mjólkurbúa. Byggðastofnun verði sérstaklega falið að aðstoða við atvinnuuppbyggingu á stöðum þar sem vinnslustöðvar verða lagðar niður. Ég álít að eitt brýnasta hagsmunamál landbúnaðarins núna sé að finna leiðir til að lækka framleiðslukostnað búvara án þess að það bitni á kjörum bænda. Þegar tekið er mið af þeirri umræðu sem átt hef- ur sér stað að undaníörnu um málefni landbúnaðarins, hátt verð landbúnaðar- afurða og þeim áróðri sem hafður hefur verið uppi fyrir frjálsum innflutningi land- búnaðarafurða, þá er ljóst að bregðast verður við þessari umræðu af fyllstu alvöru. Það á bæði við bændur sjálfa og aðra aðila sem hafa áhrif á verðmyndun landbúnaðarafurða. Hvað bændur snertir er Ijóst að þegar til lengri tíma er litið, er þeirra eina og raunhæfasta vopn í baráttu fyrir eigin til- veru að gera strangar gæðakröfur til sjálf síns á öllum sviðum framleiðsluferilsins. Með því er í fyrsta lagi átt við að gera verður fyllstu gæðakröfur til sjálfrar fram- leiðslunnar, hverju nafni sem hún nefnist. Hér er bæði átt við heilbrigðiskröfur og kröfur er gerðar eru af hálfu markaðar- ins. Það verður að segjast að hér standa bændur vel að vígi og verulegt átak hefur verið gert til þess að svara kröfum mark- aðarins. I öðru lagi verður að tryggja hagkvæm- an rekstur, sem kemur neytendum til góða í lægra vöruverði og framleiðendum til góða í aukinni eftirspurn. Á þessu sviði er mikið óunnið og Ijóst að á komandi árum verður kallað á gjörbreyttar áhersl- ur í leiðbeiningaþjónustunni. Þar kemur tvennt til, bæði aukin áhersla á leiðbein- ingar er lúta að búrekstrarstjórnun, hag- kvæmari notkun aðfanga og aukinni arð- semi rekstrarins, svo og að leiðbeininga- þjónustan verður að leggja aukna áherslu á að ná til þeirra sem hafa lítið leitað til ráðunauta, verið óvirkir. Breyttar og auknar kröfur ti! leiðbeiningaþjónustunn- ar geta kallað á breytingar i fjármögnun hennar. í þriðja lagi verða bændur að leggja aukna áherslu á bætta umgengni við landiö, bæði þau svæði sem kallast geta almenningar og eru nýtt til beitar fyrir sauðfé, en einnig og ekki síður á sitt nán- asta umhverfi. Vel gróin lönd og snyrti- mennska heima fyrir gefa það til kynna að öðrum hliðum búrekstrarins sé sinnt af álíka alúð. Þessi atriði, vönduð og heilnæm fram- leiðsla, hagkvæmur og arðbær rekstur ásamt snyrtimennsku í nánasta umhverfi sem og annars staðar eru þau vopn sem bændur geta gripið til þegar Iitið er til langs tíma til að tryggja tilvist sína sem stéttar sem eftirsóknarvert er að starfa við og borin er virðing fyrir. Þegar rætt er um að verð á landbúnaðarafurðum sé hátt hérlendis er Ijóst að þar hafa bændur ekki áhrif á nenta að hluta. Vinnslustöðvar, heildsölukerfi, smásalinn og hið opinbera hafa hér einnig mikil og afgerandi áhrif. Það er Ijóst að þegar bændastéttin á í vök að verjast vegna gagnrýni á hátt vöru- verð, verður að gera þær kröfur til allra fyrrgreindra aðila að fyllstu hagkvæmni sé gætt á hverju stigi fyrir sig. Útilokað er að bændur geti sætt sig við að haldið sé úti of viðamiklu og dýru úrvinnslukerfi til þess eins að skapa atvinnu. Byggðastefna eða atvinnubótavinna verður ekki fjármögn- uð gegnum matvælaverð. Krafa bænda hlýtur að vera sú að það kerfi sem byggt hefur verið upp í kringum vinnslu og sölu landbúnaðarafurða hérlendis sé bæði skil- virkt og ódýrt. Staðan er sérstaklega alvarleg hvað varðar sauðfjárframleiðsl- una og þar er um framtíð heillar stéttar og hundruða eða þúsunda fjölskyldna að ræða. Því verður að gera mjög miklar og afgerandi kröfur um að allir þeir sem nálgæt vinnslu og sölu kindakjöts koma, leggi sig fram um að ná hámarksárangri með hagkvæmum hætti. Mikið verk framundan Góðir fundarmenn. Ég hef hér rakið þau atriði úr umræðu- punktum Stéttarsambandsins um nýjan búvörusamning sem ég tel mikilvægust. Fjölmörg önnur atriði eru sett fram til umhugsunar sem ekki er rúm til að rekja hér en fundarmenn munu fá til athugunar síðar á fundinum. Viðbrögð stjórnvalda við þessum hug- myndum liggja ekki fyrir og ljóst er að mikið verk er framundan áður en búvöru- samningur á þessum nótum veröur að veruleika. Nauðsynlegt er að aðalfundurinn taki afstöðu ti! þess hvort liann vill að áfram verði unnið á þessum grundvelli. Samskipti við fjölmiðla 1 upphafi máls míns nefndi ég hversu mikilvægur landbúnaðurinn er lífsafkomu hverrar þjóðar og hagsmunum hvers ein- staklings í gegnum kaup hans á matvæl- um. Ég gat þess að þetta væri ein megin orsök þess hversu umræða um málefni landbúnaðarins er mikil og hve margir hafa skoðun á málefnum hans. Ég tel að þetta sé kostur fyrir landbúnaðinn og að það væri mjög miður ef tómlæti ríkti um málefni hans. Það væri hreint öfugmæli að segja að tómlæti ríki um málefni íslensks landbúnaðar, svo lífleg hcfur umræðan verið undanfarin misseri. Það er eðlilegt að umræðan skerpist þegar þrengist um í þjóðfélaginu og það fækkar krónunum sem eftir verða þegar búið er að kaupa nauðþurftir heimilisins. En það vekur undrun hve oft er lítið vandað til frétta um málefni landbúnaðar- ins. Oftast er sem betijr fer um að kenna skorti á upplýsingum cn stundum er engu líkara cn að ekki þyki skipta máli hvort rétt eða rangt er með farið. Við sem störfum fyrir Stéttarsamband bænda eigum mikið og oftast mjög gott samstarf við fjölmiðlafólk og vil ég nota þetta tækifæri til þess að þakka það. Mér er Ijóst að starf fjölmiðlafólks er oft erfitt og unnið í sífelldu kapphlaupi við tímann. Stéttarsambandið hefur því ákveðið í samvinnu við Upplýsingaþjón- ustu landbúnaðarins að bjóða þeim blaða- og fréttamönnum fjölmiðlanna sem fjalla um landbúnaðarmál og öðru fjölmiðlafólki, sem þess óskar til kynning- ar um málefni landbúnaðarins nú á næst- unni. Það er von okkar að þetta geti orðið til þess að efla málefnalega untræðu um landbúnaðinn og styrkt þau tengsl sem við höfum við fjölmiðlafólk." Haukur vék þessu næst að félagskerfi landbúnaðarins. Hann sagði engan vafa lcika á því að sem hagsmunasamtök bænda væri Stéttarsambandið mun öflug- ara en áður. I raun væri um tvær leiðir að velja í kjarabaráttu bænda. Annars vegar það að reka harða kröfupólitík líkt og vcrkalýðshreyfingin og hins vegar að ganga til samstarfs við ríkisvaldið um hagsmunamál stéttarinnar og úrlausn bráðra vandamála. Þá aðfcrð taldi hann ;nun vænlegri til árangurs. Að lokum „Góðir fundarmenn. Þessa nýbyrjaða fundar okkar bíða mörg og vandasöm verkefni. Við þurfum m.a. að taka afstöðu til hugmynda um þróun landbúnaðarstefn- unnar næsta áratuginn, við þurfum að móta afstöðu til nýrra hugmynda í umhverfismálum og við þurfum að móta stefnu í okkar eigin kjarabaráttu. Ég hygg að margir bíði með eftirvænt- ingu eftir að frétta hvaða afstöðu fundur- inn tekur til mála. Því er mikilvægt að við vöndum öll vinnubrögð okkar, og skyggn- umst vítt yfir þegar um þessi mál er fjallað. Ég vil notá þetta tækifæri til að þakka þeim stofnunum og samtökum sent um landbúnaðarmál fjalla ágætt samstarf. Sérstaklega þakka ég landbúnaðarráðu- neytinu, Framjeiðsluráði landbúnaðarins og Búnaðarfélagi íslands margháttuð samskipti og ágæta samvinnu. Að lokum þakka ég félögum mínum í stjórn Stéttarsambandsins og Stéttar- sambandsfulltrúum öllum ágætt samstarf. Einnig þakka ég framkvæmdastjóra og öðru starfsfólki Stéttarsambandsins ágæt störf og mjög ánægjulega samvinnu á liðnu starfsári. Fundinum óska ég heilia í störfum hans.“ Föstudagur 1. september 1989 - DAGUR - 7 Viðskiptavinir ath! Frá og með 1. september verð ur lokað kl. 20.00. + Munið sjálfsalana ★ Bensínstöðvar Veganesti v/Hörgárbraut sími 22800. Esso nesti v/Leiruveg sími 21440. Esso nesti v/Tryggvabraut sími 21715. Frá Strætisvögnum Akureyrar Mánudaginn 4. september hefst vetrar- áætlun S.V.A. Ekið verður samkvæmt leiðabók sem liggur frammi í vögnum S.V.A. og biðskýli við Ráðhús- torg. Nánari uppl. í símum 24020 og 24929. Forstöðumaður. Fyrir skólann! Inni íþróttaskór með hrágúmmísóla frá tnfífB mfíre tryggir eridingu, gæði og ánægjuna. Skóverslun M.H. Lyngdal Hafnarstræti 103, sími 23399. Sunnuhlíð, sími 26399.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.