Dagur - 20.09.1989, Side 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 20. september 1989
fréttir
Aðalfundur Samtaka fiskvinnslustöðva:
Kosið í stjóm samkvæmt
nýjum lögum samtakanna
Aðalfundur Samtaka fisk-
vinnslustöðva 1989 verður
haldinn í Vcstmannaeyjum 22.
september næstkomandi. Á
síðasta aðalfundi, sem haldinn
var í Stykkishólmi í sama mán-
uði í fyrra, voru samþykkt ný
lög fyrir samtökin.
Samkvæmt þeim eru stjórnar-
menn ekki lengur tilnefndir af
félagsmönnum SF í landshlutun-
um og af sölusamtökunum eins
og var samkvæmt eldri lögum
samtakanna. Samkvæmt nýju
lögunum er stjórnin kosin til
tveggja ára, þannig að fjórir
stjórnarmenn ganga úr stjórn
annað árið og fimm það næsta.
Það sama á við um varamenn.
Um þetta mál er fjallað í nýjasta
fréttabréfi SF.
Á aðalfundinum í Stykkis-
hólmi átti að kjósa í fyrsta sinn
samkvæmt nýju lögunum en fyrri
stjórn var endurkjörin án þess að
til atkvæðagreiðslu kæmi. Sam-
kvæmt bráðabirgðaákvæði nýju
DAGl'R
Akureyri
@96-34222
Norðlenskt dagblað
laganna var dregið um hverjir
skyldu sitja í eitt ár og hverjir í
tvö. Þessir stjórnarmenn og vara-
menn í stjórn SF munu sitja
áfram:
Stjórnarmenn, Arnar Sigur-
mundsson, Brynjólfur Bjarnason,
Konráð Jakobsson og Kristján
Guðmundsson. Varamenn, Ein-
ar Páll Bjarnason, Einar Oddur
Kristjánsson, Gunnar Tómasson
og Jón Friðjónsson.
Þeir stjórnarmenn og vara-
menn sem ganga úr stjórn áfund-
inum eru: Stjórnarmenn, Ágúst
Einarsson, Árni Guðmundsson,
Soffanías Cecilsson, Þorbergur
Heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðherra Guðmundur Bjarna-
son hefur skipað nefnd sem
hefur það hlutverk að endur-
skoða lög um vátryggingastarf-
semi. Lög nr. 50/1978 um vá-
tryggingastarfsemi hafa verið í
gildi í meira en áratug.
Miklar breytingar hafa átt sér
stað í þjóðfélaginu á þessum
tíma, bæði í vátryggingastarfsemi
og á öðrum sviðum, og þróunin
ör hin síðari ár. Því er nauðsyn-
legt að endurskoða ýmis ákvæði
nefndra laga og einnig að fjalla
um ný svið sem ekki eða að litlu
leyti er fjallað um í núgildandi
lögum. Einnig þarf að taka mið
Þórarinsson og Þorsteinn'Árna-
son. Varamenn, Eðvarð Júlíus-
son, Kristinn Pétursson, Sturlaug-
ur Sturlaugsson, Teitur Stefáns-
son og Þorsteinn Ásgeirsson.
Stjónarkjör fer fram í tvennu
lagi, fyrst eru kosnir fimm stjórn-
armenn og að lokinni talningu
eru kosnir jafn margir varamenn
í stjórn samtakanna. Heimilt er
að endurkjósa þá sem eiga að
ganga úr stjórn en allir félags-
menn eru í kjöri. Félagsmenn SF
hafa atkvæði á aðalfundinum í
hlutfalli við greidd félagsgjöld á
síðasta ári og er 1 atkvæði fyrir
fullar 1000,- kr. í félagsgjaldi.
af þeirri reynslu sem fengist hefur
af framkvæmd laganna á þeim
tíma sem þau hafa verið í gildi.
Því hefur tryggingamálaráð-
herra skipað þessa nefnd sem í
eiga sæti: Sigmar Ármannsson
framkvæmdastjóri fulltrúi Sam-
bands íslenskra tryggingafélaga,
Jón Magnússon lögfræðingur
fulltrúi Neytendasamtakanna,
Bjarni Þórðarson trygginga-
fræðingur, Guðný Björnsdóttir
lögfræðingur og Erlendur Lárus-
son forstöðumaður Tryggingaeft-
irlitsins og er hann formaður
nefndarinnar.
Ritari nefndarinnar er Rúnar
Guðmundsson lögfræðingur.
Lög rnn vátrygginga-
starfsemi endurskoðuð
Blanda
Hreinn Appeís
PureOrangeJuice
I helgarblaði Dags var sagt frá ungum dreng sem hefði bjargað félaga sínum
úr Húsavíkurhöfn í síðustu viku. Hér er komin mynd af þeim félögum, til
vinstri er Róbert Stefán Róbertsson, 8 ára, sem togaði Björgvin Viðarsson,
9 ára, upp úr sjónum. Piltarnir voru að veiða á Suðurgarðinum og er Björgvin
var að fara niður í bát skrikaði honum fótur og hann datt í sjóinn. Mynd im
Nýverið var afhentur vinningur í Vorhappdrætti SÁÁ, bifreið af gerðinni
Chevrolet Monza 1989. Bifreiðin kom í hlut Mörtu Svavarsdóttur frá Hafn-
arfirði og á myndinni sést Jón Baldvinsson, framkvæmdastjóri SÁÁ,
afhenda dóttur hennar, Selmu Jóhannesdóttur, bifreiðina.
lagning gerð
á rekstri SÁÁ
- Róðurinn hefur þyngst til muna
með tilkomu bjórsins
Mikil endurskipulagning hefur
farið fram á rekstri SÁÁ að
undanförnu. Með henni er fyrst
og fremst verið að efla og sam-
eina fjármálastjórnun hinna
ýmsu deilda og stefnt að því að
félagið geti hægt og sígandi unnið
sig út úr fjárhagserfiðleikum
undanfarinna ára.
Búið er að tölvuvæða allt
starfsmannahald og bókhald
félagsins og fer nú allt fjárstreymi
í gegnum aðalskrifstofuna í Síðu-
múla. Hefur þessi breyting þegar
skilað miklum árangri og auð-
veldar bæði daglegan rekstur og
gerð langtímaáætlana. Fyrir ligg-
ur að auka þarf þjónustu SÁÁ
með ýmsum hætti; til stendur að
stórefla göngudeildina í Síðu-
múla og þegar er búið að taka
upp svonefnda vinnustaðaþjón-
ustu.
Um fimm þúsund manns leit-
uðu til SÁÁ á síðasta ári. Lítið
lát er á eftirspurn eftir hinni
margvíslegu þjónustu og aðstoð
sem veitt er og hefur róðurinn
þyngst til muna með tilkomu
bjórsins. Alls eru um hundrað
manns á launaskrá hjá hinum
ýmsu deildum og stofnunum, en
SÁÁ rekur sjúkrastöðina á Vogi,
meðferðarheimilin á Sogni í Ölf-
usi og Staðarfelli, auk göngu-
deildar fyrir alkóhólista og fjöl-
skyldudeildar að Síðumúla 3-5 í
Reykjavík.