Dagur - 20.09.1989, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 20. september 1989 - DAGUR - 5
Þakkir fyrir ánægjulega
orlofsdvöl í Mývatnssveit
SKEMMTIKLÚBBURINN
LÍF OG FJÖR
Dansskemmtun verður í Allanum,
Skipagötu 14, 4. hæð,
laugardaginn 23. sept. nk. frá kl. 22.00.
„Dagana 1.-7. september sl.
dvöldu tuttugu og tvær konur í
húsmæðraorlofi á Hótel Reyni-
hlíð í Mývatnssveit.
Tvær í þessum hópi, þær Snjó-
laug Aðalsteinsdóttir frá Akur-
eyri og Kristjana Sigurjónsdóttir
frá Ólafsfirði, höfðu verið kjörn-
ar af Sambandi norðlenskra
kvenna til að annast umsjón og
stjórn þessarar orlofsdvalar.
Ræktu þær það hlutverk með
mesta sóma. Öll samskipti innan
þessa hóps voru hin bestu og
dvölin öll svo ánægjuleg að hér
var um að ræða sæluviku, sem
leið allt of fljótt.
Aðbúð öll á hótelinu var hin
ágætasta. Allt í röð og reglu.
Eftirtekt vakti og var lofsvert, að
varla seinkaði nokkru sinni um
mínútu að matur og kaffi stæði á
borðum á tilskildum tíma. Var
þó margan dag mikið um gesti
(ferðamenn) á hótelinu og önnin
þá þrotlaus. Smekkvísi og snyrti-
mennska einkenndu alla fram-
reiðslu. Vistir voru valdar og
rausn eftir því. Starfsfólk í eld-
húsi á hrós skilið.
Sama máli gegndi um þær ungu
og fallegu stúlkur sem önnuðust
þjónustu í veitingasal og þær sem
gegndu símavörslu. Þær voru all-
ar einkar prúðar í framgöngu og
ljúfar í viðmóti, boðnar og búnar
til hins besta og áttu jafnan bros
til að gefa. Alls þessa var sannar-
lega ánægjulegt að njóta. Því
sendum við ykkur og öllum hlut-
aðeigendum fyllstu þakkir og
óskum allra heilla.
Með bestu kveðjum í Reyni-
hlíð, OrIofskonur.“
Þeir sem hafa áhuga á því að gerast
klúbbfélagar, en hafa ekki enn skráð sig,
geta gert það á skemmtuninni.
Húsið opnað kl. 21.30
og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Hljómsveit Bigga Mar. sér um fjörið.
Sjáumst hress!
Stjórnin.
Brynhildur Sverrisdóttir verður til \ið-
tals á slcrifstofu Fjárfestingarfélagsins á
Akureyri, Ráðhústorgi 3 (Ferðasltrif-
stoíu Akureyrar) niiðvikudaginn 20.
sept. nk. frá kl. 09.00-12.00.
FJÁRFESTINGARFÉLAG ÍSLANDS
FRJALSI LÍFEYRISSJÓÐURINN
Messa á Knappstöðum
í Fljótum
Á liðnum ágústdögum var ég að
hugsa um hvort ég ætti ekki
eitthvað eftir, áður en ég legg frá
landi, en viðbúið er að ég sigli í
haust. Jú, það kom á daginn að
ég átti eftir að fara til kirkju að
Knappstöðum í Fljótum á þessu
herrans sumri, þann 20. ágúst
1989. Ég fékk far með séra Gísla
í Glaumbæ, en hann söng mess-
una.
Séra Gísli mun véra yngstur
presta í prófastsdæminu, ré.tt um
þrítugt. Hann hefur góðan
málróm, flytur vel og byggir ræð-
ur sínar upp skipulega. Hann er
því á allan máta hinn snotrasti
kennimaður. í Knappstaðapredik-
un lagði hann út af ritningargrein
um „Hinn miskunnsama Sam-
verja“ og var það góð predikun.
Þessi kirkjuferð varð mér til
sálubótar, ef það annars er hægt
að baéta sálu mína. Hún var
ánægjuleg í alla staði og svo líður
mér alltaf svo vel þegar ég sit í bíl
og þarf ekki að borga fargjald.
Þessi kirkja á Knappstöðum
var byggð 1838 og mun því vera
elsta timburkirkja á landinu. Mér
var sagt að tveim árum fyrr hefði
kirkja verið reist á þessum stað,
1836, en þá kom jarðskjálfti svo
mikill að hún hrundi til grunna,
en sóknarfólk lét ekki deigan síga
og endurreisti kirkjuna án tafar.
Þannig hefur þrjóskan og seiglan
í fari íslendinga komið þeim að
gagni um ár og síð.
Síðustu árin hafa Knappstaðir
verið í eyði og þessi jörð á það
sameiginlegt með Ábæ í Aust-
urdal, en á báðum þessum jörð-
um standa kirkjur til vitnisburðar
um fyrri tíð.
Kirkjan á Knappstöðum stend-
ur í brekku skammt fyrir ofan
veginn, sem liggur um Stíflu og
norður Lágheiði. Ekki er turn á
kirkjunni og hann þarf ekki að
vera. Rismikil fjöll eru á þrjá
vegu og þau eru eins og vísifing-
ur, sem bendir upp í himininn. í
þessum fjallasal við ysta haf er
friður og ró. Það er ekkert sem
glymur, nema einhver suða í bíl-
um sem renna um veginn. Og allt
er vafið í grasi hátt upp í hlíðar
og þar heitir Stekkjarhóll. Lífrík-
ið allt er ein heild og þess vegna
stendur skrifað: „Allt hold er
gras.“
Knappstaðakirkja sýnist ekki
stór, en þó rúmar hún í sæti um
50 manns og var fullsetin við fyrr-
nefnda messu. Nýlega var hún
endurbætt og er nú svo falleg, að
ekki hefur hún verið fallegri
nýbyggð. Veggir eru málaðir
hvítir utan og innan, hvelfing
dökkblá með stjörnum. Nokkuð
stór altarisbrík er í kirkjunni,
orðin dauf og dökk af elli. Helgi-
myndir eru í spjöldum predikun-
arstóls og presturinn þarf ekki að
ganga rangsælis upp í stólinn,
eins og á Króknum. Kirkjugarð-
urinn er vel hirtur með smekk-
legri girðingu. Kirkjan stendur á
hlöðnum grunni, en vegna þess
hvað túninu hallar er stigi upp að
kirkjudyrum, því auðvitað er
kirkjugólf lárétt.
Áður fyrr voru Knappstaðir
prestsetur og þar sátu prestar er
sumir voru nafnkenndir. Nú er
margt breytt. Siglufjörður þurfti
að fá rafmagn frá Skeiðsfossi og
sú virkjun varð þess valdandi að
fögur engjalönd í Stíflu fóru und-
ir vatn og nokkur býli þar í eyði.
Fólki fækkaði í Knappstaðasókn,
sem leiddi til þess að nýlega er
búið að sameina Barðs- og
Knappstaðasóknir. Ekkert mælir
á móti því að einn söfnuður eigi
tvær kirkjur.
Hvað sem öðru líður verður
því ekki á móti mælt að kristni-
hald er gott í Holts- og Haganes-
hreppum. Kirkjurnar á Barði og
Knappstöðum bera vitni um það.
Sönn guðstrú er ekki eingöngu
bænagerð, heldur kemur hún
fram í verkum manna ekki síður.
24. ágúst 1989
Björn Egilsson.
||.|1tónlistarskólinn áakureyri
Frá Tónlistarskólanum
á Akureyri
Enn er hægt aö bæta viö nemendum í forskóla og á
eftirtalin hljóðfæri: Selló, klarinett, óbó, fagott,
trompett, básúnu, horn, trommur og túbu.
Tekiö veröur viö umsóknurri næstu daga milli kl. 13
og 17 á skrifstofu skólans.
Skólinn veróur settur í Akureyrar-
kirkju laugardaginn 23. september kl.
17.00.
Skóiastjóri.
Spariskírteini
ríkissjóðs bera nú
5,5-6,0% vexti.
umfram verðbólgu
Gengi Einingabréfa
20. sept. 1989.
Einingabréf 1 ... .... 4.198,-
Einingabréf 2 ... .... 2.316,-
Einingabréf 3 ... .... 2.753,-
Lífeyrisbréf .... 2.111,-
Skammtímabréf .... 1,441
Sparískírteini
ríkissjóds er eign
sem ber arð