Dagur - 20.09.1989, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 20. september 1989
y.v. ’fftf/t&X'fyfj't ífíOS
C5AC;t*.fí - 7
Samstarfsnefnd ráðuneyta í ávana- og fíkniefnamálum:
Fróðlegur fundur
á Sauðárkróki
Þann 16. sept. sl. hélt Sam-
starfsnefnd ráðuneyta í ávana-
og fíkniefnamálum fund á
Sauðárkróki. Tilgangur fund-
arins var að opna skoðana- og
upplýsingaskipti milli stjórn-
valda og heimamanna hvað
þennan málaflokk varðar. 6
fuiltrúar eiga sæti í nefndinni
frá jafnmörgum ráðuncytum.
Þeir Erlendur Kristjánsson og
Hrafn Pálsson fluttu framsögu
um störf nefndarinnar og stöðu
þessara mála í landinu. í máli
þeirra kom fram að mikið væri
gert til þess að fræða unglinga um
skaðsemi fíkniefna og áfengis.
Lionssamtökin í landinu kostuðu
alla þýðingu á efni sem lieitir
„Að ná tökum á tilverunni“ og
var sérstaklega gefið út í þessu
sambandi. Foreldrar barna sem
sækja þessa fræðslu fá einnig sent
efni sem heitir „Áhrif sem koma
á óvart“. Peir kennarar sem sjá
um að kenna þetta efni hafa farið
á þriggja daga mjög stíf nám-
skeið og hafa nú alls 127 kennar-
ar sótt þessi námskeið, sem eru 5
talsins, auk 15 annarra aðila sem
tengjast þessu efni á einhvern
hátt.
Nefndin vinnur einnig að því
að koma á fót endurhæfingar-
heimili fyrir langtíma endurhæf-
ingu. Það heimili yrði það fyrsta
sem færi inn á föst fjárlög. Með
öðrum orðum, ríkisrekið. Þetta
heimili kemur til með að geta
tekið við allt að 14 gestum til
langtímadvalar og um þessar
mundir er verið að leita að heppi-
legum húsakosti undir starfsem-
ina. Nýbúiö er að auglýsa eftir
starfsfólki og er leitað að fólki
sem hefur áhuga á þessum mál-
um og er reiðubúið að takast á
við þau. Þegar starfsfólk hefur
verið ráðið er það sent í starfs-
þjálfun til Bandaríkjanna, en
þetta heimili sækir fyrirmynd
sína þangað. Ætlunin er að reka
þetta heimili í þrjú ár til að byrja
með og endurskoða síðan starf-
semina. Hrafn skýrði frá því að
þessir unglingar sem um ræðir
væru aðallega á aldrinum 14-17
ára. Þeir byrjuðu vanalega á því
að drekka áfengi en færu síðan út
í sterkari og hættulegri efni. Ekki
væri ætlunin að eingöngu eitur-
lyfjaneytendur dveldu á þessu
heimili. Þetta væri líka endur-
hæfingarheimili fyrir þá sem selja
þennan ófögnuð. Það væri tími til
kominn að þessir „dílerar" hættu
að safna smádómum sem einung-
is héldu aftur af þeim í stuttan
tíma. Húnaversmálið væri gott
dæmi um það. Að sögn Hrafns
munaði sáralitlu að Fíkniefnalög-
reglunni tækist að uppræta mest-
alla eiturlyfjasölu í Reykjavík nú
í sumar. Einungis blankheit hafi
komið í veg fyrir það, þar sem
ekki voru til peningar til þess að
vinna þá vinnu sem þurfti. Ástæð-
an var niðurskurður í ríkisrekstri.
Fram kom að þessi niðurskurður
væri í raun mjög alvarlegt mál
þar sem dópsalarnir héldu að sér
höndum fram til 20. hvers mán-
aðar en þá er yfirvinnan búin hjá
lögreglunni. Þá geta þeir stundað
þessa ógeðfelldu iðju sína óáreitt-
ir.
Eftir þessa framsögu svöruðu
þeir Erlendur og Hrafn fyrir-
spurnum heimamanna og ræddu
við þá um þessi mál. Voru þeir
mjög ánægðir með fundinn og
umræðurnar sem spunnust útfrá
framsögu þeirra. Nú ætti öllum
að vera ljóst að hér er um mjög
alvarlegt mál að ræða. Lykilaðil-
arnir í þessu máli fyrir utan ungl-
Erlendur Kristjánsson og Hrafn Pálsson fluttu framsöguerindi á fundinum.
Mynd: KJ
ingana sem neyta þessara efna,
eru foreldrarnir. Þeir mega ekki
loka augunum fyrir þessu vanda-
máli og trúa því að þeirra börn
geti ekki lent í viðjum eiturlyfja-
martraðarinnar. Staðreyndin er
sú að þeir unglingar sem neyta
fíkniefna koma úr öllum stéttum
landsins og af allskonar heimil-
um. Höfum það hugfast. KJ
Verðkönnun NAN
Neytendafélag Akureyrar og nágrennis tíndi saman vörur í innkaupakörfu dagana 14. og því er klósettpappírinn frá Spar og eldhúsrúllurnar frá Serla. í KEA Nettó er Kellog’s
15. sept. Verslunarmenn höfðu á orði að vöruverð hafi hækkað mikið undanfarið. Félag- cornflakes til í 500 gr. pakka á 157 kr. Matvörumarkaðurinn og Hagkaup selja Plastos
ið tók nú í fyrsta sinn KEA Nettó með í verðkönnun en sú verslun er fyrst sinnar tegund- nestispoka nr. 2, 50 stk. í rúllu. Þeir kosta 129.40 í M.M. og 121.50 í Hagkaup.
ar hér á Akureyri. Tekið skal fram að í Matvörumarkaðnum voru ekki til Papco vörur og
Tegund vöru Hag- kaup KEA Hrisal. KEA Nettó KEA Byggðav. Matvöru- markaóurinn Mismunur hæsta lægsta verð Mismunur o o
Kornax hveiti 2kg 78.- 76.30 72.-X 77.70 79.50 7.50 10.0
Sykur 2kg 138.-X 163.50 145.- 165.10 174 .- 36 .- 26.0
Kellog's cornfl.750gr 238.-X 239.10 243.40 256.- 18.- 7.0
Cheerios- 425gr 195.- 190.20 180 .-X 197 .- 17.- 9.0
Sana tómatsósa 500gr 110.60 99.-X 112.50 114 . - 15.- 15.0
Bragakaffi gulur 250gr 103 .- 103.- 93.-X 107.- 107 . - 14 .- 15.0
Ýsuflök ný lkg 362 .- 345.- 345.- 327.-X 35.- 10.0
Nautahakk lkg ófrosið 782.- 730.- 819.- 566.-X 253 .- 44.0
Spægipylsa nióursn.lkg 990 .-X 1178.- 1074.- 1178.- 1333.- 343 .- 34.0
Smjörvi 300gr 177.- 153 .- 152.-X 170.10 173 . - 25.- 16.0
Tómatar lkg 295.- 263.- 260.-X 305.- 310 .- 50 .- 19.0
Laukur 2kg 69.-X 106.- 103.- 112.- 80 . - 43.- 62.0
Vex uppþv.lögur 660gr 93.- 86 .- 81 .-X 86.- 94.50 13.50 16.0
Vex þvottaduft 700gr 103.- 95.- 90.-X 96.- 101 . - 13.- 14.0
Silkience sjampó 150ml 151.-X 158.70 162.80 11.80 7.0
Silkience hárnær.lSOml 151.-X 155.80 4.80 3.0
Klósettpappir 4i pk 99 .-X 101.80 106.70 102.50 7.70 7.0
Eldhúsrúllur 2i pk 101 . - 103.30 99 . -X 99 .-X 4.30 4.0
Plastpokar Ako nr2 89.- 72.40 65.-X 86.60 24.- 36.0
Egg lkg 387.- 380.- 352.-X 380.- 414.- 62.- 17.0
x merkir lægsta verð.