Dagur - 20.09.1989, Side 12

Dagur - 20.09.1989, Side 12
Akureyri, miðvikudagur, 20. september 1989 Kodak Express Gædaframköllun ★ Tryggðu f ilmunni þinni Jbesta Tiedr6myndir Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, sími 23324. Ólafur Ólafsson, verðandi forstjóri Álafoss hf, kom í gser í höfðustöðvar fyrirtækisins á Akureyri, en Ólafur var áður framkvæmdastjóri Álafoss Ltd. í New York. F.v.: Ólafur Ólafsson, Aðalsteinn Helgason aðstoðarforstjóri og Jón Sigurðarson, fráfarandi forstjóri Álafoss. Mynd: ehb Raufarhöfn: Atlanúpur fær í flestan sjó Fiskibáturinn Atlanúpur, sem Jökull hf. á Raufarhöfn keypti í sumar, er nú kominn á veiðar eftir að hafa verið í viðgerð á Akureyri. Að sögn Hólmsteins Björnssonar, framkvæinda- stjóra Jökuls, var hér aðeins um smávægileg atriði að ræða sem kippt var í liðinn. Aflabrögð hafa verið þokkaleg á Raufarhöfn að undanförnu og staðan í atvinnulífinu með besta móti, sérstaklega ef miðað er við nágrannasveitarfélögin. Þegar litið er á bráðabirgðatöl- ur Fiskifélags íslands yfir afla- brögð fyrstu átta mánuði ársins kemur í ljós að ívið minna hefur borist af þorski, grálúðu og ufsa til Raufarhafnar en á sama tíma í fyrra, en heldur meira af ýsu og karfa. SS Verðkönnun NAN: KEA Nettó oftast með lægsta verðið Neytendafélag Akureyrar og nágrennis tíndi saman vörur í innkaupakörfu í matvöruversl- Steinullarverksmiðjan hf. á Sauðárkróki: Hlutafé fyrirtækisins aukið utn rtunar 90 milljónir króna - eignaraðild finnska fyrirtækisins Partek 0Y eykst um 20% I gær undirrituðu hluthafar í Steinullarverksmiðjunni hf. á Sauðárkróki, samkomulag um hlutafjáraukningu að upphæð 91,5 milljón króna. Aðilar að Steinullarverksmiðjunni hf., Ríkissjóður Islands, Samband íslenskra samvinnufélaga, Kaupfélag Skagfirðinga, Partek OY og Sauöárkrókskaupstaöur, sem eiga um 98% hlutafjár, hafa undanfarnar vikur leitað leiða til að styrkja stöðu Stein- ullarverksmiðjunnar hf. hér á landi og erlendis, svo og á sviði tækni- og vöruþróunar. Af framangreindu hlutafé skrifuðu núverandi hluthafar sig fyrir 45 milljónum króna í réttu hlutfalli við hlutafjáreign sína. Partek OY, skrifar sig að auki fyrir hlutafé að fjárhæð 45 millj- ónir króna og ýmsum hluthöfum, sem nú eiga um 2% alls hlutafjár- ins, er gefinn kostur á að skrifa sig fyrir hlutafé að fjárhæð 1,5 milljónir króna. Samfara hlutafjáraukningunni hafa náðst mikilvægir samningar um lengingu lána og lækkun vaxta. í fréttatilkynningu frá Steinull- arverksmiðjunni hf., er tekið sér- staklega fram að Partek OY sé eitt stærsta fyrirtæki Finna og ræður yfir verulegum mörkuðum fyrir steinull og er leiðandi aðili við þróun einangrunarefna. Auk- in aðild Partek að Steinullarverk- smiðjunni hf. ætti því að styrkja samkeppnisstöðu fyrirtækisins verulega, sérstaklega á erlendum mörkuðum. Fyrir áðurnefnda hlutafjár- aukningu átti Ríkisjóður 38% í Steinullarverksmiðjunni, Partek OY 8%, Sauðárkróksbær 31%, Samband íslenskra samvinnufé- laga 15%, Kaupfélag Skagfirð- inga 6% og ýmsir aðilar 2%. Eft- ir hlutafjáraukinguna á Ríkis- sjóður 29%, Partek OY 28%, Sauðárkróksbær 24%, Samband íslenskra samvinnufélaga 12%, Kaupfélag Skagfirðinga 5% og ýmsir aðilar 2%. -KK unum á Akureyri dagana 14. og 15. september s.l. Verslun- armenn höfðu þá á orði að vöruverð hafi hækkað mikið að undanförnu. Félagið tók nú í fyrsta sinn KEA Nettó með í verðkönnun en að auki voru Hagkaup, KEA Hrísalundi, KEA Byggðavegi og Matvörumarkaðurinn með í þessari könnun. Alls var athugað verð á 20 vörutegundum og í flestum tilfellum var verðið lægst í KEA Nettó, eða 11 sinnum en 7 sinnum var verðið lægst í Hag- kaupum. Minnstur var verðmunurinn á milli verslananna 3% en mestur var hann 62%. Sjá nánar verð- könunina á bls. 6 í blaðinu í dag. -KK Bæjarstjórn Akureyrar: Krossanesdeilan rædd í bæjarstjóm - trúnaðarmaður ekki endurráðinn - kjaradeila eða flölskyldumál? Úlfhildur Rögnvaldsdóttir bæjarfulltrúi vakti máls á málefnum starfsmanna Krossanesverksmiðjunnar á fundi Bæjarstjórnar Akureyr- ar í gær. Taldi hún gagnrýnis- vert hvernig að samningum við starfsmenn væri staðið, í tengslum við uppsagnir og endurráðningar. Úlfhildur sagði að vegna við- tala við formann Verkalýðs- félagsins Einingar og formann stjórnar verksmiðjunnar teldi hún fulla ástæðu til að málefni Krossaness yrðu rædd í bæjar- stjórn. Nokkur atriði í málinu hefðu ekki komið fram áður, og væru bæjarfulltrúum því ókunn- ug-, Úlfhildur benti fyrst á að verkamönnum í Krossanesi hefði öllum verið sagt upp vegna skipu- lagsbreytinga og hluti þeirra endurráðinn. Trúnaðarmaður starfsmanna var þó ekki endur- ráðinn, en réttur trúnaðarmanns á að vera umfram aðra starfs- menn á vinnustað. Petta þótti verkalýðsfélaginu athugavert, og það sem verra var að aðrir menn voru ráðnir í staðinn. Við endur- ráðninguna var gengið á milli manna og þeim boðið að undir- rita einhliða kjarasamning, sem var hliðstæður við samning Istess hf. Jafnframt áttu þeir að skipta um stéttarfélag og ganga í Iðju. Verkamennirnir snéru sér til Einingar og vildu fá málin á hreint. Samningnum við starfs- mennina hefði þó ekki verið sagt upp um leið og fólkinu, og taldi Eining að hann væri áfram í fullu gildi til áramóta. Verkalýðsfélagið fór því fram á það við forsvarsmenn Krossa- ness að þeir viðurkenndu gildi samningsins, eða þá að nýr samn- ingur yrði gerður við félagið, sem hefði ávallt verið samningsaðili á vinnustaðnum. Iðja hefur lýst yfir að félagið hafi ekkert með mál þetta að gera. Forsvarsmenn Krossaness vísuðu málinu til Vinnuveitendasambandsins, og skírskotuðu til þess að verk- smiðjan væri gengin í Félag íslenskra iðnrekenda. Úlfhildur varpaði þeirri spurn- ingu fram á fundinum hvort bæjarstjórn ætlaði að láta vinnu- brögð af þessu tagi viðgangast gagnvart starfsfólkinu, sem væri raunverulega í vinnu hjá bænum, en Akureyrarbær er eini eignar- aðili Krossanésverksmiðjunnar. „Bæjarstjórn er ábyrg gagnvart þessu fyrirtæki og fólkinu sem þar vinnur,“ sagði hún og flutti tillögu um að Kjarasamninga- nefnd Akureyrar gengi til samn- inga við verkalýðsfélagið Einingu fyrir hönd verskmiðjunnar. Bæjarstjórn samþykkti sam- hljóða að vísa tillögunni til Bæjarráðs til umfjöllunar. Úlf- hildur kvaðst sætta sig við þá málsmeðferð, því þá færi málið aftur á dagskrá í bæjarstjórn. Sigfús Jónsson bæjarstjóri er formaður Krossanesstjórnar. Hann kvaðst ekki vilja tjá sig mikið um málið á þessu stigi þar sem það hefði borist svo óvænt inn á borð bæjarstjórnar. Hann gerði það að tillögu sinni að bæjarráð fjallaði um það. Þau kjör sem starfsmönnum Krossa- ness hefðu verið boðin eftir endurráðningu væru talsvert betri en þau sem kjarasamning- urinn milli bæjarins og Einingar kvæði á um, en lakari en þau kjör sem áður giltu, þ.e. fyrri kjara- samningur að viðbættum auka- sporslum til starfsmanna. Eining hefði ekki fallist á að auka- sporslurnar hefðu fallið niður við uppsögn starfsmannanna. Sætti starfsmenn sig ekki við þetta væri þeim í sjálfsvald sett að leita úrskurðar félagsdóms. Um uppsögn trúnaðarmanns- ins sagði Sigfús að um væri að ræða erfitt fjölskyldumál, þar sem 5 eða 6 meðlimir sömu fjöl- skyldu hefðu starfað hjá verk- smiðjunni. Hefði þetta verið til vandræða og ekki verið annað hægt en að grípa til ráðstafana. Ekki hefði verið eðlilegt af Ein- ingu að tilnefna son verksmiðjus- tjóratis sem trúnaðarmann á sín- um tíma. „Þetta er mál sem varð að taka á,“ sagði Sigfús. EHB

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.