Dagur - 29.09.1989, Blaðsíða 1

Dagur - 29.09.1989, Blaðsíða 1
72. árgangur Akureyri, föstudagur 29. september 1989____________186. tðlublað Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMKNR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Pórshöfn: Iiflömb frá Þistilfírði ferðast víða um landið - meðalfallþungi dilka í sláturhúsinu um 15 kg Morgundögg. Mynd: KL Krossanesdeilan: Eining boðar vakta- og yfirvinnubann el'tir viku Slátrun er í fullum gangi í Slát- urhúsi Kaupfélags Langnes- inga á Þórshöfn og eftir fyrstu tvær vikurnar er meðalfall- þungi dilka um 15 kíló. Fé kemur nú frá fleiri bæjum til slátrunar á Þórshöfn en áður því nokkrir bæir á Melrakka- sléttu bættust í hópinn. Þó er ekki búist við fjölgun sláturfjár frá fyrra ári, nema þá að óverulegu Ieyti, að sögn Krist- Höfuðstöðvar Lottósins: Verða að vera í Reykjavík - að mati stjórnar íslenskrar Getspár íslensk Getspá, rekstraraðili Lottósins, komst í fréttirnar í byrjun þessa mánaðar, vegna fyrirætlana um að reisa hús yfir starfsemina. Talað var um að húsið risi í Laugardal og áætlaður kostnaður við framkvæmdirnar væri um 130 milljónir króna. Mörgum þótti það mikið, sérstaklega með tilliti til þess að Lottóið var sett á fót til að afla íþróttahreyfingunni, ung- mennafélögunum og fötluð- um tekna. Á landsbyggðinni var m.a. rætt um það hvort nauðsynlegt væri að Lottóið hefði höfuð- stöðvar sínar í Reykjavík, því fasteignaverð er mun hærra þar en úti á landsbyggðinni. Auk þess er flestum ljós nauðsyn þess að flytja starfsemi þjón- ustufyrirtækja út á land til að hægja á byggðaröskuninni. Pétur Jósefsson, sölustjóri Fasteigna- og skipasölu Norður- lands, bauð íslenskri Getspá, með bréfi þann 11. september sl., fjórar mismunandi fasteign- ir á Akureyri til kaups. Verðið var á bilinu 40-60 milljónir króna, eða rúmum helmingi til þrisvar sinnum lægra en þær töl- ur sem nefndar voru unt kostn- að við byggingu Lottóhallar í Reykjavík. Allar virtust eign- irnar geta þjónað þörfum íslenskrar Getspár, að mati fasteignasalans. Þessu tilboði var hafnað í bréfi frá stjórnarformanni íslenskrar Getspár þann 22. september sl. Þar er sagt skýrt og skorinort að höfuðstöðvar Lottósins verði að vera á höfuð- borgarsvæðinu og hvergi annars staðar og færð rök fyrir því svari. Það svar er umhugsunar- vert, sérstaklega fyrir þá lands- byggðarmenn sem gæla við að þjónustufyrirtæki verði ein- hvern tíma flutt út á land. Sjá nánar bls. 6-7. ínar Kristjánsdóttur hjá Kaup- félagi Langnesinga. Kristín, sem jafnframt er oddviti í Sauðaneshreppi, sagði að líflambasala hefði aukist mjög mikið og því ekki útlit fyrir að fleira fé komi til slátrunar á Þórs- höfn þrátt fyrir fjölgun bæja. Lömbin koma aðallega frá Þistil- firði, en hvert eru þau seld? „Þetta fer inn í Suður-Þingeyj- arsýslu, í Svarfaðardal og austur á Jökuldal. Þeir sem eru að koma sér upp stofni aftur eftir riðunið- urskurð kaupa fé héðan, en þetta er eitt af fáum svæðum á landinu sem er ósýkt og því er féð héðan mjög vinsælt," sagði Kristín. Aðspurð sagði hún að hey- skapur bænda í Sauðaneshreppi hefði gengið þokkalega. í heild væru heyin með mjög góðri verk- un en magnið mætti hins vegar vera meira. Bændur á Langanesi hafa stundum þurft að grípa til þess ráðs að kaupa hey vegna þess hve heyfengurinn er oft rýr. Fyrstu göngur gengu þokka- lega og sagði Kristín að það hefði smalast sæmilega þrátt fyrir mikl- ar rigningar. Aðrar göngur verða síðan farnar um eða upp úr helg- inni. SS KEA hefur keypt smjörlíkis- gerðina Akra hf. af verksmiðj- unni Vífilfell hf. í Reykjavík en smjörlíkisgerðin hefur verið til húsa í Hafnarfírði. Stjórn KEA samþykkti undirritaðan kaupsamning frá 14. septem- ber á fundi í gær. Afhending- artími Akra hf. er 1. október og verður fyrirtækið fyrst um sinn til húsa í húsakynnum smjörlíkisgerðar KEA. I fréttatilkynningu frá KEA og Vífilfelli segir m.a. að rekstur Akra verði sameinaður smjörlík- isgerð KEA og muni rekstur beggja fyrirtækjanna fara fram á Akureyri. Orðrétt segir: „Með sameiningu rekstrar næst fram mikil hagræðing í framleiðslu og dreifingu auk þess sem markaðshlutdeild eykst verulega. Verksmiðjan Vífilfell hf. keypti Akra fyrir tveimur árum. Fljótlega var ljóst að smæð fyrir- tækisins gerði það að verkum, að arðsemi stóðst ekki þær kröfur, sem gera þurfti. Fljótlega hófust því viðræður við aðra aðila á markaðnum um samvinnu eða samruna. Niðurstaða er nú ljós og vill verksmiðjan Vífilfell hf. óska hinum nýju eigendum til hamingju, með ósk um velgengni Stjórn Verkalýðsfélagsins Ein- ingar hefur boðað til vakta- og yfirvinnubanns hjá Krossanes- á markaðnum." Magnús Gauti Gautason kaup- félagsstjóri sagði að fljótlega yrði ráðist í það að flytja vélar Akra norður, fyrst um sinn í húsnæði smjörlíkisgerðar KEA en verið væri að athuga um framtíðarstað- setningu í húsakynnum Mjólk- ursamlags KEA. SS Frétt Dags í gær um neikvæða afstöðu úreldingarnefndar varðandi úreldingu sláturhúsa á Vopnafirði og Kópaskeri vakti mikla athygli. Samkvæmt heimildum Dags kom fréttin mönnum eystra í opna skjöldu og ræddu menn í gær hvernig hægt væri að bregðast við ef þannig færi að landbúnaðar- ráðherra staðfesti álit úrelding- arnefndar. Hreiðar Karlsson, formaður verksmiðjunni frá og með 7. október nk. hafi samningar um kaup og kjör verkamanna hjá verksmiðjunni ekki tekist fyrir þann tíma, en sem kunnugt er veitti trúnaðarmannaráð fé- lagsins stjórninni heimild til verkfallsboðunar á fundi ný- lega. Vakta- og yfirvinnubann kem- ur sér væntanlega illa fyrir Krossanesverksmiðjuna, sérstak- lega, þegar vænta má síldar og loðnu til bræðslu á næstunni, en tilefni ákvörðunar stjórnar Einingar eru kjaradeilur í kjölfar uppsagnar og endurráðningar starfsmanna verksmiðjunnar. Björn Snæbjörnsson varaformað- ur Einingar segir að sl. mánudag hafi starfsmönnum Krossanes- verksmiðjunnar verið sett að vinna á vöktum. „Hingað til hef- ur ekki staðið á okkur að setjast Félags sláturieyfishafa og kaup- félagsstjóri á Húsavík, sagði að menn hefðu haft óljósar spurnir af þessari afstöðu úreldingar- nefndar sl. þriðjudag en tóm hafi ekki gefist til að ræða næsta leik í stöðunni. „Ég hygg að þessi af- staða hafi komið mönnum nokk- uð á óvart,“ sagði Hreiðar. Eysteinn Sigurðsson, kaupfé- lagsstjóri Kaupfélags Norður- Þingeyinga á Kópaskeri, vildi lít- ið tjá sig um málið í gær en sagði að samningaborðinu og reyna að ná sáttum. Þeir hafa ekki verið fáanlegir að samningaborðinu hingað til og sú ákvörðun að fara af stað með vaktavinnu í fyrir- tækinu var því bein ögrun við félagið enda er enginn vakta- vinnusamningur til í Krossanesi. Nú krefjumst við þess að hætt verði að vinna á vöktum og að samningaviðræður fari fram hér á Akureyri, fyrr erum við ekki til- búnir til viðræðna við þá.“ Málefni Krossanesverksmiðj- unnar voru rædd á fundi bæjar- stjórnar Akureyrar á síðasta fundi hennar og var þar lagt til að samninganefnd bæjarins tæki að sér að semja við Einingu fyrir hönd verkamanna í Krossanesi. Málinu var vísað til bæjarráðs sem fundaði síðdegis í gær og má vænta að þar hafi þessi mál verið rædd. VG þó að ef þetta yrði niðurstaðan kæmu ráðuneytismenn aftan að heimamönnum. í mikilli vinnu síðustu mánaða við að finna lausn á vanda KNÞ hafi verið gengið út frá því, samkvæmt orð- um landbúnaðarráðuneytisins, að sláturhús Kaupfélagsins á Kópa- skeri yrði úrelt. Ef niðurstaðan yrði á hinn bóginn að landbúnað- arráðuneytið neitaði að úrelda sláturhúsið kæmi það KNÞ mjög illa. óþh Vaxandi smjörlíkisgerð á Akureyri: KEAkaupirAkrahf. af Vífilfelli Afstaða úreldingarnefndar um sláturhúsin á Kópaskeri og Vopnafirði: Þessi afstaða kemur mönmirn nokkuð á óvart - segir Hreiðar Karlsson, kaupfélagsstjóri á Húsavík

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.