Dagur - 29.09.1989, Qupperneq 12

Dagur - 29.09.1989, Qupperneq 12
Haldið veisluna eða fundinn í elsta húsi bæjarins Afmælisveislu ★ Giftingarveislu ★ ★ Erfidrykkju ★ Kaffisamsæti ★ Fundi og hvers konar móttökur. Allar nánari upplýsingar gefa Hallgrímur eða Stefán í síma 21818. Virðisaukaskattur í gildi um næstu áramót: ViðainM kyimingar- herferð að fara af stað - um 14.000 nýir skattskyldir gjaldendur bætast við Frá og með deginum í gær hófst víðtæk kynningarherferð á vegum fjármálaráðuneytisins og embætti ríkisskattstjóra á virðisaukaskattinum. Virðis- aukaskatturinn mun leysa söluskattinn af hólmi um næstu áramót, samkvæmt lögum frá Alþingi í maí 1988. Rsk. og fjármálaráðuneytið stóðu í gær fyrir námsstefnu og blaðamannafundi í Borgartúni 6, til kynningar á þessari viðamiklu breytingu á skattkerfinu. Par voru til svara Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra og Garðar Valdimarsson ríkisskatt- stjóri. Á blaðamannafundinum byrj- aði Garðar á því að afhenda Ólafi Ragnari kynningarbækling um virðisaukaskattinn, sem kom út í gær. Honum verður dreift sérstaklega til allra þeirra sem sjá munu um innheimtu virðisauka- skattsins. í máli Garðars kom fram að virðisaukaskatturinn yrði, líkt og söluskatturinn hefur verið, einn af megin tekjustofnum ríkissjóðs. Með tilkomu skattsins bætast við um 14.000 nýir skattskyldir gjald- endur, þar af helmingur úr land- búnaði og sjávarútvegi. Reiknað er með að tekjur ríkissjóðs vegna virðisaukaskattsins lækki um á bilinu 500-1000 milljónir á næsta ári, miðað við það sem söluskatt- urinn gefur á þessu ári. Vegskálabyggingin Ólafsfjaröarmegin við Múlagöngin. Mynd: ap Vegskálabygging Fjölnismanna í Múlanum: Loðna komin að miðlínu Nokkrir bátar hafa haldið til loðnuleitar að undanförnu, en lítið orðið ágengt. Svolítið afl loðnu hefur fundist sunnan miðlínu en hún er svo dreifð að veiðar eru erfiðleikum bundn- ar. Menn binda þó vonir við að betur gangi á næstunni, eink- um ef skaplega viðrar til veiða. Harpa SU, bátur í eigu Eskfirðings hf., var djúpt undan Húnaflóa á mánudag en varð að leita vars vegna hvassviðris. Skipstjórinn tilkynnti að ekki væri vit í að kasta vegna brælu, þótt vart hefði orðið við dreifðar torfur. Loðnan sem fannst var rétt við miðlínu. Hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar hf. fengust þær fréttir að Guðrún Þorkelsdóttir SU yrði ekki tilbúin á veiðar fyrr en í fyrsta lagi um miðjan næsta mánuð. Skipið er í viðgerð hjá Slippstöðinni á Akur- eyri. Jón Kjartansson SU kom ný- lega úr slipp í Danmörku, og er verið að gera hann kláran á loðnuveiðar. Þá er einnig verið að gera Hólmaborgina SU klára. EHB Enn ekið á hross Klukkan hálf tvö aðfaranótt fimmtudags tilkynnti ökumað- ur lögreglunni á Akureyri að hann hefði ekið á tryppi á Norðurlandsvegi í Akrahreppi í Skagafírði. Tryppið drapst en ekki vissi ökumaður hver eig- andi þess var. Þetta er sjötta hrossið á skömmum tíma sem ekið hefur verið á hér á Norðurlandi og sagði varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri þessa staðreynd vekja upp ýmsar spurningar um rétt manna og hrossa á þjóðvegum landsins. SS Síðasta steypa 20. október Eins og fyrr segir er að fara af stað mikið kynningarstarf um virðisaukaskattinn. Ölafur Ragn- ar sagðist gera ráð fyrir að kostn- aður ríkisins vegna þess yrði 60- 70 milljónir króna. „Þeir fjár- munir eiga eftir að skila sér í betra skattkerfi,“ sagði Ólafur. Starfsmenn ríkisskattstjóra í dag eru um 340 en með nýja skattin- um bætast við 25-30 manns. í kjölfar námsstefnunnar og blaðamannafundarins hefst í fjöl- miðlum viðamikil almannafræðsla og eiga lesendur blaðsins eftir að fá nánari kynningu á virðisauka- skattinum. -bjb „Þaö verður ekki annað sagt en þetta hafí gengið vel og samkvæmt áætlun. Við erum langt komnir og reiknum með að steypa það síðasta 20. októ- ber,“ sagði Sverrir Kristjáns- son, framkvæmdastjóri Fjöln- ismanna sf. á Akureyri, en sjö starfsmenn þess' fyrirtækis hafa unnið frá því í júní við upp- steypu vegskála Ólafsfjarðar- megin við Múlagöngin. Sverrir sagði ekkert óvænt hafa komið upp á við þessa vinnu þrátt fyrir að um sé að ræða bygg- ingu sem er töluvert frábrugðin venjulegri húsbyggingu. Hann sagði áætlanir hafa staðist að flestu leyti og stefndi t.d. í að steypumagn í vegskálann yrði álíka og reiknað var með, nálægt 2100 rúmmetrum. Sverrir var bjartsýnn á að þetta verk ætti að koma fjárhagslega nokkuð vel út fyrir Fjölnismenn, ekki sfst er þess væri gætt að fyrirtækið hafi þurft að fjárfesta í tækjabúnaði áður en hafist var handa. Þessi búnaður kemur fyrirtækinu vel á næsta sumri er vegskáli Dalvíkurmegin verður byggður. Að sögn Sverris er hér um að ræða eitt af stærri verkefnum sem Fjölnismenn sf. hafa ráðist í. Stærsta verkefni fyrirtækisins sem stendur er bygging blokkar við Víðilund. Stefnt er að því að gera hana fok- helda 15. nóvember nk. óþh Nýtt stýrikerfi Landsvirkjunar: Kröflu og Laxá ljarstýrt frá Reykjavík Tveimur starfsmönnum í sam- eiginlegri stjórnstöð RARIK og Landsvirkjunar á Akureyri hefur verið sagt upp störfum, en stöðin var lögð niður um síðustu mánaðamót. Innan skamms verður ný stjórnstöð Landsvirkjunar formlega tekin í notkun í Reykjavík, ásamt ómannaðri útstöð á Akureyri. Forsaga málsins er sú að í júlí- mánuði árið 1986 voru opnuð til- boð í nýjan kerfisráð til fjargæslu og fjarstýringar á raforkukerfi Landsvirkjunar, miðað við þrjá valkosti. Valkostur A var stjórn- kerfi með tveimur stjórnstöðvum staðsettum í Reykjavík og á Akureyri. Valkostur B var stjórnkerfi með einni stjórnstöð, staðsettri í Reykjavík. Valkostur C, stjórnkerfi með einni stjórn- stöð staðsettri í Reykjavík og fjarvinnuborði staðsettu á Akur- eyri, var valinn. Mörg tilboð bárust í búnaðinn, m.a. frá Bandaríska stórfyrirtæk- inu Harris Corporation upp á u.þ.b. 5.555.000.- dollara, eða um 342 milljónir íslenskra króna. Við þessar tölur bætist að sjálf- sögðu byggingarkostnaður nýja stöðvarhússins. - stjórnstöðin að Rangárvöllum lögð niður í Reykjavík hefur verið reist sérstakt hús við Bústaðaveg til að rúma hina nýju stjórnstöð. Að sögn Guðmundar Helgasonar, rekstrarstjóra Landsvirkjunar, er mikið hagræði í að geta séð ástand rafmagnsmála á einum stað fyrir allt landið, og geta stýrt virkjunum frá Reykjavík, m.a. Kröflu og Laxárvirkjun. Burtséð frá þessu hafi verið nauðsynlegt að fá nýjan tölvu- og stýribúnað því búnaðurinn í Geithálsstöð- inni hafi verið löngu úreltur og bilanagjarn. Enginn fastur starfs- maður verði ráðinn að stjórn- stöðvarvinnuborðinu sem sett verður upp í húsi Landsvirkjunar á Akureyri, fyrr en í fyrsta lagi eftir að Blöndu- eða Fljótsdals- virkjanir verði teknar í notkun. Stjórnstöð RARIK og Lands- virkjunar á Rangárvöllum hefur því verið lögð niður, og tveir af þremur starfsmönnum virðast ekki fá neina aðra vinnu hjá hvorugri stofnuninni. Ingólfur Árnason, rafveitu- stjóri RARIK á Norðurlandi eystra, segir að frá sínum bæjar- dyrum séð hafi störf þessara manna hreinlega verið flutt til Reykjavíkur. Það sé gagnrýni- vert að þessum tveimur mönnum skuli ekki hafa verið boðin störf við nýju stjórnstöðina, en Lands- virkjun þess í stað ráðið alveg óvana menn í staðinn. Því miður hafi ekki verið hægt að ráða mennina til RARIK þar sem samdráttur í starfsmannahaldi sé stefnan hjá þeirri stofnun nú. „En þetta eru vanir og flinkir menn sem þekkja kerfið vel,“ segir Ingólfur. EHB Uppskipun á frystum afurðum úr veiðiskipum: Endurskoðtm kjara- samninga neitað Á mánudaginn slitnaði upp úr samningaviðræðum Verka- lýðsfélagsins Einingar f.h. manna sem vinna við uppskip- un á frystum afurðum úr veiði- skipum og VSI og Vinnumála- sambands samvinnufélaganna fyrir hönd Eimskips og KEA um endurskoðun á kjarasamn- ingum. Að sögn Björns Snæbjörnsson- ar varaformanns Einingar er umræddur samningur reyndar bundinn til áramóta, en þar sem Hlíf í Hafnarfirði og Dagsbrún í Reykjavík, sem hingað til hafi verið með samskonar samninga og Eining, hafi gert samning ann- ars eðlis fyrir sína menn í sömu stöðu hafi verið farið fram á að samningur Einingar yrði endur- skoðaður með samninga Hlífar og Dagsbrúnar í huga. „Við höf- um verið dregnir á því í um tvo mánuði að setjast að samninga- borðinu og nú virðist ljóst að sama gildir ekki um verkamenn á Akureyri og í Hafnarfirði og Reykjavík,“ sagði Björn að lok- um. VG

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.