Dagur - 06.10.1989, Blaðsíða 1

Dagur - 06.10.1989, Blaðsíða 1
72. árgangur Akureyri, föstudagur 6. október 1989 191. töiublað Venjuiegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMKNR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Umsjónarnefnd fólksbifreiða á Akureyri hcfur nú lokið við að úthluta fjórum lausum plássum á Bifreiðastöð Oddeyrar. Eftir að hafa grandskoðað gögn um Svanfríður Jónasdóttir: Fer ekki aftur í annað sætíð Svanfríður Inga Jónasdóttir, aðstoðarmaður fjármálaráð- herra og varaþingmaður Alþýðubandalagsins í Norður- landskjördæmi eystra, gefur út þá yfirlýsingu í helgarviðtali Dags sem birtist á morgun að hún muni ekki skipa annað sæti í kjördæminu í næstu þingkosningum, en eins og kunnugt er skipaði Steingrím- ur J. Sigfússon, samgöngu- og landbúnaðarráðherra, efsta sætið á lista flokksins í kosn- ingunum 1983 og 1987. Svanfríður vill ekki kveða upp úr með hvort hún hyggist sækjast eftir fyrsta sæti á lista flokksins í næstu alþingiskosningum en segir að hún sé síður en svo hætt afskiptum af pólitík. Svanfríður segist halda þeim möguleika opnum að sækjast eft- ir endurkjöri í embætti varafor- manns á landsfundi flokksins. Af orðum hennar má þó ráða að hún hafi hug á því að halda áfram því starfi. „Mér finnst það uppgjöf að draga sig í hlé kannski einmitt þegar maður er að ná valdi á hlutunum." óþh Saurbæjarhreppur: Maður fluttur á slysadeild Maður á bænum Argerði í Saurbæjarhreppi datt og hlaut höfuðmeiðsli á fimmta tíman- um í gær. Maðurinn var fluttur á slysadeild FSA en talið var að meiðsli hans væru minni- háttar. í fyrrakvöld varð 10 ára dreng- ur fyrir bíl við Skarðshlíð á Akureyri. Hann var fluttur á slysadeild en meiðsli hans reynd- ust óveruleg. Tildrög slyssins voru þau að gámabíll ók niður Skarðshlíð og nam staðar til móts við blokk nr. 22-28. Drengurinn fór út úr bílnum og labbaði aftur með honum og ætlaði í austur yfir götuna. Engum togum skipti að hann varð fyrir bíl sem ekið var upp Skarðshlíð. Ef frá er talið slysið fram í Firði var rólegt hjá Akureyrar- lögreglunni í gær. Eitt minnihátt- ar umferðaróhapp varð í bænum. óþh Harður slagur um gesti veitingastaða: „Menn eru að plokka augun hver úr öðrum“ - segir Stefán Gunnlaugsson veitingamaður - „tek ekki þátt í þessari sláturtíð,“ segir Práinn Lárusson Matsölu- og veitingastaðir á Akureyri virðast berjast um viðskiptavinina þessa dagana ef marka má auglýsingar, en fyrir komandi helgi auglýsa sex af tíu matsölustöðum einhvers konar tilboð á réttum til gesta. Tilboð staðanna eru mismun- andi en stefna þó að sama marki, r.e. að ná til sín gestum. Aug- lýstir eru sérstakir helgarmatseðl- ar sem samsettir eru af tveimur eða þremur réttum, fjölskyldu- pakkar, hádegisverðarhlaðborð og ókeypis heimsendingarþjón- usta. Dagur spurði Stefán Gunn- laugsson veitingamann á Baut- inn/Smiðjan, en hans fyrirtæki er ekki eitt þeirra sem auglýst hafa, hvort baráttan um viðskiptavin- ina sé í raun svona hörð og játaði hann því. „Menn eru að plokka augun hver úr öðrum og nú hafa bæst við a.m.k. þrír nýir staðir sem berjast um þessa tiltölulega fáu viðskiptavini. Aðilar sem í dag geta boðið máltíð á 500 krón- ur og skilað 100 krónum af því í söluskatt sitja ekki uppi með mikinn afgang þegar annar kostnaður hefur verið greiddur. Unnið að prhagslegri endurskipulagningu Árlax hf.: Skuldar yfir 200 mffljónir Forsvarsmenn fiskeldisstöðv- arinnar Árlax hf. í Keldu- hverfi eru þessa dagana aö vinna tillögur um fjárhags- lega endurskipulagningu fyrirtækisins sem lagöar verða fyrir hluthafa og stjórn Byggðastofnunar en hún hafnaði á dögunum beiðni fyrirtækisins um 10 milljón króna hlutafé í stöðina. Til- lögur Árlaxmanna miða að því að afskrifa skuldir til að gera fyrirtækið rekstrarhæft. Garðar Eggertsson, fram- kvæmdastjóri, segir að greiðslu- staða stöðvarinnar sé mjög erfið og tjón sem hún varð fyrir ekki alls fyrir löngu hafi ekki bætt stöðuna. Fyrir liggur aö fisktjón- ið varð um 10 milljónir króna en ekki er vitað um fjárhagsleg- an skaða vegna tjóns á mann- virkjum. Skuldabyrði Árlax hf. er mik- il og nema langtímalán 128 milljónum króna, skammtíma- lán eru 50 milljónir og afurða- Ián 38 milljónir. Áætlanir miðuðust viö 150 milljón króna framleiðsluverð- mæti á næsta ári en nú er Ijóst að tekjurnar veröa nokkru minni vegna áfalla. Fiskurinn sem drapst þegar eldisker brustu í matfiskstöð fyrirtækisins á Kópaskeri var kominn í sláturstærð og var meiningin að lóga honum á haustdögum. Stöðin varð þar af verulegum tekjum en að sögn Garðars verður fyrsta laxinum slátrað í lok þessa mánaðar. Þessi fiskur er í kvíum í Vopna- firði. Regluleg slátrun hjá Árlaxi hl'. hefst síðan næsta vor. óþh Það segir sig sjáll't þegar stans- laus fjölgun veitingas aða á sér stað á sama tíma og kaúpmáttur rýrnar og fólksfjöldi stendur í stað að baráttan er erfið." Þráinn Lárusson veitingamað- ur á Uppanum sagðist ekki ætla að taka þátt í þessari „sláturtíð," eins og hann oröaði það. „Við ætlum að snúa okkur meira að skemmtanahaldi og láta hina um að berjast. Ég hef alltaf haft að markmiði að gera eitthvað annað en hinir og er ekkert hættur því.“ Þráinn sagði að undanfarið hafi luinn einvörðungu haft eldhúsið opið um helgar en seldi pizzur öllu jöfnu. „Eg býst við að fljót- lega fari ég að hafa lokað í hádeginu hjá ntér og leyfi hinum stöðunum að bítast þá um við- skiptavinina. Baráttan hefur aldrei verið harðari en nú og ég spái því að hún eigi eftir að versna þegar frá líður. Veitinga- menn þurfa að taka sig sarnan og reyna að ná fólki út af heimilum og inn á staðina í stað þess að vera að berjast unt þessa fáu sem eru á markaðnum.“ Aðspurður um hvernig farið yrði að því sagði Þráinn að það ætti eftir að koma í ljós en á döfinni væri fundur með þessum aðilum þar sem mál- in yrðu rædd. VG 22 umsækjendur komst nefnd- in að þeirri niðurstöðu að þeir Jón Óli Ólafsson, Albert Valdemarsson, Gylfi Jónasson og Jónsteinn Áðalsteinsson færu inn á stöðina. Heimir Ingimarsson er for- maður úthlutunarnefndarinnar, skipaður af ráðherra, cn hinir nefndarmennirnir, Guðfinna Thorlacius og Ellert Kárason, voru skipaðir af Bæjarstjórn Akureyrar og Bílstjórafélagi Akureyrar. Heimir sagðist leggja ríka áherslu á að nefndin hefði unnið af fyllstu samviskusemi og heið- arleika við úthlutun þessa og yfir- ferð gagna, m.a. segir í bréfi frá henni til samgönguráðuneytisins: „Nefndin telur að við úthlutun þessara atvinnuleyfa hafi verið gætt ákvæða laganna og reglu- gerðar af fyllstu réttsýni.“ í stuttu máli hafði Jón Óli forgang þar sem hann var laun- þegi í leigubifreiðaakstri, Albert vegna örorku og sérbúinnar bif- reiðar fyrir hreyfihamlaða, en hinir tveir samkvæmt ákvæði um að nefndin velji þá af réttsýni sem hún telji hæfasta og hafi öðl- ast a.m.k. fjögurra ára starfs- reynslu við akstur á fólki. EHB Jón Jónsson og Friðrika Kristjánsdóttir í Fremstafelli við hið 60 ára gamla tré sem féll í rokinu á laugardags- kvöld. Mynd: IM Fremstafell í Kinn: 60 ára tré fauk upp með rótum Það varð ýmislegt undan að láta í byljunum sl. laugardagskvöld, þar á meðal var um 60 ára gamalt reyniviðartré sem stóð í garðinum sunnan við Fremsta- fell í Kinn. Þar búa Jón Jónsson og Friðrika Kristjánsdóttir, en það mun hafa verið Páll H. Jónsson, tvíburabróðir Jóns, sem gróðursetti tréð á sínum tíma um svipað leyti og bærinn var byggður. Suðvestanátt var á laugardagskvöld og mikla bylji gerði. Tréð klofnaði niður við rót og rifnaði að hluta til upp með rótum. Annað mun yngra reyniviðartré í garðinum brotn- aði einnig. Þeim hjónum finnst leiðinlegt að sjá á bak þessum gamla félaga, en þau hafa búið í bænum við hrísluna um hálfrar aldar skeið. Þó höfðu þau orð á að bæta nýjum reyniviði í garð- inn sinn að vori og glöddust yfir leik þrastanna í föllnu trjákrón- unni. Bifreiðastöð Oddeyrar: Fjórir fengu leyfi en 22 umsóknir bárust - gætt ákvæða laga við úthlutun

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.