Dagur - 06.10.1989, Blaðsíða 5

Dagur - 06.10.1989, Blaðsíða 5
Jóhann Sigurjónsson, skólameist- ari. Heimavistin Eins og undangengna vetur er heimavistin fullsetin og umsóknir miklu fleiri en hægt er að anna. Hafa sjaldan verið fleiri umsóknir um heimavistina en einmitt í ár. Það verða því að teljast mikil forréttindi að fá að búa á heimavist. Þeim sem setja reglur um það hverjir eiga að fá heimavistarrými og hverjir ekki er mikill vandi á höndum og augljóst er að gera verður meiri kröfur til heimavistarbúa um hegðan og umgengni þegar margir bíða þess að fá að komast að. Ef framhald verður á þessari miklu aðsókn að heimavistinni, er Ijóst að koma verður á einhvers kon- ar kvótakerfi eins og nú er svo vin- sælt á flestum sviðum þjóðlífsins. Mér er hins vegar óljúft að þurfa að vísa af heimavist nemendum sem reynst hafa þeirri ábyrgð vaxnir sem fylgir því að búa á þessu stóra heimili og taka inn aðra sem lítið er vitað um hvernig reynast munu. Það er skoðun margra að það sé mikilvægur þáttur í uppeldi ung- menna sem fara að heiman til náms að þeir búi á heimavist. Um það bil helmingur nemenda Menntaskólans á lögheimili utan Akureyrar. Er Ijóst að hver þeirra fengi aðeins að dvelja á heimavist í tvo vetur ef allir ættu að komast að. Það er pólitísk ákvörðun stjórnvalda hvernig jafna á aðstöðu til náms. í megindráttum er hægt að gera það með tvennum hætti. í fyrsta lagi að stofna framhalds- skóla sem víðast sem er afar dýr lausn og hætt er við að námsframboð í þannig skólum jafnist aldrei á við námsframboð stærri skólanna. í öðru lagi að gera nemendum sem ekki eiga kost á heimangönguskóla auðveldara með að sækja skóla fjarri heimilum sínum. Þetta verður að gera með skólaakstri, mikilli aukn- ingu á svokölluðum dreifbýlisstyrk eða með því að byggja heimavistir þar sem nemendur geta fengið að búa gegn vægu gjaldi. Enn er ég þeirrar skoðunar að síðasti kosturinn sé sá besti, þó ef til vill megi hugsa sér aukinn skólaakstur nú þegar sam- göngur verða allar auðveldari með bættu vegakerfi. Annars verður hann alltaf ungi . . . Ágætu nemendur. Menntun er ckki eingöngu skóla- lærdómur heldur einnig öll sú þekking, skilningur og viðhorf sem gera menn víðsýnni, skilningsríkari og umburðarlyndari. Ég óska þess að dvölin hér í vetur megi ekki aðeins verða ykkur til aukins fróðleiks, heldur ekki síður til aukins þroska. Það skulið þið muna, þó að mikið velti á kennurunum, þá veltur mest á ykkur sjálfum. Ég hef áður sagt að menntun sé fólgin í virðingu fyrir staðreyndum, og sanngjarnri, rökhugsaðri gagnrýni á það sem þið flytjist nú inn í. Verið ekki trúgjörn. Verið sjálf- stæð í hugsun. Rannsakið sjálf, en treystið ekki öðrum meir en sjálfum ykkur. Látið forsjárhyggjumennina ekki taka af ykkur öll ráð. Unginn þarf að flytjast úr hreiðr- inu, skilja við foreldrana, forsjá þeirra og yfirráð. Ef hann gerir það ekki, verður hann alltaf ungi, þótt hann verði mikill vexti. Látið ekki aðra vinna verkin fyrir ykkur. Það getur að vísu verið nota- legt, en í stað leikni og þekkingar kennir það ykkur bragðvísi og ómennsku. Lífið verður hins vegar ekki blekkt á þann hátt og reynist því oftar en varir hefnisamara en heift- úðugustu fornkappar okkar. Svo mun upp skorið sem til verður sáð. Með lögum skal skóla stýra, ekki síður en löndum og lýðum, sagði Sigurður skólameistari hér á þessum stað fyrir 55 árum. Reglur þessa skóla eru margar afar einfaldar eins og t.d. reglan um mætingar sem segir að „nemenur og kennarar skulu mæta stundvíslega í allar kennslustundir“. Hlutverk okar skólastjórnenda og kennara er að fá ykkur nemendur til að beygja ykkur af fúsum vilja, af ást á góðu skipulagi og af skilningi á nauðsyn þess, undir boð fagurrar fé- lagsreglu, samstillingar og samræmis. Önnur löghlýðni er - að uppeldis- legu gildi - næsta gagnslítil eða verri en gagnslaus. Harðstjórn skapar löngum annað hvort þræla eða upp- reisnarmenn. Nokkur atriði eru ómissandi í heil- brigðum skólabrag. Fyrsta atriðið er reglusemi og hóf- semi. Á ég þar ekki eingöngu við hófsemi í neyslu, heldur ekki síður við reglusemi í háttum og vinnu- brögðum. Ungt fólk þarfnast skemmt- ana, þarfnast afþreyingar og tæki- færa til þess að líta upp úr skólabók- unum. En ekki mega nautnir né Svarfaðardalur: Stóðrétt á morgun Á morgun verða stóðréttir í Svarfaðardal, nánar tiltekið á Tungrétt. Blásið verður til leiks kl. 11 árdegis. Segja má að stóðréttirnar séu sárabót fyrir Svarfdælinga því lít- ið fór fyrir réttum í haust vegna fjárleysis. Fullyrt er að margur fallegur fákurinn verði á Tungurétt á morgun og því eru þeir sem hug- leiða kaup á hrossum hvattir til að mæta á staðinn. Þess má geta að boðið verður upp á rjúkandi kaffi í Tunguseli, Sauðárkrókur: Myndhópurinn í Safiiahúsinu í dag, föstudag, hefst sam- sýning í Safnahúsinu á Sauðár- króki. Sýningin er á vegum Myndhópsins og munu sjö félag- ar hans sýna samtals um 60 verk unnin með vatnslitum, olíu, tússi, rauðkrít, pastel og keramik. Allir eru velkomnir á sýning- una í Safnahúsinu, en hún verður opin í kvöld frá kl. 20.00-22.00, á morgun frá kl. 14.00-22.00 og lýkur henni á sunnudag þegar opið verður frá kl. 14.00-19.00. Listamennirnir sem sýna að þessu sinni eru þau Aðalsteinn Vestmann, Alice Sigurðsson, Gréta Berg, Bernharð Stein- grímsson, Hörður Jörundsson, Iðunn Ágústsdóttir og Ruth Hansen. skemmtanir spilla geðstyrk ykkar né vaskleik. Skólar verða, nauðugir viljugir, að laga sig eftir aldarandanum og það höfum við gert í þessum skóla en á móti ætlumst við til þess að þeim ein- földu reglum sem skólinn setur ykkur sé hlýtt. Frumstæðir siðir Annað atriði sem ómissandi er í heil- brigðum skólabrag er hvernig skól- inn og eldri nemendur taka á móti nýnemum. Allt frá miðöldum hafa nýnemar þótt litlir virðingarmenn í skólum og voru oft ruddalega og ómannúðlega leiknir. Enn eimir eftir af þessum frumstæðu siðum í busa- vígslu framhaldsskólanna, þó vissu- lega hafi margir skólar nú tekið upp menningarlegri hætti við að bjóða nýnema sína velkomna og vígja þá inn í það samfélag sem skólinn er. Vil ég nú hvetja eldri nemendur til að sýna meira hugvit, meiri þroska, en fram kemur í því að neyta andlegs og líkamlegs aflsmunar gegn minni- máttar og þeim frumstæða hugsunar- hætti að lítillæging og skítaustur sé nauðsynlegur inngangur að því æðra tilverustigi sem þeir telja sig vera á. Væri það ykkur verðugur ntinnis- varði að reisa á þessu tímamótaári skólans að láta endanlega af slíkri iðju. Að lokum vil ég segja þetta við ykkur nýnemar: Hefjist þegar handa við námið. Það skiptir nriklu - ef til vill sjálfri lífshamingju ykkar - að þið komist vel af stað í náminu. Það hvílir einnig mikil ábyrgð á kennurunum sérstak- lega þeim er kenna 1. árs nemum, vegna þess hvernig fyrstu áhrifin verða. Mótun þessa unga fólks og viðhorf þess til skólans og hvað um þau verður í framtíðini getur ráðist af því hvernig til tekst nú á fyrstu mánuðunum. Menntaskólinn á Akureyri er sett- ur í eitt hundraðasta og tíunda sinn.“ Fyrirsögn og millifyrirsagnir eru blaðsins. Upplýsingasímsvari 681511. Lukkulínan: 99 1002. Föstudagur 6. október 1989 - DAGUR - 5 /------------------------------------^ Fyrirlestur Doktor Jónas Krisfjánsson prófessor og forstöðu- maður Stofnunar Árna Magnússonar, flytur fyrirlest- ur á vegum Háskólans á Akureyri n.k. laugardag þann 7. október. Efni: Forn handrit, bókmenntir. Tími: Laugardag 7. okt. kl. 17.00. Staður: Möðruvellir, hús Menntaskólans á Akureyri, stofa 2. (M2). A llir veikomnir. Sitthvað er til gamans gert Prúttmarkaður á Daiwa kuldafatnaði Buxur ★ Vesti ★ Úlpur ★ Sokkar ★ Grifflur ★ Og síðast en ekki síst jakkar og samfestingar. Ef ekki núna þá7 HOTEL KEA Laugardagur 7. október Dansleikur Hin frábæra hljómsveit KVARTETT leikur fyrir dansi ★ Kristján Guðmundsson leikur fyrir matargesti. ★ Borðapantanir aðeins fyrir matargesti í síma 22200. Verið velkomin! | Hótel KEA jg Boröapantanir í sima 22200

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.