Dagur - 06.10.1989, Blaðsíða 11

Dagur - 06.10.1989, Blaðsíða 11
Föstudagur 6. október 1989 - DAGUR - 11 í fþróftir Guðmundur bestur hjá Leiftri Guðmundur Garðarsson var kosinn besti leikmaður Leift- urs í meistaraflokki karla á þessu keppnistímabili. Kjörið var tilkynnt í lokahófi knatt- spyrnudeildarinnar sem fram fór nýlega. Þá var Elín Asbjörnsdóttir kosinn besta knattspyrnukonan. Guðmundur ætlaði að hætta eftir tímabilið í fyrra en fór að mæta á æfingar aftur þegar sólin hækkaði á lofti. Hann var ekki lengi að tryggja sér sæti í liðinu og var ein styrkasta stoðin í Leift- ursvörninni sem fékk ekki nema 18 mörk á sig í sumar. Einungis efsta lið deildarinnar. Stjarnan, fékk færri mörk á sig, eða 16. Gústaf Ómarsson, sem varð efstur í fyrra, lenti í 2. sæti og Hafsteinn Jakobsson lenti í 3. sæti. Hjá stúlkunum lenti Elín Guðmundsdóttir í 2. sæti og Björg Traustadóttir varð í 3. sæti. Garðar Jónsson varð marka- hæsti maður meistaraflokksins í ár og skoraði hann 5 mörk í deild- inni. Hann tök við titlinum af Steinari Ingimundarsyni sem lék aftur með sínu gamla félagi, KR. Þess má líka geta að Arthur Ubrescu er farinn aftur til Banda- ríkjanna og ólíklegt að hann komi aftur til að leika með Leiftri á næsta ári. Guðmundur Garðarsson var kosinn lcikmaður ársins hjá Leiftri. Friðjón Jónsson og fclagar í KA-liðinu mæta ÍBV um helgina. Handknattleikur: KA keppir við ÍBV á Akureyri - í tveimur æfmgaleikjum Islandsmótið í 1. deildinni í handknattleik hefst nú um helgina. Reyndar sitja nokkur félaganna yfir vegna Evrópu- leikja í handknattleiknum og þess vegna ætla tvö þeirra, KA og IBV, að leika tvo æfinga- leiki á Akureyri nú um helg- ina. Sá fyrri verður í kvöld, föstudag, kl. 20.30 og sá síðari á morgun laugardag kl. 14.00. Iþróttahöllin verður opin almenningi og verður selt inn á leikina. ÍBV vann sér sæti í 1. deildinni fyrir tveimur árum og hélt sér uppi í fyrra eftir mikla baráttu viö Breiðablik og Fram. Þjálfari liðsins er gamli Víkingurinn, Hilmar Sigurgíslason, sem tók við af Sigurði Gunnarssyni þegar Sigurður ætlaði til Spánar. En eins og flestum er kunnugt þá datt það upp fyrir og ákvað Sigurður þá að leika áfram með ÍBV sem venjulegur leikmaður. Til liðs við Vestmannaeyinga hefur einnig gengið KR-ingurinn Guðmundur Albertsson en hann Getr aimaleikurinn: Þórsarar efstir - KA í 2. sæti íslenskar getraunir eru nú að komast á fullt skrið og norð- lensku liðin hafa verið iðin að selja seðla á haustdögum. Þar hafa Þórsarar verið í farar- broddi og eru þeir nú sölu- hæsta félagið á Norðurlandi. Þórsarar eru í 6. sæti yfir land- ið en KA-menn eru í því tíunda. Þó nokkurt bil er í næsta lið sent er Dalvík. Athygli vekur að Austri á Raufarhöfn kemst inn á listann í fyrsta skipti og einnig vekur athygli slök sala Siglfirð- inga en þeir komast ekki á topp 10. En lítum á tíu söluhæstu liðin í þessum landsfjórðungi í síðustu viku: 1. 2. Þór KA Knattspyrna: Ellert hættir - hjá Arsþing KSI verður haldið í Reykajvík í byrjun desember en nú þegar eru farnar að heyr- ast raddir um eftirmann Ellerts íþróttir helgarinnar Karfa: Sunnudagur: Haukar-Þór í Hafnarfirði kl. 16.00 UMFN-Tindastóll í Njarðvík kl. 16.00 Kraftlyfíngar: Akureyrarmótið í fþróttahöllinni 14.00 Handknattleikur: KA-ÍBV æfingaleikir á föstudag laugardag. 3. deild...UBK-b-Völsungur í Kópa- vogi kl. 20.00 3. deild...Ármann-b-Völsungur í Selja- skóla kl. 15.15 kl. °g KSI B. Schram formanns KSÍ, sem hefur lýst því yfir að hann ætli ekki að gefa kost á sér aftur. Helstu menn sem hafa verið nefndir sem hugsanlegir eftir- menn Ellerts eru Eggert Magnús- son, formaður knattspyrnudeild- ar Vals, Gylfi Þórðarson formað- ur landsliðsnefndar og Ingi Björn Albertsson alþingisinaður og sonur Alberts Guðmundssonar fyrrverandi formanns KSÍ. Ellert hefur verið formaður KSÍ í 16 ár og situr þar að auki í stjórn Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. Á þessum ár- um hefur hróður íslenskrar knattspyrnu í Evrópu aukist til muna og knattspyrnuíþróttin á mjög vaxandi fylgi að fagna innanlands. Það er því ljóst að Ellert B. Schram mun fá góð meðmæli þegar saga KSÍ verður rituð, hvenær svo sem það verður nú. 3. Dalvík I 7. 4. Golfklúbbur Húsavíkur 8. 5. Leiftur 9. 6. Völsungur I 10. Umf. Möðruvallarsóknar Austri Raufarhöfn íf. Eilífur Mývatnssveit Magni KA-æfingar - í blaki og fótbolta Innanhússæfingar eru nú hafnar hjá blak- og knattspyrnudeild KA. I blakinu eru það 1., 2., og 3. flokkur karla og 3. flokk- ur kvenna sem æfa en í knatt- spyrnunni eru það m.fl., 2. fl., 3. fl. og 4. fl. karla sem æfa. í blakinu æfa allir flokkar sam- an í íþróttahöllinni á mánudög- um kl. 20.00 og á fimmtudögum kl. 18.00. Knattspyrnumenn KA eru að hefja innanhússtíma en vegna þrengsla í íþróttahúsum bæjarins komast ekki allir flokkar að í bili. Meistara- og 2. flokkur æfa á miðvikudagskvöldum kl. 22.00 í Höllinni, 3. flokkur æfir á laugar- dögum kl. 12.00 einnig í Höllinni Enskir frjáls- íþróttaþjálfarar Fræðslunefnd Frjálsíþrótta- sambands íslands gengst fyrir námskeiði dagana 20.-26. október fyrir frjálsíþróttaþjálf- ara. Þar verður fjallað um þjálfun í stökkum, millivega- lengdum og langhlaupum og verða kennarar breskir, Gordon Cain og Dave Sunderland. Báðir kennararnir eru sérfróð- ir um þessar greinar og voru útnefndir af Alþjóða Frjáls- íþróttasambandinu til þessa verks. Námskeiðið er styrkt af Alþjóða Ólympíunefndinni og fá allir viðurkenningu að námskeið- inu loknu. og 4. flokkur karla æfir á föstu- dögum kl. 17.00 í Skemmunni. er mjög sterkur og fjölhæfur leikmaður sem á nokkra lands- leiki að baki. Það þarf ekki að fjölyrða um KA-Iiðið. Það er skipað leik- reyndum leikmönnum eins og Friðjóni Jónssyni, Erlingi Krist- jánssyni, Guðmundi Guðmunds- syni og Pétri Bjarnasyni. Síðan eru að koma upp efnilegir strákar þannig að gaman verður að fylgj- ast með liðinu í vetur og þessi leikur við ÍBV er prófraun á hvernig veturinn verður. Forráðamenn 1. deildar liða á Stór- Reykjavíkursvæðinu: VUja ekki helgarleiki „Á síðasta fundi kom greini- lega fram að liðin á Stór- Reykjavíkursvæðinu eru mjög inótfallin því að ieika 1. deild- arleikina um helgar,“ sagði Sigurður Arnórsson formaður knattspyrnudeildar Þórs en hann á sæti í stjórn félags 1. deildarfélaga. í sumar hafa komið upp sterk- ar raddir um að leika alla leikina í 1. deildinni á sama tíma, t.d. á föstudögum eða laugardögum. Akureyrarfélögin hafa verið hlynnt þessari hugmynd en á þessum orðum Sigurðar er greini- legt að andstaða er gegn þessum hugmyndum fyrir sunnan. Sigurður segir hins vegar að menn séu tilbúnir að ræða fastan leikdag og þá hafi komið upp hugmyndir að leika deildina á miðvikudags- eða fimmtudags- kvöldi. Búast má við að þetta mál verði rætt og tekin ákvörðun á KSÍ-þinginu í Reykjavík í des- ember. 1X2 1X2 1X21X2 1X2 1X21X21X21X2 Þar lá Gylfi Þar kom að því aö Gylfi Baldvinsson lá í getraunaleiknum. Það var tengdasonur hans, Stefán Haukur Jónsson, sem lagði Gylfa snarlega í síðustu viku. Reyndar þurfti Stefán ekki nema fjóra rétta til þess að sigra tengdaföður sinn sem var ekki upp á sitt besta í spánni að þessu sinni. Stefán hefur skorað á Sverri Björgvinsson sjómann, sem er Dalvíkingur að ætt og uppruna, en stundar í vetur sjómennsku frá Árskógsströnd. Það hefur aldrei verið lognmolla er Árskógs- strendingar og Dalvíkingar hafa mæst, hvort sem er á íþrótta- velli eða á dansleikjum, og má því búast við hörkuviðureign að þessu sinni. Ekkert er leikið í 1. deildinni ensku að þessu sinni vegna landsleiks Englendinga og Pólverja í Póllandi á miðvikudaginn. Bobby Robson fékk frí fyrir alla landsliðsmennina og þar sem þeir koma frá svo mörgum félögum varð að fresta öllum leikjum í deildinni. Stefán: Blackburn-Middlesbro 1 Bradford-Brighton 1 Hull-Swindon X Ipswich-Newcastle X Öldham-Barnsley 2 Oxford-Portsmouth 1 Plymouth-Stoke 1 Port Vale-Leicester 1 Sunderland-Bournemouth 1 Watford-WBA x West Ham-Leeds 2 Wolves-Sheff.Utd. 2 Sverrir: Blackburn-Middlesbro 1 Bradford-Brighton 2 Hull-Swindon x Iþswich-Newcastle 1 Oldham-Barnsley 1 Oxford-Portsmouth 2 Plymouth-Stoke 1 Port Vale-Leicester x Sunderland-Bournemouth 1 Watford-WBA 1 West Ham-Leeds x Wolves-Sheff.Utd. 2 1X21X21X21X21X21X21X21X21X2

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.