Dagur - 06.10.1989, Blaðsíða 2

Dagur - 06.10.1989, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 6. október 1989 HöUurst BÍIASAIA við Hvannavelli. Símar 24119 og 24170. Landcruser stuttur bensín, hvítur, árg. '88, ek. 25 þús., verð 1.600.000,- Subaru station 1800 GL, afmæl- isútgáfa 4x4, hvítur, árg. '88, ek. 50 þús., verð 1.050.000,- Daihatsu Rocky langur, grár/ hvítur, árg. '87, ek. 43 þús., verð kr. 1.270.000,- Toyota Tercel 4x4, hvít, árg. '87, ek. 51 þús., verð 750.000,- M. Benz 200 sjálfskiptur, svartur, árg. '86, ek. 75 þús., verð 1.550.000,- Subaru station 1800 GL afmælis- útgáfa, l.blár, árg. '86, ek. 82 þús., verð 780.000,- Trans Am 8 cyl., 5 Itr. vél, brúnn, árg. '84, ek. 48 þús. míl., verð 1.000.000,- ★ Greiðslukjör við allra hæfi aílASAUNN Möldurst við Hvannavelli. Símar 24119 og 24170. 1 fréttir Umræður í Bæjarstjórn Akureyrar: Hvenær er ræða framboðsræða? Heimir Ingimarsson, bæjar- fulltrúi, gagnrýndi bæjaryfir- völd á Akureyri á síðasta bæjarstjórnarfundi fyrir seina- gang í málefnum öldrunar- þjónustu og taldi að bæjarfé- lagið hefði ekki staðið sig sem skyldi í framkvæmdum vegna þjónustumannvirkja íbúða- bygginga aldraðra við Víði- lund. Heimir ræddi um vígsluathöfn- ina þegar Víðilundur 24 var tek- inn í notkun, og átaldi hann Sigurð J. Sigurðsson, forseta bæjarstjórnar, fyrir að hafa við það tækifæri gengið fram fyrir hönd húsbyggjenda eða fram- kvæmdanefndarinnar og þakkað sjálfum sér þetta mál. Freyr Ófeigsson tók til máls á bæjarstjórnarfundinum og sagði að þessi málflutningur Heimis væri ekkert annað en framboðs- ræða. Heimir var spurður að því eftir fundinn hvort hér hefði verið um framboðsræðu að ræða. Sagði hann að slíkt hefði ekki verið ætl- un sín, en ræða Sigurðar J. Sig- urðssonar við vígsluathöfnina hefði hins vegar svo sannarlega verið í anda framboðs. Heimir sagði ljóst að þjónustu- kjarninn við Víðilund liti ekki dagsins ljós fyrr en eftir einhvern tíma, jafnvel einhver ár, en bær- inn hefði lofað að ganga frá einni íbúð í fyrra húsinu sem þjónustu- rými. Ekki hefði þó verið farið að vinna neitt í þessum málum fyrr en nokkuð löngu eftir að fólk var flutt inn í húsið. „Þetta er merg- urinn málsins, því á sama tíma og bæjaryfirvöld draga lappirnar í því að gera það sem þeim ber og þau hafa lofað í þjónustu fyrir aldraða gengur forseti bæjar- Félag eldri borgara, Siglufirði: Mótmælir hugmyndum um hækkuo aldursmarka til eftirlauna Á fundi í Félagi eldri borgara, Siglufirði, sunnudaginn 1. okt. síðastliðinn, var samþykkt eftirfarandi ályktun: „Félagsfundur í Félagi eldri borgara, Siglufirði, samþykkir að mótmæla þeim hugmyndum sem eru uppi í tryggingaráðuneyti, að hækkuð verði aldursmörk til eftirlauna, þ.e. að lífeyrisaldur, sem nú miðast við 67 ára aldur hækki í 70 ár. Fundurinn bendir á, að nokk- urt atvinnuleysi sé og spáð er að það aukist. Því sé það röng stefna að skylda aldrað launafólk til að lengja starfsævi sína og seinka því að það geti notið áunninna réttinda sinna hjá lífeyrissjóðum og almannatryggingum." Sigurður J. Sigurðsson. stjórnar fram fyrir hönd hús- byggjenda eða framkvæmda- nefndarinnar og fer að slá um sig sem aðila sem beri að þakka þetta mál,“ sagði Heimir eftir fundinn. Sigurður J. Sigurðsson var spurður um þetta tilvik, og sagð- Heimir Ingimarsson. ist hann hafa mætt til vígslu Víði- lundar 24 fyrst og fremst til að taka þátt í að fagna þessum áfanga með íbúununr. „Eg lét það koma skýrt fram í minni ræðu að það hefði ekki verið Akureyrarbær sem hefði staðið að þessari framkvæmd, en bærinn hefði hins vegar reynt að styðja við bakið á öldruðum í þessu máli. Ég ætlaði bænum ekki meira hlutverk í þessu en honum bæri, en það var fyrst og fremst að leggja fram fjármuni í upphafi til að hönnun hússins gæti farið fram og greitt götu fyrir lóðarveitingu. f öðru lagi veitti bærinn ábyrgðir til að tryggja framkvæmdir og lagði til bygg- ingarstjóra. Jafnframt hét bæjar- félagið því að reistur yrði þjón- ustukjarni sem hentaði íbúunum. Hlutur Akureyrarbæjar er hvorki meiri né minni en þetta. Öldrunarþjónusta bæjarins hefur verið endurskipulögð frá grunni og til hennar varið verulegum fjármunum og ráðnir nýir starfsmenn, m.a. til að bæta þjónustu við aldraða í heimahús- um, því smám saman er verið að hverfa frá stofnanaþjónustu," sagði Sigurður J. Sigurðsson. EHB Miðstjórn ASÍ átelur stjórnvöld harðlega: Fyrir að standa ekki við gefin loforð um vemdun kaupmáttar Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt á fundi miðstjórnar Alþýðusambands íslands í vik- unni: „Þeir kjarasamningar verka- lýðsfélaganna sent kenndir eru við 1. maí sl. og gerðir undir for- ystu ASÍ voru frábrugðnir öðrum heildarkjarasamningum verka- fólks, því þar var í enn ríkara mæli samið við stjórnvöld en beint við atvinnurekendur. Þessir samningar innihéldu óverulegar beinar taxtahækkanir og þannig tekið tillit til samdrátt- ar þjóðartekna. Ríkisstjórnin lofaði hins vegar að tryggja kaupmáttinn, með því að hindra verðhækkanir á vöru og þjónustu ásamt aðhaldi í gengismálum. Þá var einnig af hálfu ríkis- stjórnar lofað lækkun fjármagns- kostnaðar og óbreyttu raunverði á landbúnaðarvöru. Þrátt fyrir þessi loforð hefur á gildistíma þessa kjarasamnings orðið veru- leg kaupmáttarrýrnun, vegna mikilla hækkana á verði vöru og þjónustu allri, ekki síst þeirri sem stjórnvöld verðleggja sjálf og enn blómgast vaxtaokrið. Þá hefur af hálfu stjórnvalda lítið örlað á efndum loforða til úrbóta í atvinnumálum. Nú er svo komið að ráðstöf- unartekjur almenns launþega hafa dregist svo saman, að með engum hætti verði lengur við það unað. Miðstjórn ASÍ átelur stjórn- völd harðlega fyrir að standa ekki við gefin loforð um verndun kaupmáttar. Miðstjórn ASÍ hvetur til órofa samstöðu innan verkalýðshreyf- ingarinnar til sóknar til að vinna upp þá kaupmáttarrýrnun sem orðið hefur að undanförnu. Þá er og ljóst að væntanlegir kjarasamningar verða að skila meiri launajöfnuði í þjóðfélaginu og engir samningar verði gerðir án þess að verðtrygging komi til.“ F r amsóknarflokkurinn: Boðar til ráðsteftiu um heilbrígðismál á morgun Á morgun, laugardaginn 7. október, mun Framsóknar- flokkurinn gangast fyrir ráð- stefnu um heilbrigðismál að Hótel Sögu. Megintilgangur ráðstefnunnar er að fjalla um og upplýsa stöðu mála í þess- um mikilvæga málaflokki og gefa um leið áhugafólki tæki- færi til að fylgjast með því sem gert hefur verið og ekki síður því sem framundan er á sviði heilbrigðismála. Stórútsala á pottaplöntum Allt að 50% afslaftur ★ Opið laugardag og sunnudag frá kl. 10-18. * AKUR KAUPANGIV/ MYRARVEG 602 AKUREYRI SÍMAH 24800 & 24830 PÓSTHÓLF 498 Ráðstefnan verður sett kl. 10.00 í fyrramálið af Steingrími Her- mannssyni, formanni Framsókn- arflokksins. Að setningu lokinni mun Guðmundur Bjarnason, heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra, flytja framsöguerindi um stefnuna í heilbrigðis- og trygg- ingamálum. Því næst, eða um kl. 10.45, mun Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, fjalla um uppbyggingu og yfirstjórn heilbrigðis- og tryggingamála. Þá flytur Finnur Ingólfsson, aðstoð- armaður heilbrigðisráðherra, erindi um hvar megi spara í heil- brigðis- og tryggingamálum. Um kl. 12.15 verður gert mat- arhlé en að því loknu flytur Guðjón Magnússon, aðstoðar- landlæknir, erindi um samstarf heilbrigðisstétta og skipulag heil- brigðisþjónustu. Ólafur Ólafs- son, landlæknir, mun síðan flytja erindi sem hann kallar „Fagleg forgangsröð í framtíðinni". Kl. 14.15 er „Siðfræði heil- brigðisþjónustunnar" á dagskrá. Framsögumaður er Örn Bjarna- son, trúnaðarlæknir Ríkisspítala. Guðmundur G. Þórarinsson, stjórnarformaður Ríkisspítal- anna, flytur síðan erindi sem hann kallar „Þverstæður heil- brigðisþjónustunnar“. Að loknu kaffihléi er liðurinn „Manneldisstefna - Neyslukönn- un“ á dagskrá. Framsögumaður er dr. Laufey Steingrímsdóttir, næringarfræðingur. Þá flytur Þráinn Hafsteinsson, íþrótta- fræðingur, erindi sem hann nefn- ir „Eru íþróttir heilbrigðismál?" Um kl. 16.40 flytur Alda Hall- dórsdóttir, barnahjúkrunar- fræðingur erindi sem nefnist „Sjúk börn utan og innan sjúkra- stofnana og fjölskyldur þeirra“. Síðasti liður heilbrigðisráðstefn- unnar fjallar um öldrunarmál og mun Steinunn Sigurðardóttir, formaður samstarfsnefndar um málefni aldraðra, þá flytja erindi sem hún nefnir „Þjónusta og uppbygging á aðstöðu fyrir aldraða.“ Að loknu hverju framsögu- erindi verður ráðstefnugestum gefinn kostur á að koma með fyrirspurnir til frummælenda. Ráðstefnulok eru áætluð um kl. 17.15. Ráðstefnustjörar verða þau Unnur Stefánsdóttir og Haf- steinn Þorvaldsson. Sem sjá má hefur mjög verið vandað til dagskrár ráðstefnunnar og er full ástæða til að hvetja allt áhugafólk um heilbrigðismál að láta hana ekki fram hjá sér fara. BB.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.