Dagur - 06.10.1989, Blaðsíða 3

Dagur - 06.10.1989, Blaðsíða 3
fréttir Föstudagur 6. október 1989 - DAGUR - 3 „Þörfin fyrir þessa þjónustu er mjög brýn“ - segir Hákon Hákonarson um væntanlegan umboðsmann Húsnæðisstofnunar með aðsetur á Akureyri í fundargerð Bæjarráðs Akur- eyrar 26. september er fjallað um samþykkt húsnæðismála- stjórnar varðandi undirbúning að umboðsmannakerfi í dreif- býli. Framkvæmdastjóri Hús- næðisstofnunar var spurður um tildrög þessa máls, og sagði hann að Hákon Hákonarson, stjórnarmaður í húsnæðis- málastjórn, hefði flutt tillögu um málið á stjórnarfundi. Bæjarráð skoraði á sínum tíma á húsnæðismálastjórn að setja á fót skrifstofu umboðsmanns stofnunarinnar á Akureyri. Fé- lagsmálaráðherra óskaði einnig eftir því í bréfi til stjórnarinnar að hún ynni að því að setja á stofn umboðsmannakerfi um land allt. Á síðasta fundi Bæjarstjórnar Akureyrar lýstu bæjarfulltrúar yfir ánægju sinni með að ákveðið væri að ráðgjafa- og upplýsinga- starfsemi á vegum Húsnæðis- stofnunar yrði komið á fót á Akureyri. Hvað nánari útfærslu á starfi umboðsmanns Húsnæðisstofnunar snertir er lítið vitað, en Sigurður E. Guðmundsson, framkvæmda- stjóri stofnunarinnar, er væntan- legur til Akureyrar vegna við- ræðna við bæjarráð, eins og áður hefur verið greint frá. Hákon Hákonarson var spurð- ur að því hvaða hugmynd hann gerði sér um útfærslu á þessari þjónustu í bænum, þar sem hann átti frumkvæðið að samþykkt húsnæðismálastjórnar. Er fólksflóttiim staðreynd? Sögur um fólksflótta frá ís- landi hafa gengiö fjöllunum hærra að undanförnu og sýna tölur um lögheimilisskráningar frá Hagstofu íslands ótvírætt aö fólksflóttinn er staðreynd. Mánuöina júlí-september á þessu ári fluttu 1.132 íslenskir ríkisborgarar frá landinu á meðan aðeins 715 komu heim. Á sama tíma í fyrra fluttu 698 íslendingar til útlanda en 844 komu heim. Flestir fara til Svíþjóðar. Af þeim sem flutt hafa undanfarna mánuði fóru 498 til Svíþjóðar, 312 til Danmerkur, 118 til Noregs, 112 til annara Evrópu- landa, 72 til Bandaríkjanna og 20 til annarra landa. Það sem af er þessu ári hafa 2.845 íslendingar flutt frá landinu sem er um þúsund fleiri en á sama tímá í fyrra. Á móti komu 500 færri til landsins í ár en á sama tíma í fyrra og telja margir þetta uggvænlega þróun. En það eru ekki bara íslend- ingar sem flýja landið því erlend- Heiðrún EA farin á síld: „Bíðum og sjáum til“ „Við fengum fyrsta kastið í fyrra þann sjöunda október og ég býst ekkert við að síldin geri vart við sig fyrr í ár eða jafnvel ekki fyrr en um miðjan mán- uðinn,“ sagði Hannes Svan- bergsson, stýrimaður á Heið- rúnu EÁ-28 frá L.-Árskógs- sandi. Þegar Dagur náði tali af Heið- rúnu í gær var hún stödd út af Vopnafirði á austurleið. Ferðinni var heitið, að sögn Hannesar, inn á Seyðisfjörð og síðan var ætlun- in að leita að síld í Loðmundar- firði og inn á Mjóafirði. Fáir bátar hafa enn sem komið er haldið á miðin en þó hefur heyrst af Stafnesi KE-130 og Guðmundi Kristni SU-404. Þeir hafa lítið orðið varir við síldina og bíða átekta. „Þetta kemur allt. Maður verður bara að bíða og sjá til,“ sagði Hannes. óþh DAGIIR Alíurcyri S 96-» Norðlenskt dagblað um ríkisborgurum sem flytja frá Iandinu fjölgar líka. í ár hafa um 200 fleiri útlendingar flutt frá landinu en á sama tíma í fyrra og um 400 færri flutt til landsins. I þessu sambandi er vert að taka tillit til þess að í fyrra komu óvenju margir útlendingar til landsins. Þeim fjölgaði milli áranna 1987 og 1988 úr 728 í 1.533. Ofangreindar upplýsingar ber að taka með þeim fyrirvara að þær eru miðaðar við skráningar- dag flutnings í þjóðskrá, en ekki þann dag sem flutningurinn átti sér stað. Þá eru allar skráningar taldar en stundum er sami flutn- ingur skráður oftar en einu sinni ef fleiri en ein tilkynning bersl. Þá má telja líklegt að stór hluti brottfluttra íslendinga á haustin séu að halda til náms erlendis um stundarsakir. VG Hús Bernörou Alba í brennidepli: Á dagskrá hjá LA og Þjóðleikhúsinu - Þá sýndi Sjónvarpið samnefnda kvikmynd Laugardaginn 14. október frumsýnir Leikfélag Akureyrar Hús Bernörðu Alba eftir spænska leikskáldið Garcia Lorca. Það hefur vakið athygli fólks að sama verk er á dagskrá í Þjóðleikhúsinu um jólin og þá sýndi Sjónvarpið nýverið sjónvarpskvikmynd eftir þessu sama leikriti. Þarna er um sérkennilega tilviljun að ræða. Sjónvarpið var með heimilda- þætti um Garcia Lorca á dagskrá í haust og sýndi einnig spænska sjónvarpskvikmynd sem gerð var eftir leikritinu Hús Bernörðu Alba. Mörgum þótti myndin þung en þó hrífandi og áhuga- verð. Sigurður Hróarsson, leikhús- stjóri Leikfélags Akureyrar, sagði í samtali við Dag að hann hefði ekki horft á umrædda sjón- varpsmynd og raunar hefði hann verið mjög óánægður með þá ákvörðun Sjónvarpsins að sýna þessa mynd svo skömmu fyrir frumsýningu hjá Leikfélagi Akureyrar. Á hinn bóginn benti hann á að þetta leikverk Lorcas væri alls ekki sniðið fyrir kvik- myndun heldur fyrst og fremst leiksvið. En hvers vegna er Hús Bern- örðu Alba bæði á verkefnaskrá Leikfélags Akureyrar og Þjóð- leikhússins? Sigurður sagði að það væri tilviljun, leikfélögin hefðu ekkert vitað um verkefna- valið hvort hjá öðru. Hins vegar hefði Leikfélag Akureyrar verið fyrra til að ganga frá sýningarrétti á þessu verki og því hefði Þjóð- leikhúsið hæglega getað liætt við áform sín. Þess í stað fengu þeir nýjan þýðanda og skýrðu leikrit- ið upp og heitir það Heimili Vernhörðu Alba í uppfærslu Þjóðleikhússins. „Það er samt mikill áhugi fyrir sýningunni hjá okkur og það er orðið fullt á frumsýninguna. Einnig veit ég til þess að áhuginn er töluverður fyrir sunnan þannig að ég vonast til að þessi merki- lega tilviljun setji ekki strik í reikninginn hjá okkur,“ sagði Sigurður. SS Lágmarksverð á sfld til frystingar og söltunar - frjáls verðlagning á sfld og sfldarúrgangi til bræðslu Á fundi Verðlagsráðs sjávar- útvegsins þann 3. okt. s.l., varð samkomulag um eftirfar- andi lágmarksverð á síld til frystingar og söltunar á síldar- vertíð haustið 1989. Síld 33 cm og stærri kr. 10.70 pr. kg, síld 30-33 cm kr. 9.00 pr. kg og síld 25 cm að 30 cm kr. 5.00 pr. kg. Greitt verður 10% ála_g á ofan- greint verð á síld sem kæld er í kössum eða körum og hæf er til vinnslu. Verðið er uppsegjanlegt frá 1. nóv. með viku fyrirvara. Þá var á fundi Verðlagsráðs þann 4. okt., samkomulag um að gefa frjálsa verðlagningu á síld og síldarúrgangi til bræðslu á síldar- vertíð haustið 1989. Hákon Hákonarson sfjórnarmaður í húsnæðismálastjórn. „Mfnar hugmyndir eru að Akureyringar og Norðlendingar eigi þess kost að snúa sér beinf til fulltrúa Húsnæðismálastofnunar í bænum, til að fá upplýsingar, ráðgjöf og annað það sem lýtur að húsnæðismálum og er verkefni stofnunarinnar. Ég held að óhætt sé að fullyrða að við sem höfum starfað fyrir verkamannabústaða- kerfið á Akureyri á undanförnum árum höfum fundið það manna best hversu brýn þörfin er fyrir þessa þjónustu. Það er einlæg von okkar í húsnæðismálastjórn að þetta muni einfalda og bæta þá þjónustu sem stofnunin veitir Akureyringunt og öðrurn þeim sem kunna að vilja sækja þjón- ustu í þessum efnum til Ákureyr- ar en ekki til Reykjavíkur. Von- andi er þetta upphafið að víð- tækri og öflugri þjónustu Hús- næðisstofnunar ríkisins við fólk utan Stór-Reykjavíkursvæðis- ins," sagði Hákon Hákonarson. EHB Leiðrétt auglýsing um lausar stöður heilsugæslulækna í auglýsingu ráðuneytisins frá 12. september 1989 um lausar stöður heilsugæslulækna var auglýst laus til umsóknar önnur staða heilsu- gæslulæknis á Höfn í Hornafirði H2 frá og með 1. janúar 1990. Hér var um misritun að ræða, því standa átti frá og með 1. ágúst 1990 og leiðréttist það hér með. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 2. október 1989. Nýkomnar Hyundai (Hondæ) tölvur á ævintýralegu verði. Kynning á föstudag og laugardag frá kl. 10-16. Sérstakt kynningarverð. Frá kr. 59.911,- með Samráðshugbúnaði. Kaupvangsstræti 4 sími 26100 • Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.