Dagur - 06.10.1989, Blaðsíða 4

Dagur - 06.10.1989, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 6. október 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), KARL JÓNSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Skilaboð til stjómvalda frá hinum almenna neytanda Fyrir skömmu voru birtar niðurstöður úr merki- legri skoðanakönnun sem Neytendasamtökin gengust fyrir. Spurt var um afstöðu manna til þeirrar landbúnaðarstefnu sem hér hefur verið rekin á undanförnum árum. Niðurstaðan er í senn afdráttarlaus og merkileg: Nær átta af hverjum tíu eru andvígir þeirri landbúnaðar- stefnu sem nú er fylgt - en 70% þessa sama hóps viU samt sem áður ekki að landbúnaðarvörur verði fluttar inn. í fljótu bragði mætti ætla að þarna væri um alvarlega þversögn að ræða. Svo er þó ekki. Þorri almennings er í fyrsta lagi ánægður með gæði íslenskra landbúnaðarvara og vill af þeim sökum eindregið að framleiðslu þeirra verði haldið áfram. í öðru lagi virðist fólk almennt gera sér grein fyrir því að sú verðlagning landbúnaðar- vara, sem nú er við lýði, er langt í frá hafin yfir gagnrýni. Verð á landbúnaðarvörum er einfald- lega allt of hátt og það má örugglega lækka með ýmsum ráðum. Ríkið hefur t.d. dregið mjög úr niðurgreiðslum landbúnaðarvara á undanförnum árum. Niðurgreiðslurnar eru nú lítið annað en endurgreiðsla á þeim söluskatti sem af þeim er innheimtur. Það kom t.d. fram í fréttum á dögun- um að tekjur ríkisins af mjólk og mjólkurafurðum eru nú nokkru hærri en sem nemur niðurgreiðsl- um þessara vara. Vegna minnkandi niður- greiðslna hefur verð landbúnaðarvara tii almenn- ings því hækkað. Flestum er einnig ljóst að með hagræðingu og hertu verðlagseftirliti má ná nið- ur milliliðakostnaði og í sumum tilfellum óeðli- lega hárri smásöluálagningu. Það er ánægjuleg staðreynd að almenningur í landinu hefur ekki látið blekkjast af fagurgala innflutningspostulanna. Þótt innflutningur land- búnaðarvara yrði leyfður, væri það engin trygg- ing fyrir því að verð landbúnaðarvara lækkaði, þegar til lengri tíma er litið. Tjónið sem slík ákvörðun myndi valda í íslenskum efnahags- og atvinnumálum yrði hins vegar ómælt og í raun óyfirstíganlegt. En skilaboð hins almenna neytanda til stjórn- valda eru skýr: Hann vill að agnúar þeirrar land- búnaðarstefnu sem nú er fylgt verði skornir af. Hann neitar að greiða niður verð landbúnaðar- vara sem fluttar eru úr landi. Hann krefst þess að leitað verði allra leiða til að ná fram aukinni hag- ræðingu í landbúnaðarkerfinu í heild sinni, ekki bara hjá framleiðendum heldur einnig þeim sem annast dreifingu, fullvinnslu og sölu landbúnað- arvara. Forgangskrafa hins almenna neytanda er skýr: Lækkið verð á landbúnaðarvörum sem mest og sem fyrst. Sú krafa er fuUkomlega eðlileg. BB. Menntaskólinn á Akureyri settur í 110. sinn: „Vlenntun er ekki ein- göngu skólalærdómur“ - kaflar úr setningarræðu Jóhanns Siguijónssonar, skólameistara „Á því starfsári sem nú er að hefjast eru nokkur tímamót í sögu Mennta- skólans á Akureyri því nú hefst hundraðasta og tíunda starfsár skól- ans og sextugasta starfsár frá því skólinn fékk réttindi sem mennta- skóli. Á þessu hausti eru einnig 85 ár frá því að skólahald hófst í þessu húsi. Pann 1. október 1904 setti Jón Hjaltalín skóla á þessum stað og voru þá 68 nemendur í skólanum. Að þessu sinni má segja að skóla- árin nái saman hjá okkur. Síðustu haustprófum lauk í gær. Áhrifa verk- fallsins síðastliðið vor gætir því enn og ekki er séð fyrir endann á afleið- ingum þess. Gengi nemenda í haustprófum var svipað og vænta mátti. Margir hafa nýtt sumarið til undirbúnings próf- anna, aðrir ekki. Haustpróf eru slæmur kostur. Sumarið á að nýtast nemendum til tekjuöflunar og hvíld- ar frá námi, þannig að þeir komi endurnærðir til vetrarstarfsins. Standi stjórnvöld við fyrirheit sín um bætt kjör kennara, er von til að vinnufriður verði í skólunum næstu árin því vinnufriður er undirstaða farsæls skólastarfs. Mikil aðsókn að skólanum Eins og undangengin ár er aðsókn að skólanum á þessu hausti miklum mun meiri en hægt er að anna. Nemendur í dagskóla verða 585 og er það nokkru fleiri en í fyrra. Stúlkur eru 344 en piltar 241 og er það nánast sama hlutfall kynja og verið hefur í mörg ár. Nemendur koma úr öllum kjördæmum landsins og er svipað hlutfall nemenda frá Akureyri og Norðurlandi eystra og undanfarin ár. Þrengsli í skólanum eru mikil og læt- ur nærri að það kennsluflatarmál sem skólinn hefur yfir að ráða sé réttur helmingur af því sem staðlar gera ráð fyrir. Því ríður á að nemendur og kennarar sýni tillitssemi og leggi áherslu á að starfið gangi snurðulaust fyrir sig því þröngt mega sáttir sitja. f tvö ár hafa skólastjórnendur reynt að fá fjárveitingu til byggingar viðbótarhúsnæðis tilkennslu en lítið orðið ágengt. Öldungadeild lögð niður Þrátt fyrir fjölgun nemenda í dag- skóla, er líklegt að heildarfjöldi nemenda í skólanum verði svipaður og á síðasta ári. Stafar það afþvíað nú hefur sú ákvörðun verið tekin að leggja niður öldungadeild við skól- ann. Öldungadeild hefur verið starf- rækt frá haustinu 1975 og var aðsókn að henni góð framan af. Seinustu árin hefur aðsókn minnkað verulega og hópastærðir verið talsvert undir lágmarksviðmiðunum menntamála- ráðuneytisins. Þeim nemendum öldungadeildar sem komnir voru vel á leið í átt að stúdentsprófi verður gert kleift að Ijúka námi sínu hér á næstu tveimur árum. Það er mér lítið ánægjuefni að þurfa að taka þessa ákvörðun, en þegar fjöldi þeirra nemenda sem stundar fullt nám við öldungadeild- ina og stefnir að stúdentsprófi er kominn niður fyrir 30, verður að horfast í augu við þá staðreynd að grundvöllur deildarinnar er brostinn. Allir nemendur skólans starfa nú eftir námsskrá menntamálaráðuneyt- isins frá 1987 og er því lágmarkseink- unn í hverjum áfanga 5. Aðrar breyt- ingar sem orðið hafa með hinni nýju námsskrá eru að námið er orðið tals- vert bundnara en áður. Stöðugt fjölgar þeim einingum sem bundar eru í námslýsingum einstakra brauta, en að sama skapi fækkar þeim ein- ingum sem nemendur geta ráðstafað að eigin vali. Er það vissulega umhugsunarefni, hvort hér stefni í rétta átt, eða hvort eina ferðina enn verði að breyta um stefnu, þó svo að námsskráin sé aðeins þriggja ára gömul. Og reyndar er endurskoðun á innra starfi skólanna þegar hafin. í nýjum framhaldsskólalögum stendur að framhaldsskólinn skuli vera fyrir alla. Ef svo á að verða er ljóst að ein- hverjir eða allir framhaldsskólarnir verða að breyta verulega náms- framboði sínu eða kröfum til náms- getu. Tillögur að reglum um innra starf skólanna, sem nú eru til kynn- ingar og umræðu meðal framhalds- skólakennara, gera ráð fyrir mjög auknu vali nemenda og skóla en leggja jafnframt áherslu á aukið fag- legt og fjárhagslegt sjálfstæði skól- anna. Þannig opnast því væntanlega leiðir til þess að framhaldsskólarnir í landinu verði fjölbreyttari og ólíkari Hvað er oð gerpst Skákfélag Akureyrar: Mirniingamót um Júlíus Bogason byijar í kvöld Minningamót um Júlíus Boga- son, hið 13. í röðinni, hefst í kvöld kl. 19.30 og stendur fram á mánudag. Tefldar verða sjö umferðir eftir Monradkerfi og fyrstu tvær umferðirnar er umhugsunartími 20 mínútur á keppanda en síðan er einn og hálfur tími á 36 leiki og þálftími til að ljúka skákinni. Fyrstu þrjár umferðirnar verða tefldar í kvöld og hefst tafl- mennskan kl. 19.30 í húsakynn- um Skákfélags Akureyrar Þing- vallastræti 18. Þrjár umferðir verða síðan tefldar á morgun og á sunnudag. Sjöunda og síðasta umferð verður tefld á mánudags- kvöldið. Eins og áður segir er minninga- mót um Júlíus nú haldið í 13. skipti og hafa eftirtaldir skák- menn unnið það í tvígang: Jón Árni Jónsson, Gylfi Þórhallsson, Þór Valtýsson og Ólafur Krist- jánsson, en sá síðastnefndi er nú handhafi bikarsins. Öllum skákáhugamönnum er heimil þátttaka og þarf ekki að tilkynna þátttöku fyrirfram, það eina sem menn þurfa að gera er að mæta á staðinn í kvöld. hver öðrum, geti þá hver fyrir sig haft eitthvert sérkenni, eitthvert sér- stætt námsframboð, sem nemendur sækjast eftir. Sterk staða Menntaskólans á Akureyri Augljóst er að á næstu árum verður nokkur samkeppni meðal skólanna um að laða til sín nemendur. Nýir framhaldsskólar hafa verið stofnaðir og aðrir eru enn í uppbyggingu. Ein- staklingum í hverjum árgangi fer fækkandi fram undir aldamót þannig að þó svo að eitthvað hærra hlutfall úr hverjum árgangi fari í framhalds- nám, ætti að verða nóg rými fyrir alla sem í framhaldsskóla vilja fara. í niðurstöðum könnunar á náms- gengi og fráhvarfi í Háskóla íslands, sem birtar voru í síðustu viku kemur fram að staða Menntaskólans á Ak- ureyri er afar sterk. Fráhvarf nem- enda með stúdentspróf frá þessum skóla er í lægsta flokki. Mjög gott samræmi er á milli einkunna á stúd- entsprófi og gengi í Háskólanum, þannig að það mat sem kennarar Menntaskólans leggja á nemendur sína virðist raunhæft. En það lifir enginn á fornri frægð. Nú sem alla tíð verða nemendur og kennarar að leggja sig alla fram um að halda þeirri forystu sem Menntaskólinn á Akureyri hefur. Þessa dagana eru að sjá dagsins ljós reglugerðir við Lög um framhalds- skóla frá í maí 1988 og Lög um breyt- ingu á lögum um framhaldsskóla frá í maí 1989. Margt í þessum reglugerðum er til fyrirmyndar og framfara fyrir fram- haldsskólana en einhvern veginn finnst mér að hugmyndin um aukið sjálfstæði og frelsi skólanna hafi týnst eða gleymst þegar reglugerðirnar voru samdar því menntamálaráðu- neytið gefur út námsskrá, mennta- málaráðuneytið hefur eftirlit með inntaki náms og kennslu og fylgist með árangri hennar, menntamála- ráðuneytið hefur forgöngu um þróun skólastarfs, menntamálaráðherra skipar formann skólanefndar og svo framvegis og svo framvegis. Sýnist mér að um margt hafi hugmyndin um aukið sjálfstæði skólanna snúist í andhverfu sína hvernig svo sem raunveruleikinn verður þegar á reyn- ir. Húsavík: Jazz á föstudag Tríó Guðmundar Ingólfssonar leikur á Hótel Húsavík föstu- daginn 6. okt. nk., á vegum Jazzþings, félags áhugamanna um jasstónlist. Jazzþing er að hefja sitt 4. starfsár, og aö sögn stjórnarmanna í félaginu bendir allt til þess að það verði ekki síðra en hin fyrri. Stefnt er að því að fá til Húsavíkur þekkta jazzhljómlistarmenn. Léttsveit Húsavíkur æfir á fullu undir stjórn Sandy Miles. NA 12 (Jazzkórinn) er að æfa nýja efnisskrá þ.á m. rokk- lagasyrpu en kórinn syngur jazz, rokk o.fl. Stjórnandi NA 12 er David Thompson. Ýntis- legt fleira er á döfinni sem nánar verður greint frá síðar. Nýir félagar í Jazzþing eru ávallt velkomnir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.