Dagur - 06.10.1989, Síða 7
Föstudagur 6. október 1989 - DAGUR - 7
kjarna þarf að tryggja undirstöð-
ur atvinnulífsins á staðnum. í því
sambandi má lengi um það deila
hversu mikil vítamínsprauta stór-
iðja er. Vel hefur verið staðið að
uppbyggingu ýmissa smáiðnað-
arfyrirtækja á Akureyri og ég tel
æskilegast að byggja áfram upp
fjölþættan iðnað. Ég held að
mannlífið verði þannig betra.
Hins vegar höfum við ekki efni
á því að hafna álbræðslu eða ein-
hverri annari stóriðju við Eyja-
fjörð af hugsjónaástæðum ein-
um, en til slíks fyrirtækis verður
að gera afar strangar kröfur, t.d.
hvað varðar hreinlæti.
Ég er ekki ósammála iðnaðar-
ráðherra um mikilvægi stóriðju
en ég vara við að leita lausnar í
því einu. Menn mega ekki
gleyma þeim atvinnugreinum
sem fyrir eru, landbúnaði, sjávar-
útvegi og tækniiðnaði, svo eitt-
hvað sé nefnt.
Blönduvirkjun verður vonandi
einhvern tíma nýtt til fullnustu en
ég er sammála því að þær spár
sem lágu að baki byggingu
hennar, auk óskhyggju sumra um
stóriðju, hafa meira og minna
reynst rangar. Blönduvirkjun
verður ekki fullnýtt fyrr en um
aldamót án orkufreks iðnaðar og
það er óskaplega dýrt að byggja
svona fyrirtæki og nýta það ekki
nema að hluta. En hitt er það að
ef álbræðsla verður byggð hér
syðra kemur Blönduvirkjun til
með að nýtast fyrr. En án orku-
freks iðnaðar verður að segjast
eins og er að Blönduvirkjun er
mistök."
Fimm milljaröa
skuldbreyting
Atvinnutryggingasjóður útflutn-
ingsgreina og síðar Hlutafjár-
sjóður voru settir á stofn til þess
að „bjarga útflutningsatvinnu-
vegunum frá stöðvun", eins og
það var kallað. Ríkisstjórnin
sagði fyrir tæpu ári að sjóðirnir
þyrftu að ljúka ákveðnu verkefni
til að koma í veg fyrir hrun
atvinnuveganna og síðan yrðu
þeir aflagðir. Steingrímur segir
að sjóðirnir hafi ekki að fullu lok-
ið ætlunarverki sínu en skuld-
breyting þeirra nemi nú um 5
milljörðum króna sem sé mesta
skuldbreyting hér á landi til
þessa.
„Þessir sjóðir verða ekki lagðir
niður því þeir eiga orðið svo
miklar eignir. Talað var um að
verja tiltekinni upphæð í þessu
skyni og við töldum að með því
mætti ljúka ákveðnu verkefni,
annars vegar skuldbreytingu og
hins vegar eiginfjárstyrkingu
fyrirtækja. Þetta fjármagn er nú
búið og Atvinnutryggingasjóður
telur að hann hafi nokkurn veg-
inn lokið sínu verkefni, þurfi 5-
600 milljónir í viðbót. Af fimm
milljarða skuldbreytingu eru 800
milljónir í hagræðingarlán.
Hlutafjársjóður er búinn að sam-
þykkja frá sér um 600 milljónir í
hlutafjáraukningu.
Með þessu hefur tekist að bæta
rekstrarstöðu útflutningsatvinnu-
veganna verulega. Ég tel að sam-
stillt átak með stofnun þessara
sjóða, lækkun á raungengi krón-
unnar og tímabundinni aðstoð í
gegnum Verðjöfnunarsjóð hafi
tekist ótrúlega vel, sérstaklega
þegar haft er í huga að fiskvinnsl-
Myndir: KL
an sagði á haustmánuðum í fyrra
að frystihúsin myndu ekki fara í
gang eftir áramótin. Verslunar-
ráðið sagði að 5000 manns yrðu
án atvinnu. Ekkert af þessu hefur
ræst.“
Þróunin að snúast við
„Það er hins vegar rétt að fram
að þessu hefur verið að ganga á
eigið fé fyrirtækja en ég held að
þetta sé að snúast við, a.m.k.
bendir meðaltal sem Þjóðhags-
stofnun gefur upp til afkomu í
kringum núllið. Ég er ekki að
segja að það sé nóg. Menn eru
loks að átta sig á því að fjármagn-
ið hefur hér leikið lausum hala.
Það eru að mínu mati mjög
athyglisverðar upplýsingar sem
mér tókst að ná á dögunum um
að arður af innlendum útlánum
umfram verðbólgu á síðasta ári
hafi verið 23 milljarðar króna.
Tuttuguogþrír milljarðar króna
renna frá þjóð sem býr við
minnkandi þjóðartekjur inn í
allskonar sjóði, banka, lífeyris-
sjóði o.s.frv. Sumt af þessu er
byggt á erlendum lánum og renn-
ur úr landi. Við höfum ekki efni á
þessu. Menn geta spurt sig hvað
hefði skeð ef helmingur af þessu
fjármagni hefði fengið að vera
eftir í atvinnulífinu. Mitt svar er
að hér væri allt annað ástand en
nú.
Fiskveiðasjóður hefur verið
mjög tregur til að taka þátt í
skuldbreytingu sjávarútvegsfyrir-
tækja. Það er stórhættulegt ef
sjóður eins og Fiskveiðasjóður
fer ekki eftir markmiðum ríkis-
stjórnar á hverjum tíma. Ef hann
hefði t.d. verið fús að taka þátt í
að finna lausn á málefnum
Patreksfirðinga væri þar ekki
ástatt eins og nú og þá sæti Fisk-
veiðasjóður ekki uppi með frysti-
hús sem er honum einskis virði.
Hagsmunaaðilar ráða ferðinni
í Fiskveiðasjóði og það er afar
undarlegt að formaður LÍÚ og
formaður Farmanna og fiski-
mannasambandsins skuli ekki
fáanlegir til þess að skoða þessa
hluti frá öðru en peningalegu
sjónarhorni. Vitanlega er æski-
legt að sjóðsstjórnir hafi sjálf-
stæða skoðun og ráðherra á ekki
að ákveða einstakar lánveitingar,
en að lokum verður stefnumörk-
un ríkisstjórnar og Alþingis að
ráða. Það kemur vissulega til
greina að stokka þetta kerfi upp
en til þess þarf Iagabreytingu.“
Hef áhyggjur af
kvótakaupum
Núverandi kvótakerfi í sjávar-
útvegi hefur sætt mikilli gagnrýni
á undanförnum árum. Einkum
hafa hagsmunaaðilar í sjávar-
útvegi á Vestfjörðum gagnrýnt
kvótann og gefið honum langt
nef og sagt að hann bjóði upp á
misnotkun sem leiði til eyðingar
byggðar á stórum landssvæðum. í
þessu sambandi er einkum vísað
til þess að fjársterkum aðilum sé
það opið að kaupa upp kvóta og
„ræna“ litlum sjávarplássum lífs-
björginni. „Ég hef af því miklar
áhyggjur að kvótinn safnist á
hendur fjársterkra aðila,“ segir
forsætisráðherra um þetta atriði.
„Ég bendi til dæmis á að úr mínu
kjördæmi, Reykjaneskjördæmi,
hefur að undanförnu farið mikill
kvóti. Sem dæmi hefur Grinda-
vík misst 12 báta. Fjársterkir
aðilar á ísafirði hafa keypt fjöl-
marga báta með kvóta til úreld-
ingar og Samherji á Akureyri
hefur einnig gert það í ríkum
mæli. Kerfi sem bíður upp á
þetta er vissulega gallað og nú er
verið að fjalla um hvernig eigi að
sporna gegn þessu."
Kvótakerfið í uppskurð
„Kvótakerfið í sjávarútvegi þarf
endurskoðunar við og í sjávar-
útvegsráðuneytinu fer nú fram
mikil vinna í því skyni. En áður
en álit ráðuneytisins og fjöl-
margra nefnda um kvótakerfið
liggur fyrir ætla ég mér ekki að
kveða upp úr um það.
Komið hefur til tals að fisk-
vinnslan fái hlutdeild í aflanum
og það finnst mér koma vel til
greina. Þá hefur einnig verið rætt
um að sveitarfélög hafi forkaups-
rétt á skipum. Gallinn við það er
sá að sveitarfélögin hafa í mörg-
um tilfellum ekki fjárhagslegt
bolmagn til að kaupa þau. Gott
dæmi um þetta er Patreksfjarðar-
togarinn Sigurey.
Fjárfestingin í sjávarútvegi var
gífurlega mikil á árunum 1985-
1987. Þá fjölgaði vinnslutogurum
á sjó um tæplega tuttugu. Það var
auðvitað algjört brjálæði og sjáv-
arútvegurinn er enn með timbur-
menn út af því. Ég vil ekki loka á
að sjávarútvegsfyrirtæki endur-
nýi og hagræði í vinnslunni, t.d.
að koma upp svonefndum flæði-
línum. Hins vegar eru byggingar
nýrra frystihúsa fásinna.“
Ekki tekist nógu vel
í vaxtamálum
Það er sama hvaða forsvarsmað-
ur atvinnufyrirtækis í landinu á í
hlut. Allir eru þeir sammála um
að eitt helsta mein atvinnulífs sé
alltof hátt vaxtastig, fjármagnið
sé of dýrt og brjóti smám saman
niður undirstöður fyrirtækjanna.
Steingrímur segist geta fallist á
það að stjórnarflokkunum hafi
ekki tekist að lækka vextina eins
og stefnt var að. „Þessari ríkis-
stjórn hefur ekki tekist nægilega
vel upp í vaxtamálunum. Okkur
hefur að vísu tekist að lækka
raunvexti að meðaltali úr 10,3% í
8% og breytingin á lánskjaravísi-
tölunni var mjög áhrifarík. Engu
að síður tel ég, miðað við mikla
arðtöku fjármagnsins, að meira
þurfi að gera. Ég tel að ríkisvald-
ið verði enn að taka þarna til
hendinni og frá því þurfi að koma
fyrirmæli í stað tilmæla.
Það er vissulega hægt að ná
vöxtunum niður en þarna eru
mörg ljón í veginum. Ég nefni í
fyrsta lagi að kostnaður banka-
kerfisins er alltof hár, líklega tvö-
faldur miðað við önnur vestræn
ríki. í öðru lagi getum við ekki
borgað svo háa vexti á sparifé.
Við getum ekki borgað að meðal-
tali yfir 3% á sparifé, 1-2% væri
nær lagi.
Seðlabankinn hefur alla mögu-
leika til þess að hafa hemil á
vaxtastiginu með fyrirskipun. En
það þýðir að hann verður að
liggja yfir hlutunum og ég sakna
þess að okurlögin skuli ekki vera
í gildi en ég hygg að ég hafi ekki
meirihluta fyrir þeim við núver-
andi aðstæður.
Það eru mismunandi áherslur í
ríkisstjórninni um leiðir í þessu
en ég vil ekkert um skoðanir
einstakra ráðherra segja.“
Þarf róttæka hagræðingu
í landbúnaði
Samkvæmt nýbirtri könnum á
vegum Neytendasamtakanna er
fólki hjartfólgnast í dag að verð á
brýnustu nauðsynjuvörum, eink-
um þó lambakjöti, lækki veru-
lega. Steingrímur segir að virðis-
aukaskattskerfið geri ráð fyrir
tveimur þrepum og að nauðsynja-
vörur verði í neðra þrepi. Þannig
náist allt að 10% lækkun þessara
vara um áramót.
„Annað sem ég tel afar brýnt
er róttæk hagræðing í landbúnað-
inum. Það á tvímælalaust að hafa
sauðfjárræktina þar sem hún er
hagkvæmust og mest þörf fyrir
hana. Ég vill nefna sem dæmi
Strandasýslu og Norður-Þingeyj-
arsýslu í þessu sambandi. Þar er
ofbeit minnst og dilkarnir þungir.
Bændasamtökin eru sem betur
fer farin að taka undir þessi sjón-
armið.
Svo er spurningin hvort hægt
sé að ráðstafa niðurgreiðslunum
betur, t.d. beint til bænda. Þetta
er allt í skoðun.
Menn eru nú loksins að vakna
til vitundar um að sláturhúsum
verður að fækka. Þau á að gera
að hlutafélögum. Bændur eiga að
mínu viti að taka þátt í rekstrin-
um og ég vil sjá sameiningu Slát-
urfélags Suðurlands og Afurða-
deildar Sambandsins í einn kjöt-
markað.“
Klórað í bakkann með
hagræðingu og samruna
Forsætisráðherra segir að mörg
járn séu í eldinum hjá ríkisstjórn-
inni og tíminn verði að leiða í ljós
hvernig til takist. Meðal annars
sé nú unnið hörðum höndum að
mótun atvinnustefnu til frambúð-
ar því þó vandamálin séu ærin í
dag megi menn ekki gleyma
atvinnuuppbyggingu fyrir næstu
áratugi. „Ég held að næsta ár
verði erfitt í efnahagslífinu hér
og það verður höfuðborginni erf-
iðara en landsbyggðinni. Krepp-
an sem landsbyggðin hefur þegar
gengið í gegnum er nú að lenda á
þjónustufyrirtækjunum.
Á höfuðborgarsvæðinu er fyrir-
sjáanlegir miklir erfiðleikar í
versluninni og ég sé þar fyrir stór-
aukinn fjölda gjaldþrota. Að
sama skapi verður atvinnuástand-
ið á höfuðborgarsvæðinu erfiðara
en í dreifbýlinu. Menn klóra í
bakkann með hagræðingu og
samruna fyrirtækja. Ég hygg að
eftir erfitt ár 1990 snúist þróunin
smám saman við.
Ég er ekki smeykur við átök á
vinnumarkaði á næsta.ári. Laun-
þegahreyfingunni er vel ljóst
hvernig ástandið er.“ óþh