Dagur - 10.10.1989, Blaðsíða 4

Dagur - 10.10.1989, Blaðsíða 4
4 - ÐA&UB! - í»riöíudagunflQ; oktÁbftM989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), KARL JÓNSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNUSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Alvarlegur hagsmuna-^ árekstur í miöstjóm ASÍ Sú ákvörðun fulltrúa Verkamannafélagsins Dagsbrúnar í Reykjavík, að sitja ekki fleiri fundi í miðstjórn Alþýðusambands íslands á þessu ári, hefur vakið verðskuldaða athygli almennings. Það er ekki síst ástæðan að baki þessarar ákvörðunar fulltrúa Dagsbrúnar í miðstjórn ASÍ sem er athygli- og umhugsunarverð. Á mið- stjórnarfundi í Alþýðusambandinu í síðustu viku báru fulltrúar Dagsbrúnar fram tillögu þar sem vaxtahækkun einkabankanna um síðustu mán- aðamót var harðlega mótmælt. Þar segir að hlut- ur Alþýðubankans, sem gekk einna lengst í vaxtahækkununum, hæfi ekki banka sem kenni sig við alþýðuna. Þar segir jafnframt að Ásmundi Stefánssyni, formanni bankaráðs Alþýðu- bankans, sé skyldara að vinna gegn hækkun af þessu tagi en að verja hana opinberlega eins og hann hafi gert. Þessi tillaga var felld og urðu harðvítugar deilur um niðurlag hennar, þ.e. þátt Ásmundar Stefánssonar, forseta ASÍ. Það er ekki að furða þótt stjórn Dagsbrúnar hafi lýst undrun sinni á afstöðu miðstjórnar ASÍ í máli þessu. Fram til þessa hefur það verið yfir- lýst stefna verkalýðshreyfingarinnar að lækka vexti, enda almennt viðurkennt að vaxta- kostnaður er á góðri leið með að sliga fjölmörg fyrirtæki í landinu. Þar með er atvinnuöryggi fjöl- margra umbjóðenda verkalýðsforystunnar stefnt í voða. Með því að fella tillögu sem fól í sér fordæmingu á ótímabærri vaxtahækkun einka- bankanna, kveður heldur betur við nýjan tón hjá miðstjórn Alþýðusambands íslands. Sú spurning er áleitin hvort miðstjórnin sé með þessu að gæta hagsmuna umbjóðenda sinna, þ.e. hins almenna launþega. Þetta mál er eitt skýrasta dæmið sem upp hef- ur komið á síðari árum um alvarlegan hags- munaárekstur. Ásmundur Stefánsson getur ekki - frekar en nokkur annar - samtímis gegnt em- bætti forseta Alþýðusambands íslands og stöðu formanns bankaráðs, hvorki í Alþýðubanka né hinum nýja sameinaða íslandsbanka. Samt sem áður gegnir hann báðum þessum embættum. Það er gömul saga og ný að ekki er hægt að þjóna tveimur herrum samtímis, svo vel sé. Sami maður getur ekki barist fyrir vaxtalækkun sem umbjóðandi launþeganna og vaxtahækkun sem umbjóðandi þeirra sem varðveita fjármagnið og ávaxta það. Hann verður að taka afstöðu með öðrum hvorum. Ásmundur Stefánsson kaus að verja vaxta- hækkunina. Meirihluti miðstjórnar ASI kaus að standa með leiðtoga sínum. Miðstjórn Alþýðu- sambands íslands er þar með komin í vont mál. Viðbrögð stjórnar Dagsbrúnar eru fullkomlega eðlileg. Verkalýðshreyfingin í heild þarf að taka fjármálavafstur sitt til gaumgæfilegrar athugun- ar og umræðu. Hún getur ekki setið báðum meg- in við borðið í þessu máli fremur en öðrum. BB. Aftari röð frá vinstri Kristbjörg Antonsdóttir, bæjarstjórafrú, Sigfús Jónssson, bæjarstjóri á Akureyri, Magnús Gauti Gautason, kaupfélagsstjóri KEA og eiginkona hans Hrefna Torfadóttir. Sitjandi eru Borghildur Jónsdóttir og Jakob Frímannsson. Jakob Frimannsson og Borghildur Jónsdóttir með fyrrum bæjarfulltrúum á Akureyri. Standandi frá vinstri: Helgason, Bragi Sigurjónsson, Stefán Reykjalín, Steindór Steindórsson, Steingrímur Aðalsteinsson og Ingólfur Arnason. lesendohornið Óstjóm eða... ? Um er að ræða Útgerðarfélag Akureyringa. Ekki alls fyrir löngu las ég í Degi að atvinnu- málanefnd Akureyrarbæjar hefði komið að máli við stjórnendur Ú.A. þar sem hún fór þess á leit við þá að þeir reyndu að halda uppi atvinnu hjá fyrirtækinu út árið. Og hvernig bregðast þeir við? Sjósókn er nú svo stíf að kvótasparnaðarstopp Útgerðar- Dalvíkingur hringdi. „Ég má til með að gera grín að bæjaryfirvöldum á Dalvík. Nú er svo komið að við megum ekki henda rusli á ruslahauga í Ólafs- fjarðarmúla nema eftir ströngu prógrammi. Ruslahaugar Dalvíkurborgar eru lokaðir á sunnudögum, opnir á mánudögum og þriðjudögum, lokaðir á miðvikudögum og fimmtudögum en opnir á föstu- dögum og frá klukkan 11-15 á laugardögum. í „smábæ“ eins og Akureyri getur fólk losað sig við rusl þegar það kærir sig um. félagsins í sumar er í raun hlægi- legt og hefur á engan hátt tilætluð áhrif, því vel hefði mátt hafa inniverur togaranna lengri og sleppa þessu stoppi. Löngu er orðið tímabært að lengja skyldu- stopp togara í tvo og hálfan sól- arhring úr þeim 30 klst. sem það nú er. Einnig væri gaman að heyra hvernig eða hvort stjórnendur Ú.A. hafa í hyggju að hækka Annað sem má gjarnan vekja athygli á er að Dalvíkurborg er fyrsta borgin í veröldinni sem bannar allt skepnuhald á sínu umráðasvæði nema á lögbýlum. Ég er viss um að bæjaryfirvöld hafa ekki gert sér grein fyrir hvað þau voru að banna. í raun eru þau að banna að t.d. hestur megi sjást innan bæjarmarka utan lög- býla. Horfum til annarra stór- borga í heiminum. Sjáum Reykja- vík, Lundúnir og Kaupmanna- höfn. Þar eru skepnur ekki for- boðnar innan borgarmarka. Hins vegar er það bannað í stórborg- inni Dalvík." laun sjómanna hjá félaginu til jafns við aðra sjómenn í landinu. Eftir því sem ég best veit er sára- lítill kvóti eftir fyrir togarana en ef það er ekki rétt þá væri það minnsta sem þeir gætu gert að segja starfsfólki sínu frá því svo iþað viti eitthvað um hversu lengi Iþað heldur atvinnu. j Starfsöryggið er alls ekkert! Höfundur er sjómaður á einum togara Ú.A. Frá ritstjóra. Forráðamönnum Ú.A. var gef- inn kostur á að svara bréfinu hér að ofan. Þeir höfnuðu því þar sem fullt nafn höfundar fylgir ekki með. Höfundur óskaði nafn- leyndar en eins og venja er til í slíkum tilfellum hefur ritstjóri fullt nafn hans og er birting bréfs- ins því á ábyrgð höfundar þess. Dalvíkurborg: Boð og bönn í ruslamálum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.