Dagur - 10.10.1989, Blaðsíða 9

Dagur - 10.10.1989, Blaðsíða 9
8 - DAGUR - Þriðjudagur 10. október 1989 Þriðjudagur 10. október 1989 - DAGUR - 9 íþróttir Úrvalsdeildin í körfoknattleik: Þórsarar í kennslu- stund í I Iafnarílrði og Haukamir sigruðu 120:61 Þórsarar fengu heldur betur skell í Úrvalsdeildinni í körfuknattleik er þeir mættu sterku liði Hauka í Iþróttahúsinu í Hafnarfirði á sunnudaginn. Heimapiltarnir sigr- uðu 120:61 eftir að hafa verið yfir 56:27 í leikhléi. Pessi úrslit voru mikið áfall fyrir Þórsara sem höfðu gert sér þokka- legar vonir fyrir Ieikinn að standa í Skíði: Kristinn til Júgóslavíu - til æfinga Skíðakappinn Kristinn Björnsson frá Ólafsfírði dvelur nú við æfing- ar í Júgóslavíu með júgóslavneska unglingalandsliðinu. Þess má geta að Valdimar Valdimarsson skíða- maður frá Akureyri er nýkominn frá Júgóslavíu þar sem hann dvaldi um tíma við æfíngar. Kristinn mun dvelja eina viku í Júgóslavíu og mun halda þaðan til Austurríkis þar sem íslenska lands- liðið verður við æfingar. Þess má geta að starfsfélagar Kristins í Salthúsi Sigvalda Þorleifs- sonar og Haukur Sigurðsson hafa styrkt Kristinn til þessarar farar enda kostar það sitt að fara alla þessa leið til æfinga. Kristinn er síðan væntanlegur aft- ur til landsins um næstu mánaðar- mót. Haukunum. En Hafnfirðingar gáfu strax tóninn á fyrstu tveimur mínút- um leiksins og skoruðu átta stig án þess að Þórsarar næðu að svara fyrir sig. Reyndar náðu Akureyringarnir að jafna 16:16 en þar með var draumurinn búinn. Haukarnir settu í annan gír og skildu Þórsarana eftir í hlutlausum. Staðan breyttist í 29:18 á stuttum tíma og bilið jókst smám saman á milli liðanna og þegar gengið var til búningsherbergja var munurinn orð- inn 29 stig, 56:27. Ekki tók betra við í síðari hálfleik fyrir gestina. Haukarnir yfirspiluðu þá á öllum sviðum körfuboltans og var þetta svo sannarlega leikur katt- arins að músinni. Bandaríkjamaður- inn Johnatan Bow í liði Hauka fór á kostum og skoraði 21 stig á stuttum tíma og réðu Þórsararnir ekkert við hann á þeim leikkafla. Um miðjan síðari hálfleikinn var staðan orðin 81:40 og þá fóru Þórs- áhangendur í áhorfendastæðunum að forða sér úr húsinu. En Haukarnir voru ekkert að slá af undir lok leiks- ins og loktölur urðu sem sagt 59 stiga sigur, 120:61 fyrir Haukana. Hjá Þór náði enginn leikmaður sér almennilega á strik í leiknum. Dan Kennard átti þokkalegan leik í fyrri hálfleik en sást ekki í þeim síðari. Konráð átti ágæta spretti og Guð- mundur Björnsson var drjúgur í byrjun síðari hálfleiks og skoraði þá 15 fyrstu stig Þórsara. En í heild var þetta slakur leikur hjá Þórsliðinu og vilja leikmennirnir sjálfsagt gleyma þessum leik sem fyrst. Haukaliðið var mjög jafnt í þess- um leik og verður það örugglega í baráttunni um íslandsmeistaratitil- inn. Bow átti góðan leik og einnig voru þeir Henning Henningsson og ívar Asgrímsson sterkir. Annars var liðið jafnt og skiptu níu leikmenn skoruninni á milli sín. Dómarar voru þeir Jón Bender og Bergur Steingrímsson og dæmdu þeir þokkalega. Stig Hauka: J. Bow 31, Hcnning Henningsson 23, ívar Ásgrímsson 23, Pálmar Sigurðsson 9, Eyþór Árnason 9, Reynir Kristjánsson 8, Jón Arnar Ingv- arsson 7, Tryggvi Jónsson 6, ívar Webster 4. Lið Þórs: Guðmundur Björnsson 20, Konráð ósk- arsson 16, Dan Kennard 11, Eiríkur Sigurðsson 5, Björn Sveinsson 3, Jón Örn Guðmundsson 2, Þórir Guðlaugsson 2 og Ágúst Guðmundsson 2. bjb/AP Sheff. Utd. á sigurbraut Þórsarinn Jón Örn Guðmundsson og Haukamaðurinn Bow berjast um knöttinn í leiknum á sunnudaginn. Mynd. KK Akureyrarmót í kraftlyftingum: Kári stigahæstur Jóhann hlaut Framfarabikarinn Kristinn Björnsson æfir nú í Júgóslavíu. Akureyrarmótið í kraftlyftingum fór fram í íþróttahöllinni á Akur- eyri á laugardaginn. Kári Elíson vann stigakeppni mótsins í sjö- unda skipti en hann keppti í 75 kg flokki. Þó nokkrir áhorfendur fylgdust með mótinu og höfðu þeir hina bestu skemmtun af. Samtals voru sett 18 Akureyrar- met á mótinu; 4 í fullorðinsflokki og 14 í unglingaflokki, en mikil gróska er í unglingastarfi Kraftlyftingafélags Akureyrar um þessar mundir. Það var Jóhann Guðmannsson sem hlaut Framfarabikar mótsins en hann er einungis 14 ára gamall og á svo sann- arlega framtíðina fyrir sér í kraftlyft- ingum. Verðlaun fyrir bestu hnébeygjuna hlaut Flosi Jónsson en Kári Elíson hlaut verðlaun fyrir bestu bekkpress- una og bestu réttstöðulyftuna. Því hlaut Kári flest stig eða 449, Flosi varð í öðru sæti með 441 stig og Jón Laugamót í innanhúss- knattspyrnu verður haldið 17.-19. nóv. Keppt verður með gömlu reglunum (með böttum). Þátttaka skal tilkynnt fyrir 10. nóv. á aðalskrifstofu Laugaskóla, sími 96- 43120 á mánudögum og þriðjudög- um eftir hádegi og miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum fyrir hádegi. Norðfjörð þriðji með 327 stig. En lítum á úrslitin í einstökum flokkum: 67,5 kg: Hnéb. Bekk. R.stl. saml. 1. Jóhann Guðmannsson 115 - 75 - 145 - 335 kg 2. Trausti Haraldsson 110 - 65 - 140 - 315 kg 3. Kristinn Benedikts. 80 - 40 - 110 - 230 kg Jóhann vann öruggan sigur í þess- um þyngdarflokki og setti Akureyr- armet unglinga í réttstöðulyftu og í samanlögðu. Hann hlaut gull- og bronsverðlaun á íslandsmóti drengja fyrir skömmu svo að Fram- farabikarinn fór í góðar hendur. Trausti og Kristinn voru að keppa á sínu fyrsta móti og stóðu sig vel. 75 kg flokkur: 1. Kári Elíson 230 - 160 - 260 - 650 kg 2. Rúnar Friðriksson 162,5-100 - 192,5 -455 kg Kári hlaut í þessum flokki sinn tíunda Akureyrarmeistaratitil. Hann lét öryggið sitja í fyrirrúmi að þessu sinni og gerði aldrei ógilt. Rúnar „fjósafrömuður" var í miklu stuði á þessu móti og setti fjögur ný Akur- eyrarmet unglinga. 82,5 kg flokkur: 1. Jón Norðfjörð 190 - 125 - 210 -525 kg 2. Guðlaugur Halldórs. 130 - 80 - 190 -400 kg Jón Norðfjörð bætti sig verulega á þessu móti, en hann varð fyrst Jóhann Guðmundsson sigraði í 67,5 kg flokki og hlaut Framfarabikarinn að launum. Mynd:AP Akureyrarmeistari 1987. Hann hefur einnig gert garðinn frægan í vaxtar- ræktinni og virðist vera jafnvígur á báðum vígstöðvum. Guðlaugur Halldórsson, sem er nú þekktari sem snjall júdómaður, sýndi á sér nýja hlið og raðaði ung- lingametunum á línuna. Segja menn að hann hafi tekið réttstöðulyftuna á ipponi! Hjörtur Guðmundsson keppti í 90 kg flokki en var óheppinn og gerði allar lyfturnar í hnébeygjunni ógildar og var því úr leik. 100 kg flokkur: 1. Flosi Jónsson 285 - 160 - 285 - 730 kg 2. Gunnar Ellertsson 125 - 85 - 160 - 370 kg Flosi „gullmoli" mætti grimmur til leiks og setti hann tvö ný Akureyrar- met á mótinu; í hnébeygju og í samanlögðu. Hann var greinilega í góðri æfingu og má búast við góðum árangri frá honum í vetur. Gunnar Ellertsson, sem er af „heimsskautabangsaættum", tók vel á og setti 4 Akureyrarmet. Gunnar er einungis 16 ára gamall og á eftir að ná langt í kraftlyftingum ef hann heldur áfram á sömu braut. +125 kg flokkur: 1. Torfi Ólafsson 100 - 220 - 200 - 520 kg Torfi tók þetta mót létt og stefndi að því að bæta árangur sinn í bekk- pressunni. Það tókst hjá honum og tvíbætti hann Akureyrarmetið og lyfti 220 kg. Það er árangur á alþjóð- legan mælikvarða og sagði þulur mótsins, Jón Óðinn Óðinsson, að þarna hefðu júdóæfingar Torfa skil- að sér vel. Sigurður Gestsson var yfirdómari á mótinu og skilaði hann því hlut- verki með miklum sóma. Næsta mót hjá Kraftlyftingafélagi Akureyrar er Meistaramót Akureyrar í bekk- pressu um næstu mánaðamóí. Engir leikir voru í 1. deild á Englandi um helgina þar sem Englendingar leika í Póllandi í undankeppni Heimsmeistara- keppninnar á miðvikudag. Af sömu sökum var einnig frestað leikjum í Skotlandi, en Skotar leika í sömu keppni gegn Frökkum í vikunni. Það fór hins vegar fram heil umferð í 2. deild að undanskildum leik Blackburn gegn Middlesbrough, - Vinny Jones hefta Leeds gegn WH Mark Steve BuII fyrir Wolves gegn Sheff. Utd. dugði ekki til sigurs. 2. deild Blackbum-Middlesbrough frestað Bradford-Brighton 2:0 Hull City-Swindon 2:3 Ipswich-Newcastle 2:1 Oldham-Barnsley 2:0 Oxford-Portsmouth 2:1 Plymouth-Stoke City 3:0 Port Vale-Leicester 2:1 Sunderland-Bourncmouth 3:2 Watford-W.B.A. 0:2 West Ham-Leeds Utd. 0:1 Wolves-Sheffield Utd. 1:2 3. deild Blackpool-Reading 0:0 Bolton-Wigan 3:2 Brentford-Bristol City 0:2 Bristol Rovers-Fullham 2:0 Chester-Bury 1:4 Huddersfield-Cardiff City 2:3 Northampton-Preston 1:2 Rotherham-Birmingham 5:1 Shrewsbury-Mansfield 0:1 Swansea-Crewe 3:2 Tranmere-Leyton Orient 3:0 Walsall-Notts County 2:2 4. deild Aldershot-Colchester 4:0 Carlisle-Wrexham 1:0 Chesterfield-Lincoln 0:0 Grimsby-Rochdale 1:2 Halifax-Gillingham 0:1 Hartlepool-Scunthorpc 3:2 Maidstone-Burnley 1:2 Peterborough-Exeter 4:3 Southend-Scarborough 1:0 Stockport-Hereford 2:1 Torquay-Doncaster 2:0 York City-Cambridge 4:2 en honum var frestað vegna mikils vatnsaga á leikvelli Blackburn. Sheffield Utd. heldur sínu striki á toppi 2. deildar, en liðið lenti þó í kröppum dansi á úti- velli gegn Wolves sem eins og Sheffield kom upp úr 3. deild í vor. Úlfarnir höfðu undirtökin í leiknum, en vörn Sheffield varð- ist vel og liðið skoraði síðan tví- vegis öllum að óvörum. Steve Bull kom Wolves yfir á 17. mín. með marki úr þvögu og liðið sótti látlaust. 5 mín. fyrir hlé tókst hins vegar Wilf Rostron að jafna fyrir Utd. með góðu skoti frá vítateig. Sheffield skoraði síðan sigurmarkið 5 mín. eftir hlé, eftir langt innkast barst boltinn til Jim Gannon sem lagði hann fyrir sig og skoraði með þrumuskoti af löngu færi. Þrátt fyrir þunga sókn Wolves næstu 40 mín. tókst vel skipulagðri vörn Sheffield að koma í veg fyrir að liðið næði að jafna og þrjú mikilvæg stig tryggðu liðinu efsta sætið áfram. Það var uppselt á leik West Ham gegn Leeds Utd. í London og það þurfti að seinka leiknum um 15 mín. meðan áhorfendur komu sér fyrir. Leeds Utd. hóf leikinn af miklum krafti og náði forystu á 22. mín. er Vinny Jones skoraði af stuttu færi eftir góðan undirbúning þeirra Andy Willi- ams og bakvarðarins Mike Whit- low sem sendi fyrir markið. Eftir markið breytti Leeds Utd. leik sínum og hugsaði aðeins um að verjast. Allan síðari hálfleikinn lék liðið stífa rangstöðutaktík sem sóknarmenn West Ham gengu fúslega í og sennilega hef- ur línuvörðurinn fengið strengi í handlegginn, svo oft þurfti hann að lyfta flaggi sínu. Leikurinn var því ekki fyrir augað, harka mikil á báða bóga og boltinn sendur til Mervyn Day markvarðar Leeds Utd. í tíma og ótíma. En leik- mönnum og áhangendum Leeds Utd. stóð á sama, liðinu tókst að halda þessu eina marki og sigra og er nú jafnt Sunderland í 2.-3. sæti. Gordon Strachan var áber- andi bestur á vellinum og þessi fyrrum leikmaður Man. Utd. og núverandi fyrirliði Leeds Utd. er í landsliðshópi Skota gegn Frökkum í vikunni, en hann fékk ekki frí þar sem hann leikur í 2. deild. Sunderland og Bournemouth sýndu allar sínar bestu hliðar í leik sínum þar sem Bobby Barn- es hjá Bournemouth og Paul Bracewell sem Sunderland keypti nýlega frá Everton áttu stórleik. Paul Moulden mistókst í dauða- færi fyrir Bournemouth á 3. mín., en á 18. mín. náði Eric Gates forystunni fyrir Sunder- land eftir að Gary Bennett hafði skotið í stöng. Bournemouth jafnaði með sjálfsmarki John MacPhail er hann reyndi að skalla frá hættulega sendingu Barnes. Síðari hálfleikurinn var frábær, Luther Blissett náði for- ystu fyrir Bournemouth, en Sunderland svaraði með tveimur mörkum næstu 10 mín. Marco Gabbiadini jafnaði og Gates skoraði sfðan sigurmark Sunder- land með fallegu marki eftir góð- an undirbúning. Ipswich sigraði Newcastle á heimavelli sínum þar sem John Wark náði forystu fyrir Ipswich með marki úr vítaspyrnu sem dæmd var á John Anderson fyrir hendi. Ipswich sótti stíft og leik- menn liðsins óðu í færum sem ekki tókst að nýta og John Burr- idge í mark Newcastle átti stór- leik í sínum fyrsta leik með liðinu eftir að hann var keyptur frá Southampton. David Lowe tókst þó að bæta við öðru marki Ips- wich fyrir hlé. Newcastle olli von- brigðum með leik sínum, en Mark McGhee tókst þó að skora eina mark liðsins 8 mín. fyrir leikslok. Mick Quinn fékk tví- vegis færi í lokin fyrir Newcastle en mistókst og mjög sanngjarn sigur Ipswich í höfn. Bradford keypti í vikunni Tony Adcock fyrir £215.000 frá Northampton og hann skoraði fyrir liðið á 22. mín. gegn Brighton. Paul Jewell bætti öðru marki Bradford við f síðari hálf- leik, öruggur sigur liðsins í léleg- um leik. W.B.A. lék mjög vel er liðið sigraði Watford á útivelli 2:0, enginn lék þó betur en fram- kvæmdastjóri þeirra Brian Tal- bot sem dreif lið sitt áfram. John Thomas kom W.B.A. yfir á 8. mín. með skalla og miðvörðurinn Chris Whyte bætti síðara mark- inu við á 71. mín. einnig með skalla. Bernard McNally hefði hæglega getað bætt við þremur mörkum fyrir W.B.A. en hann var ekki á skotskónum í leiknum. Watford sem lék án Paul Wilkin- son fékk sín færi í leiknum, en sigur W.B.A. sanngjarn þó liðið léki án 6 fastamanna sem eru meiddir. Peter Swan skoraði bæði mörk Hull City, sem var yfír 2:1 í hálfleik gegn Swindon. Tim Parkin skor- aði mark Swindon í fyrri hálfleik og í þeim síðari tryggðu Fitzroy Simpson og Alan McLoughlin Swindon sigurinn með tveimur mörkum. Oldham er á mikilli siglingu um þessar mundir, liðið slo Leeds Utd. úr Deildabikarnum í síðustu viku og á laugardag sigr- aði liðið Barnsley 2:0. Frankie Bunn og Mike Milligan skoruðu mörkin í fyrri hálfleik. Jim Phillips og John Durnin skoruðu fyrir Oxford í fyrri hálf- leik gegn Portsmouth. Gay Whittingham svaraði með eina marki Portsmouth í þeim síðari og liðið missti þá Gavin Maguire útaf með rautt spjald frá dómar- anum. Plymouth vann góðan heima- sigur gegn Stoke City 3:0, Andy Thomas, Kevin Hodges og Tommy Tynan úr vítaspyrnu skoruðu mörk liðsins. Paul Reid náði forystu fyrir Leicester á útivelli gegn Port Vale, en heimaliðið tryggði sér sigurinn með mörkum Darren Beckford og Nicky Cross í þeim síðari. Port Vale keypti Cross frá Leicester í sumar. Tranmere er efst í 3. deild með 21 stig, en síðan koma Bristol Rovers með 20 og Bury hefur 18 Arsenal gegn Liverpool - í Deildarbikarnum Alan Smith og steve Nicol munu mætast í næstu umferð Deildarbik- arsins er Arsenal og Liverpool eig- ast við. í vikunni fóru fram síðari leikirnir í 2. umf. Deildabik- arsins, en í tveimur fyrstu umferðunum er leikið heima og að heiman. Aðeins eitt 1. deildar lið féil úr keppni, Chelsea sem tapaði fyrir 4. deildar liði Scarborough. En fleiri 1. deildar lið komust í hann krappan, t.d. Tottenham og Nottingham For. sem komust áfram á mörkum skoruðum á úti- velli þar sem samanlögð marka- taia þeirra og mótherjanna var jöfn. Tottenham sló 4. deildar lið Southend út, en Nottingham For. slapp með skrekkinn gegn 3. deildar liðinu Huddersfield. 3. umf. keppninnar fer fram í vikunni sem hefst 23. okt. og þá leika eftirtalin lið saman. Arsenal-Liverpool Aston Villa-West Ham Crystal Palace-Nottingham For. Derby-Sheffield Wed. Everton-Luton Exeter-Blackpool Manchester City-Norwich Manchester Utd.-Tottenham Middlesbrough-Wimbledon Newcastle-W.B.A. Oldham-Scarborough Q.P.R.-Coventry Southampton-Charlton Sunderland-Bournemouth Swindon-Bolton Tranmere-Millwall Það er því ljóst að mörg 1. deildar lið munu falla úr keppni í þessari umferð þar sem 8 leikir eru innbyrðis viðureignir liða úr 1. deild. Tveir leikir standa þar upp úr, leikir Arsenal gegn Liverpool og Manchester Utd. gegn Totten- ham. Það verður örugglega hart barist í leik Arsenal og Liver- pool, en þessi lið háðu einvígi um meistaratitilinn sl. vor þar sem Arsenal hafði betur. Alex Fergu- son framkvæmdastjóri Manchest- er Utd. hefur verið sagt af stjórn félagsins að hann verði að vinna til verðlauna í vetur, annars verði hann rekinn. Ef til vill er Deilda- bikarinn hans besta von, en til þess verður lið hans að sigra Tottenham og það gæti orðið erfitt. Deildabikarmeistarar Notting- ham For. eiga erfiðan útileik gegn Crystal Palace og verða að leika betur en gegn Huddersfield til að eiga möguleika á að verja titilinn. En það verða örugglega margir spennandi leikir í umferð- inni og fróðlegt að sjá hvaða 16 lið það verða sem komast áfram í 4. umferð keppninnar. Þ.L.A. stig. Á botninum eru Chester með 6 stig, Cardiff City 5 og Wigan neðst með 4 stig. I 4. deild hefur Southend 22 stig, Lincoln 20 og Carlisle hefur 19 stig. Á botninum eru Cambridge með 6 stig og Hartlepool rekur lestina með 5 stig. Þ.L.A. Mervyn Day hóf feril sinn hjá West Ham, en lék í marki Leeds Utd. gegn sínum gömlu félögum á laugar- dag. Staðan 1. deild Liverpool 7 4-3-0 19: 3 15 Chelsea 8 4-3-1 13: 6 15 Arsenal 7 4-2-1 11: 5 14 Norwich 8 3-5-0 12: 7 14 Millwall 8 4-2-2 14:12 14 Everton 8 4-1-3 12:11 13 Coventry 8 4-1-3 7: 8 13 Southm.pton 8 3-3-2 13:14 12 Crystal Palace 8 3-2-3 7:15 11 Man.City 8 3-1-4 15:11 10 QPR 8 2-3-3 7: 6 9 Nott.Forest. 8 2-3-3 9: 9 9 Luton 8 2-3-3 6: 7 9 Aston Villa 8 2-3-3 8:10 9 Derby 8 2-2-4 5: 8 8 Wimbledon 8 1-5-2 7: 9 8 Tottenham 7 2-2-310:14 8 Man.Utd. 7 2-1-4 13:15 7 Charlton 8 1-3-4 6: 8 6 Sheff.Wed. 81-2-5 2:16 5 2. deild Sheff.Utd. 10 64-0 19: 9 22 Sunderland 10 5-4-1 19:12 19 Leeds Utd. 10 5-4-1 15:10 19 Blackburn 9 4-5-0 17: 8 17 Newcastle 10 5-2-3 18:13 17 Oldhant 10 5-2-3 15:12 17 Plymouth 10 5-1-4 19: 9 16 Brighton 10 5-0-5 17:14 15 West Ham 10 4-3-3 12:12 15 W.B.A. 10 4-3-3 18:16 15 Bournemouth 10 4-24 18:19 14 Watford 10 4-24 10:1114 Ipswich 10 34-3 16:16 13 Swindon 10 34-3 13:14 13 Wolves 10 3-3-4 18:17 12 Oxford 10 3-3-4 15:17 12 Barnsley 10 3-3-4 11:17 12 Middlesbr. 9 3-24 15:15 11 Port Vale 10 2-5-3 8:10 11 Bradford 10 2-5-3 13:10 11 Stoke 10 0-7-3 9:14 7 Portsmouth 101-3-6 7:17 6 Hull 10 0-5-5 12:18 5 Leicester 101-2-7 9:18 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.