Dagur - 10.10.1989, Side 13

Dagur - 10.10.1989, Side 13
&WHMlWöHlá®o?KöS«ru18W - ~ 1.4 Frá afhendingu súrefnismettunarmælisins. Þorsteinn Konráðsson, forseti Kiwanisklúbbsins Kaldbaks á Akureyri og Friðrik E. Yngvason, lyfja- og lungnasérfræðingur á F.S.A., takast í hendur til marks um að tækið góða hafi skipt um eigendur. í baksýn eru nokkrir félagar Þorsteins í Kiwanis- klúbbnum Kaldbaki. Á innfelldu myndinni prófar Friðrik tækið. Mynd: ap Kiwanisklúbburinn Kaldbakur: Gaf súrefnis- mettunarmæli til F.S A Sknmaverkun Tilboð óskast í verkun minkaskinna. Fjöldi skinna áætlaður allt að 25.000. Tilboðum óskast skilað til Árna Pálssonar hdl., Brekkugötu 4, Akureyri, fyrir 16. október, sem jafn- framt veitir nánari upplýsingar í síma 96-21820. Utkeyrsla - Lager Óskum eftir að ráða ungan mann til útkeyrsiu og lagerstarfa hjá heildverslun. Þarf að geta hafið störf strax. Umsóknareyðublöð og upplýsingar aðeins á skrif- stofunni. FELL hf. Tryggvabraut 22, sími 25455. Fiskverkunarfyrirtæki til sölu Lítið fiskverkunarfyrirtæki í Reykjavík með fjölda góðra tækja og góð aðstaða. Góð sambönd erlendis. Fyrirtækjasala Reykjavíkur Borgartúni 18 • Sími 91-624848. Fyrir skömmu færði Kiwanis- klúbburinn Kaldbakur Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri svokallaðan súrefnismettunar- mæli að gjöf. Tæki þetta er hin merkasta nýjung, því það mælir súrefnis- magn í blóði fólks án þess aö stinga þurfi á æðar. Þess í stað er sett lítil klemma á fingur þess sem mæla skal og fást þá hárná- kvæmar upplýsingar um súrefnis- mettun í blóði viðkomandi ein- staklings. Tæki sem þetta kostar um 360 þúsund krónur og öfluðu félagar í Kiwanisklúbbnum Kaldbaki peninganna með ýmsu móti. Stærsta fjáröflun kíúbbsins var fólgin í sölu auglýsinga á klukku- turninn í göngugötunni á Akur- eyri. Óska eftir ódýru 125-350 Enduru hjóli. Uppl. í síma 61727 eftir kl. 19.00. Óska eftir Hondu MT, MTX, eða Suzuki TS 50 árg. 80-83. Vil gjarnan láta tvö fjarstýrð flug- módel og ýmsa fylgihluti uppí. Uppl. f síma 25953 milli kl. 19.00 og 20.00, Hrafn. Skákmenn. Hið árlega Sveinsmót í skák verður haldið 14. og 15. október. Mótið hefst laugardaginn 14. okt. kl. 13.30 í Víkurröst, Dalvík. Uppl. hjá Rúnari í síma 61133. Taflfélag Dalvíkur. Klæði og geri við bólstruð húsgögn. Áklæði, leðurlíki og leðurlúx. Leðurhreinsiefni og leðurlitun. Látið fagmann vinna verkið. Kem heim og geri kostnaðaráætlun. Bóistrun Björns Sveinssonar. Geislagötu 1, Akureyri, simi 25322. Til sölu Subaru station árg. 87 ekinn 38 þús. km. Tek ódýrari bíl uppí. Uppl. gefur Ragnar á kvöldin í síma 96-81288. Til sölu Honda Accord árg. 86 blár að lit ekinn 18 þús. km. Toppbíll. Sumar og vetrardekk á felgum. Uppl. í sfmum 23171 og 23637. Bronco árg. 74 til sölu. 8 cyl. 302 beinskiptur á 35“ Mudder White Spoke felgum. Þarfnast smá aðhlynningar fyrir skoðun. Verð ca. 280.000.- góð kjör. Skipti á ódýrari möguleg. Uppl. í síma 26150 eftir kl. 19.00. dagblaðið ykkar Ökumælaþjónusta. ísetning, viðgerðir, löggilding þungaskattsmæla, ökuritaviðgerðir og drif f/mæla, hraðamælabarkar og barkar f/þungaskattsmæla. Fljót og góð þjónusta. Ökumælaþjónustan, Hamarshöfða 7, Rvík, sími 91-84611. I.O.O.F. Rb. nr 2=13910118= atkv. I.O.O.F. 15=17110108y2=9.0 Glerárprestakall. Fyrirbænaguðsþjónusta miðvikud. II. okt. kl. 18.00. Pétur Þórarinsson. ★ Stærri verslun ★ Meira úrval af byggingarvör- um ★ Ótrúlegur verkfæralager. í tilefni af stækkun verðum við með 25% kynningarafslátt af öllum MAKITA verkfærum vikuna 9.-14. október. Sjáumst! skaptih, Furuvöllum 13 I Akureyri Sfmi 96-23830 sih —^— Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jaröarför, JÓNÍNU GUÐMUNDSDÓTTIR, Brekkugötu 23, Akureyri. Friðfinnur Hjartarson, Svanhildur Sæmundsdóttir, Þórey Friðfinnsdóttir, og aðrir vandamenn. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, GUÐNÝJAR MARGRÉTAR MAGNÚSDÓTTUR, Dvalarheimiiinu Hlíð, Akureyri, Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilinsins Hlíðar. Ingólfur Árnason, börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.