Dagur - 10.10.1989, Qupperneq 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 10. október 1989
_ Minning:
T Lísbet Tryggvadóttir
Fædd 3. september 1904 - Dáin 28. september 1989
Hún amma Lísa er dáin. Þessi frétt
barst frá manni til manns, meðal
ættingja og vina. Fréttin sú kom eng-
um á óvart er til þekktu, og frekar
var ástæða til að gleðjast en hryggjast
í þessu tilfelli.
Gömul kona, sem búin var að skila
sínu ævistarfi, farin að kröftum og
heilsu, og ekkert annað framundan.
Samt setur mann hljóðan. Við stöldr-
um við í daglegu amstri, og minning-
arnar renna í gegnum hugann. í mín-
um huga eru þær skýrastar, þar sem
barnabörnin hennar áttu í hlut. Það
var alltaf ljúft að koma til ömmu og
afa á Reynivöllunum, alltaf var ein-
hvern gómsætan mola að finna í eld-
hússkápnum hennar og hún hafði
alltaf nægan tíma aflögu. Þaö var
líka ætíð tilhlökkunarefni hjá dætr-
um okkar þegar amma Lísa ætlaði að
koma og passa að kvöldi til. Þá var ef
til viil von um eilítið meiri eftirláts-
semi en vanalega og kannski að vaka
svolítið lengur frameftir. Það var líka
svo undur notalegt að kúra í fangi
ömmu á meðan hún raulaði þær í
svefn.
Lísbet Tryggvadóttir var fædd að
Melum í Fnjóskadal 3. september
1904, og var því rétt orðin 85 ára
þegar hún lést. Foreldrar hennar
voru Hólmfríður Steinunn Hall-
grímsdóttir og Tryggvi Kristjánsson,
og eignuðust þau sex börn. Fimm
þeirra komust til fullorðinsára, en
eru nú öll látin. Þegar Lísa var 6 ára,
dó faðir hennar af slysförum og á
sama ári dó yngsti drengurinn á
fyrsta ári. Fjölskyldan bjó þá á Aust-
ari Krókum, sem var býli út á Flat-
eyjardalsheiði og löngu komið í eyði
nú. Ef grænu tóftarbrotin mættu
mæla, gætu þau sagt marga erfið-
leikasöguna, sem við nútímafólk ætt-
um bágt með að skilja. Við sjáum
aðeins náttúrufegurðina, sem blasir
við augum, er við keyrum þar um á
björtum sumardögum. En það hefur
ekki alltaf verið sól og sumar þar.
Veturinn á þessum slóðum var snjó-
þungur, og þurftu ábúendur oft að
grafa sig niður að vatnsbóli og úti-
húsum allt að 15-18 tröppur niður.
Þarna á þessum stað stóð ekkjan
ein uppi með fimm börn, eina kú,
fáeinar kindur og sennilega einhverj-
ar skuldir, því nú átti að selja kúna á
uppboði. Ekki þýddi að deila við
dómarann og uppboðið var haldið.
En þá skeði það, að kúna keypti
maður nokkur á 50 krónur. Ekki veit
ég nein deili á þeim manni, því
miður. En hann batt upp í kúna og
teymdi hana í fjós til Hólmfríðar.
Mikil hjálp hefur þetta verið fyrir
hana, með ung börn og mjólkur-
þurfi. Þó sundraðist fjölskyldan
eitthvað. Lísa var um tíma með móð-
ur sinni eftir þetta en ung fór hún til
vandalausra, og ung var hún þegar
hún fór að vinna fyrir sér á hinum og
þessum stöðum. Ekki er að efa, að
óblíð tök lífsins á fólki hér áður fyrr,
hafa mótað það að meira eða minna
leyti, seigla, skap og dugnaður, en
stórt hjarta sem við fengum svo vel
að kynnast hjá þessum mæðgum.
Hólmfríður dvaldi á heimili Lísu
og Gests mörg síðustu árin, og þar
naut hún umönnunar þegar heilsan
brást. Lísa var að vísu ekki ein um
það, Gestur lét sitt ekki eftir liggja.
Lengi verður í minnum höfð sú nær-
gætni og alúð sem hann sýndi tengda-
móður sinni er hún lá banaleguna.
Þau Lísbet og Gestur giftust á ann-
an í jólum árið 1926, og eignuðust
fjögur börn, Báru, Rögnu, Tryggva
og Sigurð, sem öll eru búsett hér á
Akureyri.
Foreldrar Gests voru Sigríður Sig-
urðardóttir og Jóhannes Sigurðsson
og bjuggu á Vestari Krókum á Flat-
eyjardal og síðan að Ytra Hóli í
Fnjóskadal, með stóran barnahóp.
Auk Gests er ein systir enn á lífi,
háöldruð.
Svo til allan sinn búskap, eða hátt
í 63 ár, hafa þau Gestur og Lísa búið
hér á Akureyri og alltaf á Eyrinni.
Fljótlega lögðu þau út í það að
byggja sér hús við Norðurgötu 34.
Þar höfðu þau kýr og kindur í skúr á
baklóðinni sér til búdrýginda í þó
nokkur ár.
Árið 1946 byggðu þau sér svo stórt
hús að Reynivöllum 2, og þar var
heimili þeirra upp frá því. Hann
vann verkamannavinnu alla sína
starfstíð eftir að þau komu til Akur-
eyrar og sótari bæjarins var hann í 18
ár. Þó að verkamannalaun í þá daga
væru ekkert til að státa af, gátu þau
með harðfengi, sparnaði og elju búið
börnum sínum fallegt og myndarlegt
heimili. Þrátt fyrir það virtist hann
alltaf hafa tíma til að rétta náungan-
um hjálparhönd, og greiðvikni þeirra
beggja fengu margir að kynnast,
bæði innan og utan fjölskyldunnar.
Lísa vann mikið utan heimilisins
eftir að hún fór að komast að heiman
frá börnunum. Lengi vann hún í fiski
og svo í hreingerningum. Lengst af
gerði hún þó hreinar skrifstofur
Ú.A. ásamt Rögnu dóttursinni. Lísa
var frábærlega vandvirk og sam-
viskusöm að hverju sem hún gekk og
vann öllum af fyllsta trúnaði.
Hún starfaði mikið á fyrri árum í
Verkalýðsfélaginu Einingu og síðar í
Slysavarnadeild kvenna á Akureyri,
þá kynntist hún og vann með mörg-
um góðum konum, sem hún minntist
oft á með hlýju. Þá var hún líka í
kórum sem störfuðu hér um árabil,
fyrst í Hörpukórnum og svo í
kvennakór Slysavarnafélagsins, sem
Áskell Snorrason stjórnaði. Þarna
átti Lísa margar ánægjustundir, því
hún hafði góða söngrödd og mikla
unun af öllum söng.
Annars var Lísa mjög heimakær
og undi sér best heima við. Hin síðari
ár sitjandi með hekludót eða prjón-
ana sína við litla gluggann í borð-
króknum. Gáði hún þá gjaman út
um gluggann af og til, hvort gesta
væri von, og birti þá jafnan yfir svip
hennar er hún heyrði litla fætur trítla
upp stigann og lítið andlit birtist í
dyragættinni.
Þegar svo að því kom að vinnulú-
inn h'kaminn fór að láta undan, svo
hún gat ekki lengur unnið tók Gestur
aftur við hjúkrunarstörfum. Lengi
vel sinnti hann henni heima og hlúði
að henni eftir mætti, eins og hann
hafði hlúð að móður hennar áður.
Ragna dóttir hennar og Davíð
tengdasonur bjuggu öll árin á neðri
hæðinni, og þau voru ótalin sporin
upp stigann, til að líta til með gömlu
hjónunum, og aðstoða þau á alla
lund. Svo kom að því að Gestur fann
vanmátt sinn við að annast hana
heima. Þá fóru þau á Dvalarheimilið
Hlíð. í fyrstu var Lísa ekki sátt við
að yfirgefa hornið sitt og gluggann á
gamla heimilinu. En eftir að þau
voru flutt, virist hún ánægð og þakk-
lát fyrir allt sem fyrir hana var gert
þar.
Áfram hélt Gestur að hlynna að
henni og undi vel sínum hag. Nú var
þungu fargi af honum létt, laus við þá
ábyrgð, sem orðin var honum um
megn heima fyrir. Enda þreyttist
hann aldrei á að lofa og vegsama
elskulegheit starfsstúlknanna þar,
sem ekki hvað síst reyndi á nú síð-
ustu vikur og mánuði.
Við erum öll þakklát fyrir þá
umönnun sem hún fékk þar. En
alltaf, fram á síðasta dag, sat hann
hjá konu sinni með prjónana sína, og
fylgdist náið með líðan hennar.
Nú er amma Lísa horfin sjónum
okkar. En ég hef þá öruggu trú, að
eftir sem áður vaki hún yfir velferð
okkar, sem hún Iét sér svo annt um.
Við minnumst hennar öll með þakk-
látum hug.
Blessuð sé minning hennar.
Kristín Halldórsd.
Því ekki
að hvílast vel?
Dýnur í öll rúm - stífar eða mjúkar
— 35 kg svampur.
Latexdýnur ★ Eggjabakkadýnur.
Sauma yfir dýnur og púða. - Úrval áklæða.
Sendi í póstkröfu.
V/SA
E
Svampur og Bólstrun
Austursíðu 2, sími 96-25137.
RARIK
RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS
ÚTBOÐ
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfar-
andi:
RARIK-89006 7/i2 kV Aflstrengur
Opnunardagur: Miðvikudagur8. nóvember 1989 kl.
14.00.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna
ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyriropnun-
artíma og verða þau opnuð á sama stað að við-
stöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna
ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með
þriðjudegi 10. október 1989 og kosta kr. 300,00
hvert eintak.
Rafmagnsveitur ríkisins
Laugavegi 118 ■ 105 Reykjavík.
Fædd 23. apríl 1927 - Dáin 20. september 1989
Hún fæddist með vorinu og kvaddi
með haustinu. Það var táknrænt fyrir
Hillu, því hennar líf einkenndist af
birtu og yl, hvar sem hún fór, kraft-
urinn var svo mikill að hún var farin
áður en maður vissi af.
Þegar við hjónin fluttum til Ólafs-
fjarðar fyrir hart nær 23 árum, atvik-
aðist það svo að Árnahússystkinin,
eins og Hilla og systkini hennar voru
gjarnan kölluð, urðu okkar bestu
vinir og hefir sá vinskapur haldist,
þrátt fyrir brottflutning okkar hjóna.
Til marks um hjálpfýsi Hillu langar
mig til að minnast á atburð sem átti
sér stað er við bjuggum í Ólafsfirði.
Þannig var að sú er þessar línur
skrifar, veiktist og varð að dvelja á
sjúkrahúsi um hríð. Þetta var í miðri
sláturtíð og var ég nú viss um að ekki
yrðu tekin nein slátur á okkar heimili
þetta haustið, en viti menn, Hilla
vissi þetta og kallaði saman vinkonu
okkar, Rögnu, svo og dóttur sína,
Sigrúnu. Saman tóku þær slátrin og
þegar ég kom heim var allt frágeng-
ið. Þetta er vinskapur, og enn í dag
fyllist ég gleði þegar ég hugsa til baka
um þennan atburð og reyndar margt
fleira gott sem kom frá þessari góðu
konu.
Hildigunnur giftist Ingólfi Bald-
vinssyni frá Grímsey, 31. des. 1945
og varð þeim 5 barna auðið. Þau eru:
Sigrún, Áslaug, Frímann, Pétur og
Óli Hjálmar. Óll búa þau í Ólafsfirði
utan Áslaug, sem býr í Kópavogi.
Ingólfur átti dóttur frá fyrra hjóna-
bandi, Guðrúnu, og býr hún einnig í
Ólafsfirði. Öllum þessum hóp reynd-
ist hún hin besta móðir og aðstoðaði
þau í blíðu og stríðu, eins og hennar
var von og vísa.
Hilla fæddist í Ólafsfirði og bjó þar
alla tíð. Ferðalög var hún ekki mikið
fyrir, en leið best heima, en nú hefir
hún farið í það ferðalag sem býður
okkar allra og er ég þess fullviss að
vel hefir verið tekið á móti henni af
öllu hennar fólki sem á undan var
gengið. Ég efa ekki að hún er þegar
tekin til starfa á nýjum vettvangi.
Kærleikurinn og gleðin, sem hún var
gædd í svo ríkum mæli, hæfa eflaust
vel á þeim vettvangi, því uppátæki
þau sem hún átti til voru engu lík og
vonlaust að láta sér leiðast í návist
hennar.
Við hjónin og fjölskylda okkar
biðjum góðan Guð að styrkja Ingólf,
börn og barnabörn og hjálpa háaldr-
aðri tengdamóður, sem sér nú á bak
annarri tengdadóttur sinni á 2 árum,
en hún hefir staðið af sér meiri sjó en
þetta og tekist.
Far þú í friði.
Gógó.
Danir leita eftir þekkingu
í sauöfjárrækt á íslandi
Dagana 11.-16. september sl.
voru rúmlega 30 danskir sauð-
fjárbændur hér á landi í náms- og
kynnisferð. Bændurnir komu hér
á vegum endurmenntunardeildar
bændaskólans á Dalum á Fjóni.
Dvölina hér skipulagði Bænda-
skólinn á Hvanneyri. Fyrstu daga
námskeiðsins var fjallað um ýmis
atriði í íslenskri sauðfjárrækt s.s.
kynbótastarfið, skýrsluhald,
byggingar, ull og gærur.
Þá var einnig farið í réttir, slát-
urhús heimsótt og síðari hluta
vikunnar var farið í ferðalag
norður í Skagafjörð og m.a. farið
í heimsóknir til sauðfjárbænda.
Sauðfjárrækt í Danmörku er
nær eingöngu stunduð sem hlið-
arbúgrein með öðrum búskap en
þó nokkur aukning er um þessar
mundir í sauðfjárrækt í Dan-
mörku einkum vegna sameigin-
legs markaðar í Efnahagsbanda-
laginu.
í lok námskeiðsins lýsti farar-
stjóri hópsins áhuga sínum á
öðru sambærilegu námskeiði
næsta ár auk þess sem hann bauð
fram aðstoð við skipulagningu
námskeiða fyrir íslenska bændur
sem yrðu haldin í Danmörku.