Dagur - 13.10.1989, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 13. október 1989
fréttir
ELDRIDANSAKLÚBBURINN
Dansleikur í Lóni
Hrísalundi,
laugardaginn 14. október
fró kl. 22-03.
Fjórir félagar
sjó um fjörið.
Gestur kvöldsins
verður Aðalsteinn ísfjörð
sem tekur nikkuna
af sinni alkunnu snilld.
Stjórnin.
KEA-starfsmenn og lífeyrisþegar
Þriggja kvölda félagsvíst
í Starfsmannasal KEA, Sunnuhlíð 12 (að sunnan),
sunnudaginn 15. og 22. október og laugardaginn 28.
október kl. 20.30 öll kvöldin.
Glæsileg kvöld- og heildarverðlaun.
Dansleikur að lokinni spilamennsku síð-
asta kvöldið.
Hljómsveitin Gallerí leikur.
Lífeyrisþegar og starfsmenn KEA hvattir til að fjöl-
menna og taka með sér gesti.
Stjórn S.K.E.
Allir velkomnir.
Laugardagur 14. október
Dansleikur
Hin frábæra hljómsveit
Miðaldamenn
leikur fyrir dansi
★
Kristján Guðmundsson leikur fyrir matargesti.
★
Borðapantanir aðeins fyrir matargesti í síma 22200
★
Verið velkomin!
★
Erum þegar farin að taka niður pantanir vegna
„Austurlenska kvöldsins" sem verður 28. október
| Hótel KEA
Borðapantanir t síma 22200
í myrkri gildir
að sjást.
Notaðu endurskinsmerki!
^ÉUMFERÐAR
WRÁÐ
L
Fari sem horfir mun frysti-
togarinn Snæfell frá Hrísey
fara ásamt Sólfelli austur fyrir
Iand í næstu viku á síldveiðar.
Ætlunin er að Sólfellið verði
við veiðarnar en aflanum verði
landað á sjó um borð í Snæfell-
ið þar sem síldin verður fryst í
blokk.
Að sögn Kristjáns Ólafssonar,
sjávarútvegsfulltrúa KEA, er nú
verið að undirbúa þessar veiðar
og m.a. unnið að samningi við
áhafnir. Snæfellið er nú árs-
gamalt og er verið að fara yfir
skipið í Slippstöðinni á Akureyri
en það fer að líkindum þaðan í
síldarfrystinguna.
„Markaður fyrir frysta síld í
blokk er í Japan og Bretlandi þar
sem fæst þokkalegt verð fyrir
hana. Ég held að í stórum drátt-
um séu menn nokkuð sáttir við
þessa tilraun en við reiknum með
að skipin verði að þessum veið-
um í um mánaðartíma,“ sagði
Kristján.
Snæfellið á enn eftir kvóta í
tvær veiðiferðir og er gert ráð fyr-
ir að skipið haldi á ný til veiða að
lokinni síldarfrystingunni.
Snæfellið er ekki eina frysti-
skipið sem verður við síldveið-
arnar í haust því einnig er ráðgert
að frysta um borð í Brettingi frá
Vopnafirði og Siglfirðingi .frá.
Siglufirði. JÓH
Frumvarp til fjárlaga:
Tekið á í ráðuneyti menntamála
og sparað um 200 milljónir
Samkvæmt frumvarpi til fjár-
laga sem lagt var fram á
Alþingi á fyrsta starfsdegi
þingsins mun á næsta ári verða
efnt til sparnaðarátaks í
menntamálaráðuneytinu og
nær átakið til allra stofnana
þess. Ætlunin er að draga úr
kostnaði ríkissjóðs um 200
millj. króna.
í greinargerð fjárlaga segir að
stefnt sé að enn frekari sparnaði
og verður sparnaður umfram 200
millj. króna nýttur í þágu skóla
og uppeldismála og einstakra
menningarstofnana í samræmi
Sigurður E. Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Húsnæðis-
stofnunar ríkisins, kom á fund
Bæjarráðs Akureyrar á þriðju-
dag, og ræddi um fyrirkomulag
vegna væntanlegs starfsmanns
og umboðsskrifstofu á vegum
stofnunarinnar á Akureyri.
Sigfús Jónsson, bæjarstjóri,
sagði að fundurinn með Sigurði
hefði verið fróðlegur og rætt
hefði verið um möguleika á fyrir-
komulagi húsnæðisskrifstofu.
Sigurður hefði lagt fram ákveðn-
ar hugmyndir og bæjarráð hefði
einnig látið sitt álit í ljós. Ákveð-
ið var að hvor aðili tilnefndi einn
mann í nefnd ásamt einurn manni
frá Verkamannabústöðum til að
útfæra þessar hugmyndir.
Frímerkjafélagið Akka á Dal-
vík hefur boðað til ársþings
Landssambands íslenskra frí-
merkjasafnara í vor. Ætlunin
er að þingið verði haldið á Dal-
vík í maí og er búist við 40-50
manns og hefur Akka þegar
útvegað húsnæði fyrir
þinghaldið.
Oftast hefur ársþing verið
haldið í Reykjavík en tvö ár eru
síðan það var haldið utan höfuð-
við ákvarðanir menntamálaráðu-
neytisins.
Talsverðar breytingar verða nú
á útgjöldum ríkissjóðs vegna
ýmissa flokka er heyra undir
menntamálaráðuneytið. Skýring-
in er að stórum hluta ný lög um
framhaldsskóla, svo og lög um
breytta verkaskiptingu ríkis og
sveitarfélaga. Ríkissjóður skal
nú greiða allan kostnað við
framhaldsskóla og hefur héraðs-
skólinn á Laugum í Suður-Ping-
eyjarsýslu bæst í hóp framhalds-
skóla á fjárlögum. Ríkissjóður
greiðir nú mun minna en áður
Bæjarstjóri segist vera bjart-
sýnn á að sérstök húsnæðisskrif-
stofa verði opnuð á Akureyri eft-
ir nokkrar vikur, tímasetningin
er ekki ákveðinn ennþá en þó er
fullvíst að skrifstofan tekur til
starfa fyrir áramót. „Spurningin
er aðeins um formið á þessu, um
samstarf við núverandi skrifstofu
Verkamannabústaða. Þetta verð-
ur ekki einn maður einangraður
úti í bæ heldur verður hann
tengdur þeim starfsmönnum
bæjarins sem vinna við húsnæðis-
mál,“ sagði Sigfús, og benti á að
mikil hagkvæmni fylgdi því að
hafa þjónustu sem þessa í
bænum. Lokaákvörðun um út-
færslu á umboðsskrifstofunni yrði
tekin af bæjarstjórn, í samráði
við undirbúningsnefndina. EHB
borgarsvæðisins og þá á Húsavík.
Aðildarfélög að Landssambandi
íslenskra frímerkjasafnara eru 8
talsins.
í tengslum við þingið verður
haldin stór frímerkjasýning og
hefur Akka fengið styrk úr Frí-
merkja- og póstsögusjóði til að
standa straum af þessari sýningu.
Alls fengu 8 aðilar úthlutað úr
sjóðnum og skiptu þeir 3 milljón-
um milli sín. Uthlutað var nú úr
sjóðnum í þriðja sinn. JÓH
vegna tónlistarfræðslu sem færist
á herðar sveitarfélaganna.
Útgjaldabreytingar vegna grunn-
skóla eru á þann veg að skv. nýju
lögunum greiðir ríkissjóður nú
laun vegna kennslu og stjórnunar
en sveitarfélögin greiða allan
rekstrar- og stofnkostnað. Ríkis-
sjóður verður hins vegar að taka
á sig allan kostnað af rekstri
fræðsluskrifstofa og kostnað við
ráðgjafar- og sálfræðiþjónustu.
JÓH
Dalvík:
Bæjarmála-
punktar
■ Sóknarnefnd Dalvíkur-
kirkju hefur óskað eftir fyrir-
greiðlsu bæjarstjórnar varð-
andi gatnargerðargjöld og
heimtaugagjald við fyrirhugað
safnaðarheimili. Bæjarráö
samþykkti að styrkja
umrædda byggingu um kr.
708.059.-.
■ Bæjarráð hefur samþykkt
að vegna næsta árs sæki Dal-
víkurbær um heimild til
kaupa/byggingar á fjórum 4ra
herbergja og fjórum 3ja her-
bergja almennum kaupleigu-
íbúðum og sex 4ra herbergja
og sex 3ja herbergja íbúðum í
verkamannabústöðum.
■ Bæjarráði barst nýlega gjöf
frá Snjólaugu Maríu Jónsdótt-
ur og Olgu Guðlaugu Alberts-
dóttur kr. 3.145.-, sem er
ágóði af hlutaveltu ög óskuðu
þær eftir því að upphæðinni
yrði varið til leikfangakaupa
fyrir gæsluvöllinn við Svarf-
aðarbraut.
■ Á fundi stjórnar Tönlistar-
skóla Dalvíkur nýlega, kom
fram að innritaðir hafa verið
15 nemendur á Húsabakka,
þar af 2 gítarhópar og 2-3 í
forskóla. Einnig kom fram að
á Dalvík hafa innritast 51
nemandi, flestir í píanónám
eða 12 og á hljómborð 10.
Bæjarráð Akureyrar:
Fundað um húsnæðis-
skrifstofu
Stórhuga frímerkjasafnarar á Dalvík:
Boða til ársþings
Mmerkjasafiiara 1 vor