Dagur - 13.10.1989, Blaðsíða 10

Dagur - 13.10.1989, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Föstudagur 13. október 1989 myndasögur dags ÁRLAND ANDRÉS ÖND HERSIR V Eg er svo smeykur við ykkur læknana! Hvaða grænu kúlur eru þetta sem þú geymir í alkahóli? Þetta eru ólífur. Ég fæ mér oft kokteil eftir vinnu. BJARGVÆTTIRNIR # Rósir í baðherbergi Konu einni á Norðurlandi brá talsvert þegar hún sá hina margumræddu mynd framan á tímariti af Rósu með rósablöðin í baðinu. Kona þessi er með fallega kristalsskál á baðherberg- inu sínu og í henni geymir hún þurrkaðar rósir, en þó ekki til að baða sig í þeim. Konan er ákaflega lagin við aö rækta rósir og karlinn hennar er svona eins og svo margir menn, hann kemur nokkuð oft heim með rósa- vendi - á mánudögum. Því fellur talsvert til af notuðum rósum á heimilinu og af því að vinkona okkar er nýtin, og hin mesta myndarhús- móðir þegar hún má vera að, þá hugsaði hún talsvert um að hvaða gagni þurrkað- ar rósir gætu komið á heim- ilinu. Og hún fékk hugmynd og náði i kristalsskálina sem nú puntar baðherberg- ið full af dauðum rósum, en rósablöðin notar vinkona okkar tii að strá innan í klósettskálina þegar hún er búin að þrífa og allt á að vera hreint, fínt og ilmandi. • Regnboginn Húsvíkingar hafa talið sig nokkuð vel í sveit setta hvað varðar athygiisverða skoðunarstaði fyrir ferða- menn sem til bæjarins koma. Vissulega má finna margar perlur íslenskrar náttúru í Þingeyjarsýslu, t.d. má nefna Mývatn, Ásbyrgi, Goðafoss, Dettifoss, Jökuls- árgljúfur og Laxá. Auk þessa er margt sem má finna á Húsvík til að gleðja gests augað: t.d. kirkjan, skrúðgarðurinn og Safna- húsið. Húsvíkingar ættu því ekki að hafa neina minni- máttarkennd gagnvart íbú- um annarra bæja þegar gesti ber að garði og til- hlýðilegt þykir að skreppa með þá í smáskoöunarferð. Það runnu þó tvær grímur á nokkrar konur frá Húsavík sem heimsóttu Sauðárkrók í vor og komust þær að því að Sauðkrækingar ráða yfir tækniþekkingu sem Húsvik- ingar þekkja ekki enn. Kon- ur þessar nutu um stund gestrisni og leiðsagnar Hilmis Jóhannessonar, sem er gamall Húsvikingur og landsfrægur húmoristi. Hilmir benti Húsvíkingunum á Steinullarverksmiðjuna en sagði síðan: „Sjáiði þarna er regnboginn, við kveikjum stundum á honum þegar ferðamenn koma í bæinn.“ dagskrá fjölmiðla Sjónvarpið Föstudagur 13. október 17.50 Gosi. 18.25 Antilópan snýr aftur. (Return of the Antilope.) 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Yngismær (15). 19.20 Austurbæingar. 19.50 Tommi og Jenni. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Þátttaka í sköpunarverkinu. Þriðji hluti. íslensk þáttaröð í þremur hlutum um sköpunar- og tjáningarþörfina, og leiðir fólks til að finna henni farveg. í þessum þætti verður fylgst með þema- vinnu á leikskólanum Hlíðaborg og Æf- ingadeild KHÍ. 21.15 Peter Strohm. 22.05 Meistaramót. (That Championship Season.) Bandarísk bíómynd frá 1982. Aðalhlutverk: Bruce Dern, Stacy Keach, Robert Mitchum og Martin Sheen. Fjórir félagar hittast árlega ásamt þjálf- ara sínum til að halda upp á sigur í körfu- knattleikskeppni framhaldsskólanna. Árin hafa sett sitt mark á þá og ekki er allt sem sýnist hjá þeim félögum. 00.35 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Stöð 2 Föstudagur 13. október 15.30 Börn á barmi glötunar. (Toughlove.) 17.05 Santa Barbara. 17.50 Dvergurinn Davíð. (David the Gnome.) 18.15 Sumo-glíma. 18.40 Heiti potturinn. (On the Live Side.) 19.19 19.19. 20.30 Geimálfurinn. (Alf.) 21.00 Fallhlifastökk. 21.30 Sitt lítið af hverju. (A Bit Of A Do.) Fjórði þáttur. 22.25 í hamingjuleit.# (The Lonely Guy.) Steve Martin er hér í hlutverki hins ólán- sama rithöfundar Larry sem er sagt upp af kærustunni sinni og vafrar um götur borgarinnar vansæll og armæðulegur. Á vegi hans verður einstæðingurinn Warren, sem er sérfræðingur í því að vera einmana og tekur að sér að kenna Larry þá kúnst að vera einn í stórborg. Aðalhlutverk: Steve Martin, Charles Grodin, Judith Ivey, Steve Lawrence og . Robyn Douglass. 23.55 Dagur sjakalans.# (The Day of the Jackal.) Hér segir frá tilraunum hægri vængs OAS (samtökum undir forystu franskra liðs- foringja í Alsír í byrjun 7. áratugarins er börðust gegn sjálfstæði landsins) til að ráða De Gaulle hershöfðingja af dögum. Til verksins er ráðinn harðsvíraður maður sem starfar undir dulnefninu „Jackal“. Aðalhlutverk: Edward Fox, Michel Lons- dale, Alan Badel, Eric Porter og Cyril Cusack. Stranglega bönnuð börnum. 02.15 í viðjum þagnar. (Trapped in Silence.) Sextán ára gamall drengur, sem í æsku varð fyrir tilfinningalegri röskun, er nú óviðráoanlegur unglingur sem er fullur ótta og neitar að tala við nokkurn mann. Sálfræðingur leggur sig allan fram um að hjálpa honum en erfitt reynist að komast að ástæðunni fyrir hegðan drengsins. Aðalhlutverk: Marsha Mason og Kiefer Sutherland. 03.45 Dagskrárlok. Rás 1 Föstudagur 13. október 6.45 Veðurfregnir • Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið 9.00 Fróttir. 9.03 Pottaglamur gestakokksins. Jón X.T. Bui frá Víetnam eldar. 9.20 Morgunleikfimi. 9.30 Að hafa áhrif. 10.00 Fréttir. 10.03 Þingfréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Kíkt út um kýraugað. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. 11.53 Á dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit • Tilkynningar. 12.15 Daglegt mál. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir • Tilkynningar • Tónlist. 13.00 í dagsins önn - í þættinum verður meðal annars fjallað um Hvalavinafé- lagið Umsjón: Bergljót Baldursdóttir. 13.30 Miðdegissagan: „Myndir af Fidel- mann" eftir Bernard Malamud. Ingunn Ásdísardóttir lýkur lestri þýðing- ar sinnar. 14.00 Fréttir. 14.03 Ljúflingslög. 15.00 Fréttir. 15.03 Bókmenntaþáttur. Fyrsti þáttur af fjórum. 15.45 Pottaglamur gestakokksins. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. 16.08 Á dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. 17.03 „Tréprinsinn", ballet eftir Béla Bartók. 18.00 Fréttir. 18.03 Að utan. 18.10 Á vettvangi. 18.30 Tónlist • Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir • Tilkynningar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.32 Kviksjá. 20.00 Litli barnatíminn: „Lítil saga um litla kisu" eftir Loft Guðmundsson. Sigrún Björnsdóttir les (10). 20.15 Ljóðasöngur. 21.00 Kvöldvaka. a. Strandsaga úr Meðallandi. Frásöguþáttur eftir Jóhann Gunnar Ólafsson, Pétur Pétursson les. b. Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Egill Ólafsson syngja lög eftir Jóhann Helgason. c. Straumur örlaganna. Smásaga eftir Guðrúnu Jónsdóttur frá Prestbakka. Arnhildur Jónsdóttir les. Umsjón: Gunnar Stefánsson. 22.00 Fréttir. 22.07 Að utan. 22.15 Veðurfregnir • Orð kvöldsins Dagskrá morgundagins. 22.30 Dansiög. 23.00 Kvöldskuggar. 24.00 Fréttir. 00.10 Ómur að utan. Umsjón: Signý Pálsdóttir.' 01.00 Veðurfregnir. Rás 2 Föstudagur 13. október 7.03 Morgunútvarpiö. Leifur Hauksson og Jón Ársæll Þórðarson hefja daginn með hlustendum. 08.00 Morgunfréttir. - Bibba í málhreinsun og leiðarar dag- blaðanna kl. 8.30. 9.03 Morgunsyrpa. 12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Umhverfis landið á áttatíu með Gesti Einari Jónassyni. (Frá Akur- eyri.) 14.03 Hvaö er að gerast? Lísa Pálsdóttir kynnir allt það helsta sem er að gerast í menningu, félagslífi og fjöl- miðlum. Milli mála. Árni Magnússon leikur nýju lögin. - 15.03 Stóra spurningin. Spurninga- keppni vinnustaða, stjórnandi og dómari Flosi Eiríksson. 16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvarp. Stefán Jón Hafstein, Guðrún Gunnars- dóttir, Sigurður Þór Salvarsson, Þorsteinn J. Vilhjálmsson og Sigurður G. Tómasson. - Kaffispjall og innlit upp úr kl. 16.00. - Stjórnmál dagsins á sjötta tímanum. 18.03 Þjóðarsálin, þjóðfundur í beinni útsendingu, sími 91-38500. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 „Blítt og létt...“ Gyða Dröfn Tryggvadóttir rabbar við sjó- menn og leikur óskalög. 20.30 Á djasstónleikum. 21.30 Fræðsluvarp: Enska. Fyrsti þáttur enskukennslunnar „í góðu lagi" á vegum Málaskólans Mímis. (Endurtekið frá þriðjudagskvöldi). 22.07 Kaldur og klár. Óskar Páll Sveinsson með allt það nýjasta og besta. 02.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 2.00 Fréttir. 2.05 Rokk og nýbylgja. 3.00 „Blítt og létt..." 4.00 Fréttir. 4.05 Undir værðarvoð. 4.30 Veðurfregnir kl. 4.30. 5.00 Fréttir af veðri og flugsamgöngum. 5.01 Áfram ísland. 6.00 Fréttir af veðri og flugsamgöngum. 6.01 Ur gömlum belgjum. 7.00 Úr smiðjunni. Rikisútvarpið á Akureyri Föstudagur 13. október 8.10-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. Bylgjan Föstudagur 13. október 07.00 Páll Þorsteinsson. Stírumar þurrkaðar úr augunum og gluggað í landsmálablöðin og gömlu slag- ararnir spilaðir. 10.00 Valdís Gunnarsdóttir. Lætur daginn líða fljótt með góðri tónlist, það er nú einu sinni föstudagur í dag ... 14.00 Bjami Ólafur Guðmundsson. Tónlist, afmæliskveðjur og óskalög í massavís. 18.10 Hallgrímur Thorsteinsson - Reykja- vík síðdegis. Fréttir og fréttatengd málefni. Einn vinsælasti útvarpsþátturinn í dag, því hér fá hlustendur að tjá sig. Síminn er 611111. 19.00 Snjólfur Teitsson. Kominn í dansdressið og hitar upp fyrir kvöldið. 24.00 Næturvakt Bylgjunnar. Fréttir kl. 8, 9, 10, 11, 12, 13, 14, 15, 16, 17 og 18. Hljóðbylgjan Föstudagur 13. október 17.00-19.00 Fjallað um það sem er að ger- ast í menningu og listum um helgina á Akureyri. Stjórnendur em Pálmi Guðmundsson og Axel Axelsson. Fréttir kl. 18.00.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.