Dagur - 13.10.1989, Blaðsíða 3

Dagur - 13.10.1989, Blaðsíða 3
Föstudagur 13. október 1989 - DAGUR - 3 fréttir F Bæjarstjórn SigluQarðar samþykkir aðhaldsaðgerðir: Ilníínum brugðiö á loft á yfir- standandi ári og á því næsta „Það er matsatriði hvort þetta séu harkalegar aðgerðir. Að minnsta kosti má orða það svo að þetta séu nauðsynlegar aðgerðir,“ segir Sigurður Hlöðversson, formaður bæjar- ráðs Siglufjarðar, um sam- þykktir bæjarráðs og bæjar- stjórnar Siglufjarðar um niður- skurð og aðhald í rekstri. A undanförnum vikum og mánuðum hafa bæjaryfirvöld á - „nauðsynlegar aðgerðir,“ segir formaður bæjarráðs Siglufirði fjallað um leiðir til að draga úr útgjöldum bæjarsjóðs og ná frarn sparnaði í rekstri bæjarins. Greiðslustaða bæjar- sjóðs hefur verið erfið og því ljóst að grípa yrði til aðgerða. Nú hefur bæjarstjórn komist að niðurstöðu um málið og má segja að aðgerðir skiptist í þrjá megin þætti. I fyrsta lagi er um að ræða niðurskurð framkvæmdaliða fjár- hagsáætlunar 1989, í öðru lagi endurskoðun rekstrarliða fjár- hagsáætlunar fyrir 1989 þegar 8 mánaða bókhaldsútskrift liggur fyrir og í þriðja lagi breytingar á rekstri bæjarins árið 1990. Skorið hér og þar Ef litið er fyrst til niðurskurðar á fjárhagsáætlun þessa árs kemur í Ijós að hnífnum er víða brugðið á loft. Fyrst skal nefndur niður- skurður í leikskóla upp á hálfa aðra milljón króna. Hætt er við að setja upp færanlegan „hljóð- Um 4000 tirnnur af söltuðum grásleppuhrogmun óseldar Um þessar mundir eru a.m.k. 4000 tunnur af söltuðum grá- sleppuhrognum óseldar í land- inu. Þetta kemur fram í nýjasta fréttabréfi Landssam- bands smábátaeigenda og þar kemur einnig fram að ástæða er til að hafa af þessu áhyggj- ur, þar sem lítil sem engin hreyfing hefur verið á þessum birgðum undanfarnar vikur, Myndbandaleiga kvikmyndahúsanna: Opnar á ný á Akureyri Á morgun mun Myndbanda- leiga kvikmyndahúsanna opna að nýju á Akureyri en rekstur hennar hefur legið niðri um þriggja mánaða skeið. Leigan verður áfram til húsa í Gler- árgötu 26 en nýr aðili hefur tekið við rekstri hennar. Blómaskeið myndbandaleiga á Akureyri virðist nú hafa gengið yfir því leigurnar verða á morgun orðnar fimm að nýju en þegar best lét voru leigurnar alls 14 tals- ins á Akureyri. Myndbandaleiga kvikmyndahúsanna á Akureyri verður áfram rekin sem útibú frá samnefndri leigu í Reykjavík. JÓH þó eitthvað hafi verið um fyrir- spurnir til einstakra útflytj- enda. Stjórn LS fjallaði um þetta mál á síðasta stjórnarfundi og þar kom m.a. fram, að ef til verð- lækkunar komi, sé rétt að bjóða þeim aðilum sem keypt hafa hrogn á 1.100 DM, forkaupsrétt. Þetta telur stjórn LS nauðsynlegt svo hægt sé að halda áfram sam- starfi við þá aðila á næsta ári. Þá telur stjórnin að ef upp kemur að hægt verði að losna við umtalsvert magn í einum pakka, (1000-2000 tunnur) á eitthvað lægra verði, þá eigi að skoða það mál með jákvæðu hugarfari ekki síst að reyna þá' að ná um leið fyrirframsamningi fyrir næsta ár. Örn Pálsson framkvæmdastjóri LS leggur áherslu á að sala þess- ara birgða er mjög vandasöm og málið ekki svo einfalt að LS losi sig við umframveiði þessa árs til Péturs og Páls á stórlækkuðu verði og menn hefji svo vertíð á næsta ári fullir bjartsýni, eins og ekkert hafi gerst á markaðnum. Örn telur það ennfremur mikinn ábyrðgarhlut að selja verðlækk- unarfyrirtækjum hrogn, aðilum sem reynt hafa í áraraðir að kom- ast inn á hinn þrönga markað með því að selja framleiðslu sína á stórlækkuðu verði. Sem betur fer hefur þessum fyrirtækjum ekki tekist að ná í þær birgðir íslenskir dagar hjá KEA: Mikið um að vera í ölliim verslimum íslenskir dagar hófust í gær í öll- um verslunum KEA. í dag held- ur dagskráin áfram og stemmn- ingin verður með léttara móti. Kl. 16.00 í dag sér Módel ’79 um tískusýningu í Vöruhúsi KEA og að henni lokinni verða tónlistaratriði á dagskrá. Fram- leiðslufyrirtæki KEA munu kynna vörur sínar og bjóða við- skiptavinum að smakka á ýmsu góðgæti. í Byggingavörudeild hefst skemmtidagskrá kl. 17.00 og þar verður boðið upp á kaffi og með- læti. Raunar verður heitt á könn- unni allan daginn í Bygginga- vörudeild og margir sýnenda verða þar til staðar frá morgni til kvölds. í Sunnuhlíð munu Sam- landsstrákarnir spila kl. 17.30. í Véladeild verða sýnd tæki og vélar. í Svarfdælabúð á Dalvík hefst dagskráin kl. 17.30 með inn- kaupakeppni milli þeirra Kristjáns Ólafssonar, fulltrúa og Kristjáns Júlíussonar, bæjarstjóra. Um kl. 18.00 verður Módel ’79 síðan með sprellfjöruga tískusýningu. í verslunum KEA í Ólafsfirði og Siglufirði verða tónlistaratriði á dagskrá kl. 16.00. Vörukynn- ingar hefjast í öllum verslunum KEA kl. 15.00. í Hrísalundi verður sérstakt „sprengitilboð“ frá Sana kl. 16.30. Viðskiptavin- um verður þá boðið að kaupa takmarkað magn af drykkjar- föngum á stórlækkuðu verði. sem til þarf svo að aðstaða skap- ist fyrir þau til að komast inn á markaðinn. Þá er einnig á það minnt að það verð sem birgðir þessa árs verða seldar á, verður að öllum líkindum það verð sem lagt verð- ur til grundvallar á næsta ári. Þá telur Örn ekki rétt að hefja næstu vertíð fyrr en búið er að ljúka þeirri grásleppuvertíð sem nú stendur enn yfir. -KK vegg“ í Tónskóla fyrir 500 þúsund. Framkvæmdum við gang- stéttir upp á hálfa þriðju mjíljón er slegið á frest og sömuleiðis nýbyggingu við grunnskóla upp á hálfa milljón. Þá er hætt við einn- ar milljón króna fjárveitingu til Flata, nýs byggingarsvæðis, og 600 þúsund króna gatnagerð á þessu svæði. Samtals nemur því niðurskurður á framkvæmdum á yfirstandandi ári 6,4 milljónum króna. Bæjarstjórn hefur samþykkt að herða ólina á næsta ári og ná þannig fram sparnaði. Skorið verður niður í rekstri leikskólans, íþróttahússins og Sundhallarinn- ar. Meðal annars verður opnun- artími styttur og leitast við að ná fram sparnaði með samnýtingu þessara íþróttamannvirkja þegar nýja íþróttahúsið kemst í gagnið. Þá er ákveðið að skera niður styrk til íþróttabandalagsins og rekstur æskulýðsheimilis verður stokkaður upp til að ná fram sparnaði. Niðurskurðarhnífurinn kemur einnig við sögu í áhalda- húsi því gert er ráð fyrir að bær- inn hætti ákveðnum þjónustu- störfum sem hann hefur sinnt og gert reikning fyrir. Einnig hef- ur verið ákveðið að fækka störf- um á Bókasafni og stytta opnun- artíma þess. Stefnt að sölu eigna Auk þessa segir formaður bæjar- ráðs að kannaður verði mögu- leiki á sölu húseigna bæjarins. „Þetta eru húseignir sem bærinn hefur keypt og var ætlað að nýta til ákveðinna hluta sem fyrirsjá- anlega verður ekkert af. Þá kem- ur til greina aö selja leiguíbúðir í eigu bæjarins." Varðandi tekjuöflun bæjarins segir Sigurður að stefnt skuli að því að ná samstöðu um hækkun á aðstöðugjaldi á atvinnurekstur og við ákvörðun um það verði tekið mið af álögðu aðstöðugjaldi í nágrannasveitarfélögúm. „Með breyttum tekjustofnalögum er heimilt að hækka aðstööugjald sveitarfélaga," segir Sigurður. Hann segir eníjfremur að ætl- unin sé að endurskoða þjónustu- gjöld bæjarins og hraða endur- mati fasteigna, sem þegar er hafið. Einnig verði reynt að bæta innheimtu bæjar- og þjónustu- gjalda og orkureikninga og herða innheimtuaðgerðir. Þá verði aðhald á yfirvinnu og tækjaleigu aukiö. óþh Smásagnasamkeppni Dags og MEHÖR ★ MenningarsamtöK horðlendinga og dagblaðið Dagur hafa ákveðið að efna til samkeppni um bestu frum- sömdu smásöguna. ★ Veittverða 60 þúsund króna v/erðlaun fyrir þá sögu sem dómnefnd telur besta. Auk þess verður veitt 20 þúsund króna viðurkenning fyrir þá sögu sem næstbest þykir. ★ Verðlaunasagan mun birtast í jólablaði Dags en frétta- bréf MEMOR áskilur sér einnig rétt til birtingar. Einnig er áskilinn hliðstæður réttur til birtingar á þeirri sögu, sem viðurkenningu hlýtur. ★ 5ögur í keppninni mega að hámarki vera 6-7 síður í A-4 stærð, vélritaðar í aðra hverja línu. 5ögurnar skal senda undir dulnefni, en með skal fylgja rétt nafn, heimilisfang og símanúmer í lokuðu umslagi, auðkenndu dulnefninu. ★ Skilafrestur handrita er til 24. nóvember nk., sem er síðasti póstlagningardagur. Utanáskriftin er: Menningarsamtök Morðlendinga b/t Hauks Ágústssonar Gilsbakkavegi 13, 600 Akureyri Menningarsamtök Horðlendinga - Dagur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.