Dagur - 13.10.1989, Blaðsíða 12

Dagur - 13.10.1989, Blaðsíða 12
Akureyri, föstudagur 13. október 1989 Sunnudagimi 15. október Fjölskylduborð Bautans Borð hlaðið allskyns krásum, heitum og köldum. Verð kr. 1.200,- Maki og börn 11-13 ára kr. 600,- börn yngri en 11 ára kr. 300,- Islenskir dagar hjá KEA hófust í gær er Dröfn Guðjónsdóttir klippti á borða í Kjörmarkaði KEA í Hrísalundi. Aðr- ir á inyndinni eru Gísli Blöndal, Víglundur Þorsteinsson og Magnús Gauti Gautason. Mynd: KL íslenska óperan kemur norður: Brúðkaup Fígarós að Ýdölum - stórviðburður á sviði menningar og lista 95 Húsavík gefur Dalvík lítið eftir með flölda minka: Hef veitt 21 mink - segir Árni Logi Sigurbjörnsson 66 Sannkallaður stórviðburður á menningarsviðinu er í uppsigl- ingu á Norðurlandi. Þriðju- daginn 24. og miðvikudaginn 25. október mun Islenska óperan sýna hina þekktu óperu Brúðkaup Figarós eftir Mozart að Ýdölum í Aðaldal. Sýning- arnar hefjast kl. 20.30 bæði kvöldin og má búast við mikilli eftirspurn eftir aðgöngumið- um. Hér er um að ræða rómaða uppfærslu íslensku óperunnar á Brúðkaupi Fígarós sem hefur gengið fyrir fullu húsi í Gamla bíói. Uppfærslan í Ýdölum verð- ur í dálítið smækkaðri og breyttri „Já, þetta var all skuggaleg reynsla og það verður örugg- lega bið á að maður fari þangað aftur,“ sagði Þórir Óttarsson, skipverji á togaranum Björg- úlfi frá Dalvík en svo virðist sem honum hafi verið byrlað eitur á krá í Bremerhaven í Þýskalandi í síðustu söluferð skipsins fyrir síðustu mánaða- mót. Hann veiktist mjög alvar- lega eftir þessa kráarferð og lá milli heims og helju á gjör- gæsludeild í rúman sólarhring. „Já, maður telst víst heppinn að hafa sloppið lifandi heim. Annars hef ég ekki enn fengið að vita hvað það var sem mér var gefið, ég fékk ekkert að vita heldur var sendur heim og sagt að skýrsla yrði send á eftir mér. Hana sé ég væntanlega þegar ég kem í land í dag,“ sagði Þórir þegar Dagur hringdi í hann út á sjó í gær. mynd en alls koma 12 flytjendur frá íslensku óperunni, 10 söngv- arar, píanóleikari og stjórnandi, auk sviðsmanna og tæknimanna. Leiktjöld og annar búnaður verð- ur fluttur að sunnan. Þegar norður er komið sam- eina krafta sína tónlistarfólkið frá íslensku óperunni og 14-15 manna kór heimamanna. Kórinn æfir undir stjórn Roberts og Juliet Faulkner, tónlistarkennara við Tónlistarskóla Aðaldæla. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem heil ópera er flutt norður yfir heiðar og sett upp í samkomu- húsi þar. Ýdalir henta mjög vel fyrir þennan viðburð, sviðið er Þórir segir að þeir félagarnir af skipinu hafi verið staddir á krá í Bremerhaven og ekkert hafi bor- ið á neinu fyrr en stuttu áður en þeir ætluðu að yfirgefa staðinn. Þá hafi eitthvað undarlegt verið í drykk sent afgreiddur var á barnum. „Ætlunin hefur eflaust verið sú að ræna okkur en rnaður var að mestu búinn með pening- inn og því litlu að ræna. Eitthvað fannst okkur gruggugt við þetta þegar ég fór að finna fyrir ónot- um og því forðuðum við okkur út breitt og rými gott, og reyndar gefur það sviðinu í Gamla bíói lítið eftir. SS Mannbjörg varð þegar Arnþór EA-16 frá Árskógssandi sökk skammt út af Stokksnesi um klukkan 13 í gær. Tíu manna í hvelli. Eftir að niður í skip kom versnaði þetta stöðugt og ég fór að lokum á sjúkrahús og lagðist á gjörgæsludeild. Þetta var tvísýnt,“ segir Þórir. Þórir segist hafa fengið um það upplýsingar að þessari aðferð beiti þjófar í Evrópu nú í aukn- unt mæli til að ræna fólk. Hann segir jafnframt að enn sé ekki ljóst hvort af þessu verði einhver eftirmál, það skýrist hugsanlega þegar sjúkraskýrslan berst. JÓH Stór karlminkur var skotinn við Húsavíkurhöfn á fímmtu- dagsmorguninn. Það er níundi minkurinn sem næst við höfn- ina síðan í ágúst og, að hvolp- um meðtöldum, 21 minkurinn sem veiðist á Húsavík í sumar, að sögn Árna Loga Sigur- björnssonar sem náð hefur öll- um þessum minkum. Það voru starfsmenn hjá Naustavör sem urðu varir við minkinn á fimmtudagsmorgun og létu þeir lögreglu vita en hún kallaði á Árna Loga sem hélt til minkaveiðanna með byssu og hund. Hundurinn komst strax á slóð minksins sem Árni Logi skaut. Aðspurður sagði Árni Logi að í öllum tilvikum hefði verið um villimink að ræða, og honum væri ekki kunnugt um að minkar hefðu sloppið úr búrum í grennd við Húsavík. Einn minkur sem vafi lék á um hvaðan væri ættað- ur var sendur í rannsókn og þótti sýnt að þar gæti verið blendingur á ferðinni en að ekki væri um hreinræktaðan búrmink að ræða. Auk minkanna sem Árni hefur áhöfn bátsins var bjargað yfír í Sigurfara ÓF-30 frá Olafsfírði og kom hann til Reyðarfjarðar í gærkvöld. Ekki var ákveðið síðdegis í gær hvar og hvenær sjópróf fara fram. Mikil slagsíða kom á Arnþór þegar hann var að hífa fyrstu síldina á vertíðinni um borð um kl. 1 í fyrrinótt. Ingvar Guð- mundsson, skipstjóri, brá þá á það ráð að losa nótina en engum togum skipti að hún fór í skrúf- una og eftir það var ckki við neitt ráðið. Sigurfari ÓF tók þá Arnþór í tog og var ætlunin að koma hon- um í var. Beðið var birtingar en skipverjar á Arnþóri fluttu sig á fjórða tímanum yfir í Sigurfara. Ferðin sóttist vel í fyrstu en náð við höfnina náði hann læðu sem gert hafði sér greni í húsa- garði við Búðarána í vor, og karl- minki náði hann einnig við skrúð- garðinn. Orsakir fyrir þessari fjölgun minka í bænum segir Árni vera þá að lífsskilyrði fyrir kvikindin hafi gjörbreyst með tilkomu nýju hafnarmannvirkjanna; þegar far- ið var að gera grjótgarða við höfnina skapaðist kjörland fyrir minkinn sem á auðvelt með að ná sér í æti þar, t.d. marhnút úr sjónum. Árni sagði ekki óalgengt að minkar sæjust í húsagörðum í bænum. Minkar sem slyppu úr búrum væru mun frjósamari en villiminkar og ógurlegt ástand væri að skapast vegna fjölgunar á mink í náttúrunni. Lifnaðarhætt- ir' minksins hefðu breyst mikið síðustu 20 árin, þá hefði mátt ganga að honum við vötn og meðfram ám, en nú væru minkar einnig upp í hrauni og inn í skógi og lifðu orðið jafnt á fugli sem fiski. Því þyrfti að leita mikið skömmu fyrir hádegi fór að síga á ógæfuhliðina og um kl. 13 sökk Arnþór. „Þetta skeði einn, tveir og þrír,“ voru orð Núma Jóhannssonar, skipstjóra á Sig- urfara, um atburði gærdagsins. „Þetta er mikið áfall. Arnþór hefur í alla staði reynst vel og verið afburða gott skip,“ sagði Rafn Gunnarsson hjá útgerð Arnþórs, G. Ben. á Árskógs- sandi. Hann sagði að Arnþór hefði verið vel tryggður. „En það er ljóst að hér er urn ómælanlegt tjón að ræða því ekki er hægt að fá sambærilegt skip fyrir trygg- ingarbætur Arnþórs,“ sagði Rafn. Arnþór er 155 tonna stálskip, sntíðaður í Brandenliurg í Aust- ur-Þýskalandi árið 1962 og lengd- ur fjórum árurn síðar. óþh ISLEHSKIR DAGAR HJA KEA DAGANA 12.-21. OKTÓBER Vörukynningar ★ Skemmtilegar uppákomur Skipverjaaf Björgúlfifrá Dalvík byrlað eitur á bar í Bremerhaven: „Telst heppirm að hafa sloppið Ufandi heim“ - segir Þórir Óttarsson, sem lá milli heims og helju á gjörgæsludeild í sólarhring betur aö minkinum en tfökast hefði. IM Arnþór EA-16 fékk á sig slagsíðu og sökk í gær: „Þetta er mikið áfall“ - segir Rafn Gunnarsson hjá G. Ben. á Árskógssandi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.