Dagur - 13.10.1989, Page 11

Dagur - 13.10.1989, Page 11
Föstudagur 13. október 1989 - DAGUR - 11 íþrótfir Arni Stefánsson þjálfari I’órs. Rennum alveg blint í sjóinn - segir Árni Stefánsson Þór og Armann leika í Iþrótta- höllinni í kvöld kl. 20.00 í 2. deildinni í handknattleik. Ármenningar töpuðu fyrsta leiknum í deildinni fyrir Val-b 24:23 en þetta er fyrsti leikur Þórsara. „Við rennum algjörlega blint í sjóinn,“ sagði Arni Stefánsson þjálfari Þórs um möguleika liðs- ins í 2. deildinni í vetur. „Við höfum æft mjög vel fyrir tímabil- ið, en það háir okkur að hafa ekki leikið fleiri æfingaleiki. Það er hins vegar ekkert nýtt fyrir okkur Akureyrarliðin og ég er þess vegna þokkalega bjartsýnn á veturinn," bætti hann við. Það hefur vakið nokkra athygli að Árni, þessi harði Þórsari, er sannfærður um að KA-liðið eigi eftir að standa sig vel í 1. deild- inni. „Þótt KA hafi tapað illa fyr- ir Stjörnunni í fyrsta leik þá eru það ekki óeðlileg úrslit miðað við undirbúning liðanna. Stjarnan er búinn að æfa grimmt fyrir Evrópukeppni en KA er rétt að komast í gang. Það er því spá mín að KA verði í toppslagnum og þá verði heimavöllurinn KA drjúgur sem endranær.“ í sambandi við leik Þórs og Ármanns í kvöld kvaðst Árni vona að áhorfendur myndu fjöl- menna til þess að hvetja Þórsara til sigurs því leikmennirnir væru flestir ungir að árum og þyrftu á hvatningu að halda. Tindastóll nýtti sér ekki íjarveru lvkilmanna KR - og tapaði 69:62 Þrátt fyrir að tvo af lykilmönn- um KR-inga, þá Guðna Guðna- son og Axel Nikulásson, vant- aði tókst Tindastóli ekki að nýta sér það og tapaði 69:62. Leikurinn í körfunni fór fram í Hagaskóla í gærkvöld og verða Sauðkrækingarnir að standa sig betur ef þeir ætla sér að vera með í toppbaráttunni í deildinni. Tindastóll skoraði fyrstu körf- una en það var í eina skiptið sem þeir voru yfir í þessum leik. Eftir það tóku KR-ingar völdin og sigldu fram úr hægt og sígandi. Um miðjan hálfleikinn voru þeir komnir með tíu stiga forystu 20:10 og héldu svipaðri forystu allt til loka hálfleiksins. Þá var reyndar kominn 14 stiga munur, 38:24. Gestirnir hresstust nokkuð í síðari hálfleik og náðu minnka muninn í eitt stig 57:56. En hing- að og ekki lengra sögðu þá þeir röndóttu og sigldu fram úr á nýj- an leik og sigruðu verðskuldað, 69:62. Tindastóllinn náði sér engan vegin á strik í þessum leik. Það var allt of mikill æsingur í mönn- um líkt og þeir ætluðu sér að skora mörg stig í hverri einustu sókn. Það kann ekki góðri lukku að stýra og því fór sem fór. Sturla Örlygsson var jafnbestur í leikn- um og Valur Ingimundarson átti þokkalegan leik í síðari hálfleik. Aðrir leikmenn spiluðu undir getu. Hjá KR var Rússinn Kovtoun bestur og skoraði m.a. 18 stig í fyrri hálfleik. Einnig var Páll Kolbeinsson drjúgur. Dómarar voru þeir Bergur Steingrímsson og Sigurður Val- geirsson og voru þeir ekki nógu ákveðnir að dæma á brot og því varð óþarfa æsingur í leiknum á tímabili. Reyndar sýndu þá nokkrir leikmenn Tindastóls lítt prúömannlega framkomu og er það ekki til fyrirmyndar fyrir liðið. Stig KR: Anatoly Kovtoun 26, Páll Kol- beinsson 13, Birgir Mikaelsson 11, Lárus Árnason 7, Böðvar Guðjónsson 5, Hörð- ur Gauti Gunnarsson 4 og Matthías Ein- arsson 3. Stig UMFT: Valur lngimundarson21, Bo Heiden 14, Sturla Örlygsson 13, Björn Sigtryggsson 9, Sverrir Sverrisson 3 og Haraldur Leifssson 3. bjb/AP -lón Örn Guðmundsson stjórnaði spili Þórs af mikluin krafti gegn Njarðvík- ingum í gærkvöld. Mynd: kk Svekkjandi tap á lokamínútu Sturla Örlygsson var bestur Tinda- stólsinanna. - hjá Þór gegn UMFN 91:86 Þórsarar geta bæði verið hund- óánægðir og himinlifandi með leikinn gegn Njarðvíkingum í Úrvalsdeildinni í körfuknatt- leik í gær í íþróttahöllinni á Akureyri. Ástæðan er sú að Þórsarar sýndu einn sinn besta leik í lengri tíma og voru yfir mcstallan leikinn en á loka- mínútunni komust Njarðvík- ingarnir yfir og sigruðu 91:86. Fall er fararheill - segir Pétur Bjarnason „Amma mín var vön að segja: Pétur minn, mundu að fall er fararheill. Ég er ekki frá því að þetta sé vel viðeigandi nú,“ sagði Pétur Bjarnason hinn baráttuglaði leikmaður meist- 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X21X21X21X2 Enn á Árskógsslröndinni Stefán Haukur Jónsson náði 7 réttum í síðustu viku og telst það nokkuð góður árangur á einfalda röð. Það dugði honum líka til þess að leggja Sverri Björgvinsson að velli og Stefán heldur því áfram keppninni. Hann hefur ákveðið að halda leiknum áfram á Árskógsströndinni og skorar því á Haugnesing Rúnar Berg Aðalbjörnsson sjómann. Það verður ekkert gefið eftir og Rúnar mun örugglega láta Stefán finna fyrir því. Stefán: Arsenal-Man.City 1 Charlton-Tottenham 2 Coventry-Nott.For. 1 Derby-C.Palace x Everton-Millwall x Luton-Aston Villa 1 Norwich-Chelsea x GPR-Southampton 1 Wimbledon-Liverpool 2 Brighton-Watford 1 Portsmouth-Blackburn 2 Sheff.Utd.-West Ham 1 Rúnar: Arsenal-Man.City 1 Charlton-Tottenham 2 Coventry-Nott.For. 1 Derby-C.Palace 1 Everton-Millwall 1 Luton-Aston Villa 1 Norwich-Chelsea 2 QPR-Southampton x Wimbledon-Liverpool 2 Brighton-Watford x Portsmouth-Blackburn 1 Sheff.Utd.-West Ham 2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X21X2 araflokks KA í handknattleik en KA-Iiðið á erfiðan leik fyrir höndum gegn Víkingum í Iþróttahöllinni á morgun laug- ardag kl. 16.30. Þegar Pétur var að tala um fall var hann að vísa í tapið gegn Stjörnunni á miðvikdaginn. „Við lékum langt undir getu í þeirn leik, nema e.t.v. Axel í markinu og Guðmundur á línunni. Við ætlum því að taka okkur saman í andlitinu fyrir Víkingsleikinn og vonumst til að áhorfendur mæti til þess að styðja okkur í þeim leik,“ sagði Pétur. Hann vildi einnig taka það fram að áhorfendur hefðu oft gefið KA annað stigið í leikjum á Akureyri og nú þyrfti KA-liðið á stuðningi að halda. Pétur sagðist því vona að sjá sem flesta íþróttaáhugamenn í íþróttahöll- inni á morgun. Það var grátlegt fyrir Þór að tapa þessum leik í gær. Þeir byrj- uðu leikinn af miklum krafti og koniust fljótlega í 8 stiga forystu 18:10. Njarðvíkingar jöfnuðu og komust yfir en þeir rauðklæddu gáfust ekki upp og náðu foryst- unni á nýjan leik. Þeir voru komnir með 10 stiga forystu en létu Njarðvíkinga skora tvær ódýrar körfur í lokin og staðan því í leikhléi 49:43 Þórsarar komu grimmir til leiks í síðari hálfleik og voru fljótlega komnir með 12 stiga for- ystu. Þá var góð stemmning bæði innan vallar sem utan og er langt síðan jafn gaman hefur verið á körfuboltaleik í Höllinni. En heimapiltarnir náðu ekki að halda haus undir lokin og Njarðvíkingarnir skoruðu sigur- körfuna þegar 30 sekúndur voru eftir og héldu knettinum þar til flautað var til leiksloka. Reyndar skoraði besti maður þeirra, Rele- ford, á lokasekúndunni en þá voru úrslitin þegar ráðin. Hjá Þór átti Dan Kennard mjög góðan leik. Hann var frá- bær í vörninni, blokkeraði fjölda- mörg skot og tók ótal fráköst. Hins vegar gerði hann tvær af- drifaríkar skyssur í sókninni und- ir lok leiksins en hann var nú ekki einn um það að fara á taugum undir lok leiksins. Jón Örn Guð- mundson stjórnaði spilinu af miklum krafti og dreif liðið áfram. Einnig var gamla brýnið Eiríkur Sigurðsson góður. í heild átti Þórsliðið allt góðan dag og því svekkjandi fyrir þá að lúta í Handknattleiksdeild Þórs: Aðalfimdur á suimudag Aðalfundur handknattleiks- deildar Þórs verður haldinn á sunnudaginn í Glerárskóla kl. 14.00. Á fundinum verða tekin fyrir venjuleg aðalfundarstörf og einnig verður rætt um starfið í vetur. lægra haldi. En þessi úrslit eru samt ntóralskur sigur fyrir strák- ana eftir hrakfarirnar í Hafnar- firði og sýnir að þeir geta staðið í og jafnvel sigrað bestu liðin í deildinni. Einnig er vert að minnast á harðan stuðningsmannakjarna sem mætir á leikina og lætur vel í sér heyra. Slíkur stuðningur er ómetanlegur og á örugglega eftir að hjálpa Þór mikið í vetur. Dómarar voru þeir Kristinn Albertsson og Pálmi Sighvatsson og dæmdu þeir erfiðan leik þokkalega vel. Stig Þórs: Dan Kcnnard 22, Konráö Ósk- arsson 17, Jón Örn Guðmundsson 14, Eiríkur Sigurðsson 13, Guðmundur Björnsson 12, Björn Sveinsson 8. Stig UMFN: Patric Releford 22, Teitur Örlygsson 21, Jóhannes Kristbjörnsson 20, Isak Tómasson 17, Kristinn Einars- son 2, Friðrik Rúnarsson 2, Friðrik Ragnarsson 1. Mandknattleikur föstudag: 2. deild ka. l’ór-Ármann í Hölltnni kl. 20.00 2. deild kv. .UMFA-Þór i Mosfellsbæ kl. 20.00 l.uugurdug: 1. deild ka. KA-V/kingur í Höllinni kl. 16.30 2. deild kv..lR-Pór í Seljaskóla kl. 15.00 Karfa Sunnudagur: Úrvalsdeild. .Tindustóll-Haukar a Sauðárkróki kl. lo.(K) Blak Luugurdagur: I. dcild ka. og kv,.HK-KA í Kópa- vogi kl. 14.00 Siinnudagur: I. deiltl ka.ög kv..lS-KA i 1 lagaskola kl. 14.00

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.