Dagur - 13.10.1989, Blaðsíða 6

Dagur - 13.10.1989, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 13. október 1989 Ráðstefna Framsóknarflokksins um heilbrigðis- og tryggingamál: Róttækar spamaðarhugmyndir kynntar „Erum við á réttri leið?“ var yfirskrift ráðstefnu um heil- brigðis- og tryggingamál sem Framsóknarflokkurinn gekkst fyrir í Reykjavík um síðustu helgi. Megintilgangur með ráðstefnuhaldinu var að fjalla um og upplýsa stöðu mála í þessum mikilvæga málaflokki og gefa um leið áhugafólki tækifæri til að fylgjast með því sem gert hefur verið og ekki síður því sem framundan er á sviði heilbrigðismála. Ellefu framsögumenn fluttu erindi á ráðstefnunni um hinar ýmsu hliðar þessa málaflokks. Af þeim hefur erindi Finns Ingólfs- sonar, aðstoðarmanns heilbrigð- isráðherra, vakið hvað mesta athygli í fjölmiðlum; annars veg- ar vegna staðreynda sem hann setti þar fram um einstaka kostn- aðarliði ríkisins vegna heilbrigð- isþjónustunnar og hins vegar vegna róttækra hugmynda um sparnað í heilbrigðiskerfinu. Upplýsingar sem fram komu á ráðstefnunni um laun sérfræð- inga og tannlækna hafa sér í lagi vakið mikla athygli meðal almennings. 29.000 milljónir á þessu ári Á fjárlögum þessa árs voru heild- arútgjöld ríkisins 76,4 milljarðar króna. Þar af fóru 29,3 milljarðar króna til heilbrigðis og trygginga- mála eða 38,4% af heildarupp- hæðinni. Heilbrigðis- og trygg- ingamál eru því langstærsti ein- staki útgjafdaliður ríkisins. Af þessum 29,3 milljörðum fara 17,7 milljarðar til heilbrigðismála og 11,6 til tryggingamála. Það er því til mikils að vinna ef hægt er að ná fram sparnaði í þessum mála- flokkum. Hugmyndir um verulegan sparnað Finnur Ingólfsson kynnti í erindi sínu hugmyndir sem gera ráð fyr- ir verulegum sparnaði í fimm málaflokkum innan heilbrigðis- og tryggingakerfisins: Lífeyris- tryggingum, lyfjakostnaði, kostn- aði vegna sérfræðinga, tann- lækningum og kostnaði vegna sjúkrahúsa. Að þessu sinni verða hugmyndirnar um sparnað í líf- eyristryggingum og lyfjakostnaði ekki reifaðar, en athyglinni beint að hinum liðunum þremur. Á yfirstandandi ári fara um 10,7 milljarðar króna til reksturs sjúkrahúsa og er það langstærsti einstaki útgjaldaliður heilbrigðis- ráðuneytisins. Gert er ráð fyrir að hægt verði að spara um 400 milljónir króna á þessum lið með því að koma á aukinni samvinnu milli sjúkrahúsa og hagræða í rekstri þeirra með því að auka sérhæfingu hvers sjúkrahúss fyrir sig. Sem dæmi má nefna að rætt hefur verið um að breyta Landa- kotsspítala í sérhæft öldrunar- sjúkrahús en Borgarspítali og Landspítali verði svonefnd bráðasjúkrahús. Tvöföldun kostnaöar á 5 árum í erindi Finns kom fram að kostn- aður vegna þjónustu sérfræðinga hefur nærri tvöfaldast á árunum 1983-1988. Á árinu 1983 var sér- fræðikostnaðurinn 443 milljónir króna en 857 milljónir árið 1988 og er þá miðað við fast verðlag (Sjá töflu I). Það er einnig athyglisvert að frá árinu 1980 hef- ur fjöldi sérfræðinga hér á landi vaxið jafnt og þétt. Árið 1980 voru 0,9 sérfræðingar á hverja þúsund íbúa en í fyrra var þessi tala komin upp í 1,4. Að mati Finns Ingólfssonar er þetta stað- festing þess að sérfræðingakerfið sé farið úr böndunum. Hann lagði einnig fram dæmi sem sýndu að sérfræðingar hafa á bil- inu 195-352 þúsund krónur í mánaðarlaun, og fara launin eftir vinnutilhögun. Lægstu launin (195.000) hefur sá sem starfar eingöngu inni á ríkisstofnun, en hæstu (352.000) sá sem er í 100% starfi inni á stofnun en rekur jafnframt eigin stofu. Sérfræðing- ur sem eingöngu rekur eigin stofu hefur hins vegar um 232.000 krónur í mánaðarlaun. Til þess Tafiai Sérfræðingskostnaður 1983-1988 Miiijónir kr. Reiknað á verðlagi ársins 1988 1983 1984 1985 1986 1987 1988 Tafian Tannlæknakostnaður 1983-1988 Miiijónir kr. Reiknað á verðlagi ársins 1988 500 -------------------- •jo°. fepsjœy tó : |-|ini i ou • |Ö||Í|j o J—■BBI—^^ 1983 1984 1985 1986 1987 1988 liVlf Sjúkrasamlög Þús. kr. 455.730 Sveitarfélög 257.130 Einstaklingarnir 181.998 Áætlaður kostnað- ureinstaklingaá aldrinum 16-67 ára (63%) 894.858 1.200.000 2.094.958 Starfandi tann- læknar eru 200 Tekjur pr. tann- lækni á ári 10.475.000 Tekjurpr. tann- lækni á mánuði 873.000 Áætluð laun pr. mánuð (60%) 350.000 Tafla III. Tannlæknakostnaður 1988 í þús. kr. að ná fram sparnaði í sérfræði- kostnaði telur Finnur Ingólfsson að mörgu þurfi að breyta. í fyrsta lagi að banna sérfræðingum að starfa hvorutveggja á stofnunum og eigin stofu; í öðru lagi að taka upp tilvísanakerfið að nýju; í þriðja lagi að breyta fyrirkomu- lagi á greiðslu lyfja og læknis- hjálpar utan sjúkrahúsa; m.a. með tilkomu eins konar greiðslu- korta og síðast en ekki síst með því að ákveða fyrirfram hvaða „magn“ þjónustu heilbrigðisyfir- völd vilja kaupa af sérfræðingum ár hvert. 350 þúsund króna mánaðarlaun í erindi Finns Ingólfssonar kom fram að svipuð þróun hefur orðið á kostnaði vegna tannlækninga og vegna þjónustu sérfræðinga (Sjá töflu II). í útreikningum Finns er gert ráð fyrir að árlegur Leikfélag Akureyrar: Átakaverldð Hús Bemörðu Alba í‘rn msýnt á laugardag leikhúsi var einmitt hlutverk 4. konu í Húsi Bernörðu Alba í Iðnó 1966. Aðstandendur þekkja vel til Garcia Lorca Charlotté Clason hannar leik- mynd og búninga og er þetta fyrsta verkefni hennar á íslandi. Hún var um langa hríð yfirmaður búningadeildar Konunglega danska þjóðleikhússins og gerði búninga og leikmyndir í fjölda sýninga. Charlotte gerði leik- mynd og búninga í rómaðri sýn- ingu Konunglega danska þjóð- leikhússins á Húsi Bernörðu Alba á síðasta ári og tekur starf hennar hér mið af þeirri sýningu. Einar Bragi þýddi umrætt verk upphaflega fyrir Leikfélag Reykjavíkur þegar leikritið var sett upp 1966. Hann þýddi verkið að nýju síðastliðið sumar fyrir Leikfélag Akureyrar, en þessi mikilsvirti rithöfundur hefur ætíð sýnt Garcia Lorca mikinn áhuga og þýtt eftir hann ljóð og leikrit. Það er því óhætt að segja að aðstandendur sýningarinnar þekki vel til Garcia Lorca. Pétur Jónasson gítarleikari vinnur með LA í þessari sýningu Laugardagskvöldið 14. októ- ber kl. 20.30 frumsýnir Leik- félag Akureyrar Hús Bernörðu Alba eftir Federico Garcia Lorca og er þetta fyrsta frum- sýning félagsins á þessu leikári. Hús Bernörðu Alba er magn- þrungið og spennandi verk og eitt af meistaraverkum Garcia Lorca. Leikritið snýst um ólg- andi tilfinningar kvenna, ást, ástríður, afbrýði og lífsþorsta, einnig dauða, í heimi sem karl- menn fá ekki aðgang að. Það verða miklar sviptingar á sviðinu í Samkomuhúsinu í þessu átakaverki eins og áhorfendur eiga eftir að sjá. Sjálf Bernarða Alba er eitt mesta skass leiklist- Þótt karlmenn komi ekki beinlínis vió sögu í vcrkinu þá hafa þeir ómæld áhrif á sálarlíf systranna. arsögunnar og heldur hún dætr- um sínum og öðru heimilisfólki í járngreipum. þegar fimm gjaf- vaxta dætur eru lokaðar undir sama þaki er ekki að furða þótt karlmannsþráin verði óbærileg! Leikstjóri sýningarinnar er Þórunn Sigurðardóttir, sem vakti mikla athygli fyrir leikrit sitt Haustbrúði sem hún setti sjálf upp í Þjóðleikhúsinu sl. vetur og tekið verður upp á þessu leikári. Hús Bernörðu Alba er fimmta sýningin sem Þórunn setur upp hjá Leikfélagi Akureyrar, en hún hefur starfað við íslenskt leikhús í yfir tvo áratugi, sem leikari, leikstjóri og leikskáld. Hún er mikill aðdáandi Garcia Lorca og fyrsta verkefni hennar í íslensku Bernaröa Alba er ógnvekjandi kona og hcfur LA fengið Sigríði Hagalín til að túlka þetta kaldlynda skass.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.