Dagur - 13.10.1989, Blaðsíða 4

Dagur - 13.10.1989, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 13. október 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÓLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), KARL JÓNSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNUSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Gjaldþrot Híbýlis hf. Þau stórtíðindi hafa gerst að eitt elsta og stærsta byggingafyrirtækið á Akureyri, Híbýli hf, er orðið gjaldþrota. Hér er um hörmulegan atburð að ræða, byggingariðnaðurinn og atvinnulífið á Akureyri hafa orðið fyrir þungu áfalli. Gjaldþrot Híbýlis vekur margar spurningar um verktaka- og útboðsmarkaðinn á undanförn- um árum. Þeir sem kynnt hafa sér þessi mál vita að fyrirtækin í byggingariðnaði hafa oftar en ekki boðið verk niður hvert fyrir öðru, og al- gengt hefur verið að tilboð hafi hljóðað upp á 60 til 70 prósent af útreiknaðri kostnaðaráætlun. Byggingaverktakar hafa iðulega farið með skuldir á bakinu frá verkum sínum, og þegar markaðurinn einkennist af sífelldum undirboð- um geta þessar skuldir hæglega safnast saman, ár frá ári, án þess að nokkuð sé hægt að gera til bjargar. Það er auðvelt að segja við menn að þeir geti hætt sinni starfsemi áður en í óefni er komið. En það er ekki auðvelt að leggja niður fyrirtæki sem menn byggja á afkomu sína og fjölmargra starfsmanna, fyrirtæki sem eigendurnir hafa oft á tíðum lagt ævistarf sitt í að byggja upp. Og þá er sú hugsun auðvitað til grundvallar að fram- undan sé betri tíð, því gott fyrirtæki er byggt á bjartsýni, ekki bölsýni. Margir aðilar í atvinnurekstri hafa á undan- förnum árum þakkað fyrir að geta rekið fyrirtæki á núllinu, sem kallað er. Staðreyndin er þó sú að fyrirtæki þurfa að skila arði til að geta þróast og sinnt viðhaldi tækja og mannvirkja, svo ekki sé talað um möguleika á að leggja í sjóð til mögru áranna. Þetta er einföld hagfræði, en hún hefur verið fótum troðin vegna samkeppni milli verk- taka. Gjaldþrot Híbýlis er um leið gjaldþrot þeirrar stefnu að verktakar troði skóna hver niður af öðrum með undirboðum sem eru jafnvel tugi prósenta undir raunverulegu kostnaðarverði. Til lengdar hefur slíkt ekkert annað í för með sér en tap og atvinnumissi. Undirverktakar og aðrir sem eiga inni hjá hinu gjaldþrota fyrirtæki geta hæglega orðið fyrir til- finnanlegu tjóni, en slíkt er áhætta sem fyrirtæki taka í heimi harðnandi samkeppni. Undirverk- takar hafa bent á að stærri fyrirtækin noti þá gjarnan sem fjármögnunaraðila, og eina svarið við því sé að bindast samtökum um að ekki verði hafður annar háttur á en að hver verkþátt- ur fyrir sig, t.d. raflagnir og loftræstikerfi, verði boðinn út sérstaklega. Vonandi verða undir- verktakar og aðrir fyrir sem minnstu tjóni af völdum gjaldþrotsins, en eftir stendur sú stað- reynd að hér er um mikið áfall fyrir atvinnulíf bæjarins að ræða. EHB Bridds: Ólafur og Hörður unnu Bautamót B A. Síðastliðinn þriðjudag lauk Bautamóti Bridgefélags Akur- eyrar, sem var tveggja kvölda tvímenningskeppni með Mitc- hell-fyrirkomulagi. Ólafur Agústsson og Hörður Blöndal sigruðu eftir jafna og tvísýna keppni, hlutu 13 stigum meira en parið í 2. sæti. Röð efstu para varð annars þessi: Stig 1. Ólafur Ágústsson - Hörður Blöndal: 531 2. Pétur Guðjónsson - Anton Haraldsson: 518 3. Stefán Ragnarsson - Hilmar Jakobsson: 496 4. Frímann Frímannsson - Grettir Frímannsson: 484 5. Hörður Steinbergsson - Örn Einarsson: 480 6. Jóhann Sigvaldason - Skúli Jóhannesson: 469 7. Kristinn Kristinsson - Sigfús Hreiðarsson: 453 8. Ásgeir Stefánsson - Hermann Tómasson: 450 9. Ragnhildur Gunnarsdóttir - Alfreð Jónsson: 445 10. Ármann Helgason - Sveinbjörn Sigurðsson: 444 Eigendur Bautans/Smiðjunnar á Akureyri gáfu öll verðlaun vegna mótsins, m.a. veglegan farandbikar. Keppnisstjóri var Albert Sig- urðsson en tölvuútreikning ann- aðist Margrét Pórðardóttir. Næsta þriðjudag verður spilað- ur landstvímenningur, eitt kvöld, en þriðjudaginn 24. október hefst Akureyrarmótið í sveitakeppni. Bridgefélag Akureyrar hvetur alla spilara á félagssvæðinu til að fjölmenna á spilakvöld félagsins í vetur. Félagsmiðstöð æskulýðsráðs í Lundarskóla: Kynnmgamt um tómstunda- námskeið vetrarins komið út © Námskeið í fclagsmiðstöd Lundarskóla vetiuirm 1989*90 /EskwJýðsróð. . ;ó; Æskulýðsráð Akureyrar hefur sent frá sér kynningarbækling um námskeið sem haldin verða í félagsmiðstöð Lundarskóla veturinn 1989-1990. í bækl- ingnum kemur fram að boðið verður upp á 9 mismunandi námskeið í félagsmiðstöðinni í vetur, ef næg þátttaka fæst. Þessi námskeið eru: „Saumanámskeið 1“. Þetta námskeið er fyrir byrjendur og verður lögð áhersla á að sauma aðeins einfaldar flíkur. Nám- skeiðið verður haldið á mánu- dögum kl. 20.00-22.00, leiðbein- andi verður Ásdís Jóhannsdóttir. „Saumanámskeið 2“. Þetta námskeið er fyrir þá sem lengra eru komnir og treysta sér til að sauma flóknari flíkur. Undir- stöðuatriði í fatahönnun verða kennd. Námskeiðið er á þriðju- dögum kl. 20.00-22.00, leiðbein- andi verður Ásdís Jóhannsdóttir. „Myndlistarnámskeið“. Þetta námskeið er upplagt fyrir þá sem áhuga hafa á að teikna, mála eða gera grafíkmyndir. Námskeiðið er á miðvikudögum kl. 20.00- 22.00, leiðbeinandi verður Bryndís Arnarsdóttir, myndlist- armaður. „Keramiknámskeið“. Á þessu námskeiði er hver og einn frjáls að búa það til sem hann langar, með aðstoð leiðbeinandans, Margrétar Jónsdóttur, leirlistar- manns. Námskeiðið er á miðviku- dögum kl. 20.00-22.00. „Stund í leikfimisalnum“. Á þessu námskeiði verður hlaupið og hoppað til þess að efla þol og þrek. Síðan verður teygt og slak- að á öllum vöðvum og eftir gott bað setjast þátttakendur niður og spjalla saman yfir léttri hress- ingu. Námskeiðið verður haldið á þriðjudögum kl. 20.00-21.00, leiðbeinandi verður Ingibjörg Harðardóttir, íþróttakennari. „Jólin“. Á þessu námskeiði er hugmyndin að undirbúa komu jólanna, m.a. með því að búa til jólaskraut og/eða litlar gjafir. Námskeiðið hefst 21. nóvember, leiðbeinendur verða Svanhvít Jósepsdóttir og Bryndís Arnars- dóttir. „Skartgripanámskeið". Á þessu námskeiði verður kennd einföld skartgripagerð. Unnið verður úr ýmsum ólíkum efnum og hugmyndaflugið óspart notað. Námskeiðið verður á miðviku- dögum kl. 20.00-22.00 (eftir ára- mót), leiðbeinandi verður Kristín P. Guðmundsdóttir, gullsmiður. „Bifhjólapróf". Þetta er nám- skeið fyrir þá sem áhuga hafa á að undirbúa sig fyrir bifhjólapróf (skellinöðrupróf). Leiðbeint verður um minniháttar viðgerðir bifhjóla og aðstaða er fyrir klúbb ef áhugi reynist fyrir slíkri starf- semi. Námskeiðið er á miðviku- dögum kl. 20.00-22.00. Rétt er að taka það fram að öll þessi námskeiðstilboð eru að sjálfsögðu háð því að næg þátt- taka verði. Þátttökugjaldi er í öll- um tilfellum mjög stillt í hóf en það er 1.000 krónur. Efniskostn- aður er þó ekki innifalinn í því verði. Innritun í námskeiðin er Kaupmannafélag Akureyrar heldur fund um áhrif og frani- kvæmd virðisaukaskattsins, á Hótel KEA á morgun laugar- dag kl. 14. Á fundinn mæta þeir Guð- jón Oddsson formaður Kaup- Taflfélag Dalvíkur stendur fyrir hinu árlega Sveinsmóti í skák laugardaginn 14. og sunnudaginn 15. október. Mótið hefst á laugardaginn kl. 13.30 og teflt verður í Víkur- Eldridansa- klúbburinn: Dansleikur í Lóni Eldridansaklúbburinn heldur dansleik í Lóni, Hrísalundi, laugardaginn 14. október frá kl. 22-03. Fjórir félagar sjá um fjörið. Gestur kvöldsins verð- ur Aðalstcinn ísfjörð, sem tekur nikkuna af sinni alkunnu snilld. þegar hafin í síma 22722. Þar fást einnig allar nánari upplýsingar svo og í félagsmiðstöðinni í Lundarskóla á „Opnu húsi“. Þess má að lokum geta að kynningarbæklingi Æskulýðsráðs Akureyrar um námskeiðin hefur þegar verið dreift í Gagnfræða- skólanum og Lundarskóla, auk þess sem hann liggur frammi í félagsmiðstöðinni í Lundarskóla. mannasamtaka fslands og Magnús Finnsson fram- kvæmdastjóri Kaupmanna- samtaka íslands og munu þeir flytja ávörp og svara fyrir- spurnum fundargesta. röst á Dalvík. Nánari upplýs- ingar gefur Rúnar í síma 61133. Nýjung frá Bautanum: Fjölskylduborð Sunnudaginn 15. október kynnir Bautinn nýtt fjölskyldu- borð. Hér er um að ræða hlað- borð með alls kyns krásum, heitum og köldum, á aðeins 1200 krónur. Maki ogbörn 11- 13 ára greiða 600 kr. og börn yngri en 11 ára 300 kr. Þá er boðið upp á Batman ís frá ísbúðinni fyrir börnin. Sunnu- dagsmaturinn ætti því ekki að verða neinn höfuðverkur. Hvað er að gerast Kaupmannafélag Akureyrar: Fundur um áhrif og fram- kvæmd virðisaukaskattsins Dalvík: Sveinsmót í skák

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.