Dagur


Dagur - 26.10.1989, Qupperneq 1

Dagur - 26.10.1989, Qupperneq 1
Tveir lífeyrissjóðir á Akureyri festu kaup á Glerárgötu 26 Tveir lífeyrissjóðir á Akureyri keyptu fyrir skömmu þrjár efstu hæðir húseignarinnar Glerárgáta 26 af Eyri hf. Sjóð- irnir neyddust til að ganga til samninga, að sögn forsvars- manna þeirra, því þeir hefðu annars séð fram á að verða fyr- ir miklu peningalegu tjóni. Hér er um 30 milljóna króna dæmi að ræða fyrir sjóðina. Um er að ræða Lífeyrissjóð Sameiningar og Lífeyrissjóð tré- Útgerð G. Ben á Árskógsströnd: Skipakaupin frágengin í fyrrakvöld - nýr Arnþór EA-16 heldur á síldveiðar í dag í fyrrakvöld var gengið frá kaupum útgerðarfyrirtækisins G. Ben á Árskógsströnd á Bergi VE-44 frá Vestmanna- eyjum. Bergur kemur í stað Arnþórs EA-16 sem sökk á síldarnúðunum fyrir austan land fyrir hálfum mánuði. Skipið hlaut nafnið Arnþór og einkennisstafina EA-16. í dag heldur nýja skipið frá Vest- mannaeyjum til síldveiða fyrir austan land. Eins og blaðið skýrði frá síð- astliðinn laugardag var kaup- samningur gerður með fyrirvara í síðustu viku þar sem beðið var svars sjávarútvegsráðuneytisins um hvort kvóti af Arnþóri fengist íluttur á skipið. Þaðan kom grænt ljós í fyrrakvöld og var þá strax gengið frá kaupsamningnum. Hermann Guðmundsson hjá G. Ben var ánægður með þessa niðurstöðu þegar blaðið ræddi við hann í gær. Arnþór fær 1100 tonna síldarkvóta gamla skipsins, jafn inikinn síldarkvóta af Sæþóri og auk þess 700 tonna þorsk- kvóta skipsins sem sökk. „Útlitið í síldveiðinni er reynd- ar ekki bjart en það er ljóst að Bergur verður við þessar veiðar fram á veturinn. Ég get ekki ver- ið annað en ánægður með að þetta er gengið í gegn,“ sagði Hermann í gær. JOH smiða, Akureyri. Fyrrnefndi sjóðurinn á 55% í eigninni en sá síðarnefndi 45%. Valmundur Einarsson, for- maður stjórnar Lífeyrissjóðs trésmiða, segir að kaupin hafi grundvallast á því að sjóðirnir væru að bjarga kröfum sem þeir áttu á fyrri eiganda hússins, Norðurverk hf. Samkomulag var gert um að fyrirtækið Eyri hf. yfirtæki kröfur lífeyrissjóðanna ásamt fleiri kröfum, en fengi í staðinn þrjár efstu hæðir Gler- árgötu 26. Þá hefði Eyri hf. fengið viðbótarlán hjá þessum sömu líf- eyrissjóðum til að koma eigninni í það horf að hún væri einhvers virði. Til stóð að innrétta húsið sem stúdentagarða, en Valmundur seg- ir að þegar það gekk til baka hafi ekki annað verið fyrirsjáanlegt en að Eyri hf. yrði gjaldþrota, ef ekkert væri að gert. Iðnlánasjóð- ur var með fyrsta veðrétt í eign- inni, en lífeyrissjóðirnir tveir neyddust ti! að kaupa húsið, því annars sáu þeir fram á að glata milljónum króna. „Við vildum frekar leysa eignina til okkar en láta hana fara á nauðungarupp- boð,“ sagði hann. „Þetta var gert af algjörri neyð á sínum tíma, þegar menn sáu fram á að ekkert annað væri framundan en gjaldþrot hjá Norðurverki hf.,“ segir Jón Helgason hjá Sameiningu, um til- drög málsins. Hann sagði að mikil verðmæti hafi verið í húfi, og í trausti þess að úr húsinu yrði verðmæt eign hafi verið gengið til samninga. Eyri hf. hafi fengið lán á sínum tíma vegna byggingar stúdentagarðanna, en allar fram- kvæmdir hafi stöðvast þegar hætt var við, eins og kunnugt er. Lífeyrissjóðirnir komu gjald- föllnum lánum í skil og gerðu upp við ýmsa kröfuhafa, t.d. Iðn- lánasjóð, Akureyrarbæ og hið opinbera. Stjórnir sjóðanna hafa ekki ákveðið hvert framhald málsins verður. Eftir er að loka þakinu til fullnustu, og hefur þakefni verið keypt og smiðir ráðnir. „Þetta er þungur biti að kyngja,“ sagði Jón Helgason. EHB Þrír líféyrissjóðir hafa fest kaup á þremur efstu hæðuni húss nr. 26 við Gler- árgötu. Mynd: KL Uppgjör Pjóðhagsstofnunar á afkomu í sjávarútvegi: Fískvinnslan skilar hagnaði en botnfiskveiðar reknar með tapi I uppgjöri Þjóðhagsstofnunar á rekstri helstu greina fisk- vinnslunnar kemur fram að samkvæmt stöðumati við skil- yrði um miðjan október 1989 var hreinn hagnaður fisk- vinnslunnar miðað við heils árs framleiðslu 96 milljónir króna, eða 0,5% af tekjum. I þessu afkomumati er reiknað með greiðslum úr Verðjöfnunar- sjóði til frystingar sem nema 3% af útflutningstekjum grein- arinnar og greiðslum til söltun- ar sem svara til 5% af útflutn- ingstekjum greinarinnar. I þessu sambandi er vert að hafa í huga að frá og með næstu áramótum hefur verið ákveðið að engar greiðslur komi úr Verð- jöfnunarsjóði til frystingar. Tölu- verður munur er á afkomu fryst- - frystingin bætir upp tap á söltuninni loðnubátar undanskildir, eru ingar og söltunar nú. Áætlaður hagnaður af frystingu er um 2% en áætlað tap af söltun er um 3%. Á árinu 1987 var nokkur hagn- aður af botnfiskvinnslunni, en á árinu 1988 var mikið tap á þess- um rekstri eða 1.451 milljón kr. Tapið hefði orðið 1.957 milljónir ef ekki hefðu komið til greiðslur úr Verðjöfnunarsjóði fiskiðnað- arins. Þetta þýðir að tap frysting- ar og söltunar var um 5,5% af tekjum en hefði orðið 7,5% ef greiðslur úr sjóðnum hefðu ekki verið fyrir hendi. Ef litið er á hliðstæðar athug- anir á botnfiskveiðum þá kemur í ljós að á árinu 1988 var svipað tap á veiðununt og árið á undan eða 1,5% af tekjum. Togarar eru reknir með um 4% hagnaði á meðan bátar 21-200 brúttólestir, Gúmmíhellur á leikvöll Stekks á Akureyri: Vonandi búnir að brjóta ísinn „Eg ætla að vona að við séum þar með búnir að brjóta ísinn og fleiri leikvellir hér á Akur- eyri fylgi í kjölfarið,“ segir Þórarinn Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Gúmmívinnsl- unnar hf. á Akureyri. Nýverið voru lagðar gúmrní- hellur frá Gúmmívinnslunni hf. á leikvöll barnaheimilisins Stekks á Akureyri og er það fyrsti leik- völlurinn á Akureyri sem fær slíkar hellur. Áður hafa gúmmí- hellur verið lagðar á yfir 20 leik- velli um allt land. Framleiðsla á gúmmíhellum hófst hjá Gúmmívinnslunni fyrir um tveim árum og segir Þórarinn að hún sé hálfgerð aukabúgrein fyrirtækisins. Auk gúmmíhella eru framleiddar gúmmímottur og -bobbingahjól auk framleiðslu sólaðra hjólbarða. Þórarinn bindur vonir við framleiðslu 21 tpmma bobbingahjóla, sem er nýlega hafin. Hann segir að hún hafi enn sem kontið er fengið litla kynningu en full ástæða sé til bjartsýni með þessa framleiðslu. óþh reknir með 8% tapi. Samkvæmt stöðumati við skilyrði um miðjan október 1989 er tap botnfiskveið- anna 3,5%. Togararnir eru enn reknir með um 4% hagnaði en tap bátanna er komið í 13%. Samkvæmt þessu uppgjöri Þjóðhagsstofnunar er botnfisk- vinnslan rekin með hagnaði í dag, söltunin reyndar nteð tapi en frystingin bætir það upp, en á hinn bóginn er tap á botnfisk- veiðunum. Samt er hagnaður af rekstri togara en hins vegar veru- legt tap á rekstri bátaflotans. SS i sumar: / • / Veðrið Sólskin í jum og júlí yfir meðaltali - undir meðaltali í ágúst og september Norðlendingar eru flestir sam- mála um að veðrið síðasta sumar hafi verið einstaklega gott á þeirra heimaslóðum. Samkvæmt upplýsingum frá Öddu Báru Sigfúsdóttur veðurfræðingi á Veðurstofu Islands reyndist sumarhitinn á Akureyri svipaður og í fyrra en bæði sumrin voru mcð hlýrra móti á þessum slóðum. Þegar tekið er meðaltal suntarsins á Veðurstofu íslands er átt við mánuðina júnf, júlí, ágúst og september. í júní voru sólskinsstundir á Akureyri 220 eða 47 fleiri en í meðalári og í júlí voru þær 193 sem er 31 fleiri meðalári. í ágúst snérist en þróunin við, þá voru sólskins- stundirnar 92 sem er 39 færri en í meðalári og í septembcr 73 sem er 12 færri en í meðalári. Aö öllu samanlögðu voru sólskinsstundir á Akureyri því mjög nálægt með- allagi. Framan af surnri var mjög þurrt á Akureyri en eítir það var úrkoman meiri. Á heildina litið var úrkoma á Akureyri því mciri en í meðal sumri. Hitastig framan af suntri þótti gott, í júlí var meðalhiti 12,2 gráður sern er 1,8 meira en í meðallagi og þykir ntjög mikið. í júlí fór hámarkshiti yfir 20 gráður í samtals 9 daga en hlýjast var þann 23. júlí eða 23 gráður. VG

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.