Dagur - 26.10.1989, Page 7

Dagur - 26.10.1989, Page 7
Fimmtudagur 26. október 1989 - DAGUR - 7 ist á kostnað annarra. Reglugerð- ardrögin benda ekki á leiðir til að koma í veg fyrir hagnað en þó er heimild til að bæta upp ef á vantar. Varðandi úthlutun stofn- kostnaðarframlaga er í reglu- gerðardrögunum miðað við sama íbúamarkið Akvæði laganna gera ráð fyrir að markmiðið sé að bæta upp kostnaðarauka vegna verkefna- tilfærslu til sveitarfélaga í dreif- býli. Pað er því fullkomið ósam- ræmi að taka fram í reglugerð hvaða hluta kostnaðartilfærsl- unnar á að lækka með framlögum eins og gert er í reglugerðar- drögunum. í lögunum er átt við dreifbýlissveitarfélög og loka- markmiðið sé að hagur þessara sveitarfélaga verði ekki lakari eftir verkefnatilfærsluna en var áður. Reglugerðardrögin gera ráð fyrir að þetta ákvæði geti náð til sveitarfélaga allt að 2000 íbúa markinu, hvað sem líður sam- setningu byggðar. Hér er vægast sagt farið frjálslega með innihald hugtaka. Virðist það vera ætlun löggjafans að hlutur dreifbýlis- sveitarfélaga verði fjárhagslega nokkuð jafnréttur og áður. Pað hlýtur að vega að jöfnu uppgjör sem á vantar um stofnframlag grunnskóla og svonefnds annars kostnaðar, þ.m.t. kostnaður vegna tónlistarkennslu. Ekki ber lagabókstafurinn með sér að kostnaður vegna tónlistar- fræðslu eigi hér forgang, þar sem ekki er á hann minnst í lögunum. Á þessum samanburði er ljóst að stjórn Sambands íslenskra sveit- arfélaga hefur reynt að bæta götuga flík og jafnvel þurft að skálda í eyðurnar til að flíkin teldist nothæf." Framlög til jöfnunar félagslegarar þjónustu - góðri hugmynd klúðrað? - Er tekjuframlögum ætlað að samræma þjónustustig sveitar- félaga? „Ein af ábendingum Fjórðungs- sambands Norðlendinga var að taka upp jöfnunarframlög til að efla félagslega þjónustu sveitar- félaga, m.a. vegna verkefnatil- færslu frá ríki til sveitarfélaga. Hér var einkum átt við málefni öldrunar, dagvistunar og heimil- ishjálp. Hugmyndin er sú að sveitarfé- lögunum verði settur eins konar þjónusturammi sem miðist við byggðastig þeirra, þar sem gert er ráð fyrir að fyrir hendi væri öll almenn þjónusta um dagvistir og aðstoð við aldraða. Hlutverk framlaga úr Jöfnunarsjóði sveit- arfélaga væri að greiða sveitarfé- lögum framlag til að standa undir rekstri þesskonar starfsemi, ef útgjöld þeirra til þessara mála- flokka væru hlutfallslega og óeðlilega há, miðað við þau sveit- arfélög sem eru til samanburðar og eru með eðlilega starfsemi á þessu sviði. Bent var á að nauðsynlegt væri að verja til þessa málefnis jafn- stórum hluta af tekjum Jöfnunar- sjóðs og til grunnskólaframlaga. Ætlast var til að þessara framlaga nytu einkum miðlungssveitarfé- lög og minni þéttbýlisstaðir. Ákvæði tekjustofnalaga um þctta efni eru óljós. Þennan vanda er reynt að leysa í reglugerðar- drögunum með því að flokka sveitarfélög eftir íbúafjölda allt að þrjú þúsund íbúa markinu sem hámark. Innan hvers íbúa- flokks verði þrjú þjónustustig með ákveðnu framlagi á hvern íbúa. Gallinn er sá að íbúagjald á hvert þjónustustig skapar mis- rétti. í skilgreiningu um þjónustu er talin upp öll „mannleg" þjón- usta sveitarfélaga samkvæmt reglugerðardrögunum. Tilgangur laganna er að hjálpa sveitarfélögum til að ná tilteknu þjónustustigi með framlögum, þannig að kostnaðurinn dragi ekki úr getu sveitarfélaganna til að auka þjónustustig sitt, ef það er óeðlilega lágt. Meginmálið er að koma sér saman um þjónustustaðal eftir flokkun byggðastigs, og móta þá stefnu sem stefnt er að með fram- lögum til bætts þjónustustigs. Meðan þetta er ekki til staðar er tilgangslaúst að setja reglugerð- arákvæði um greiðslur eftir íbúa- fjölda. Þar að auki er varhuga- vert að setja ákvæði um verð- tryggingu fjárhæðar í reglugerð án þess að vita um verkefnið og umfang þess. Menn mega ekki láta óskhyggjuna hlaupa með sig, þeir verða að vera raunsæir. Hér er verið að klúðra góðri hugmynd." Tekjujöfnunarframlög eru afgangsstærð í Jöfnunarsjóði - Eru ekki nýjar reglur um tekjujöfnunarframlag? „Tekjujöfnunarframlögin koma í stað svonefndra auka- framlaga áður, en þau voru fast- ákveðinn hluti tekna fyrri Jöfn- unarsjóðs. Nú verða tekjujöfn- unarframlögin einskonar afgangs- stærð í Jöfnunarsjóði. Hugtakið skatttekjur er látið ná til útsvara, fasteignaskatta og aðstöðugjalda en ekki til annarra lögboðinna tekjustofna, sem í eðli sínu er skattheimta. í reglu- gerðardrögunum er viðmiðun til tekjujöfnunarframlaga skilyrði um fyllstu álagningu útsvara. Ekki eru gerðar kröfur um samanburð á tekjuöflun milli sambærilegra sveitarfélaga sem í eðli sínu er skattheimta. Það furðulega er að önnur framlög úr Jöfnunarsjóði sveitar- félaga skuli ekki vera tekin með í viðmiðunina þegar úthluta á tekjujöfnunarframlögum. í þessu felst sú hætta fyrir sveitarfélögin, einkum þegar tekjur Jöfnunar- sjóðs eru sóttar í hendur ríkisins, að ef þetta er ekki gert verði sá áróður rekinn að verið sé að tví- borga sveitarfélögunum úr Jöfn- unarsjóði. Fyrst að greiða niður kostnað en síðan að bæta upp tekjur án tillits til framlaga vegna kostnaðarniðurgreiðslunn- ar. Einnig er hætta á, ef rtkis- sjóður skerðir Jöfnunarsjóðinn, að það bitni einkum á tekju- jöfnunarframlögum sem er afgangsstærð hjá sjóðnum. Hver er niðurstaðan? Ljóst er að tekjustofnalögin eru illa unnin þannig að reglugerðarsetning eft- ir þeim er mjög erfið. Það er hæpið að taka upp reglugerðar- stefnu sem túlkar lögin eftir skoðunum embættismanna og að vild þeirra síðarnefndu. Núgild- andi tekjustofnalög hljóta fljót- lega að koma til endurskoðunar vegna ágalla. Spurningin er þó sú hvort röng leið hafi ekki þegar verið valin í upphafi. í stað niðurgreiðslu á kostnaði hafi átt að leggja meiri áherslu á tekjuaukningu til að efla sjálfræði sveitarfélaga. Það má vera að sum sveitarfélög verði fjárhagslega sterkari nú en áður, en fátækari að verkefnum." - Eru tekjustofnalögin og verkefnatilfærslan liður í byggða- aðgerðum? „Sú tilfærsla verkefna til ríkis- ins sem fylgt hefur þessari tekju- stofnastefnu er ekki byggða- stefna. Það er heldur ekki byggðastefna að sveitarfélög verði háð greiðslum urn rekstur sinn og að gert sé út á Jöfnunar- sjóð. Allt þetta hlýtur að koma til skoðunar fyrr eða síðar. Ljóst er að formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga hafði ekki lög að mæla þegar hann líkti verkefna- tilfærslunni og tekjustofnalögun- um við hina mestu byggðaaðgerð í landinu." EHB Massey-Ferguson dráttarvélar M-F300 fjórhjóladrifnar / á frábæru verði MF-60 Din hö.á 1200 þús. MF - 70 Din hö. á 1300 þús. MF—80 Dinhö.á 1360 þús. MF-90 Din hö. á 1390 þús. Massey Ferguson Kaupfélögin lul ungir IiiI framsoknarmenn UPf AÐALFUNDUR F.U.F.A.N., Félags ungra framsóknarmanna á Akureyri og nágrenni, veröur haldinn miðvikudaginn 1. nóvember kl. 20.30 að Hafnarstræti 90. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á þing K.F.N.E., sem haldið verður á Akureyri laugardaginn 11. nóvember nk. 3. Kosning fulltrúa í Fulltrúaráð framsóknarfélaganna á Akureyri. 4. Önnur mál. Stjórnin. ÁmtnrJ/howninn PIONEER‘ jamo SÍMI (96) 21400 Sýnum föstudaginn 27. nóvember hljómtæki frá Pioneer og sjónvörp og videótæki frá Sharp og Salora Hátalarar frá Jamo veröa á sýningunni Komið og skodið vörur í háum gæðaflokki

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.