Dagur - 22.11.1989, Síða 1

Dagur - 22.11.1989, Síða 1
72. árgangur Akureyri, miðvikudagur 22. nóvember 1989 224. tölublað A//t fyrir' errabodin HAFNARSTRÆTI 92 602 AKUREYRI SiMI 96 26708 BOX 397 Líf að færast í tuskumar á loðnumiðunum: „Það er eins og loðnan komi upp úr botninunf - segir Bjarni Bjarnason á Súlunni EA „Jú, hér eitthvað að sjá en loðnan er bara neðarlega ennþá. Yið köstum þó eftir stutta stund,“ sagði Bjarni Bjarnason, skipstjóri á Súlunni EA-300 í gær en skipið var þá á loðnumiðunum suðaustur af Kolbeinsey. Súlan fékk 250 tonn af loðnu í Nauðsynlegt að móta íþrótta- stefnu fyrir Akureyrarbæ Iþróttamál komu til umræðu Bæjarstjórnar Akureyrar t gær vegna tillögu sem Þórar- inn E. Sveinsson, varabæjar- fulltrúi Framsóknarflokksins, flutti um stefnumótun í íþróttamálum. í tillögunni, sem vísað var til bæjarráðs, lagði Þórarinn til að bæjarráð myndi fela ÍBA, íþróttaráði og íþróttafélögum í bænum að móta sameiginlega stefnu um uppbyggingu og rekst- ur íþróttastarfsins á Akureyri. Þórarinn sagði á fundinum að ef bæjarfélagið mótaði ekki ákveðna stcfnu í þessum mála- flokki myndu íþróttamenn bæjarins fljótlega dragast aftur úr vegna aðstöðuleysis. Nauð- synlegt væri að Akureyri hcldi áfram þeirri forystu sem almennur vilji væri fyrir, og legöi meiri kraft í áframhald- andi uppbyggingu, bæði fyrir keppnisíþróttir og svonefndar ahnenningsíþróttir. Samtímis verði hafnar viöræður við Þór og KA um byggingu og rekstur íþróttamannvirkja á félags- svæðum þeirra. „Ég hef fylgst með ótrúlegu uppbyggingarstarfi hinna ýmsu félaga í bænum, bæði hvað aimennings- og keppnisíþróttir snertir. í dag finnst mér nauð- synlegast að klára þá íþróttaað- stöðu sem er í uppbyggingu á vegunt stóru félaganna tveggja; þ.e. íþróttahús á vegum KA/ Lundarskóla og félagsheimili Þórs í Glerárhverfi. Auk þess veröi könnuð þörf annarra íþróttafélaga á aðstoð til upp- byggingar," segir Þórarinn. EHB fyrrinótt þrátt fyrir að skipin gætu ekki athafnað sig fyrr en seint vegna veðurs. Veðrið gekk niður í gær og leit út fyrir góða veiði í gærkvöld. Flotinn var nær allur kominn á miðin í gær. „Loðnan er dálítið dreifð núna en á stærra svæði en oft áður. Menn klóra sér mest í skallann hér á slóðinni yfir því hvaðan þessi loðna kemur. Ég held að það viti enginn. Þetta fannst bara upp úr þurru hér þrátt fyrir að rannsóknaskip og loðnuskip hafi leitað allt í kring. Það er eins og þetta komi upp úr botninum. Jafnvel gamlir loðnuhundar sem búnir eru að vera í 20 ár geta ekki svarað því af hverju þetta gerist. Það ætti að fara að láta einhverja af þessum háskólaborgurum í loðnusálfræði rannsaka hegðun loðnunnar núna,“ sagði Bjarni. JÓH í gær var haldinn fjölmennur borgarafundur í Sjallanum um atvinnumál á Akureyri, en atvinnumálanefnd bæjarins stóö fyrir fundinum. Atvinnumál eru í brennidepli vegna óvissuástands sem skapast hefur undanfarnar vikur og mánuði og stóraukins atvinnuleysis. Mynd: KL Staðan í byggingariðnaðinum á Akureyri: Frjálsi markaðurinn lamaður og seinagangur í félagslega kerfinu - uppsteypa fjölbýlishúsa dregst fram á frostkaldan vetur Á Akureyri er verið að steypa upp fjölbýlishús þótt komið sé fram á vetur. Enn hefur ekki verið gengið endanlega frá úthlutun íbúða fyrir Verka- mannabústaði til bygginga- verktaka og er það megin- ástæðan fyrir því að verktakar berjast nú í steypuvinnu í frost- kaldri tíð í stað þess að vinna við frágang innanhúss. Verka- mannaíbúðirnar virðast vera grundvöllur fyrir byggingar- iðnaði á Akureyri, frjálsi markaðurinn er lamaður. Þetta eru helstu niðurstöður af yfirferð Dags á byggingamarkað- inum á Akureyri. Sigurður Jóns- son hjá Meistarafélagi bygg- ingamanna sagði t.a.m. að þessi dráttur á úthlutun verkamanna- íbúða kæmi sér mjög illa, upp- steypa um hávetur væri bæði kostnaðarsöm og varhugaverð. í sama streng tók Haraldur Júlíusson, byggingaverktaki. „Akureyrarbær sótti um 40 verkamannaíbúðir í ár þannig að hann hefur ætlað sér að láta byggja þær. Eftir því sem ég best veit fékk bærinn svar frá Hús- næðisstofnun í ágúst en samt hef- ur ekki verið gengið til samninga Óhappið hjá Árlaxi á Kópaskeri: Breytír ekkí áhuga á að ljúka uppbyggingu stöðvarinnar Fiskurinn sem drapst hjá Arlaxi í Kelduhverfí aðfara- Mælskukeppni framhaldsskólanna: MA í fjögurra liða úrslit Lið Menntaskólans á Akureyri hefur tryggt sér þátttökurétt í 4ra liða úrslitum í Mælsku- keppni framhaldsskólanna. Sigraði lið MA lið Fjölbrautar- skólans á Suðurnesjum í 8 liða úrslitum sl. föstudagskvöld, en hafði áður sigrað lið MH. Þetta verður að teljast hinn besti árangur hjá nemum MA en þeir eru nú ásarnt liðum Verslun- arskólans, MR og Fjölbrautar- skólans í Garðabæ í 4ra liða úr- slitum sem fram fara í febrúar á næsta ári. Lið MA er skipað fjórum mönnum, frummælandi og 1. ræðumaður er Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, meðmælandi og 2. ræðumaður er Hjörvar Péturs- son, stuðningsmaður og 3. ræðu- maður er Unnur Mjöll Donalds- dóttir og liðsstjóri er Hjördís Halldórsdóttir. VG nótt mánudags fór allur í físki- mjölsverksmiðjuna á Raufar- höfn. Þetta var gert að ósk fulltrúa tryggingafélags stöðv- arinnar. Tjónið í þessu óhappi nemur um 4 milljónum króna en fískurinn sem drapst átti að koma til slátrunar í vetur. Ástæða óhappsins er sú að dæla bilaði án þess að öryggis- búnaður sem settur var upp til bráðabirgða færi í gang. Eins og blaðið hefur skýrt frá er áhugi hjá veðhöfum á að ljúka uppbyggingu stöðvarinnar og selja hana síðan. Nú er mjög far- ið að þrengja að seiðaeldisstöð- inni í Ártungu og verður á næstu dögum að taka ákvörðun um endanlega uppbyggingu á Kópa- skeri svo þangað megi flytja seiði. Örlygur Hnefill Jónsson, þrotabússtjóri Árlax, segist von- ast til að þetta óhapp breyti ekki áhuga veðhafa á að uppbyggingu stöðvarinnar verði haldið áfram. „í Ártungu eru 67 þúsund fiskar sem ættu að verða 1,2 kg. í júní og nú er lífsspursmál að þeir komist í betra rými. í dag funda veðhafar um þetta mál og þar verður rætt um að gera svæðið á Kópaskeri þannig að það geti tekið við fiskinum úr Ártungu,“ segir Örlygur Hnefill. JÓH við verktaka um seinni skammt- inn af þessum íbúðum fyrr en nú, þegar desember er á næstu grösum. Verktakar hafa beðið í allt sumar, sumir með grunna eða hálfbýggð hús,“ sagði Haraldur. Fyrirtækið Haraldur og Guð- laugur hf. hefur verið með 25 íbúðir í smíðum á þessu ári, 5 íbúðir í raðhúsi við Múlasíðu, 15 íbúðir í ljölbýlishúsi við Mela- síðu og þá er verið að ljúka við uppsteypu á 5 íbúða raðhúsi við Vestursíðu. Haraldur sagðist hafa selt 16 íbúðir af þessum 25 í verkamannabústaðakerfinu, átta þeirra reyndar á síðasta ári. „Frjálsi markaðurinn er í rusli og þá verða verktakar að treysta á félagslega kerfið. Það er lífs- nauðsyn fyrir verktakana að fá svör fyrr, til að þeir geti farið af stað. Nú er komið 10-15 stiga frost og það er klikkun að standa í uppsteypu við þessar aðstæður. Þetta er líka hrikalega dýrt. Verktakarnir eru ekki að berjast við bæinn eða Verkamannabú- staði, þessir aðilar eiga að vinna saman, en ástandið er að drepa okkur eins og það er í dag,“ sagði Haraldur. Haraldur og Guðlaugur kusu að btða ekki eftir endanlegu svari og byggðu fjölbýlishús við Mela- síðu síðastliðið vor. Þær íbúðir verða tilbúnar um næstu mánaða- mót. Verkamannabústaðir keyptu 12 en 3 seldust á almenn- um markaði. Á sömu slóðum er Fjölnir sf. að steypa upp fjölbýl- ishús og uppsteypa fjölbýlishúss er nýlega hafin hjá Aðalgeiri Finnssyni hf. SS

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.