Dagur - 22.11.1989, Blaðsíða 11

Dagur - 22.11.1989, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 22. nóvember 1989 - DAGUR - 11 í DAGS-ljósinu Skipasmíðaiðnaðurinn telur þörf á „tiltekt“ til að mæta tímabundinni niðursveiflu: Dýrmætrí þekkingu má ekki kasta á glæ Það hefur vart farið fram hjá nokkrum manni að íslenskur skipasmíða- iðnaður á nú við alvarleg vandamál að etja. í stórum dráttum má segja að erfiðleikarnir stafi fyrst og fremst af því að skyndiiega hefur eftirspurn bæði nýsmíða- og viðgerðaverkefna hrunið. Forsvarsmenn skipasmíða- stöðva líta svo á að hér sé um að ræða tímabundna erfiðleika en hins veg- ar telja þeir að þær standi frammi fyrir meiri vanda en áður. Ástæðan er sú að fyrirtækin eru vel flest fjárhagslega illa stödd eftir erfiða samkeppn- isstöðu á tímum fastgengisstefnu og á sama tíma og almenn samkeppnis- skilyrði eru að batna, standa þau frammi fyrir verulegum samdrætti markaðarins. Forráðamenn skipasmíða- stöðva líta svo á að í þessari stöðu þurfi sameiginlegt átak skipasmíðaiðnaðarins sjálfs, stjórnvalda og hagsmunaaðila í sjávarútvegi til lausnar á vandan- um. Á aðalfundi Félags dráttar- brauta og skipasmiðja á Akureyri um síðustu helgi var samþykkt ályktun þar sem fram kemur að fyrirtæki í þessum iðnaði þurfa að hafa frumkvæði að ýmsum hlutum í rekstrinum. Fyrirtækin skoði sín mál 1. Fyrirtækin þurfa að leita leiða til að sameinast eða að auka samvinnu bæði við einstök verk- efni og almennt. Huga þarf að því, hvort hægt sé að fá fjársterka aðila til að leggja fram fé í endur- skipulögð skipaiðnaðarfyrirtæki. 2. Fyrirtækin þurfa að efla verulega markaðsstarf sitt, bæði á innlendum og eriendum mark- aði. Jafnframt þarf að haída áfram og víkka út sameiginlegt markaðsátak á innlendum mark- aði og vinna að því að útvega fé til þess að færa það út á erlendan markað einnig. Markaðsátak þetta nái einnig til þess að leitað verði eftir markaði eriendis fyrir gömul skip. 3. Fyrirtækin þurfa að gera átak í hagræðingu, þar sem lögð verði áhersla á samspil verkáætl- ana og hönnunar m.t.t. fram- leiðslu og verkskipulags. Stjórn- völd aðstoði við þetta starf með því að auðvelda útvegun verk- efna, sem eru nauðsynleg forsenda þess að hægt verði að vinna að slíku skipulagsstarfi innan fyrirtækjanna. 4. Fyrirtækin þurfa að taka upp verkáætlanir í ríkara mæli og að athuga möguleika á sveigjan- legri verðstefnu með það að markmiði að jafna árstíðabundn- ar sveiflur í eftirspurn. Þannig má hvetja útgerðarmenn til að dreifa viðhaldi skipa jafnar eftir árstíðum. Verkefni á þrotum um áramót Jósef Þorgeirsson, formaður Félags dráttarbrauta og skipa- smiðja, leggur á það áherslu að skipasmíðastöðvarnar geti hag- rætt með margvíslegum hætti. Hann nefnir m.a. hvernig staðið skuli að skipulagi verka, undir- búningi þeirra og innkaupum og í hvaða röð þau séu unnin. Jósef segir að skipasmíðastöðvar vinni nú þegar saman á ýmsum sviðum og samvinnuna beri að auka. „Það háir mörgum þessara fyrir- tækja hversu fáa starfsmenn þau hafa. Ef hægt er að auka sam- vinnu fyrirtækja geta þau samein- að krafta og tekist á við stærri verkefni og á skemmri tíma en nú er.“ Forsvarsmenn skipasmíða- stöðva telja að vandi þeirra sé tímabundinn. Þeir benda á að flotinn sé í eldri kantinum og mikið verk sé óunnið í endurbót- um á honum. Staða sjávarútvegs- fyrirtækja sé hins vegar slík um þessar mundir að líkur séu á að þau haldi sem kostur er að sér höndum í endurnýjun flotans. Verkefni dagsins í dag sé því að finna ný verkefni fyrir stöðvarnar næstu misseri. Samkvæmt upp- lýsingum Félags dráttarbrauta og skipasmiðja horfa flest fyrirtæki til verkefnaþurrðar um áramót eða í lok janúar. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum eru mörg járn í eldinum við að afla stöðvunum verkefna. í því sam- bandi er m.a. horft út fyrir land- steinana. Nægir þar að nefna þreifingar Stálvíkur í Arabalönd- um og fyrirspurnir sovéskra útgerðarfyrirtækja um möguleika á að koma með skip til íslands til viðgerða og þjónustu. Fljótt á lit- ið virðist sem lagaákvæði frá árinu 1922 standi í vegi fyrir að þetta geti orðið að raunveru- leika. I lögunum er bann lagt við verkun og veiði erlendra skipa í landi eða íslenskri landhelgi. Jafnframt er útlendingum bann- að að hafast við í landi eða í höfn 4000 3000-- 2000-- 1000 1986 1987 1988 ERLENDIS INNANLANDS 1989 1990 Samanburður á endurbótum og nýsmíðum samtals, innanlands og erlendis 1986-1990 (í millj. kr. á verðlagi 1988). Heimild: Þjóðhagsstofann, áætlun 1989 og 1990. til þess að reka þaðan fiskveiðar utan landhelgi. Að mati sjávar- útvegsráðuneytis er síðarnefnda ákvæðið talið fela í sér bann við því að útlendingar leiti hingað til viðgerða á skipum sínum. Stjórn Félags dráttarbrauta- og skipasmiðja vinnur nú að úttekt á lagaheimildum varðandi þetta mál í samvinnu við Landssam- band iðnaðarmanna. Meðal ann- ars hefur verið aflað greinargerð- ar frá norska sjávarútvegsráðu- neytinu um skipan þessara mála þar í landi. Staðið verði betur að undirbúningi verka Jósef H. Þorgeirsson segir að erlendir aðilar telji þjónustu íslenskra skipasmíðastöðva ekki of dýra enda hafi verið staðfest að hún sé fyllilega samkeppnisfær í verði við erlendar stöðvar. „Ég bendi á að í 52 útboðum á endur- bótaverkefnum á þriggja ára tímabili sem boðin voru út á alþjóðlegum markaði voru inn- lendar stöðvar oftar í lægsta verðflokki en erlendar. Þetta þýðir með öðrum orðum að íslensku stöðvarnar hafa haldið verðinu niðri og veitt erlendu stöðvunum harða samkeppni hérlendri útgerð til hagsbóta." Þorleifur Jónsson. fram- kvæmdastjóri Landssambands iðnaðarmanna, telur að ef næst meiri stöðugleiki í skipasmíðun- um og íslenskur skipasmíðaiðn- aður fær í auknum mæli verkefni erlendis frá muni með tíð og tíma komast á nauðsynlegur stöðug- leiki sem lækki sjálfkrafa verð á þessari þjónustu. „Það ber að leggja mikla áherslu á að standa betur að undirbúningi verka íslensku stöðvanna. Þar verða útgerðarmenn að koma til aðstoðar, ef má orða það svo. Skipasmíðastöðvarnar verða að hafa frumkvæði í að fá útgerðar- menn til samstarfs. Menn eru til- búnir til að setjast niður með útgerðarmönnum og undirbúa verk betur. Eitt stærsta vandamál skipa- smíðastöðvanna er árstíðabundin sveifla í verkefnum. Fjóra mán- uði á ári er mjög mikið að gera og stöðvarnar anna ekki eftirspurn. Hina átta mánuðina ríkir óvissa um verkefni. Fyrir utan þetta gera stöðugar efnahagssveiflur og þar með sveiflur í sjávarútvegin- um skipasmíðastöðvunum erfitt fyrir. Nú er búin að eiga sér stað mikil efnahagsholskefla og reynslan sýnir að eftir slíka hol- skeflu kemur dautt tímabil." Sérfræðingar eru sammála um að ekki sé með nokkru móti hægt að áætla hversu lengi þessi niður- sveifla varir. Þó búast flestir við að hún verði með lengsta móti og í því ljósi sé nauðsynlegt að hag- ræða sem kostur er í rekstri skip- asmíðastöðvanna. Guðmundur Guðmundsson, verkfræðingur hjá Landssambandi iðnaðarmanna, bendir á það að það sé mjög slæmur kostur að þurfa að fækka mönnum enn frekar en orðið er í þessari starfsgrein því að með því sé kastað á glæ dýrmætri þekk- ingu og hugviti starfsmanna sem tíma taki að afla á nýjan leik. Málið snýr líka að stjórnvöldum Vandi skipasmíðastöðvanna snýr ekki bara að þeim sjálfum. Stjórnvöld koma með beinum eða óbeinum hætti að málefnum þeirra. Á aðalfundinum um síð- ustu helgi bar þessi mál á góma og var um þau ályktað á eftirfar- andi hátt. 1. Stjórnvöldum hefur ekki tekist að minnka sveiflur í sjávar- útvegi og þar með fjárfestingu í útgerð og jafna þannig eftir- spurn. Hér er um að kenna slakri hagstjórn, sem áhrif hefur á allt þjóðfélagið og er stærsta vanda- mál skipaiðnaðarins til lengri tíma litið. 2. Stjórnvöld hafa ekki staðið við samþykkt ríkisstjórnarinnar frá 2. september 1986 þar sem kveðið er á um að leitað skuli til- boða innanlands áður en lánveit- ingar eru veittar og þau metin á viðskiptalegum grundvelli, að íslenskum skipaiðnaðarfyrirtækj- um skuli standa til boða sambæri- legar bankaábyrgðir og þegar verkefni eru unnin erlendis og að skipaiðnaðinum skuli gefinn kostur á samkeppnislánum til að mæta niðurgreiðslum frá eriend- um fyrirtækjum. 3. Stjórnvöld hafa ekki leitast við að svara erlendum styrktar- aðgerðum óbeint t.d. með því að auka mun á lánum til verkefna innanlands og erlendis, þrátt fyrir endurteknar ábendingar félagsins um mikilvægi þess. 4. Stjórnvöld hafa ekki auð- veldað innlendum skipasmíða- stöðvum að taka notuð skip upp í ný. Lagðar hafa verið fram tillög- ur um hvernig endurnýjunarregl- um skipa skuli háttað. 5. Stjórnvöld hafa ekki rutt úr vegi hindrunum, fyrir því að eriend skip geti komið til lands til viðgerða og þjónustu. Hér er um töluverða hagsmuni að ræða fyrir fleiri atvinnugreinar en skipaiðn- að. 6. Ekki er gert ráð fyrir því í fjárlagafrumvarpi að uppsafnað- ur söluskattur verði greiddur út nema vegna hluta af yfirstand- andi ári. 7. Stjórnvöld hafa enn ekki komið því til leiðar að endur- greiðslur á aðflutningsgjöldum vegna viðgerða og endurbóta á skipum séu fullnægjandi til að tryggja eðlileg samkeppnisskil- yrði að þessu leyti. 8. Með aðgerðarleysi sínu eru stjórnvöld að leggja stein í götu framkvæmda innanlands, þess vegna er eftirspurn sem fyrir hendi er fullnægt eriendis. óþh ARCTKCAT Lítið notaðir sleðar á góðu verði ★ Cougar '89 Cheetha '89 ónotuð Wild Cat '89 ★ Greiðsluskilmálar Höldursf. söludeild, Tryggvabraut 10, sími 27385

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.