Dagur - 24.11.1989, Blaðsíða 1

Dagur - 24.11.1989, Blaðsíða 1
Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdaegurs GULLSMKMR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Síldarsölumálin: Loksins samið við Rússa í gær var formlega gengið frá samkomulagi því sem náðist í Moskvu 4. nóvember sl. milli sfldarútvegsnefndar og sovéska innkaupafyrirtækisins Sovrybflots um sölu á saltsfld til Sovétríkjanna. Heildarverð- mæti samningsins er um 1 milljarður íslenskra króna. Samningurinn kveður á um fyrirframsölu á 150 þúsund tunn- um af hausskorinni og slógdreg- inni saltsíld sem kentur til afgreiðslu á 1. ársfjórðungi 1990. Auk þessa var samið um að kaupendur athuguðu möguleika á kaupum á 50 þúsund tunnum til viðbótar. Söluverð og skilmálar voru óbreyttir frá fyrra ári að öðru leyti en því, að kaupendur veita 3% afslátt á verði til frekari kynningar á íslenskri saltsíld á mörkuðum í Sovétríkjunum. VG 72. árgangur Akureyri, föstudagur 24. nóvember 1989 226. tölublað Geir Zoega framkvæmdastjóri Krossanesverksmiðjunnar: „Þarf enga spekinga tfl að sjá að staðan er hrikaleg“ Ljóst er að Krossanesverk- smiðjan hefur orðið fyrir veru- legu áfalli, því loðnuflotinn siglir í höfn 18. desember og því ekki eftir nema rúmar þrjá vikur til stefnu fyrir áramót. Geir Zoéga, framkvæmda- stjóri Krossanesverksmiðjunnar, segir að þetta sé mikið áfall fyrir Krossanes, sem byggir eins og aðrar loðnubræðslur á Norður- landi fyrst og fremst á surnar- og haustloðnunni. Eftir áramót gengur loðnan suður fyrir land, og verður óhægt um vik fyrir verksmiðjur á Norðurlandi að sækja hana þangað. „Þetta kemur sér illa á sama tíma og verksmiðjan stendur í miklum skuldbindingum, hún verður að standa skil á lánum þótt engin loðna komi. Afurðir verksmiðjunnar eiga að ganga til að borga lánin og það þarf enga spekinga til að sjá að staðan er hrikaleg,“ segir Geir. Krossanesverksmiðjan hefur samið við erlenda kaupendur loðnumjöls og lýsis, og hefur Geir verið í stöðugu sambandi við þessa aðila. Krossanesverk- smiðjan gat staðið við alla samn- inga unt afhendingu á afurðum sínum þar til í síðasta mánuði, að loðnuleysið fór að segja til sín fyrir alvöru. Geir segir kaupend- urnir séu eðlilega orðnir órólegir, en rætt hafi verið viö þá og þeir hafi sýnt skilning á stöðunni. Búið sé að semja við einn stóran kaupanda um endurnýjun samn- inga fyrir næsta ár, en rætt verður við annan kaupanda um málin í byrjun desember. Geir var spurður þeirrar spurn- ingar á hvern hátt loðnuleysið gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir fyrirtækið, ef vertíðin bregst nær alveg fyrir Norðurlandi. Hann taldi mesta hættu á að Krossanesverkmiðjan yrði stimpluð sem óáreiðanleg, auk þess beina tjóns sem verður af því að hafa ekki vöru til að selja. EHB Tilboð í flutning á grjóti vegna smábáta- hafnar á Sauðárkróki opnuð í gær: Ríflega helmings munur á hæsta og lægsta boði Hafnarstjórn Sauðárkróks ákvað á fundi sínum 13. þ.m. að bjóða út flutning á grjóti vegna smábátahafnar. Tilboðs- frestur var til dagsins í gær og þá voru tilboðin opnuð. Alls bárust þrjú tilboð í verkið frá eftirtöldum aðilum: Fjörður sf. Sauðárkróki 1.380.000 kr. Króksverk sf. Sauðárkróki 1.252.365 kr. Jón V. Björgvinsson Akranesi 664.000 kr. Athygli vekur hve mikill mun- ur er á milli tilboða heimamanna og Jóns Björgvinssonar frá Akra- nesi. Á næstunni mun Hafnar- stjórn yfirfara tilboðin, en verk- lok eru áætluð fyrir áramót. kj Verkamannabústaðir á Akureyri: Nítján nýjar Mðir afhentar í desember Um næstu áramót munu Verkamannabústaðir á Akur- eyri hafa afhent alls 43 tilbúnar íbúðir til kaupenda á þessu ári. Af þeim hafa þcgar verið aflientar 24 íbúðir en 19 verða afhentar í desember. Á tímabilinu frá janúar til nóvembcr í ár hafa Verkantanna- bústaðir aflient 16 íbúðir við Melasíðu á Akureyri og 8 íbúðir við Múlasíðu. í desember verða afhentar 8 íbúðir í Melasíðu 8 og 11 íbúðir í Hjallalundi 20. VG Skilafrestur skipspósts til Evrópu rennur út í dag: Um 150 þúsund jólakort póst- lögð á Akureyri í desember í dag rennur út frestur til að skila skipspósti til Evrópu sem berast á fyrir jól svo þeir sem enn hafa ekki komi jólagjöfum til vandamanna á því svæði ættu að taka sig á. Síðasta tækifæri til að skila skipspósti til landa utan Evrópu rann út þann 14. nóvember sl. en enn er tækifæri til að koma böggl- um og öðrum pósti á þetta svæði með því að nota flug- þjónustu. Að sögn Jóns Inga Cæsarsson- ar póstfulltrúa hjá Pósti og síma á Akureyri, á að skila bögglum og Auglýsing um kjötútsölu kostaði margan viðskiptavininn fýluferð í gær: Úrvalskjöt á útsölu fannst ekki á Akureyri „Allt að 16% verðlækkun á lambakjöti ef þú kaupir það núna.“ Þetta var yfírskrift auglýsingar í Degi í gær þar sem samstarfshópur um sölu lambakjöts auglýsti verðlækk- un á úrvals- og fyrsta flokks kjöti fram til næstu mánaða- móta. í Ijós kom að úrvalskjöt var ekki til í verslunum á Akureyri né heldur á Slátur- húsi KEA í gær en í kjölfar athugunar blaðsins á málinu var pantað kjöt frá Húsavík sem kemur til afgreiðslu hjá Sláturhiisi KEA í dag. „Þessu verður að kippa í liðinn, þetta á ekki að vera svona. Eg heiti því hér með að bregðast strax við þessu og læt til skarar skríða með að fá botn í málið. Það verður kannað til hlít- ar hvort þessir neytendur eiga að vera afskiptir af manna völdum. Ég ætla að koma í veg fyrir það ef ég get,“ sagði Þórhallur Arason hjá Samstarfshópi um sölu á lambakjöti í gær þegar leitað var skýringa á því að áðurnefnt úrvalskjöt var ekki á boðstölum á Akureyri. Blaðinu bárust síðan fréttir af því síðla dags í gær að pantað hafi verið snarlega úrvals- kjöt úr nágrannabyggðum sem gæti komist í búðir á Akureyri í dag. Segja má að útsalan nú sé tvíþætt. Annarsvegar er um að ræða úrvalskjöt, DI-A, sem er selt með mestum afslætti. Skrokkarnir eru niðurhlutaðir og snyrtir þannig að rúm 13% skrokksins hafa verið tekin frá í afskurði. Þetta kjöt er selt í pokum. Hins vegar er selt kjöt úr DI-A, DI-B og DI-C til kaup- manna með 5% afslætti. Þegar útsalan hófst í byrjun mánaðarins voru birgðir af kjöti frá 1988 um 800 tonn. Mest hefur selst af kjötinu í úrvalsflokki og er útlit fyrir að það gangi til þurrðar fyrir mánaðamót. í heild er nú búið að selja nálægt 400 tonnum af lambakjöti á útsölunni í mánuðinum. JÓH bréfapósti sem komast á með flugpósti til landa utan Evrópu fyrir jól í síðasta lagi mánudaginn 11. desember, eða eftir tvær vikur. Flugpósti til Evrópu ber að skila fyrir 14. desember og pósti innanlands skal skilað fyrir mánudaginn 18. desember, þ.e. ef Póstur og sími á að ábyrgjast að hann berist til móttakanda fyr- ir jól. Nú kostar frímerkið á hvert jólakort 21 krónu, hvort sem umslagið er lokað eða opið. Aðspurður um hvernig fólk gæti flýtt fyrir afgreiðslu á pósthúsinu, sagði hann að fyrst og fremst væri mikilvægt að það keypti frímerk- in og límdi þau á umslögin heima. „Þá er æskilegt að fólk sé tímanlega með póstinn og reyni að fylgja þessum dagsetningum, því með því er hægt að halda í sundur því sem er að fara annars vegar og því sem kemur hins vegar." Jón Ingi sagði að allur póstur væri nú borinn út jafn óðum en þrátt fyrir það væri ágætt að merkja jólaumslögin svo viðtakendur geti haldið þeim pósti til haga heima hjá sér. „Við teljum æskilegra að fólk geymi póstinn heima í stað þess að geyma hann hjá okkur, enda samræmist það engan veginn markmiðum póstþjónustunnar.“ Reiknað er með að síðustu dagana fyrir jól þurfi að bæta við um 25-30 manns til viðbótar við útburð á jólapósti, þar sem um margföldun á magni er að ræða. Jón Ingi giskaði á að um 150 þús- und jólabréf væru póstlögð á Akureyri fyrir jólin, en þegar mest lét í fyrra voru um 30-40 þúsund bréf póstlögð á einum degi. Hann sagði að fljótlega yrði auglýst hvenær póstafgreiðslur verða opnar í desember. VG fíörn að leik. Mynd: KL Loðnuveiðin fyrir Norðurlandi hefur brugðist að mestu það sem af er vertíðinni, og lítið veiðist af loðnunni sem fannst við Kolbeinsey á dögunum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.