Dagur - 24.11.1989, Blaðsíða 15

Dagur - 24.11.1989, Blaðsíða 15
Föstudagur 24. nóvember 1989 - DAGUR - 15 -4 íþróttir í- íþróttir helgarinnar: Mikið um að vera - handbolti, blak, karfa og badminton Það er heilmikið um að vera á íþróttasviðinu á Norðurlandi þessa helgina. Stórleikir í körfuknattleik, handknattleik, blaki og svo er borðtennis og badminton á dagskránni. Þórsliðið í handknattleik spilar mikilvægan leik gegn Breiðabliki í 2. deildinni á föstudagskvöldið. Ef Þórsliðið sigrar er það komið í toppbaráttuna í deildinni en Blikarnir verða að sigra til að komast úr kjallaranum. Leikur- inn er í kvöld kl. 20.00 í íþrótta- höllinni á Akureyri. Strax á eftir leik Þórs og Breiðabliks leika Þórsstelpurnar gegn Aftureldingu í 2. deild kvenna. Reyndar leika liðin aftur saman á laugardag en þá í Skemmunni kl. 16.00. Blakstrákarnir í KA verða á Karfa: Sverrir ekki með - breyttur leiktími á Akureyri Leikur Þórs og Tindastóls í Úrvalsdeildinni í körfuknatt- leik verður á sunnudaginn í íþróttahöllinni á Akureyri kl. 16.30. Leikurinn átti að vera kl. 20.00 um kvöldið en var breytt vegna þess að dómar- arnir koma frá Keflavík og það kemur betur út fjárhagslega fyrir Þórsara að hafa ieikinn fyrr um daginn. Það er skarð fyrir skildi fyrir bæði liðin að það vantar tvo lykil- menn í þennan leik; Þórsarinn Dan Kennard hefur hirt flest frá- köstin í Úrvalsdeildinni. Jón Örn Guðmundsson og Tinda- stólsmaðurinn Sverrir Sverrisson eru báðir í leikbanni og veikir það að sjálfsögðu bæði liðin. Sverrir fékk tvær tæknivillur í leik Tindastóls og UMFG 28. okt. s.l. og verður því að láta sér nægja að horfa á leikinn. Hánn verður hins vegar ekki í banni í kvöld er unglingaflokkur Tinda- stóls mætir Haukum á Sauðár- króki í kvöld kl. 20.00. Ef Eyjólfur Sverrisson verður kominn til landsins, en hann dvelur nú við knattspyrnuæfingar hjá Brann í Noregi, í tæka tíð fyrir leikinn er líklegt að hann taki við bakvarðarstöðunni af bróður sínum. Bandaríkjamennirnir í liðun- um munu örugglega verða áber- andi í leiknum. Bo Heyden hjá Tindastóli er annar stigahæsti maður deildarinnar með 259 stig, sem gerir að meðaltali 28,7 körf- ur í leik. Dan Kennard er í átt- unda sæti með 20,7 körfur í leik. Kennard er aftur á móti sterkasti varnarmaður deildarinnar og hef- ur hann hirt að meðaltali 12,8 fráköst í leik. Rútuferðir eru frá Sauðárkróki á leikinn á Akureyri á sunnudag- inn og verður því örugglega mik- ið fjör á leiknum. Vert er að minna aftur á breyttan leiktíma, þ.e. kl. 16.30 í íþróttahöllinni á Akureyri á sunnudaginn. kj/AP 1X21X21X21X21X21X21X21X21X2 Skapti á sigurbraut Skapti Ingimarsson lagði Gylfa Þórhallsson að velli í síðustu viku og þar með hafa Liverpool-menn yfirhöndina aftur. En gamla keppnin er ekki búin því Skapti hefur skorað á skák- félaga sinn, Rúnar Sigurpálsson, en hann er mikill Man. Utd. að- dáandi. Reyndar ber Rúnar einnig taugar til Crystal Palace vegna þess að Steve Coppel, fyrrverandi leikmaður Man. Utd. er nú framkvæmdastjóri hjá þessu fornfræga Lundúnaliði. Sjónvarpað verður frá leik Nurnberg og B. Munchen í v,- þýsku knattspyrnunni og verður sá leikur vonandi fjörugri en leikur Werder Bremen og B. Leverkusen sem sýndur var á laug- ardaginn. Skapti: Nurnberg-B. Munchen 2 Charlton-Man. City 1 Coventry-Norwich 2 Man. Utd.-Chelsea 1 Nott. For.-Everton 1 QPR-Millwall x Sheff. Wed.-C. Palace 1 Southampton-Luton 1 Tottenham-Derby 1 Wimbledon-Aston Villa 1 Blackburn-West Ham x Newcastle-Sheff. Utd. x Rúnar: Nurnberg-B. Munchen 2 Charlton-Man. City 1 Coventry-Norwich x Man. Utd.-Chelsea 1 Nott. For.-Everton 1 QPR-Millwall 1 Sheff. Wed.-C. Palace x Southampton-Luton 1 Tottenham-Derby 1 Wimbledon-Aston Villa 2 Blackburn-West Ham x Newcastle-Sheff. Utd. 1 1X21X21X21X21X21X21X21X21X2 fullu á laugardag. Framarar koma með karlalið sitt í heimsókn og leika gegn KA í Glerárskóla kl. 13.30. Þeir bláklæddu komu nokkuð á óvart og sigruðu Þrótt- ara 3:2 í fyrrakvöld þannig að þeir eru sýnd veiði en ekki gefin fyrir íslandsmeistara KA. Opið badmintonmót TBA í A og B flokki fer fram á Akureyri á laugardag. Það hefst í Höllinni kl. 11.00 og eru mótsstjórar þeir Finnur Birgisson og Haukur Jóhannsson. Stórt borðtennismót fer fram á Hrafnagili alla helgina og er það í umsjóri Magna. Keppendur verða um 90 og er þetta eitt stærsta borðtennismót sem hald- ið hefur verið á Norðurlandi. Meistaraflokkslið KA í 1. deildinni í handknattleik fer suð- ur og keppir erfiðan leik gegn KR-ingum á sunnudaginn kl. 20.30 í Laugardalshöll. Punktamót KSÍ í innanhúss- knattspyrnu fer fram á Akranesi og þar keppa m.a. KA, Þór, Leiftur og Tindastóll. Sigurður Pálsson og Páll Gíslason verða í sviðsljósinu þegar Þór mætir UBK í 2. deildinni í kvöld kl. 20. Stelpurnar í Þór keppa vid UMFA strax á eftir. Knattspyrna: Kem líklega norður - segir Friðrik Friðriksson tilvonandi Pórsari Friörik Friðriksson landsliðs- markvörður mun að öllum líkindum leika með Þórsliðinu í 1. deildinni í knattspyrnu næsta sumar. Friðrik klárar tæknifræðinám í Danmörku um áramótin og er þá væntan- legur aftur til landsins. Friðrik sagði reyndar í samtali við Dag að mál hans væru ekki alveg komin á hreint en „það stefnir þó allt í að ég komi norð- ur,“eins og hann orðaði það sjálfur. Friðrik er fæddur árið 1964 og er því 25 ára gamall. Hans fyrsta félag var Ármann en eins og margir Ármenningar skipti hann fljótlega yfir í Fram og lék með þeim upp yngri flokkana. Hann var varamarkvörður Framliðsins 1982 en skipti þá yfir í Breiðablik og lék með Kópavogsliðinu í 1. deildinni í tvö ár. Hann fór þá aftur yfir í sitt gamla félag Fram, og tryggði sér fljótlega landsliðs- sæti. Undanfarin tvö ár hefur hann leikið með danska liðinu Friðrik Friðriksson markvörður. B 1903 við góðan orðstýr. Það sem vegur þungt í ákvörðun Friðriks að koma norður er að unnusta hans er frá Akureyri. Það er skíðakonan góðkunna, Nanna Leifsdóttir. Hún er hörð KA-manneskja en verður víst að sætta sig við að sjá unnustann leika í rauðum búningi næsta sumar. Ef að Friðrik kemur í Þór má búast við Þórsliðinu mjög sterku næsta sumar. Þegar hefur Sigur- óli Kristjánsson skipt aftur í sitt gamla félag en óvíst er hvað Hall- dór Áskelsson gerir. Síðan munu ungu piltarnir banka duglega á dyrnar hjá meistaraflokknum næsta sumar, en þeir sýndu það síðasta sumar að þeir geta staðið sig vel í hinni hörðu 1. deildar- baráttu. Knattspyrna/KSÍ-þing: Magni og Kormákur halda sætum sínum - Völsungar styðja tillöguna Frétt Dags í gær, um þá tillögu sem Iögð verður fram á KSÍ- þinginu í Reykjavík um aðra helgi, að spila 3. deildina í tvennu lagi hefur vakið tölu- verða athygli meðal knatt- spyrnuáhugamanna á Norður- landi. Völsungar hafa lýst yfir stuðn- ingi við þessa tillögu og það hafa TBA-menn einnig gert. Ekki er ólíklegt að bæði Magni og Kormákur séu þessu hlynntir. Ef tillagan nær fram að ganga munu eftirtalin félög leika í Norð-austurlandsriðli 3. deildar: Völsungur Einherji Dalvík Reynir Á. Magni Kormákur TBA Þróttur N. Leiknir F. Huginn Staðan 2. deild kvenna Selfoss 5 5-0-0 116: 83 10 ÍBK 6 3-1-2 104: 98 7 ÍR 6 3-1-2 132:127 7 UMFA 6 3-0-3 105:101 6 ÍBV 4 1-1-2 70: 79 3 Þróttur 5 1-0-4 87:107 2 Þór 4 0-1-3 59: 78 1 Iþróttir helgariimar Handknattleikur Fustudagur: 2. deild karla...Þór-UBK í íþróttahöll- inni á Akurcyri kl. 20.30. 2. deild kvenna...Þór-UMFA í íþrótta- höllinni kl. 21.45 Laugardagur: 2. deild kvenna..Þór-UMFA í Skemm- unni á Akureyri kl. 16.00 Sunnudagur: 1. deild karla...KR-KA í Reykjavík kl. 20.30. Körfuknattleikur Sunnudagur: Úr,valsd...Þór-Tindastóll í íþróttahöll- inni á Akureyri kl. 20.00 Blak Laugardag: 1. deild karla...KA-Fram (Glerárskóla kl. 13.30 1. deild kvenna..KA-Fram í Glerár- skóla kl. 14.45 Badminton Laugardag: Opið mót f A og B flokki í íþróttahöll- inni kl. 11.00

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.