Dagur - 24.11.1989, Blaðsíða 16

Dagur - 24.11.1989, Blaðsíða 16
Bautinn getur séð um allt til veislunnar Húsnæði, veitingar og starfsfólk. Tökum á móti bókunum fyrir JAÐAR og Laxdalshús. Hafið samband í síma 21818. Deila bænda í Húnaþingi og landbúnaðarráðuneytisins: Spurningin er hvernig máiið rekur sig áfram - segir Guðmundur Sigþórsson, skrifstofustjóri í landbúnaðarráðuneytinu „Það liggur fyrir að farið verð- ur í þennan niðurskurð. Spurn- ingin er hvernig málið rekur sig áfram. Ég hef ekki heyrt annað en að þessir tveir bænd- ur séu fúsir til að skera niður. Ef þeir véfengja að þeir fái nægjanlegar greiðslur sam- kvæmt fyrirliggjandi samningi þá verður að láta reyna á aðra matsaðferð,“ sagði Guðmund- ur Sigþórsson, skrifstofustjóri í landbúnaðarráðuneytinu, þeg- ar hann var inntur eftir afstöðu ráðuneytisins í deilu þess við tvo bændur í Húnaþingi um bótagreiðslur vegna riðuniður- skurðar. Eins og fram kom í Degi í gær sætta Hjalti Jósefsson, Urðarbaki í Þverárhreppi og Haukur Magnússon, Brekku í Sveins- staðahreppi, sig ekki við tilboð landbúnaðarráðuneytisins um bótagreiðslur vegna riðuniður- skurðar. Þeir telja að bæturnar séu alltof lágar og hafa óskað eft- ir að ráðuneytið taki féð eignar- námi, sem hefur sjálfkrafa í för með sér mat á eðlilegum bótum. „Bændur geta auðvitað óskað eftir að farin verði svokölluð eignarnámsleið. Það eru sjálfsagt ýmis sjónarmið í þessu. Hugsan- legt er að meta hjarðir bænda eins og þær gefa af sér sem þýddi jafnframt mun lægri bætur í þeim tilvikum sem riðan er komin á alvarlegt stig.“ Að sögn Guðmundar eru ráðu- neytismenn tregir til að víkja frá þeim samningi sem þegar hefur verið gerður við fjölda manna um allt land. Guðmundur segir að gerðir hafi verið samningar um niðurskurð um 50 þúsund fjár og ráðuneytið hafi boðið fjáreigend- um svipaða samninga. óþh Heilbrigðisfulltrúinn á Akureyri rannsakar losun meltu frá Krossanesverksmiðjunni um þessar mundir. Myndin er tekin af planinu framan við verksmiðjuna. Mynd: kl. Meltulosunin við Krossanes í rannsókn - engra leyfa var leitað til losunar segir heilbrigðisfulltrúi Rannsóknarlögreglan á Akur- eyri vinnur nú að rannsókn vegna loðnumeltu sem hleypt Loðnuveiðar: Fyrsti stóri fann- urinn til Ólafsflarðar Tvö skip tilkynntu loðnunefnd um afla í gærmorgun. Guð- mundur Ólafur fór með 550 tonn til Ólafsfjarðar og er þetta jafnframt fyrsti stóri loðnufarmurinn sem þangað kemur á þessari haustvertíð. Hinn báturinn, Helga, landaði 950 tonnum á Siglufirði. Magnús Lórenzson, verk- smiðjustjóri Fiskimjölsverk- smiðju Hraðfrystihúss Ólafs- fjarðar segir að afkastageta verk- smiðjunnar sé 100-150 tonn á sól- arhring en þróarrými verksmiðj- unnar er um 700 tonn. Farmurinn úr Guðmundi Ólafi er því verk- efni í nokkra sólarhringa. Loðnan var dreifð í fyrrinótt og því var veiðin ekki mikil. Skipin fengu nær undantekningar- laust lítil köst og höfðu flest um 200 tonn eftir nóttina. Loðnusjó- menn sögðu í gær að loðnan væri byrjuð að færa sig af svæðinu við Kolbeinsey til austurs og vonuð- ust þeir til að jafnframt tæki hún að þéttast. JÓH/EHB var í sjóinn frá Krossanesverk- smiðjunni. Heilbrigðisfulltrúa var tilkynnt um að verið væri að dæla meltu í sjó úr tank við verksmiðjuna, og fór hann ásamt lögreglu á staðinn til að kanna málsatvik á miðviku- dagskvöldið. Lögreglan tók skýrslu í verk- smiðjunni vegna losunarinnar, og gaf verkstjóri heilbrigðisfulltrúa þær upplýsingar að 50 tonnum af úrgangi hefði verið dælt í sjóinn. Valdimar Brynjólfsson, heil- brigðisfulltrúi, fékk hins vegar þær upplýsingar í gær í símtali við aðila sem lét nafns síns ekki getið, að magnið hefði verið miklu meira, eða 500 tonn. Valdi- mar kvaðst ekki geta lagt dóm á sannleiksgildi þessarar fullyrð- ingar, en hann ætlar að rannsaka allt málið nánar. Valdimar benti á að Krossanes væri með starfsleyfi frá heilbrigð- isráðuneytinu. í leyfinu væri tal- að um meðferð úrgangsefna og þar væri stefnan sú að gera verk- smiðjum af þessu tagi skylt að nýta öll efni sem til falla, t.d. soðvatn. „Ef eitthvað skemmist finnst manni eðlilegast að haft væri samband við Hollustuvernd ríkisins, heilbrigðiseftirlit á staðnum, hafnarstjóra, Siglinga- málastofnun eða aðra slíka, til að fá heimild til að setja þetta í sjóinn. Þetta er lífrænn úrgangur, og þegar um svo mikið magn er að ræða er sú leið eðlilegust að hafa samband við rétta aðila,“ segir heilbrigðisfulltrúi. Maurasýra er notuð við vinnslu meltu, og tók heilbrigðisfulltrúi sýnishorn til rannsóknar. Hann vildi ekki fullyrða neitt frekar um málið þar til niðurstöður rann- sókna liggja fyrir. Geir Zoéga, framkvæmdastjóri Krossaness, vildi ekki tjá sig um málið í gær að öðru leyti en því að verið væri að gera úlfalda úr mýflugu. EHB Franski sendiherrann heimsækir Akureyri eftir helgi: Afhendir Tómasi Inga Olrich viðurkenninga Franski sendiherrann á íslandi og nýskipaður menningarmála- fulltrúi Frakka á íslandi munu Margrét Bóasdóttir, sópransöngkona, á tónleikaferð í S.-hýskalandi: „Gengið mjög vel og verið ákaflega gaman“ Margrét Bóasdóttir, sópran- söngkona frá Grenjaðarstað í Aðaldælahreppi, gerir garðinn frægan um þessar mundir í Suður-Þýskalandi. Hún er þar í tónleikaför og hefur þegar haldið tónleika í Munchen og Augsburg. Þriðju og síðustu tónleikar Margrétar verða í smábæ skammt frá Bodensee. „Þetta hefur gengið mjög vel og verið ákaflega gaman. Eg er nú þegar búin að fá tilboð um að syngja á þrennum tónleikum í lok maí á næsta ári,“ sagði Mar- grét í samtali við Dag í gær. Að sögn Margrétar syngur hún ljóðatónlist á þessum tónleikum, þýska, franska og íslenska. Hún segist leggja áherslu á að kynna íslenska tónlist á tónleikum ytra og athyglisvert sé hve Þjóðverjar leggi sig vel eftir ljóðunum. Á tónleikunum ytra flytur Margrét lög eftir Ragnar H. Ragnar, Áskel Snorrason og Sigfús Einarsson. Á tónleika Margrétar í Mún- chen mættu um 20 íslenskir námsmenn auk fjölda Þjóðverja. „Ástæöan fyrir þvf að ég syng í Þýskalandi er sú að ég lærði hér og vann hér bæði sem söngkona og kennari í þrjú ár eftir að ég lauk námi. Þá aflaði ég mér góðra santbanda og vegna þeirra hefur mér verið boöið oftar en einu sinni hingað út. Eftir að ég kom heim hef ég litið á það sem viðbótartækifæri að syngja hér. Vonandi gerir þetta mann betri því þá hefur maður látlaust við eitthvað að glíma,“ segir Margrét. Síðustu tónleikar Margrétar verða haldnir á morgun ytra og síðan kemur hún heim og syngur fyrir Akureyringa á tónleikum með Kammersveit Akureyrar á tónleikum 1. desember nk. óþh heimsækja Akureyri eftir helg- ina. I heimsókninni mun franski sendiherrann, Jacques Mair, veita Tómasi Inga Olrich, frönskukennara við Menntaskólanna á Akureyri viðurkenningu vegna þátttöku nemenda hans í fyrravor í sam- keppni Frakka vegna 200 ára afmælis frönsku byltingarinn- ar. Eins og Dagur hefur skýrt frá fengu nemendurnir við MA viðurkenningu í samkeppninni og var höfundi ritgerðarinnar sem send var í keppnina fyrir hönd hópsins, boðið til Frakk- lands til hátíðarhaldanna á bylt- ingarafmælinu í sumar. í Akureyrarheimsókn sinni munu frönsku embættismennirn- ir hitta helstu framámenn í menningarlífi bæjarins, heim- sækja skólana og leikhúsið. Einnig munu þeir heimsækja franska konsúlinn á Akureyri. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.