Dagur - 24.11.1989, Blaðsíða 8

Dagur - 24.11.1989, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Föstudagur 24. nóvember 1989 spurning vikunnar Trúirðu á líf eftir dauðann? (Spurt á Akureyri) Þorsteinn Pálmason: „Ég geri það og hef alltaf gert. Kannski hittir maður aftur gamla kunningja.“ Helena Dejak: „Bæði og. Ég býst við að sé líf eftir dauðann. Það er erfitt að útskýra það. Þetta er ein af þessum óráðnu gátum." Henrietta Kristinsdóttir: „Það er nú það. Jú, ætli maður verði ekki að svara því játandi." Sigurpáll Sveinsson: „Já ég geri það. Ég get ekki útskýrt af hverju. Maður hefur ekki mikið hugsað út í þetta.“ Ágúst Ólafsson: „Já, alveg eins.“ „Hvað stendur nú til? Er verið að fara í fugl?“ spurðu kallarnir á vigtinni á hafnargarðinum á Dalvík á fimmtudagsmorguninn í síðustu viku þegar Friðrik Friðriksson sparisjóðsstjóri á Dalvík vatt sér inn í kaffistof- una með blaðamann Dags á hælunum. Jú, mikið rétt. Þrátt fyrir rigningarúða var ætlunin að fara í svartfugl út á fjörð og við hafnargarðinn lá Búi EA- 100 tilbúinn að leggja upp í veiðitúrinn. Stefán Stefánsson, skipstjóri hafði líka tekið dag- inn snemma og var byrjaður að tína um borð nauðsynlegustu hjálpartæki. „Ég held nú reynd- ar að við þurfum ekki að fara langt með þennan háf, hann nær út á fjörð,“ sagði hann um leið og hann setti risavaxinn háf um borð. Innan stundar renndi bifreið fram á hafnargarðinn og út kom fjórði maðurinn í túrnum, Gunnar Arason frá Akureyri. Og þá var allt klárt að leggja í’ann. Friðrik Friðriksson (t.v.) og Gunnar Arason sælir með afrakstur dagsins. Alls veiddust 106 fuglar í túrnum. Myndir: JÓH Slegist í för með Friðriki Friðrikssyni, Gunnari Arasyni og Stefáni Stefánssyni á Búa EA-100 frá Dalvík: í svartfugli á Eyjafirði „Og þú ert náttúrlega með byssuleyfið með þér,“ sagði Gunnar glottandi við blaðamann þegar Búi lagði frá bryggju. Undirritaður játti því. „Sko, þarna er strax sá fyrsti,“ kom þá um hæl frá Gunnari og hann benti á einn fugl við enda hafn- argarðsins. Þannig byrjaði túrinn og þegar báturinn var kominn út úr hafnarmynninu setti Stebbi skipstjóri sjálfstýringuna á og byrjaði að útbúa annan háf. Og þá er að vera snöggur. . . Þessi svartfuglsveiðiferð er árleg hjá þeim Gunnari, Friðriki og Stefáni. Stefán hefur öll völd við stýrið og keyrir að fuglunum um leið og hann sér þá. Þeir sem ekki þekkja til þessara veiða eru sjálf- sagt vissir um að svartfugl sé aðallega skotinn á flugi en svo er nú ekki því sjaldnast flýgur fugl- inn burt þegar hann er styggður heldur kafar hann og þarf því leikni skotveiðimannanna að fel- ast í að skjóta þegar fuglinn kem- ur úr kafi. Svo styggur getur fugl- inn verið að hann láti ekki sjá sig upp á yfirborðinu nema fáar sekúndur í einu og því þurfa skotveiðimennirnir að vera snöggir til að skjóta. Vindáttin ræður miklu þegar farið er í svartfugl. Best þykir veiðimönnum að fara þegar vind- ur hefur verið að norðan en þeg- ar til sunnanáttar bregður er sjaldnast mikið af fugli. Fuglinn getur verið í stórum hópum en líka einn og einn. Stebbi skipstjóri fór út með vestanverðum Eyjafirði en ekki fór mikið fyrir fugli. Skotveiði- mennirnir voru komnir fram á stefni og rýndu á hafflötinn en mjög erfitt er að sjá fuglinn í golu eins og var þennan morgun. Þó sást einn og einn fugl sem vanar skytturnar áttu ekki í miklum vandræðum með að ná. Og eftir því sem fuglunum fjölgaði aftur á dekki bátsins léttist brúnin á skyttunum. í land meö blaðamanninn Þegar klukkan var að nálgast eitt var veiðin orðið um 40 fuglar. „Ja, það er nú ekkert sem heitir að við förum ekki í land fyrr en við erum komnir með 100 fugla,“ sagði Friðrik og þóttist þess full- viss að er á daginn liði ætti eftir að færast meira fjör í leikinn. „Já, strákar mínir, þó við komum ekki í land fyrr en á morgun þá Framundan eru 10 fuglar í hóp og þeir Friðrik og Gunnar eru komnir í skot- stöðu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.